Alþýðublaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 3
SUNNUDAGINN 23. JÚNÍ 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐTJBLAÐÍÐ tJTGEFANDX: ALÞÝÐUFLOKKUF.INN RITST.JÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 18 SÍMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Síéttardómur Hsestaréttar. Aföstudagsmorguninn féll dómur í Hæstarétti í máli því, sem valdstjórnin höfðaði á móti hér um bil 30 manns fyrir þátttöku í kröfugöngum verka- manna hér í bænum á bæjar- stjórnarfundina 7. júlí og 9. nóv- ember 1932 og óeirðunum, sem þar urðu. Var dæmí1: í þiéssu máli í undir- rétti í ársbyrjun 1933 og féll sá dómur þannig, að 24 af þeirn á- kærðu, þar af 1 kona, voru dæmd til fangelsisvistar frá 15 <og upp í 90 daga, þó öll skilorðsbundið, að einum 3 undanteknum, sem áður höföu verið dæmdir af svip- uðum ástæðum. Hin dómfeldu á- frýjuðu málinu þá þegar til Hæstaréttar, að 3 undanteknum, og befir hann því haft málið til meðferðar í hér um bil 2<;4 ár. A meðal þeirra þriggja, sem ekki áfrýjuðu, var Héðinn Valdi- marsson, og þess vegna kom mál hans ekki fyrir Hæsíarétt. En hann mun hafa litið svo á, að engin ástæða væri til þess að leggja þetta mál undir úrskurð þeirra þröngsýnu og ofstækisfuilu íhaldsmanna, sem þar sátu. Dómi undirréttar var breytt stórkostlega af Hæstarétti, og er það að vísu ekkert nýtt. Hæsti- réttur breytti t .d. 15 daga skil- orðsbundnu fangelsi, sem Jóhann- es Jóhannesson bæjarfógeti var dæmdur í af undirrétti fyrir að hafa dregið sér 61 000 krónur af fé ekkna og munaðarlieysingja í 800 króna fjársekt; hann sýknaði algerlega Magnús Guðmundsson fyrverandi dómsmálaráðh-erra, sem í undirrétti var dæmdur í 15 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hlutd-eild í sviksamlegum gjaldþrotum, og hann.breytti 60 dag-a ski'orðsbundnu fangelsi, rem Eyjólfur Jóhannsson; f-orstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur var dæmdur í af undirrétti fyrir ávís- anasvik, i 500 króna sekt! En í öllum þessum tilfellum áttu ,,fínir“ menn úr íhalds- flokknum í hlut. Það verður aft- ur á móti ekki sagt um þá, sem voru ákærðir í málinu út af kröfugöngum atvinnuleysingja 7. júlí og 9. nóvember. Það voru bara „óbreyttir verkamenn“ og mentamenn, sem fylgdu þeim að málum. Þess vegna breytti Hæstiréttur undirréttardómin- um í máli þeirra á töluvert ann- an hátt. Hann dæmdi 1 hinna ákærðu í 6 rnánaða fangelsi, 2 í 5 mánaða, 5 í 4 mánaða, 1 í 3 mánaða, 1 í 2 mánaða, 3 í 50 daga og 8 í 30 daga fangelsi, alla óskilorðsbundið, að einum 3 hinna síðastnefndu undantekn- um! Það er engin furða þótt „Morgunblaðið" og Nazistaút- gáfan af því „Island“ séu á- nægð. Annað þeirra kallar hina dómfeldu „æstan skríl“, hitt nefnir þá ,,óbótamenn“. En það mun koma á daginn að verka- lýðurinn hér í Reykjavík og al- þýðan úti um land er á öðru máli. Allir vita, að Ihaldsflokk- urinn og meirihluti háns í bæj- arstjórn ber siðferðislega á- byrgð á þeim óeirðum, sem urðu hér í bænum 7. júlí og 9. nóv- ember 1932 og þeim meiðslum, sem af þeim hlutust. Því að til þeirra hefði aldrei komið, ef í- haldsmeirihlutinn í bæjarstjórn hefði ekki sýnt af sér þá ótrú- legu lubbamensku að nota sér neyð atvinnuleysingjanna, sem þá voru fleiri hér í bænum en sennilega nokkru sinni fyrr eða síðar, til þess að gera tilraun til að þröngva þeim til að vinna fyrir þriðjungi lægri laun, en lofað hafði verið og launataxti Verkamannafélagsins Dagsbrún leyfði. Ihaldsmeirihlutinn í bæjar- Ný met i snndi. Jónas Halldórsson sundkappi setti tvö ný met í baksundi fyr- ir stuttu. 