Alþýðublaðið - 30.06.1935, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1935, Síða 4
SUNNUDAGINN 30. JÚNÍ 1935. GAMLABÍÓ H Eigmmaðnr sðngkonnnnar. Skemtilegur gamanleikur með söngvum og hljóð- færaslætti. Aðalhlutverkin leika: Elissa Landi og Cary Grant. Aukamyndir: Talmyndafréttir og Bráðkaupið í Stokkhólmi. Sýnd kl. 9. Kl. 5 og 7: GÖG og GOKKE Á SKEMTIFKÐ. Sprenghlæilegur gaman- leikur. — Aðalhlutverkin leika: STAN LAUREL og OLIVER IÍARDY. Barnasýning kl. 5. Alþýðusýning kl. 7. LITLA-HRAUN. Frh. af 1. siðu. skeyta saman í heilsteypu það skapgerðar brotasilfur, sem þeir eru margir hverjir samsett- ir úr, þá verður að fá þá með góðu til að venja sig á að ná tökum á sjálfum sér, — sigra eigin galla. Ég hygg að sú aðferð, sem er. höfð við meðferð fanga á Litla-Hrauni stefni í rétta átt. Fangarnir fá meira frelsi en venja er í fangelsum og þeim er um leið sýnt traust að vissu takmarki. Hlýtur það að vekja fremur sjálfsvirðingu og sjálfs- traust, en ef þeir væru svo frelsi sviftir, að þeir fengju alls ekki tækifæri til að sýna að þeim væri trúandi. Höfuðatriðið í þessu efni verður það, að sá maður sýnir meira siðferðisþrek, sem tekur út refsingu af fúsum vilja en hinn, sem er kúgaður til þess. GORKI. Frh. af 3. síðu. spámann, sem upp var risinn á meðal þjóðarinnar. Skáldið Leo- nid Andrejeff heimsótti hann, og söngvarinn Fjodor Schaljapin, sem síðar varð heimsfrægur mað- ur, endurnýjaði vináttuna við hann. En þeir höfðu hizt um það leyti, sem þeir veru sautján eða átján ára og þá báðir sótt um Up[Itöku í einn og sama kirkjukór. Og það, sem okkur í dag mun þykja kátlegast, er að Gorki fékk uppftöku í kórinn, en Sc’naljapjln var synjað um hana af þeirri ástæðu, að hann hefði ekki nógu góða rödd! En nú þegar þeir hittust aftur í Nisjni Novgorod, var Schaljapin orðinn jafnviður- kenndur fyrir söng sinn og Gorki fy'rir skáldskap, og þegar hann söng heima hjá Gorki, safnaðist stór hópur af fójki fyrir utan gluggana. Það var þó ekki að eins í ætt- borginni, að Gorki var tilbeðinn. Um allt Rússland voru haldnir. fyrirlestrar um hann og verk hans. Hinn frægi rússnesld málari Repin málaði andlitsmynd af hon- um, sem vakti gífurlega efiirtekt á sýningu í Odessa árið 1900. Og þegar Gorki kom til Moskva og Pétursborgar, gat hann varla kom ið út á götuna, án þess að fólkið þekkti hann og þyrptist saman til þess að glápa á hann. Lang mest var þó um að vera eftir iað leik- rit hans, „Næturskýli", sem síð- an hefir farið sigurför um allian hinn menntaða heim, var leikið í Listamannaleikhúsinu í Moskvia árið 1902. Þetta leikrit, sem sýn- Fangahópnum verður að stjórna með samúð og skilningi á einstaklingunum, viðhafa full- komið réttlæti og samræmi í meðferð þeirra og nákvæmlega það mikinn strangleika sem nauðsynlegur er til þess að starfið verði uppbyggingarstarf en ekki þrælakúgun. Fif fanginn finnur að verið er að pína hann að nauðsynja- lausu, þá hlýtur slíkt að vekja í honum gremju" eða jafnvel heiftúð, og slíkur maður verður hvorki trúr verkamaður í fangavistinni, né að líkindi séu til að hann betrist. Það mun einnig reynast erfitt að reka vinnuhæli á þann hátt, að öllum föngunum sé að óreyndu sýnt takmarkalaust vantraust, enda mun þá árangurinn fara eftir. Það hefir verið gert nokkurt veður út úr því að 3 piltar struku frá Litla-Hrauni aðfara- nótt 16. þ. m. Má það furðu