Alþýðublaðið - 27.06.1935, Blaðsíða 3
PÍMTUDAGINN 27. júní 1935.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ALÞÝÐUJ5LAÐIÐ
ÚTGEFANDI:
ALÞÝÐUFLOKKUHINN
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÓRN:
Aðalstræti 8.
AFGRBIÐSLA:
Hafnarstræti 16.
SlMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjórn (innlendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heima).
4905: Ritstjóm.
4906: Afgreiðsla.
STEINDÓRSPRENT H.F.
Banábék íjrir
Aíplðiflokksraean.
Þii gtíðindi frá 12. þingi Al-
þýðut ambands íslands, sem
sett v; r hér í Reykjavík 17. nóv.
síðastl.ðinn eru nýkomin út.
Eru þingtíðindin vönduð bók í
góðri kápu og prentuð á ágætan
pappír.
1 þessari bók eru birtar allar
tillögur og ályktanir sambands-
þingsins, svo og skýrsla sam-
bandsforseta og ritara og for-
manns Verkamálaráðs og er
bókin því lin heppilegasta
handbók fyrir alla áhugasama
Alþýðuflohksme. Ui.
Þar geta þeir séð Suirfsemi
Alþf ðusambandsiis að nokkru
leyt i og því mætt betur árásum
á þ; starfsemi.
Þiiigtíðindin l'rá Alþýðusam-
bandsþiugina verða vend til um-
boðsmanna Alþýðusambandsins
á hverjum stað og fást hjá
þeim. Það er nauðsynlegt fyrir
alla flokksmenn, sem vilja halda
uppi baráttu fyrir málefnum
flokksins að eiga þessa handbók
og lesa hana gaumgæfilega.
MainðstnldirNazista
Undanfaiið hafa Nazistar í
Þýzkalandi gert töluvert að því
að stela mönnum í nágrannalönd-
unum, og fara með þá til Þýzka-
lands. Er þetta auðvitað brot á al-
þjóðarétti, og hafa löndin, sem
mönnunum hefir verið stolið úr,
heimtað mennina aftur. En allir
eru menn þessir auðvitað flótta-
menn frá Þýzkalandi, sem þaðan
hafa þurft að flýja undan taum-
lausri kúgun og ofbeldi, er þar
ræður.
Fyrir nokkru stálu Nazistar
manni í Tékkóslóvakíu og fóru
með hann til Þýzkalands. Maður
þessi hét Lampersberger. Heimt-
aði stjórn Tékkóslóvakíu honum
skilað, og urðu yfirvöldin í
Þýzkalandi að láta undan og skila
manninum aftur eftir nokkurt
þóf. En Lampersberger varð -’.ð
lofa tékknesku stjórninni að s.gja
ekkert frá því, hvernig mr,ó sig
hefði verið farið í Þý .Kalandi.
Fréttaritari danskia blr'jsins Poli-
tiken átti nýlega tal við Lampers-
berger, og var bann mjög veikl-
aður og te'ann eftir meðferð
Nazista, e\ áverkar sáust engir í
andlit 'nans. Lampersberger sagði
vR fréttaritarann, að sér þætti
vænt um að hann hefði lofað að
segja ekki neitt um meðferð þá,
er hann hefði sætt, því hann sagð-
dst komast í hvert sinn, sem hiann
hugsaði til þessj í svo mikla hug-
aræsingu, að sér liði illa á eftir.
Lfr.
tfr Skagafirði
símar frétaritari útvarpsins,
að víðurblíða sé þar nú á hverj-
um degi, og.spretti tún vel. —-
Rúning sauðfjár st*ndur þar
yfir.
Fyrsta fulltrúaþlng
Sasnbands fslenzkra barnakennara.
FYRSTA FULLTRÚAÞING SAMBANDS ÍSLENZKRA BARNAKENNARA
UNDANFARIN 14 ár hefir
Samband íslenzkra barna-
kennara gengist fyrir árlegum
kennaraþingum. Hafa' þar verið
rædd hagsmunamál stéttarinnar
ásamt ýmsum mienningarmálum
þjóðarinnar, sérstaklega þau, er
barnafræðsluna snerta. Á síðustu
árum hafa þing þessi verið svo
fjölmenn (í Sambandinu er nú
yfir 400 manns), að erfitt hefir
verið um afgreiðslu hinna mörgu
og merku mála, er fyrir hafa leg-
ið. Skipulagsbreyting var því
nauðsynleg á þessu sviði, og á
síðasta kennamþingi voru lög
samin og reglur settar um árleg
fulltrúaþing, ©r kæmu í s að hinna
almennu kennaraþinga. Landinu
\ar skift í kjörsvæði, 23 að tölu,
og kjósa Sambandsféliagar úr
sínum hópi einn fulltrúa fyrir
hvern tug félaga eða brot úr tug,
og gih'ir sú kosning til eins árs í
senn. Þntta fyrsta fulltrúaþing var
háð í Rtykjavík dagania 17.—22.
júní, og \ oru mættir 45 fulltrúar
af 49, sem rétt höfðu til þingsetu.
