Alþýðublaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1935, Blaðsíða 2
SUNNUDAGINN 23. JONI 1935. AtÞYÐUBEXÐIÐ 20 ára reynsla mín, gtMT 'M ;*»««; ; sera gestgjafa hefir kent mér, að því meiri umhyggja, sem borin er fyrir gestunum, því ánægjulegra sé starfið. Ég leitast því við að starfa samkvæmt því. Þér, sem ferðist norður og austur um land, athugið hvort nokkursstaðar fer betur um yður en á HÓTEL-AKUBEYRI. Sími 271. Virðingarfylst Jón Guðmundsson. I fjarveru minni um eins mánaðar tíma annast þeir læknarnir Kristján Sveins- son, Gísli Pálsson og Júlíus Sigurjónsson, læknisstörf fyrir mig, og er þá að hitta á stofum þeirra. JÓNAS SVEINSSON læknir. Bretland á vegamótmn, Með Þýzkalandi eða með Frabklandi? PARlS 21. júní. FB. NTHONY EDEN ræddi í dag við Laval, forsætisráð- herra Fraltka, um brezk-þýzka flotasamkomulagið. Ennfremur ýms vandamá! sem á döfinni eru í álfunni um þessar mundir, og bæði Bretar og Frakkar láta ti! sín taka. 1 viðtali við United Press, að viðræðunum í dag loknum, sagði Laval, að hann og Mr. Eden hefði verið sammála um, áð Bretar og Frakkar hefði áfram sem hingað til nána samvinnu sín á milli, að því er úrlausn ýmissa vandamála snertir. Hinsvegar, segir fréttaritar- inn, leynir sér ekki, að vegna brezk-þýzka flotasamkomulags- ins gætir þess nú mjög, að vin- skapurinn miíli Frakka og Breta hefir kólnað og hugarfar- ið harðnað. Mr. Eden fer, að umræðunum í París loknum, til viðtals við Mussoiini. (United Press). Þjóðverjar, sem voru her- faiigar Breta í heimsstyr j- öldimii, heimsækja Bretland. LONDON 21. júní. Þjóðverjar, sem voru her- Roosevelt beimtar stór- bostiega bæbkun á sbatti á háum tehium og. arfi. LONDON, 21. júní. Roosevelt Bandaríkjaforseti hef- ir lagt fyrir þingið frumvarp til laga um stórkostlegar hækkanir á sköttum af háum tekjum, arfi og gjöfum. (FtJ.) Yfirvofandi verkfall loft- skeytamanna í New York. LONDON, 21. júní. Verkfall loftskeytamanna er yf- irvofandi í New York. Krefjast loftskeytamenn launahækkuniar ög að fjölgað verði loftskeyta- mönnum á öllum sldpum. (FÖ.) fangar Englendinga í heims- styrjöldinni, komu í heimsókn til Englands í gær. Er það fyrsta heimsókn slíkra manna síðan ófriðnum lauk. Þeir komu í land í Brighton og var tekið með miklum fögn- uði. Foringi þeirra hélt ræðu og mintist á uppástungu prinsins af Wales um, að uppgjafaher- menn Bretlands heimsæktu þýzka uppgjafahermenn. Hann sagði, að öll þýzka þjóðin hefði heyrt þessa uppástungu og fagnað henni, og þessum mönn- um mundi verða vel tekið af þýzku þjóðinni. I dag verður sérstök guðs- þjónusta haldin í Royal Chapel í Brighton í tilefni af þessari heimsókn. (F.U.). Risaflugvél. Frakkar hafa nýlega hleypt af stokkunum geysi-stórri flug- vél. Hún nefnis „Lieutenant-de- Vaisseau-Páris“ eftir einni af hinum frönsku flughetjum. Hún er ætluð til ferða yfir Atlants- haf, annað hvort milli Marseille og Suður-Ameríku, eða milli New York og Marseille um Agores-eyjarnar. MSðalþyngd hennar, er hún er fullfermd, er 37 tonn. Er hún byrjar ferðir sínar, getur þyngd hennar náð 40 tonnum. Hún er útbúin sex 890 hesta vélum og getur borið > benzín-birgðir nægar til 20 til 24 klst. flugs. Stýrishúsið er tvö- falt, þannig að til öryggis