gegna, þegar þess er gætt, að fangar hafa altaf strokið úr hegningarhúsinu í Reykjavík og hefir lítið um það verið fengist. En þegar slíkt vill til á Litla- Hrauni þá er látið eins og ein- hver voði sé á ferðum. Ég veit ekki af neinu fangelsi, þar sem fangar vinna útivinnu, að ekki hafi komið fyrir, að föngum hafi tekist að strjúka burtu og það þótt vopnaðir verðir hafi gætt fanganna og þeir unnið innan rammgerðra girðinga. Það gæti verið ýmislegs að minnast um fangagæslu hér á landi fyrir daga Litla-Hrauns, og þeir menn, sem telja gæslu fanganna þar mjög ábótavant, ættu ekki að leggja dóm á þessi mál fyr en þeir hafa kynst þeim. Hælið hefir ekki sérstaka klefa fyrir alla fangana og verða sumir að búa í margbýlis- stofum. Þess vegna hefir ekki þótt rétt að loka stöku fanga inni, nema eins og stundum hefir komið fyrir, að þeir gefi tilefni til með hegðun sinni. En hælið er mannhelt fullkomlega, ef járngrindurnar fyrir glugg- unum eru heilar. Sérhverjum ir þá ömurlegu æfi, sem húsnæð- islausir og allslausir aumingjar eiga á næturskýli ber vott um það, hve nákvæm kynni Gorki hefir haft af lífi, — ef svo mætti að orði komast — lífsspeki flæk- inganna. En jafnvel inn í þiessia mygluðu og óvistlegu kjallara- stofu brýzt vonargeisli, þegar einn flækingurinn Luke, lýsir yf- ir trú sinni á það sanna og góða í mönnunum. Það var þetta átakanlega lieik- rit, sem gerði Gorki að heims- frægu skáldi. Síðan hefir hann skrifáð bæði skáldsögur og leik- rit um Rússland fyrir og eftir verkalýðs- og bænda-byltinguna, þar á meðal skáldsöguna „Móð- irin,“ sem lýsir á hugðnæman hátt hinni vaknandi stéttarvitund verkalýðsins á Rússlandi í byrjun þessarar aldar og hiefir verið sýnd á kvikmynd úti um allan heim einnig hér á landi. En bækurnar, sem hann hefir hlotið langmesta frægð fyrir, eru smásögurnar og æfisaga hans sjálfs, sem hér hefir verið gefinn ofurlítill útdráttur úr. Það eru þessar bækur, sem hafa gert hann að þjóðskáldi Rússa bæði fyrir og eftir bylting- una. Því að í þeim lýsir hann allri rússnesku þjóðinni, og það á svo raunsæjan og um leið list- rænan hátt, að ekkert annað, sem hann hefir skrifað, jafnast á við það. Gorki hefir skrifað þessar endurminningar og frásagnir um bernsku- og æsku-árin með hjarta blóði sínu. Það er ekki hægt að hugsa sér fegurra minnismerki en þær um flækinginn, sem varð heimsfrægt skáld. xxy. klefa er einnig aflokað með smekklás og hefir hver fangi því vald á því að láta ekki aðra fanga ganga um klefa sinn. Auk þess hefir gæslumaður hússins, sem er brytinn, smekkláslykla að öllum klefunum svo og for- stöðumaðurinn. Einn og stund- um tveir menn frjálsir hafa sofið á hælinu á næturnar og þess er gætt á hverju kvöldi að fangar gangi til hvílu. Hér eftir verður vökumaður á næturnar aðallega til þess að gæta um- ferðar við hælið,( vegna þess að oft kemur fyrir að*ókunnugt fólk er að sveima umhverfis hælið á næturnar og gera ónæði. Með þessu fyrirkomulagi er föngunum sýnt nokkurt traust innan þeirra takmarka, að þeir eiga ekki að geta komist út úr húsinu fremur en þótt þeir væru lokaðir í klefum. Það hefir einn- ig þótt ólíklegt að fangar tækju upp á því að strjúka frá Litla- Hrauni, þar eð slíkur flótti mundi næsta árangurslítill eins og nú hefir orðið ljóst. Sumir merkismenn, sem hafa skoðað hælið hafa látið í ljós það álit sitt, að þeir teldu járngrindurn- ar