13. júní synti hann 200 stik. baksund, tími: 3 mín. 03,8 sek. og er það um 9 sek. betra en gamla metið, sem Jón D. Jóns- son setti s.l. vetur. 19. júní synti Jónas 100 stik. baksund, tími: 1 mín. 21,9 sek. Jón D. Jónsson átti einnig eldra rnetið, sem var 1 mín. 24,5 sek. Danskt met á þessari vegalengd var síðastliðið ár 1 mín. 18,2 sek. og þótti gott. Rétt er að geta-þess, að Jónas á nú met á öllum vegalengdum, sem eru 100 stik, og þar yfir og keppt er í með frjálsri aðferð. Skýrsla um met hans fylgir hér með: 1934 _______ 1500 stikur, frjáls aðferð. Tírni: 1932 _________ 500 — — — 1934 ......... 400 — — — — 1932 _________ 200 — — — 1934 _________ ioo — —- — — JÓNAS HALLDÓRSSON 23 7 5 2 1 mín. 10,0 sek. — 35,5 — — 35,2 — — 36,2 — — 09,0 — Fáir munu þeir íslendingar, sem unnið hafa glæsilegri íþróttaafrek um tvítugsaldur- inn. — Sennilega enginn. stjórn ber því fulla ábyrgð á þeim sárum, sem ekki aðeins verkamennirnir, heldur og lög- regiuþjónarnir urðu fyrir í ó- eirðunum 9. nóvember. Þetta var og er svo alment viðurkent, að verkalýðurinn og með honum öll alþýða í landinu og allir þeir, sem ekki eru blind- aðir af íhaldsofstæki munu kref jast þess, að dómur Hæsta- réttar í málinu út af 7. júlí og 9. nóvember verði að engu hafð- ur og að öllum, sem dæmdir voru, bæði í undirrétti og Hæstarétti, út af þessum við- burðum, verði veitt alger upp- gjöf saka. Og almenningur mun gera kröfur til þess, að Iiæsta- rétti verði ekki leyft að særa réttarmeðvitund þjóðarinnar lengur en hann er búinn að gera, og að það sumarfrí, sem hann hefir nú tekið sér eftir þetta síðasta hreystiverk, verði notað til þess, að breyta honum samkvæmt þeirn lögum, sem samþykkt voru á síðasta al- þingi. a+b. Knattspyrnumenn byrja æflngar gegn Ðjóðverjunnm. Orvalsliðið, sem á að keppa gegn þýzku knattspyrnumönnun- um, sem koma hingað 13. júlí n. k. befir þegar verið skipað til æfinga. Verða 10 menn úr K. R. í því, 8 úr Fram og 4 úr Víking. Þjóðverjarnir keppa hér við úrvalsliðið, og einu sinni við hvert félag. Orvalsliðið er byrjað að æfa og stjórnar Guðmundur Ólafsson knattspyrnukennari K. R. æfing- unum. Umsækjendur Hvanneyrar- prestakalls eru: Garðar Svav- arsson, Djúpavogi, Ilalldór Kol- beins, Súgandafirði, Jón Thor- arensen, Hruna, Óskar Þorláks- son, Prestsbakka, Sigurður Gíslason, Þingeyri, Þorgrímur Sigurðsson, Grenjarðarstað. Byening áætlBnarbifreiðð. Þegar byrjað var að byggja stórar fólksbifreiðar hér á landi, var það ráð tekið að byggja þær á vörubifreiðagrind- ur. Engin tilraun hefir verið gerð til að víkja frá þessU, ekki einu sinni af Strætisvögnum Reykjavíkur. Þar eð vegir okk- ar eru að verða það góðir, að minsta kosti