eru tveir stýrimenn. Til þess að rekstur flugvélar- innar geti borið sig, er hún út- búin ekki einungis til póstflutn- ings, heldur einnig til farþega- flutnings og farangurs þeirra. Enn er ekki fengin fullkomin reynsla fyrir því, hve marga farþega flugvélin getur horið, ; en þeir, sem smíðuðu hana, á- ' líta að hún muni geta rúmað 25 j farþega auk 8 manna áhafnar og flogið í einu fjögur þúsund kílómetra yfir hafi með 220 kílómetra hraða á klst. Farþegaklefarnir eru útbún- ir miklum þægindum. Auk 4 manna klefa eru líka svefnklef- ar, lyfjabúð og veitingaskáli. Þessi flugvél stendur framar öðrum flugvélum. Að vísu eru til stærri og öflugri flugvélar en „Lieutenant-de-V aisseau-Par- is“, en kostur hennar er einmitt sá, að þótt hún sé minni um sig og hafi færri hestafla vélar en sumar aðrar, þá er hún lang- fleygari og hefir meira burðar- magn. Hún getur tekið 3 til 4 tonn af flutningi, en það er meira en áður hefir þekzt, þeg- ar undanteknar eru hernaðar- flugvélar. ÖDolandi T ástand. 'Á þessum vetri, sem var að líða, ‘ hefir atvinnuleysið með fylgju sinni, hungurvofunni, knú- ið margan verkamanninn til að leita á náðir bæjarins, og það má segja, að þeir hafi undantekn- ingarlítið fengið sömu viðtökur. Hungurvofan hefir ekki flúið, heldur magnast um allan helming. Margur hefir sennilega hugsað til orða Jóns gamla í vetur, þegar hann sagði, að enginn þyrfti að líða sk'ort vegna atvinnuleysis, því að bænum bæri skylda til að sjá þeim, sem til hans leituðu, fyrir þörfum þeirra, og þetta stendur líka einhvers staðiajr í lög- um landsins. En hvað hefir það að segja, þegar framkvæmd þeirra er s .o, a) fólkið verður að svelta? Það eru til menn, sem eru á bænum og líða ekkd skort, eins og t. d. Knútur, en þeir eru fleiri, sem kveljast af skorti. Það eru líka mörg dæmi þess, að pen- ingum er eytt úr bæjarsjóði vegna einstakra styrkþega, sem kemvt f eim ekki að neinum notum. Þær upphæðir hafa farið til að fram- kvæma kúgunarráðstafanir „fá- tækrafulltrúanna“. Ástandið er óþolandi! Bæjar- stjórn verður að samþykkja lág- marks-„taxta“, sem styrkþegatr eiga heimtingu á að fá, og sú Smáréttir á, kvöldborðið. Laugavegs Automat. Ferðaskrifstofa Islands Austurstræti 20, sími 2939, hef- ir afgreiðslu fyrir flest sumar- gistihúsin og veitir ókeypis upplýsingar um ferðalög um alt land. upphæð verður að greiðast þeim. Það þýðir ekki að flagga' með 80 aurunum, sem enginn getur lifað af, þó hann fengi, en svo bætist við, að fjöldinn verður að láta sér nægja mikið minna. Það á ekki að launa menn fyiir lað setja met í að kvelja fölkið. Þó að í siumum tilfellum sparist við það nokkrar krónur á líðandi stund. Þáð á ekki að launa menn eins og t. d. hvítliðann Ólaf Sigurðs- son, til þess að níðast á vamar- lausum konum. Það væri hægt að lækka skrifstofukostnað bæjarins sem launum hans nemur. ólafur ætti sjálfur að „passa“ sinn pylsti- vagn, en láta það vera, að plata fátæka menn utan af landi til þess að græða á. Starf fátækrafulltrúanna á að vera keppni um að láta fólkinu líða vel. Komandi kynslóð græð- .ir ekki á því, að börnin, sem alast upp, séu gerð áð heilsu lausum aumingjum, og hún mun kveða upp sinn dóm yfir þeim, sem nú leigja sig til slíkra verka. Ég