Fjölmöig mál lágu fyrir þing-
inu og verð ir hér að eins getið
þeirra stærstn.
I. LAUNAMÁLIÐ
Kennarastét tin hefir árum sam-
hn átt i launí baráttu og leitað til
þingsins hv< ð eftir annað um
launabætur. Jin lítið hefir áunnist,
og er stéttin hin láglaunaðasta af
öllum opinberum starfsstéttum.
1 sambandi við minnihluta milli-
þinganefnuar í launamálum sam-
þykti san.bandsstjórn eftirfanandi
kröfur v ,n laun kennara:
a. Keanarar við fasta skóla ut-
an krupstaöa, heimangöngu og
heimuvistarskóla, skulu hafa árs-
laun, 3200,00 kr. fyrir 6 mán.
starf og hlutfallslega hækkandi,
ef starfstími lengist.
b. Kennarar við skóla í kaup-
stöðum og kauptúnum yfir 1000
íbúa, skulu hafa árslaun 4500,00
kr. fyrir 1% mán. starf og hlut-
fallslega hækkandi, ef starfstími
lengist.
c. Skólastjórar skulu liafa, auk
kennaralauna, kr. 200,00 fyrir
hvern af fyrstu 5 kennurum og
kr. 50,00 fyrir hvern kennara, sem
framyfir er, þó ekki yfir 7400,00
kr. í kaupstöðum og ekki minna
en kr. 400,00 fram yfir kennara
sama skóla.
d. Þar sem skólastjóri er jafn-
fmmt eini kennari skólans, hefir
hann fyrir skólastjórn kr. 400,00.
e. Skólastjórar við heimavistiar-
skóla skulu hafa kr. 750,00 fyrir
skólastjóm og umsjón, og auk
þess, sem greitt er frnm yfir, ef
fleiri en hann kenna við skól-
ann.
f. Farkennarar hafa að launum
kr. 850,00 á ári, auk þess fæði,
húsnæði, ljós og hita þann tíma,
sem skólinn starfar, eða jafngildi
'þess í peningum.
g. Kennarar og skólastjóri mál-
leysingjaskólans í Reykjavík
skulu hafa sömu laun og kenniar-
ar og skólastjórar í kaupstöð-
um.
h. Laun skólastjóra og kenniara
við barnaskóla greiða:
1 Reykjavík, ríkissjóður 2/5, en
bæjarsjóður 3/5.
I öðrum kaupstöðum, ríkissjóð-
ur 3 7, en bæjarsjóður 4/7.
1 heimagönguskólum utan kaup
staða, ríkissjóður 2/3, en bæjar-
og sveitarsjóðir 1/3. í heimavist-
arskólum 3/4, en sveitarsjóðir
1/4. í farskólum rikissjóður kr.
700,00, en sveitasjóður kr. 150,00,
auk fæðis', húsnæðis, ljóss og
hita fyrir kennara.
i. Starfstími barnaskóla á ári
skal vera í kaupstöðum 9 mán-
uðir, i öðrum heimangönguskól-
um 6—9 mánuðir. í heimavistar-
skólum 6—9 mánuðdr. 1 farskólum
6 mánuðir.
j. Barnafjöldi skal að meðaltali
vera á hvern kennara 45 börn
7 og 8 ára, eða 30 böm 10—14
ára.
Fulltrúaþingið samþykti eftir-
farandi breytingartillögur:
1. a-liður, kr. 3200 hækki í kr.
3600 til samræmis við b-lið.
2. f-liður kr. 850 hækki í kr.
1200.
II. FRUMVARP TIL NYRRA
FRÆÐSLULAGA.
í fyrra skipaði kennslumálaráð-
herra að tilhlutun skólaráðsins
nefnd úr hópi barnakennara til
þess að semja frumvarp til nýrra
fræðslulaga. Frumvarp þetta var
lagt fyrir síðasta Alþingi, en var
eigi afgreitt þar. Helztu nýmæli
þess eru:
1. Skólaskyldualdur færist alls
staðar á landinu niður i 7 ána
aldur, undanþágu getur þó
fræðsiumálastjóri veitt til 8 ára
aldurs, ef heil skólahverfi óska
þess.
2. Farskólar leggist niður, en
heimavistarskólar komi í staðinn
í sveitunum, og værði byggingu
þeirra lokið fyrir árslok 1945. 1
sambandi við byggingu heimavist-
arskóla verður breyting á skóla-
héruðium þannig, að sums staðar
sameinast tveir eða fleiri hreppiar
um einn skóla.