fyrir gluggunum með öllu ó- þarfar. Er slíkt auðvitað af ó- kunnugleika talað; Ef til vill virðist sumum mönnum nauðsynlegt að herða svo á fjötrum fangelsisins að trygt verði að fangar geti ekki strokið undir neinurn kringum- stæðum. Við það er nú fyrst og fremst að athuga, að það yrði mjög dýrt, og í öðru lagi mundi, eins og þegar er sagt, mjög mik- il harðneskja við fangana gera þá óviðráðanlegri og gæti þá svo farið að strok yrðu tíðari en nú. Dómar manna og skoðanir um refsingar hér á landi eru harla sundurleitar og á reiki. Oft hafa menn sagt við mig, þegar þeir hafa verið að gefa ráð eftir sínu viti um þessa hluti: — Það á að pína dónana (f-angana) , það þarf að kúga þrælana, það þarf að reka þessa ræfla áfram með harðneskju. Aðrir hafa sagt: Það þarf að fara sem bezt með þá. — Það þarf að ala sérstaka önn fyrir þessum vesalingum. Sumir hafa gengið svo langt að segja: Það á alls ekki að refsa mönnum og svifta þá frelsi, það er þýðing- arlaust. Og það hefir stundum vottað fyrir hreinu glæpa- mannadekri hér, og sagt er mér að all-stór hópur unglinga í Reykjavík hafi verið á góðum vegi með að líta á strokumenn- ina sem einhverjar hetjur. Þetta sýnir, að hér ríkir vand- ræðaástand í þessum efnum, heimskulegar öfgar til beggja hliða, sem er full sönnurfþess, að réttarmeðvitund fólks er sljó og fávís. Er það ekki með öllu ástæðulaust, þar eð við búum við gömul og úrelt hegningar- lög, sem erfitt er fyrir dómara að fara eftir, ef samræma á við viturlegar og sanngjarnar kröfur nútímans. Er þetta ástand að verða æ háskalegra með hverju árinu. Sundhöllin. Á bæjarráðsfundi, sem hald- inn var s.l. föstudagskvöld, voru lögð fram tilboð, sem borist höfðu um að fullgera sundhöll- ina, sem lengi hefir staðið sem talandi tákn um framkvæmda- leysi og slóðaskap íhaldsmeiri- hlutans í bæjarstjórn. Engin ákvörðun var tekin á bæjarráðs- fundi um hvaða tilboði skyldi tekið, en það verður að líkind- um gert á næsta bæjarráðs- fundi. Næturlæknir; er í nótt Jón Nor- land, Skólavörðustíg 6 B, sími 4348. Næturvörður er í [nött í Reykja- víkur og Iðunnar-Apóteki. MESSUR: 11,00 Messa í dómlrirkjunni, síra Bjarni Jónsson. 2,00 Messa í frikirkjunni, síra Arni Sigurðsson. OTVARPIÐ: 10,40 Veðurfregnir. 14,00 Messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 15,00 Tónleikar (frá Hótel ísland) 18,45 Barnatími: Brunnklukkan (Aðalsteinn Sigmundsson kennari). 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar: Dohnany: Suite, Op. 19 (hljómsveit; pllötur). 20,00 Fréttir. 20,30 Leikrit: „Hveitibrauðsdag- ar,“ þýtt (Haraldur Björns- sori, Soffía Guðlaugsdóttir). 21,00 Tónleikar: Listrænir danzar (plötur). Danzlög tid kl. 24. Á MORGUN: Alþýðublaðið kemur ekki út. Næturlæknir er í nótt Guðm. Karl Pétursson, Landsspítalanum, sími 1774. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar: Kvartett-söngvar (Comedian Harmonists o. fl. plötur.) 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Sól og sumar. (Dr- Gunnl. Claessen). 21,00 Tónleikar: a) Alþýðulög — (Útvarpshljíómsveitin); b) Einsöngur (Elísabet Einars- idóttir); c) Miozart: Strengja kvartett í jB-dúr (plötur). En í samræmi við það er vaxandi framleiðsla höfuðborg- arinnar á glæpamönnum, og er það orðið ábyggjuefni hugs- andi mönnum. En orsakir þess eru margar, og er það mál út af fyrir sig ærið nóg efni í langa ritgerð. Af því að Litla-Hruun er að mörgu leyti fyrirmyndar fang- elsi, þótt í smáum stril sé, þá virðist næst að halda, að það sé óþægindakend við röskun þess ófremdarástands, sem var í þessum efnum áður en Litla- Hraun var sett á stofn, sem veldur því að sumir menn hafa horn í síðu hælisins, — því að kyrstöðumönnunum eí' illa við alt, sem til framfara horfir. 