Alþýðublaðið - 27.05.1935, Síða 3

Alþýðublaðið - 27.05.1935, Síða 3
MÁNUDAGINN 27. MAI 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ alþýðublaðið Ú T G E’F A N D I : ALÞÝÐUFLOKKURINN R IT S T J 0 R I : F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA : Hve\fisgötu 8. SIMAR : 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901 : Rilstjórn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima). 4904: F. R. Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjórn. 4906: Afgieiösla. Hagsýni. Q TÆRRI og stærri verzlun er kJ áhugamál allra kaupmanna, hvort sem þeir annast vöru- dreifingu meðal fjöldans, eða vinna að ems að því, að flytja vöru til og frá landinu. öllum finst þessi áhugi kaup- mannaanna sjálfsagður, og hann er það vissulega. En hvers vegna? Þessari spumingu mundi víst margur svara á þann hátt, að segja að þeir væm að keppa eft- ir meiri og meiri gróða. Er þá hugsað sem svo, að ef þeir græði t. d. 30 kr. á hverjum hundrað krónum, þá sé auðsætt að eftir því sem veltan verður meiri, verði og gróðinn meiri. Þetta er vissulega rétt, en þó ekki nema hálfsögð saga. Allir kaupmenn vita sem sé, að ef þeir græða 30 kr. á hverj- um hundrað, með því að verzla fyrir 50 þús. kr. á ári, þá hafi þeir fylstu líkur til þess að græða 40 kr. á hverju hundraði, ef þeir verzla fyrir 100 þús. kr. á ári. Lögmálið er sem sé það, að eftir því sem verzlunin er stærri, verður hagnaðurinn að jafnaði tiltölulega meiri. Þetta lögmál er ofur auð- skýrt. Ef við tökum heildsalann sem dæmi horfir málið þannig við: Hygginn heildsali siglir ár- lega til þess að annast vöruinn- kaup eða vömsölu. Slíkar ferðir em dýrar, en þær kosta jafn mikið hvort sem gerð eru stór eða smá innkaup. Kostnaður verður því mjnni á hverja krónu, sem keypt er eða selt fyrir, eftir því sem kaupin eða salan fara fram í stærri stíl. Við þetta bætist svo sú alkunna staðreynd, að eftir því sem vara er keypt í stærri stíl fæst lægra verð. Afgreiðsla öll og skrifstofu- hald verður oft engu dýrar þó að verzlunin vaxi mjög mikið. Það er engum efa bundið, að ein skrifstofa gæti annað við- skiftum margra tveggja heild- sala hér í bæ, og þyrfti kostnað- ur af henni ekki að verða meiri en af annari þeirra. Þannig styður alt að því, að eftir því sem heildverzlun vex verður kostnaður tiltölulega minni. Nú er það ljóst, að öll utan- ríkisverzlun Islands er ekki nema eins og ein allstór- heild- verzlun eins og þær gerast er- lendis. Getur nokkur efast um að það sé hagkvæmt, að hún sé öll á einni hendi? Mundu ekki allir heildsalar landsins vera sammála um það, að þeir gætu fengið mikið auk- inn verzlunarhagnað hlutfalls- lega, ef þeir hefðu alla verzlun- ina í sinni hendi og þó að þeir lækkuðu vöruverðið. Að þessu athuguðu ætti öllum að vera ljóst, að ríkið á að taka alla utanríkisverzlunina í sínar hendur, og þó er þetta ekki nema fátt eitt af þeim mörgu rökum, sem undir það falla, að ríkið eigi sem allra fyrst að taka alla utanríkisverzlunina í sínar hendur. Einar Sigurðsson syngur einsöng í útvarpið í kvöld. ísland fór í gærkvöld kl. 8 til Kaup- mannahafnar um Vestmanna- eyjar og Thorshavn. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur flytur erindi á vegum Búnaðarfélagsins í út- varpið í kvöld. Nefnir hann er- indið: Garðyrkjan. Svivirðileg árás á Torgler. Komintern lætur eitt af leiguþýjum sínum birta níðgrein um Torgler, enda þótt hann sitji enn fjötraður í fangelsum Nazista! AÐ hafa hingað til verið ó- skrifuð lög innan verkalýös- hreyfingarinnar, sem hafa bygst bæði á drengskap og stéttvísi, að allur ágreiningur og allar á- sakanir væru látnar þegja gagn- vart þeim stéttarbræðrum og fé- lögum, sem sitja í fangelsum yf- irstéttarinnar — svo lengi, sem þeir eru þar — og að gera alt til þess að styrkja þá, efnalega og andlega, á móti ofsækjendunum og frelsa þá aftur úr klóm þeirra. En línudanzarar Kominterns virðast nú ætla að reyna að eyði- leggja þetta óskrifaða siðalögmál stéttarinnar, eins og þeir þegar hafa reynt að eyðileggja margt af því bezta, sem þróast hefir í skauti verkalýðshreyfingarinnar. Klíka sú af ábyrgðarlausum æfin- týra- og misendis-mönnum, sem Komintern hefir safnað utan um sig og gert að agentum sínum úti um heim, hefir nýlega gert sig seka um slíkt níðingsverk gagn- vart fangelsuðum félaga, aö eng- in dæmi eru annars eins í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Hún hefir með lubbalegum lygum ráð- ist opinberlega á Ernst Torgler, enda þótt hann sitji enn í fangels- um Nazistanna og litlar líkur sé til þess, að hann sleppi þaðan nokkurn tíma lifandi.- Undir eins eftir málaferlin í Leipzig út af þinghússbrunanum í Berlín mátti heyra það á hinum og þessum línudönzurum Komin- terns, — sem að vísu ekki höfðu sjálfir setið fjötraðir á höndum og fótum í hálft ár í fangelsum Nazistanna — að Torgler hefði ekki komið nógu hetjulega fram fyrir réttinum. Og jafnframt kom það þá upp úr kafinu, að alvar- legur ágreiningur hafði verið áður fyrr milli hans og miðstjórnarinn- ar í Kommúnistaflokki Þýzka- lands um pólitík flokksins. Engu að síður var nafn Torglers á með- an á málaferlunum stóð og nokk- urn tíma eftir þau oftast nefnt í sömu andránni og nöfn þeirra Dimitroffs, Popoffs og Taneffs. Og meira að segja eftir málaferl- ERNST TORGLER. in gaf Kommúnistaflokkur Þýzka- lands út ávarp, þar sem talað var um „okkar hetjulegu félaga: Dimitroff, Torgler, Popoff og Ta- , neff“„ En svo var alt í einu hætt að tala um Torgler, enda þótt Naz- istastjórnin héldi honum, af því að hann var Þjóðverji, með of- beldi eftfir í fangelsinu, þegar hún neyddist til þess, að láta hina þrjá, sem höfðu fengið rússnesk- an ríkisborgararétt, lausa. En þótt slík þögn virðist í mesta máta ó- makleg um fangelsaðan félaga, sem fyrstur allra lagði líf sitt í hættu til þess að bjarga heiðri Kommúnistaflokks Þýzkalands, þegar íkveikjan í þinghúsinu var borin á hann — Torgler fór eins og menn muna beina leið á lög- reglustöðina í Berlín til þess að heimta rannsókn í linálinu, og var þar tekinn fastur a’f Nazistum, fyrstur allra, eftir brunann, — þá er hún þó ekkert hjá því, sem andstæðingar hans eða óvildar- menn í Komintern hafa nú gert sig seka um gagnvart honum. Svo djúpt eru þessir menn sokknir siðferöislega, að þeir láta Wilhelm Pieck, einn af þeim mið- stjórnarmeðlimum þýzka komm- únistaflokksins, sem heldur hafa kosið að halda sig austur í Moskva en í Berlin, síðan Naz- istar brutust þar til valda, ráð- ast opinberlega á Torgler, sem ekki getur borið hönd fyrir höf- uð sér, af því að hann situr í dýflizum brúnu verkalýðsböðl- anna vestur á Þýzkalandi. I 46. tölublaði af „Krasnaja Ga- beta“ í Moskva birtir Piec.k grein, þar sem meðal annars eru eftir- farandi setningar: „Við þekkjum aðeins eitt ein- asta dæmi þess, að leiðandi flokksfélagi hafi ekki komiðfram eins og kommúnista er sæmandi. Það er Ernst Torgler. . . . Torgler var ekki einn aí hetjurn verka- lýðsins. Hann gafst