Bjarki


Bjarki - 18.11.1899, Blaðsíða 3

Bjarki - 18.11.1899, Blaðsíða 3
i83 aða r. gufuskipafjclagsins var skýrt frá tilboði hans, bauðst hún til að taka að sjer ferðina fyrir ekki neitt. I »Þjóðviljann únga«, skrifar nýlega Jóhann Baldvinsson, bóndi á Rifi á Sljettu, eftirfarandi grein, en hann er einn af sóknarmönnum síra Haldórs Bjarnarsonar í Presthólum: Vjer, sem prestkosningarrjett höf- um í Asmundarstaðasókn í Prest- hólaprestakalli, höfum allir sam- rónia skorað brjeflega á biskupinn, að gera gángskör að því tafirlaust, að prófastur sjera Halldór Bjarnar- son á Presthólum veirði settur aft- ur inn í embætti sitt. Þetta er svar þessa safnaðar prestsins upp á hinn óskiljanlega drátt á því, að setja hann aftur í kallið, og upp á það margraddaða gjálfur, sem vak- 16 hefur verið, með valdstuddum rógi, því það er ekki of sagt um hann, að hann sje eftirbreytnis- verðasti maður í hvívetna. Skipstrand. Tejo, eitt af skipum sameinaða gufuskipa? jelagsins, sem átti að fara hjer kríngum landið og taka fisk, strandaði 7. þ, m. í kafaldsbyl, milli Siglufjarðar og Haganesvíkur. Menn björguðust allir á skipsbát- unum og komust upp til Hagmesvík- ur. Þaðan var svo sendur hrað- boði til Akureyrar sem náði Vík- íngi og sótti hann skipsmennina og fara þeir með honum út nema skip- stjóri og yfirstýrimaður, sem urðu eftir til að vera við uppboðið. Það fer fram þessa dagana. Skipið var með 4000 skpd. af fiski, og sagt að aðeins hafi bjarg- ast 130 skpd. Skipið átti að koma híngað til Seyðisfjarðar og fara hjeðan beint til Liverpool. Með Tejo var præmierlautenant Kjær, sem á að stjórna Ceres að ári, og var hann með til að kynna sjer leiðina; hann fer nú út með Víkíngi. Hraðskeyti um skipskaðann verð- ur sent til Khafnar með Vaagen, sem fer hjeðan í kvöld beina leið til Skotlands. Ekki vissi herra Kjær nein önn- ur skipströnd fyrir Norðurlandi. Vesta (>kki Ceres) fer af stað frá Kaupmannahöfn 15. Desember, kemur beir.t híngað til Seyðisfjarð- ar og fer hjeðan til Rvíkur. Þetta sagði herra Kjær, að hefði verið ákvörðun þegar hann fór frá Höfn. Víkíngur kom hvorki á Raufar- höfh nje Borgarfjörð. Hicðasagan um aðfarir botnverpíngsins á Dýra- firði vestra er greinilega sögð í Pjóðv. 14. "bg 25. f. m. Hannes sýslumaður Hafstein hjelt út til skipsins með fimm menn og lögðu þeir bátnum að stjórnborðshlið þess. Skipið var á hægri ferð og með vörpu í eftirdragi. Sýslumaður heimtaði, að fá að hafa tal af skip- stjóra, en bví var eingu svarað öðru en því, að þeir skyldu hafa sig burtu og voru jafnframt barefli reist upp við borðstokkana. Bát- inn bar svo aftur með skipinu og hvolfdi rjett á eftir af völdum botnverpínga. Tveir af mönnun- um komust á kjöl, en sýslumaður hjelt sjer uppi á sundi. Voru þeir svo dregnir upp á skipið, en ekki fyr en sást tilbáta úr Iandi. Hinir þrír drukknuðu, Jón Þórðarson, vinnumaður í Garði, Jóhannes Guð- mundsson, tómthúsmaður á Bcssa- stöðum við Mýrai og Guðm. Jóns- son* únglíngsmaður frá Bakka. Botnverpíngurinn heitir »Royalist« nr. 428 og er frá Hull. íslendíng- ur einn úr Keflavík var með botnverpíngnum. Seyðisfirði. Sd. -f- 9; þíðvindi sv. Md. -f- 3; v. v. bjart. Þd. -f- 2; sunnv. Mid. -f- 6; sama v. Fid. -f- 4; sama v., storm- ur kvöld. Föd. -f- 4; v. s., kyrt. Ld. -f- 9; v. v. bjart SKIP. 13. Vaagen k. frá útl. ferði frjettir til þ. 7. 14. Leifur, 15. Eiríkur; fiskigufuskip, sunnan af fjörðum. 