á Suðurlandi, að hægt er orðið að bera þá saman við vegi í Norður-Svíþjóð og i Noregi ofan til, þá vil eg lýsa þeim bifreiðum, sem notaðar eru á þessum stöðum. Bæði í Sví- þjóð og Noregi var byrjað á að byggja yfir vörubifreiðagrindur Nýtizkn farpegabíll. eins og hér, en nú er algerlega j horfið frá því. Grindur undir fólksbifreiðar eru að því leyti frábrugðnar vörubifreiðagrind- um, að f jaðrirnar liggja undir afturöxli en ekki ofan á. Einnig eru grindurnar sterkari og lengri, bygðar lengra aftur. Vél- ar þær er notaðar eru í þessar fólksbifreiðar eru sterkari en vörubifreiðavélar, frá 90 til 130 hestöfl í 20—35 manna bifreið- um. Þessum grindum fylgir ljósakerfi og hitaleiðsla um alla bifreiðina. Við það að f jaðrirnar liggja undir afturöxli vinst það, að gólf bifreiðarinnar lækkar um 20—30 cm. og bifreiðarnar verða mikið þýðari í akstri en ella. Þar eð öxlar þessara bif- reiða eru eins hátt frá jörðu og á vörubifreiðum, þá verða þær ekki fyr fastar í snjó og ófærð heldur en vörubifreiðar. Nær aliar stærri bifreiðaverksmiðjur smíða slíkar grindur. Og eru þær auðvitað mismunandi að stærð, gæðum og verði. En all- ar hafa það sameiginlegt, að vera frá 1 þús. og 3. þús. kr. dýrari heldur en vörubifreiða- grindur uppgefnar fyrir sama burðarmagn. Enda ’eru vélarn- ar sterkari og allur annar frá- gangur mikið vandaðri. Viðvíkjandi yfirbyggingu bif- reiðanna ryður hið svokollaða „bulldog" snið sér æ meira til rúms. Er það þannig, að yfir- byggingin nær fram yfir vélina og framhjólin. Þykja slíkar bif- reiðar öruggari í stjórn, fallegri og þýðari í akstri, einnig dreif- ist þungi bifreiðar og flutnings jafnara á fram- og afturhjól. En aðalkostur við þessar yfirbygg- ingar er sá, að 5 sæti vinnast, án þess að lengra verði á milli hjóla á bifreiðinni. Síðustu nýungar í Noregi viðvíkjandi yfirbygg- ingu stórra fólksbifreiða, eru stályfirbyggingar. Þær eru nokkuð léttari en hinar og telja margir að þær muni endast bet- ur. V. Heiðdal. Dr. Max Hodain: Heimskringla, Langavegi 38. Litið i bænniaii II. Bar og Furðu margvísl-egar eru vi5- skiftaleiðir mannanna í þessari flóknu v-eröld, heimkynni okkar. Sumir velja áberandi staði fyrir starfsvið sitt. Peir skreyta þá með litum -og ljósum. Þeir aug- lýsa þá; í blöðum og fólksvögnum og stundum hafa þeir hrópara eða kallaraá strætum eða getnamótum merkilegu tilveru. til þess að vekja eftirtekt á sinni Aðrir draga sig í hlé. Þeir búa (um sig í afkimum og skúmaskiot- um. Skuggarnir eru vinir þeirra. Nöfn þeirra sjást aldrei á prenti á almannafæri, og þau eru h-eldur ekld hrópuð á götum úti. Þó fá þeir sín viðskifti engu síður en hinir, en það eru önnur viðskifti. Betri -eða verri? Hver dæmir um það. Báðir vinna að sama marki. Peningar, peningar. Fyrst til nauð synlegra þarfa, næst til sæLífis sv-o til m-etnaðar og valda og hv-er veit hvað. Reykjavík er ekki stór bær, en þó á hann hvorutveggja slíkra staða. Einn af þ-eim er Barinn. Fl-estir hafa sjálfsagt heyrt hans g-etið, margir séð hann að utan -og ýmsir að innan. Við þekkjum hann þö flest af nafni einu, höf- um heyrt hans minst í sambandi ,,barónar“. við slarkara, grín og grófar tsög- ur, -og mörg okkar hafa sjálfsagt g-engið þar fram hjá, án þess að verða hans vör. Því Barinn er furðulega s-ettur. Hann e.r í hjartfa1 bæjarins við eina af hans allra fjölförnustu götu -og þó í mátu- 1-egu hléi, til þess að láta lítið á sér b-era, jafnvel þó á fornfá- legum gluggum standi s'.