opinberlega upp fyrir dómstól fazistanna?. Hann valdi sér sem verjanda einn af argvítugustu fjandmönnum kommúnista, fazistann dr. Sack, og lét hann fara með sig eins og pólitískan ræfil. Torgler gerði sér vonir um það að vinna sig upp í áliti hjá blóðdómi fazistanna." Hver einasti maður, sem fylgd- ist með í málaferlunum út af þinghússbrunanum í Berlín, sér undir eins, að þetta er rótarlegur rógburður. Sannleikurinn var sá, eins og kunnugt er, að Nazistarnir neitudu Torgler um alla pá verj- endur, sem hann vildi fá. Þeir neyddu hann til að taka dr. Sack. Og Dimitroff, Popaff og Taneffi höfðu líka opinbera verjendur, sem Nazistarnir þröngvuðu upp á þá. Þetta hefir líka fyrir löngu verið viöurkent af miðstjórn þýzka kommúnistaflokksins, þótt hún vilji ekki viðurkenna það nú. 1 september 1933, skömmu áður en réttarhöldin byrjuðu í Leipzig, gaf hún út ávarp, sem sannar þetta. Þar stóð meðal annars: „Það er kunnugt, að Hitler- stjórnin hefir neitað þingmanni kommúnista, Torgler, um alla þá verjendur, sem hann fór fram á. Og fyrSt eftir það ákvað hann að taka dr. Sack sem verjanda í voninni um það, að geta, þrátt fyrir alt, komið fyrir sig ein- hverri lögfræðislegri vörn, af því að hann sá, að hann ætti að öðr- um kosti ekki um neitt annað að velja en að ofurselja sig ein- hverjum opinberum verjanda, sem keyptur væri af stjórninni, eða að útiloka sig frá öllum mögu- leikum til þess að verja sig.“ Þessi yfirlýsing sýnir, að hin lubbalega árás Kominternklíkunn- ar á Ernst Torgler er af öðrum toga spunninn en þeim, sem lát- inn er uppi í gnein Piecks. Ætlun- in með henni er sú, að eyðileggja álit Torglers í flokknum af því, að hann hefir ekki þegjandi og hljóðalaust viljað eiga þátt í þeirri ábyrgðarlausu kliku- og klofnings-pólitík, sem Komintern hefir rekið í verkalýðshreyfing- unni á Þýzkalandi undanfarin ár. Hingað til hefir Komintérn skap- að skriðkvikindum sinum úti um heim möguleika til þess að rægja þá, sem hafa borið stéttar- hagsmuni verkalýðsins meira fyr- ir brjósti en klíkuhagsmuni kom- múnistaforingjanna með því að bjóöa þeim til Moskva og halda þar fyrir þeim vegabréfum þeirra til þess að hindra það, að þeir gæti komist heim aftur og bor- ið hönd fyrir höfuð sér. En þessu herbragði var ekki hægt að beita við Torgler, enda óþarft. Því að þýzku Nazistarnir losuðu Komin- tern við það ómak með því að grafa hann lifandi í fangelsum „þriðja ríkisins" vestur á Þýzka- landi. Komintern þurfti ekki ann- aö en að sleppa leiguþýjum sín- um lausum á þennan varnarlausa „félaga". Og það hefir nú verið gert. En verkamenn, sem enn ekki hafa getað tileinkað sér þessa nýju siðfræði og þessar nýstár- legu starfsaðferðir Kominterns, munu varla geta varist þeirri spurningu, hvort þetta sé „sam- fylkingin11, sem á að færa þeim sigurinn yfir ihaldinu og fazism- anum? Fiskþurkun er nú alment að byrja hér í Vestmannaeyjum. Nokkuð hefir verið flutt þaðan af fiski til þurk- unar annars staðar, bæði til Aust- fjarða og Reykjavíkur. Einn bát- ur veiddi í fyrradag 4 tunnur af 6íld í reknet. 