28. júní 1935. Sig. Heiðdal. Briemsfjósið. Á síðasta bæjarráðsfundi var ákveðið að selja Lárusi Bjöms- syni kýr og áhöld úr Brieme- fjósi, sem bærinn hefir keypt nýlega) og var söluverðið á- kveðið 20 þúsundir króna. Jafn- framt var ákveðið að leigja Lárusi Briemsfjós og Vatns- mýrarblett V og VIII til næstu fardaga fyrir um 6 þúsundir kr. Leiðrétting. I upphafi neðanmálBgreinar- innar um Maxim Gorkö í blað- inu í gær hafði fallið niður fyrsta línan: Fáar eru þær bæk- ur, sem eru eins áhrifamiklar o. s. frv. Vorskóla Isaks Jónssonar var slitið í gær. Tvistar, ljósir og dökkir í Morgunkjóla og Svuntur frá 0,75 mtr. Sængurveratvistur á 5,50 í verið. Verzl. „Dyngja“. NÝ.JA BIÖ Litla Dorrit. Þýzk tal- og tónmynd sam- kvæmt heimsfrægri skáld- sögu með sama nafni, eft- ir enska stórskáldið Kápufóður, silki frá 2,15 mtr. Svört káputau frá 9,50 mtr. Verzl. „Dyngja“. \------------------------------ Strigaefni í kjóla, einlit og munstruð frá 2,50 mtr., nýkom- in. Sumarkjólaefni í úrvali frá 1,65 mtr. Verzl. „Dyngja“. v------------------------------ Hosur, Hálfsokkar og Sport- sokkar á börn.og dömur. Silki- sokkar og bómullarsokkar frá 0,85 parið. Verzl. „Dyngja“. V------------------------------ Silkinærföt sérlega falleg á 8,75 settið. Silkibolir frá 2,50. Bómullarbolir frá 1,75. Silki- náttföt frá 8,50. Silkináttkjól- ar frá 8,75. Verzl. „Dyngja“. ' ----------------------------- Alpahúfur í flestum litum. Nælur í húfur. Verzl. „Dyngja“. Charles Dickens. Aðalhlutverkin leika: Anny Ondra, Gustav Waldan og Matthias Wiemann. Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9. Barnasýnig kl. 5. Lækkað verð kl. 7. ______________________ Hvítir hanskar frá 2,50 parið. Verzl. „Dyngja". H---------------------------- Upphlutsskyrtu- og svuntu- efni í stóru úrvali frá 8,75 í settið. Slifsi og slifsisborðar, hvergi ódýrara. Verzl. „Dyngja“ I. O. G. T. Fundur í stúkunni Framtíðin nr. 173 fellur niður vegna for- falla. Hurðarpumpur, Skrár, Húnar lamir Smekklásar. Lágt nerr. Mikið úrval. Á Einamsn & fonfe. Frú Bocken-Lasson: Fyrirlestur í Iðnó þriðjudaginn 2. júní kl. 8(4: Austurlönd i brosi og tárum með skuggamyndum og indverskri músik. Aðgöngumiðar kosta 1 kr. og fást hjá Eymundsen, Flljóðfærahúsinu og Atlabúð. Opinber fundur um dómana út af 7. júlí og 9. nóv. verður haldinn í K. R.-húsinu þriðjudaginn 2. júlí kl. 8 e. h. Meðal ræðumanna: Þórbergur Þórðarson, Kristinn Andrésson, Einar Olgeirsson og fleiri. Skorað á alla alþýðu og frjálslynda menn að mæta. Menn eru beðnir að greiða 25 aura við innganginn upp í kostnað. — Halldór Kiljan Laxness. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Pálmi Hannesson. Sigurður Torlacius. Þórbergur Þórðarson. Gunnar M. Magnúss. Kristinn Andrésson. Kalksaltpétir. Víðáttan og yfirferðin er ekki aðalatriðið. Það er meira um vert að fá fulla eftirtekju af því sem ræktað er. Notið KALKSALTPÉTUR milli slátta, og tryggið ykkur góðan seinni slátt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.