órum stöfum: BARINN, BARINN. Sv-o skuluð þið fylgjast rn-eð mér. Klukkan -er 10 að kveldi, Brúarf-oss -er rétt farinn norður og við k-omum neðan frá upp- fyllingunni. Stöðugur straumur af fólki, s-em fylgt h-efir vinum til skips, eða k-omið af -einhverri for- vitni, til þess að njóta hinnar æfintýralegu kendar, sem brottför skips ætíð v-ekur, stefnir nú beint upp í bæinn. Það beygir up'p með vöruskúmnum til hliðar við st-eiti- bryggjuna, yfir Trylggvagötu, og svo upp með Eimskip. Það masar -og hlær, -og horfir hvorki til hægri né vinstri, — já, vinstri, þarna rétt til vinstri -er Barinn. ganga þar fram -eins -og skagi -og byrgja fyrir suðurátt, og þar innarlega í krikanum við „plan- ið“ standa -opnar dyr. I hálfrökkri forst-ofunnar -eru 2 m-enn. Þ-eir em annað slagið að káfa hvor í anuan, -en a'lt í -einu þrífur sá stærri m-eð hendinni aft- ur fyrir háls hins minni og rekur h-onum rembingsk-oss á vangann. Slíka ósvinnu getur sá minni auð- sjáanl-eg-a ekki liðið. Hann br-egst við hart og títt og slær hinn stinningslöðrung á kinnina með flötum lófanum. „Heyrðu góði," segir hann og hálfhrasar -aftur á bak um 1-eið. „Iieyrðu góði,“ seg- ir hinn. Raddirnar eru loðnar og s-etningarnar ná ekki lengra en þ-etta. Svo staulast þeir út ur dyr- unum -og norður með kassaverk- stæðinu. Þ-eir hálf-d-etta í hverju sp-ori, -en standa þó. Svo hverfa þeir fyrir hornið. Við h-erðum upp huga og göng- um inn. Við skjótum augunum sv-olítið flóttalega til hægri -og vinstri, — því þannig -eru tilfinn- ingar þess manns, sem fyrst fer ú Barinn, minsta k-osti meðan sjálfsvirðingin er í sæmil-egu lagi. En sv-o þegar f-erðunum fjölgar breytist þetta smátt og smátt. — Tilfinningarnar sljófgast og slapp Bráðum er þér sarna um alt. Þá slærð þú náungann á öxlina. — „H-eyrðu góði,“ segir þú, og það drafar í þér röddin.. „H-eyrðu góði.“ Þá ert þú orðinn „barón.“ Það er hálfrökkur í salnum. N-okkur rafmagnsljós slá daufri birtu á grængráa veggina. Frá suðurvegg skagar fast borð fr-am á gólfið og svo til baka afiur og myndar þannig hyrnda sk-eifu. I bugtinni s’anda tv-eir afgr-eiðslu- m-enn. Annar er lítill -og við a'.d- ur, gætnislegur á svip og fremur m-einl-eysislegur, en þó með glögt auga. Hinn -er yngri, stór vexti og ráðsmannslegur, varamikill -og ekki hýr á svip. Undir borðinu eru hillur og skápar, þar er varn- ingurinn geymdur og svo á nokkr um hillum við v-egg inzt í sk-eif- unni. Gömul grófróma vekjara- klukka stendur þar efst á hillu og t-elur stundirnar — þ-essar dýrmætu slundir. Rúm tylft manna -er i salnum. Sumir styðja olnb-oga franr á b-orðið -og drekka öl, brúnskoll-eitt að lit. Ekki mun það vera s erkur drykkur, -en úr því má bæta. Þú stingur bara hendinni niðu.'r í Vas- ann -og hjálpar þér sjálfur, — eða náunginn. Það -eru töluvert