2 mótorbátar héðan frá Vestmannaeyjum eru farnir ó lúðuveiðar, og nokkrir eru að út- búa sig til dragnótaveiða. Einn bátur hefir verið með dragnót undanfarið og fiskað sæmilega. Hvað verðnr nm blnnnindi islands? Eftir Guðm. Dauíðsson, Þinguöllum. Frh. Á hin upprennandi kynslóð að taka sér skotvopn í hönd, þeg- ar hún fær valdið þeim, og smala með púðri og blýi rjúpum og öðr- um villifuglum ofan af heiðum og fjöllum, þangað til ekkert er eftir? Eða á hún að herja með oddi og egg á önnur hlunnindi í landfhu, þar til þau eru líka búin? Alls staðar í náttúrunni, jafn- vel hjá lægri dýraflokkum, hafa foreldrarnir eðlishvöt til að sjá afkvæmi sínu borgið. Þeir skilja við það þar, sem skilyrði eru fyrir hendi, að það geti lifað og þrosk- ast. En mennirnir þurfa þekk- ingu, lærdóm og aðra andlega hæfileika, sem þeim er lánað fram yfir dýrin, til að skapa lífsskil- yrði fyrir sjálfa sig og laga þau fyrir jurtir og dýr, en þetta van- rækja þeir oft og einatt, eða spilla sínum eigin gáfum, svo þær stefna í öfuga átt. Þess vegna fæðist svo margt barnið í heim- inn, að foreldrarnir sjá engin ráð til að afla því atvinnu eða lífs- uppeldis, þegar það er komið á legg. Hér í landi er höfuðstóll, þar sem hlunnindin eru og önn- ur náttúrugæði, sem bíða eftir að landsmenn taki til ræktunar og ávaxti, og er rjúpan einn hluti þeirra. Reynslan myndi sanna, að ýmsar tegundir hlunnindanna gæfu af sér 100- eða 1000-faldan ávöxt, væru þau ræktuð en ekki rænd. En þá verða menn að hætta að horfa á nátiúruna, eins og sá, sem heldur á bók öfugt fyrir sér og les. Þegar ræktun rjúpunnar er orð- in jafn almenn og annara ali- fugla nú á dögum, má vera að menn kornist að raun um að þjóð- in eigi dýrmætan fjársjóð, sem hún sýndi álika skilningsleysi og skógunum eða öðrum landsgæð- um á sínum tíma. Selurinn. í bjargarskorti og illu árferði var það fyr á tímum kallað „guðs gjöf“, þegar hval rak á fjöru undan hafís, menn náðu í væn- an sel, fiskuðu í eitt skifti betur en í annað eða urðu fyrir ein- hverju öðru óvæntu happi úr skauti náttúrunnar. Margur var þakklátur skaparainum í þá daga fyrir slíka björg, þó ekki léti menn það koma fram á verk- um hans. Nú virðist vera farið að sneiðast umj í foröabúri skaip- arans. „Gjafirn.ar“ berast nú ekki sjálfkrafa upp í Ihendurnar á fólk- inu eins og áður. Má vera að það stafi af því, að menn létu greipar sópa um forðabúrið, þeg- ar þeir skömtuðu sér úr því sjálf- ir. Svo mikið er víst, að hvalir eru nú hættir að reka uppfí land- steinana eins ört og þeir gerðu áður. Nú eru sumar hvalategund- ir að deyja út hér við land, og von bráðar í öllum höfum hnatt- arins, svo ekki koma þær teg- undir gjafa í fangið á mönnum síðarmeir. En íslendingar eiga litla sök á því. Selir eru líka á hraðri ferð að verða aldauða hér við land, ef ekki verður komið í veg fyrir það með einhverjum ráðum. Á flestum sviðum í nátt- úrunni hafa „guðs gjafir" verið herfilega misnotaðar og eru því að verða torgætar. En hér var raunar ekki um „gjafir" að ræða frá hendi skaparans, þó að menn skildu það svo, heldur lán, sem mönnum bar að svara rentum af. Skaparinn gefur ekki neinum andleg eða veraldleg gæði. Hann lánar þau, og auðlegð náttúrunn- ar, sem er nokkurs konar drott- ins banki, ef svo mætti að orði komast, er ekki eyðslufé, held- ur lánsstofnun, sem hver við- skiftamaður verður að standa í skilum við. Og sá gerir það, sem ræktar tegund þá, sem hann lifir á, eða gerir honum gagn. Það ber að sama brunni með selinn og önnur svonefnd hlunn- indi hér á landi, að hann verður bráðum gereyddur. Um síðustu aldamót veiddust að meðaltali á ári 267 fullorðnir selir og 5412 kópar. Siðan hefir veiðin farið minkandi ár frá ári. 1932 veidd- ust helmingi færri fullorðnir sel- ir, eða 315 talsins, og aðeins 3701 kópar, það er 1711 kópurn færra á ári en um aldamótin. Með þess- ari fækkun ætti selurinn að verða aldauða