veit, að gjaldendur bæjarins ætlast ekki til að styrkþegar séu kvaldir, eins og nú er gert, og þeir eru sammála um að hér verð- ur að taka í taumána. Ari. O’ðnífjr stolaar nýj- an fazistafiekk i Irlandi. LONDON, 21. júní. Frá írlandi er símað, að 0‘Duf- fy hafi myndað um sig nýjan flokk, er hann nefnir þjóðlegan samvinnuflokk. Ætlar 0‘Duffy að reyna fylgi þessa nýja fl-okks við næstu kosnipgar. PT* Danzmúsik verður fi ffiðtel Ifalhðl! i dag frá kl. 4-10^ James Oliver Curwood: 14 Skógurion logar. á hana, að örlítið bros leið um varir henni. En bkkert brá henni. Það vottaði ekki fyrir roðá í fölu andliti hennar að úndanteknum vörunum. „Ég hélt, að þér hefðuð svört augu,“ sagði hann þurlega. t,En ég er glaður yfir að sjá, að svo er ekki. Slík augu eru óþolandi. Yðar augu eru brún eins og — eins og —“ ' „Gerið þér svo vel, m’sieu,“ tók hún fram í fyrir honum 'Og settist við hlið honum. „Viljið þér ekki borða?“ HÚn bar súpuskeið að munni honum og hann varð að igleypa innihaldið, ella hefði það steypst yfir hann. Nú tók hún lað mata hann ótt og títt og hann gat ekkert sagt. ' Og augu meyjarinnar, — svei mér ef þ;að var ekki rétt —, voru farin að hlæja að honum. Þau voru dásamlega brún með feins konar gullnum dílum eins og hann hafði séð á skógarfjólum. Mþ 1 j rauðra vara sá hann skína í mjaH'hvÍJiar tennur. í mannfjölda myndu menn ekki veita henni svo mikla athygli, en svona nálægt var hún blátt áfram aðdáanleg. HÚn hlýtur að hafa lesið þessar hugsanir út úr svip Carrigans, því hlýjan í augum hennar kulnaði skyndilega. Hún hætti að mata hann og spratt á fætur. „Gerið þér svo vel að sitja lengur,“ sagði hann. „Ef þér farið, skal ég fylgja yður. Ég vil fleira en súpun.a." „Nepapinas segir, að þér megið fá dálítið af soðnum fiski jj kveldverð," sagði hún. i „Ég á ekki við það. Ég vil vita hvers vegna þér skutuð á mig og hvað þér hafiðf í hyggju að gera við mig.“ í „Ég skaut á yðiur í miisgripum — og ég er ekki alveg viss um, hvað á að gera við yður,“ sagði hún rólega, en samt íanst honum bregða fyrir vandræðasvip á henni. „Bateese vill binda stóran stein um háls yðar og varpa yðux í ána. En 'Bateese meinar nú ekki alt, sem hann segir. Ég held að hann sé tekki svo blóðþyrsíur eins og-----“ t „Eins og ungfrúin, sem skaut á mig bak við steininn,“ kkaut Carrigan inn í. ) ' f „Einmitt rétt, m’sieu. Ég held hann myndi ekki kasta yðu,r;í ánia þótt ég segði honum það. En ég held ég geri það ekki,“ bætti hún við, og augu hennar skutu gneistum. „Ekki eftir þessar prýði- legu umbætur, sem Nepapinas hefir gert á höfði yðar. St. Pierre verður að sjá það. Nú ef svo St. Pierre vill gera enda á yðar tilveru, tsja, þá —.“ Hún ypti öxlum. gn í sama vetfangi kom einhver skyndileg breyting yfir bana. og það var sem brestur kæmj' í hina köldu ró hennar. Glampinn í augum hennar dó út og ótti eða sársauki kom' í staðinn. Hún kom alveg að Carrigan aftur og hann sá, að hún hafði hjartslátt og var óstyrk. I „Ég gerði óttalega vitleysu, M’sieu David,“ sagði hún hvíslandi. ,’,Mér þykir mjög mikið fyrir því, að ég skyjdi særa yvur. Ég hélt, að það væri anniar maður bak við steininn. En mér er ó- mögulegt að segja yður nánar um þiað. — nokkurn tíma. Og ég veit, að það er ómögulegt, að við getum orðið'. vinir.