3. Lenging skólatímans, skóla-
árið verði frá 1. september til 30.
júní, og verði 7—9 ára börnum
einkum kent haust og vor.
4. Kennslueftirlitið. Landinu sé
þkipt í 6 eftirlitssvæði og annist
einn maður námsstjórn og leið-
beiningar á sínu svæði, og hafi
hann ekkert annað stiarf á hendi.
Fnunvarp þetta var ítarlega
rætt á þinginu en áður höfðu
umsagnir borizt til fræðslumála-
skrifstofunnar víðs vegar að af
landinu, bæði frá kennurum og
skólanefndum, og vL ra þær nær
allar eindregið fylgjandi frum-
varpinu í aðalatriðum. Eftirfar-
nndi tilkga var samþykt m. a.:
„Til leiðheiningar fræðslulaga-
nefndar lætur þingið þess getið,
að það getur ekki mælt með und-
anþágu frá skólaskyldu lengur en
í mesta lagi til 9 ára/alduis, og að
eins þar, sem ekki eru heiman-
gönguskólar."
Enn fremur voru svohljóðandi
till. samþyktar:
a. „Fulltrúaþing S. I. B. þakkar
milliþinganefnd þeirri, er samdi
hið nýja frumvarp til fræðslulaga
fyrir merkilegt og mikilsvert
starf í þágu fræðslumálanna í
landinu.“
b. „Fulltrúaþing S. 1. B. 1935
lýsir eindregnu fylgi sínu við öll
meginatriði fræðslulagafrumviarps
þess, er nú liggur fyrir Alþingi.
Skorar fuiltrúaþingið á ríkisstjórn
ina að veita málinu fylgi og
treystir því, að Alþingi samþykki
frumvarpið hið bráðasta.
III. MENTUN KENNARA.
Eitt allra merkastia málið, sem
fulltrúaþingið hafði til meðferðar
voru tillögur til endurbóta á
menntunarskilyrðum kennara og
kennaraefna. Á kennaraþinginu í
fyrra var kosin nefnd til að gera
tillögur um húsnæði fyrir kennslu
í uppeldisvísindum í væntanlegri
háskólabyggingu. Merkustu atriði
úr áhti nefndarinnar eru þessi:
a. Að nú þegar beri að byrja
undirbúning undir stofnun há-
skóladeildar í uppeldisfræðum, sér-
staklega að vinna að því, að völ
verði á hæfum mönnum til að
kenna uppeldisfræði við háskól-
ann, svo að fullnægt verði al-
þjóðlegum kröfum vorra tíma um
mentun kennara, með hliðsjón af
þjóðlífi okkar og þjóðarkröfum.
b. Að húsnæði það, sem upp-
eldismáladeild er ætlað í bráða-
birgðauppdrætti háskólans, megi
ekki skerða, og að kennanastétt-
inni beri að halda vakandi hug-
myndinni um sérstakt hús handa
uppeldismáladeild, er byggt verði
á háskólalóðinni fyrir happdrætt-
isfé, eftir að sjálfri háskólabygg-
ingunni er lokið.
c. Að stefna beri að því, sem
.framtíðarmarki, lað allir kennarar
hafi háskólamenntun.
Fulltrúaþingið samþykti eftir-
farandi tillögu í málinu:
1. Sett verði á stofn deild í
uppeldisvísindum við Háskóla Is-
lands svo sem gert er ráð fyrir i
lögum um byggingu háskóla 1933.
Allir kennarar við barnaskóla,
héraðsskóla og gagnfræðaskóla
skulu stunda nám við .deild þessa
í minst 2 ár og sé próf þaðan
skilyrði fyrir kennararéttindum.
2. 1 stað Kennaraskóla íslands
komi 3ja ára mentaskóli, er búi
kennaraefni undir nám við Upp-
eldisfræðideild Háskólans og veit-
ir burtfararpróf þaðan aðgang að
Uppeldisdeild Háskólans og er
skilyrði þess, að nemandinn geti
öðlast kennararéítindi með prófi
frá henni.
3. Heimavistir skulu vera bæði
við Menntaskóla kennara og Upp-
eldisfræðideild Háskólans.
4. öllum þeim kennurum, sem
starfandi eru, þegar Uppeldis-
fræðideild Háskólans tekur til
starfa, skal gera kleift næstu ár
eftir, að stunda nám við Upp-»
eldisfræðideild Háskólans a. m. k.
eitt ár, og hafa þeir rétt til að
ljúka prófi.
Tillögum þessum fylgdi ýtar-
leg greinargerð iog segir þar m. a.