hér við land eftir svo sem 30—40 ár. Sumar selateg- undir, er algengar voru við strendur Islands fyrir hér um bil 80 árum síðan, eru nú þegar horfnar með öllu, eða að minsta kosti orðnar mjög sjaldgæfar. En Islendingar eiga ekki einir sök á að svo er komið. Sumar nágranna- þjóðir vorar hafa gert út skip til aelarána norður í höf, en við það hefir selnum fækkað stórkostlega. Orsökin til þess að selur er gerð- ur ófriðhelgur hér við land er einkum sú, að hann er skapað- ur til að veiða fiska sér til mat- ar, einkum lax, en hann er sú fæðutegund, sem mönnum þykir Ijúffeng og verðmæt. Seladrápið virðist því að sumu leyti vera gert í nokkurs konar hefndar- skyni fyrir að hann þjónar eðli sínu eins og aðrar skepnur. Til- hneigingin til villidýraveiði — jafnt sela sem annara — er leifar frá steinaldarmenningu mann- kynsins. Hún hefir fylgt þjóðun- um eins og draugur frá ómunatíð, sem þær hafa enn ekki getað los- að sig við, nema að nokkru leyti. Nú er svo komið hér á landi, að menn eru hræddir um að selurinn eyðileggi laxveiðina, og fá svo )ög til að gera selinn réttdræpan, og sakramenta þannig drauginn. Vitanlega drepur laxinn ýmsar verðmætar og Ijúffengar fiskateg- undir fyrir manninum. Þannig gengur það koll af kolli. Ættu menn þá að heyja látlaust stríð við allar viltar skepnur, jafnvel lyrir ímyndað tjón, sem þær gera? Þegar útrýming dýranna væri fullgerð, fækkaði fólkinu líka, því að þá væru menn búnir að höggva í sundur þá rót, er nærði þeirra eigin lífsins meið. Við vesturströnd Norður-Amer- íku er sagt að byrjað sé á að friða selinn, til þess að koma í veg fyrir að hann verði þar al- dauða. Næsta sporið verður, að menn komast upp á.lag með að ala selinn upp og gera hann að húsdýri, og að því á að stefna. Því verður ekki neitað, að nú- verandi kynslóð skilar þeirri næstu að mörgu leyti dýrmætari arfi en þeim, sem hún tók við af þeirri, sem liðin er. Má þar t. d. nefna skipastól landsmanna, vegi, brýr, síma, útvarp, skóla og ótal rnargt fleira, sem þjóðin hefir skapað úr efnum, sem hafa verið sótt til náttúru landsins. En því að eins geta þessar verk- legu framfarir orðið varanlegar og aðrar bæzt við, að undirstað- > an, sem þær eru reistar á, verði að sama skapi gerð traust. Fram- farir, sem orðið hafa í landinu siðustu 50 ár, eiga ekki nema að litlu leyti rætur sínar í rækt- un náttúrugæðanna. Megnið af þeim eru orðnar til fyrir ráns- feng, sem aflað er úr skauti lands og lagar. Ef haldið verður áfram að skapa verðmæti á þenna hátt, hvað tekur þá við, þegar búið er að tæma þau náttúrugæði, sem verið er að ræna? Þá má búast við að komi afturkippur og hnignun í allar framfark. Oft er talað um ættjarðarást og að mönnum eigi að láta sér þykja vænt um’landið. En sumir þeir, sem brýna þetta fyrir fólkinu, eru ef til vill með í því að spilla gæðum landsins, eða gera ekk- ert til að halda þeim við með ræktun eða vernd. Var það af ættjarðarást, að menn á sínum tíma gerðu sitt ítrasta til að út- rýma geirfugíinum hér við land, hrekja í burtu rostunginn og hjálpa til að bægja hvalnum frá landinu, eða er það af ættjarð- arást að menn ófriða selinn og marga landfugla og sjófugla, sem eru til prýðis í íslenzkri náttúru? Það væri hyggilegra að tala minna um ættjarðarást og hrósa minna fegurð landsins, en sýna meira í verkinu, að þetta sé ein- hvers virði fyrir þjóðina. Helztu mótbárur, sem mönnum kynni að detta í hug að koma Erh.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.