háværar radd- Við stönzum á horninu -og horf- ast, andlitsdrættirnir, svipurii um yfir st-einplanið, þar sem allur, jafnv-el fötin. Sk-eggbr-od Hjálpræðisberinn þeytir lúðra sína arnir vaxa út tv-eggja, þrigg á sunnudagsm-orgna. Gamlar -og ' daga á kinnum þeim og hök fornfál-egar timburbyggingar : Svartir baugar skreyt-a neglurn; ir þarna inni. Gamlir og nýir „barónar“ lyfta staupum. „H-eyrðu góði! Ætlarðu ekki að skála við mig, bölvaður rokkurinn þinn! Skál!“ Það gusast út úr glösunum í óstyrkum höndum. Setningar enda á óskiljanlegum hóls- eða skammar-yrðum. Sv-o er sopið á. Sumir -eru þó stiltir. Þeir brosa m-einleysislega að röfli og gíf- uryrðum hinna -og dreypa nota- 1-ega á öiinu. En andlitih eru þvöl. Þeir -eru hv-orki fullir né ófullir. En bara á milii vita. Bráðum fara þeir að segja frægðarsögur af sjálfum sér, sumir þegar byrjaðir. Þeir hafa 1-ent í ótrúlegustu þrek- raunum og æfintýrum, -en þeir eru hetjur. Þeir eru hraustir eins og Ijón, og auðvitað haf-a þeir ,alt af unnið hinn fullk-omna sig- ur. „H-eyrðu góði! Viltu nokkuð — lia!“ Það gusast upp úr glös- unum, -og sumir ganga víxl-sp-or þ-egar þ-eir ætla áfram. Skuggi fellur á dyrnar. Hár og grannur maður k-emur inn. Hatlur- inn liallast aftur -og til hlið-ar. Börðin slapa. Treyjan h;angir -eins og s-ekkur yfir axlirnar -og þessi treyja, þessi vesalings treyja, sem h-efir þó einhvern tíma verið ný og óslitin, v-erið glanzandi efni, fullbúin til skjó's -og skarts á virðulegum stöðum, hún er nú Iúin -og hrjáð, þráðaber -og þvæld, hún -er alv-eg eins -og maðurinn sjálfur. Hann gengur að borðinu og segir -eitthvað, sem ekki heyr- ist. Stóri maðurinn, sem sk-enkir ölið fyllir vænt glas og s-etur á borðið, en hann sleppir ekki af því hendinni. „Peningana fyrst,“ segir hann hranalega, þegar hinn ber h-endina að glasinu. M-aðurinn yptir öxlum -og glottir við. „Jah, við skulum nú sjá,“ s-egir hann kærul-eysislega, -og stingur fingr- unum niður i vestisvasann. „Hér er nú hnífur, og hér er nú tala, hér er tappatogari! -og — jú, bíð- um við, hér eru 25 aurar.1 Hann sm-ellir þeim á borðið svio glymur við, -og við höfum það á tilfinn- ingunni, að þessi leit hans eftir síðasta peningnum sé ekki sú fyrsta. — En skenkjarinn s-egir ekki neitt. Svipurinn er kaldur og ákveðinn. Fyrir 25 aura -er þessi skamtur -of stór. Sv-o t-ekur hann annað glas drjúgum minna -og h-ellir á milli. Business -er busin-ess. M-enn k-oma -og fara. Þykk reykjarský blandast saman við auramburslykt af nýbrugguðu hvítöli. Borðið -og gólfið meðfram því -er rakt af þessum samia svala- drykk. Nálægt v-egg b-eint á móti dyrum er stór vot klessa; „bar- órar ‘ ganga ekki úr 1-eið að s"ý!u» bökkum. Við tæmum glösin -og hneppum að -okkur kápunum. Breiðvaxinn maður m-eð glas í h-endi hefir axl- að sér leið til okkar. Hann sting- ur þumalfingri vinstri handar undir vestisboðunginn -og s-etur upp m-erkissvip. I dag talar h-ann ekki íslenzku; ja, sei, sei, nei. „M-e írorn K-eflavík,“ segir hann og bendir drýgindalega á brjóst sér. „Rétt,“ segjum við. „Góður Frh. á gíðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.