“ Hún þagnaði og greip um háis sér eins og til íað leyna því, hve æðarnar börðust í hálsinum. „Því er það ómögulegt?“ spurði hann og reyndi að halla 'sér nær henni. ' „Af því þér eruð lögregluþjónn, m’sieu.“ „Lögregluþjónn,- já,“ sag'ði hann og brá við. „Ég er Carrigiáh undirforingi. Ég er að leita moröingjans Roger Audemard. En embættisverk mín snerta ekkert dóttur St. Pierre Boulain. Þess vegna getum við orðið vinir.‘< pjann rétti út hendina, og á þeirri stundu hafði David Carri- gan tekið aðra tilfinningu fram yfir skylduna, og svipur nansl har vott um að svo var. s í [ „Vinir,“ endurtók hann. „Vinir. þrátt fyrir lögregluna og henn- ar störf.“ I En það var sem stúlkan sæi eitthvað, sem yfirgnæfði allar lil- fjnningar á þessari stundu. Hún gekk eitt skref aftur á bak. „Ég er ekki dóttir St. Pierre Boulain,“ sagði hún rneð erfiðis- munum. „Ég er — kona hans.“ VII.KAFLI. ; Seinna furðaði Carrigan á því, hve mjög honum gat brugðið við þessa viíneskju. Viðbrigðin hljóta að hiafa sést á andliti hans." Honum varð orðfall. Otrétt hönd hans féll seinlega ofan á 'ábreiö- una. Hann skammiaðist sín síðan fyrir skapbrigði sín, þvíf að það var sem hann áliti þessa vináttu, sem hann hafði æskt eftir, eitthvert geysilega áríðandi atriði í framtíðinni. Jeanne Marie Anne Boulain endurtók lágt og rólega að hún væri kona St. Pierres. í Nú sá hann hvers vegna honum hafði sýnst augu hennar svört í fyrstu. Þau höfðu skyndilega skift litum. Hinn ljósi blær hvarf , leiginlega voru þau hvorki brún né blá. I fyxsta sinn sá hann votía fyrir roða í vöngum hennar. „Þádvar skrítið," sagði hann og reyndi að vexa rólegur aftlur. „Mér þykir býsna skrítið að heyra þetta. Því sjáið þér til; ég hafði frétt, að þessi St. Pierre væri fjörgamall maður, svo jgam- all, að hann gæti ekki ferðast með skútum sínum. Sé það rétt, er það meira en lítið merkilegt að heyila, að þér séuð kona hans. Þetía er auðvitað engin ástæða fyrir því, að við getum íekki orð’ið vinir. Ekki satt?“ Hann fann nú, að hanin liafði náð sér aftur, þrátt fyrir þriggja daga gamialt skegg á kjálkunum. Hann reyndi að brosa, en tókst miðlungi vel. l Konan virtist ekki hlusta á hann. Hún horfði á hann hinum stóru, glampandi augum. Síðan settist hún niður, án þess að taka í (höndina, sem h,ann rétti á móti henni. „Þér eruð undirforingi í iögreglunni,“ sagði hún. Rödd hennar var ekki mildileg lengur. „Þér eruð ráðvandur maður, m’sieu. Þér eruð andvígur öllu því, sem rangt er. Er ekki svo?“ HÚn spurði eins og rannsóknardómari, sem krefst svars. [jann kinkaði kolli samþykkjandi. „Rétt er það.“ Aftur glampaði sem á eld í augum hennar. „Og samt segisí þér vilja verða vinur konu, sem hefir reynt að drepa yður að ástæðulausu. Hvers vegna segið þér slíkt, m’sieu?" Hann komst í hobba. Hann fan’n, hve auðmýkjandi það var og ómögulegt, að tjá henni tilfinningar þær, sem bjuggu í Iiugja hans, áður en hann vissi, að hún var kon,a St. Pierres. Enda beið hún ekki svars. „Þessi — þessi Roger Audemard — ef þér klófestið hann — hvað ætlið þér þá að gera við hann?“ spurði hún. „Hann mun verða hengdur,“ sagði David. „Hiann er morðingi."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.