„Kennarastéttinni er tvímæla-
laust ljósara en öllum öðrum
nauðsynin á stórlega endurbætt-
um menntunar skilyrðum kenn-
ara. Kennanastéttin veit og skilur
að starf hennar er eitt hið allra
vandasamasta viðfangsefni í þjóð-
félaginu, og að þeir einir, sem
hafa mikla æfingu, tækni og
þekkingu, geta leyst það vel af
hendi. íslenzku kennararnir hafa
margoft látið þennan skilning í
ljós á þingum sínurn og annars
istaðar í ræðu og riti, og þeir hafa
um fram alt sýnt hann í verki,
bæði með því að leggja á sig
erfiðar námsferðir til annara
landa, oft með ærnum kostnaði,
og með því að fjölmenna hvað
eftir annað á námskeið hér
heima.“
Um 2. grein segir m. a. „Við
inntökupróf í Mentaskóla kenn-
ara, sem þekkingarlega yrði gagn-
fræðapróf, ætti að leggja aðal-
áherzlu á að bægja burtu hæfi-
leikasnauðu fólki.
IV. SAMBANDIÐ MILLI BARNA-
SKÓLA OG FRAMHALDSSKÓDA
I þessu máli var svohljóðandi
tillaga samþykt.
„Fulltrúaþingið samþykkir að
kjósa 5 manna milliþinganefnd,
er vinni að-auknu samstarfi milli
barnaskólanna og framhaldsskól-
anna, sérstaklega menta- og gagn-
fræðaskóla. Skal nefndin sérstak-
lega vinna að því, lað inntökupróf
í framhaldsskólania breytist til
samræmis við fullnaðarpróf barna
og hæfileikar barna verði reyndir
með nýjum aðferðum, t. d. vits-
munaprófi.
Enn fremur skal nefndin leggja
áherzlu á það í starfi sínu, að á
skólakerfi landsins verði sam-
þyktar þær umbætur, sem veiti
öllum gáfuðustu börnum þjóðar-
innar sem jafnasta aðstöðu til
framhaldsnáms, hvar sem börnin
eru á landinu, og hvemig »em
efnahag þeirra er háttað."
V. RÍKISUTGÁFA SKÓLABÓKA
Fulltrúaþingið lýsti einróma
ipylgi sínu við ríkisútgáfu skóla-
bóka, en jafn eindregin mótmæli
komu fram gegn því, að sú út-
gáfa lenti í höndum stjómmála-
flokkanna.
Svohljóðandi till. var samþykt:
„Ef lög um ríkisútgáfu skóla-
bóka ná ekki fram að ganga, fel-
ur fulltrúaþingið stjórn S. I. B.
að rannsaka möguleika fyrir því,
að kennarasambandið taki útgáfu
skólabóka í sínar hendur, með
einkaleyfi til útgáfunnar eða án
þess.“
Fulltrúaþinginu var slitið með
samsæti í hátíðasal Stúdenta-
garðsins laugardiagskvöldið 22.
júní. 1 samsætinu barst fulltrúun-
um boð frá forsætisráðherranum
og komu fulltrúar síðast samian í
boði hans á sunnudag kl. 4. Áður,
eða fimtud. 20. júní, hafði bæjar-
stjórn Reykjavíkur boðið fulltrú-
unum austur að Sogi. Skoðuðu
þeir þar vatnsvirkjunarsvæðið og
sátu veizlu í Þrastarlundi.
Knattspyrnumót,
fyrsta flokks, var háð á Ak-
ureyri dagana 15.—17 þ. m. um
Júníbikarinn, gefinn af Knatt-
spyrnufélagi Akureyrar. Orslit
urðu þannig: Fyrsti leikur: Þór
vann Ka. með 4 gegn 2. Annar
leikur: KA. vann Völsung frá
Húsavík með 2 gegn 1. Þriðji
leikur: Völsungur og Þór skor-
uðu 2 gegn 2. — Þór hafði því
3, KA. 2 og Völsungur 1 stig. —
(FO.).
Tíiorvaldsensbazarinn
tekur alla íslenzka, vel uima heimilisvinnu til sölu, gegn
10% ómakslaunum.
Komið munum yðar sem fyrst, áður en erlendir ferða-
menn fara að koma hingað.
Allir sem ferðast
vilja helzt gista þau hótel, sem hafa öll nú-
tíma þægindi.
Þér, sem komið til Akureyrar, athugið að
ekkert hótel hefir betra að bjóða en
HÖTEL-AKUREYRI. SÍMI 271.
Virðingarfylst
Jón Guðmundsson.
H.f. Eimskipafélag íslands.
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þ. 22. þ. m.
var samþykkt að geiða 4% — f jóra af hundraði — í
arð af hlutafénu.
Hluthafar framvísi arðmiðum á aðalskrifstofu fé-
lagsins í Reykjavík, eða hjá afgreiðsIumöimunTfélags-
ins út um land.