16. Egill k. norðan fór utan í gær. Farþ. til Noregs P. Friðrikssen snöggva ferð og Sigurður Einarsson blikksmið- ur. Til Hafnar Karl Vígfússon ogSig- urður Björnsson til trjesmíðanáms, og fj'öldi norðmanna og færínga, leigufólk síldarfjelaganna. Sd. Snæfell til útl. 18. Víkíngur kom frá Akureyri. Garðar hefur híngað til haft 60—120 manna í vinnu hvern dag og borg- að í verkalaun frá 1500 til kríng- um 2000 kr. á viku. En nú er störfum svo komið að fjelagið hef- ur orðið að fa:kka fólki um stund og hefur selt upp á samnínga ým- islegt af vinnunni sem það hefur með höndum um versta illviðratím- ann. Þó getur orðið vinna fyrir ekki svo fáa þegar íshúsið mikla er komið svo lángt að byrja má að vinna ísinn, því að öllu forfallalausu verða þar teknar upp 8000 lestir af ís áður frostum lýkur í vetur. Als hefur nú fjelagið borgað út hjer í haust um þrjátíu þúsund krónur, mest í verkalaun og lítið eitt til kaupa hjá kaupmönnum og hefur þó mest af þeim vörum ver- ið borgað með ávísunum til út- lendra bánka. Gaman væri að menn gæfu upp- lýsíngar um, hverir menn eða fje- lög hefðu híngað til á Islandi fiutt inn og borgað út mest af 'peníng- um á vissu tímabili t. d. 2 — 3 mánuðum. Bjarki væri mjög þakklátur fyrír allar þess konar skýrslur hvaðan sem þær eru og frá hverjum tíma frá byggíngu landsins til þessa dags* SKRÍTLA. Tilhliðrunarsemi. Skipstjóri nokkur var í Ameriku sektaður um 5000 doll- ara fyrir það að hann vanteði heilbrigð- isskýrteiní. Skipstjóra þótti sektin hí og kvartaái — þángað tíl sektin var færð niður í 15 dollara. 254 töluðu lægra og sögðu að það væri svívirðilegt að nota kunn- áttu sína á þennan hátt, þegar eins væri ástatt og hjer. Og þótt allir hefðu að líkindum á endanum sætt sig við að borga penfngana, þá fann jeg að það var skoðun allflestra, að jeg not- aði þetta tækifæri ódreingilega mjer 1 hag. Jeg sagði þá, að jeg gerði þetta ekki sjálfs mín vegna, heldur vegna þriggja landa minna, sem væru meðal annara hjer á þilfarinu. Svo sagði jeg í svo fáum orðum, sem mjer var unt, sögu þýsku fánganna og að jeg ætlaði peníngana til að losa þá við nauðúngarvinnuna. Jeg væri ekki fær um að hjálpa þeim af eigin efnum, en sæi hjcr tækifari til að frelsa þá. Jeg bauðst sjálfur til að byrja samskotin og gefa 25 dollara, ef aðrir þá vildu halda áfram þángað til upphæðin væri feingin. Þegar jcg hafði lokið þessari stgu, kom alt annað hljóð í hópinn. Nær því hver maður stakk hendinni í vasann og al- staðar voru peníngamir á lofti. 300 dollurunum var skctið saman á lítilli stundu. Jeg fór þá ofan til að fást við vjelina. Þar var mjög lítið við að gera, og hefði verkstjórinn haft nokkra hugmynd um vcrk sitt, þá hefði þetta atvik aldrei komið fyrir. Ferðiti gekk slyslaust eftir þetta, og að hálfum þriðja tíma liðnum lá skipið inni á Höfn. Skuld landa minna var borguð og þeir hjeldu áfram ferð sinni til Chicago. Hvernig þeim hefur vegnað þar síðan veit jeg ekki. Eftir þetta var jeg eitt ár í Ameriku og hafði þá unnið mjer inn nægilegt fje til að komast heim aftur. En síðan jeg kom heim aftur hef jeg gert alt hvað jeg hcf gctað til að aftra mönnum frá Amerikuferðum. 251 höfðu enn ekki goldið honum fyrir flutnínginn frá Nvju-Jórvík og þar að auki voru þeir nú dæmdir t 100 dollara sekt. hver um sig fyrir íióttatilraunina. Flóttamennirnir höfðu ætlað til Chicagó, en iögregluliðið náði þeim áður cn þángað var komið. Þeir Ijetu af hendi alt það ije, sem þeir höfðu, og það nægði til að borga ferð þeirra frá Njyu-Jórvfk, og þegar þvf var lokið hugsuðu þeir, að þeir væru eingum skyldugir um neitt. En nú var eftir að gjalda sektarfjeð, 300 doliarana, og því voru þcir fjelagar teknir fastir og skyldu aftur flytjast til mansins, sem þeir höfðu untjið hjá. Fjölskyídur þeirra fylgdu þeim eftir, og nú voru þeir aftur á Ieið til sama staðarins, sem þeir höfðu áður flúið frá, stóðu þarna eins og óbótamenn á þilfarinu og höfðu nú nægan tíma og tóm til þess að dást að »frelsúiu* í Amcriku. Það er reyndar satt, að í fljótu bragði skoðað virðist vera meira frelsi t' Norður-Ameriku en i nokkru öðru lattdi, en sá er hængurinn á, að þeir fáu menn, sem pen- íngavöldin hafa, gcta á hverrs stundu svíft aila aðra þessu frelsi. Eins og þessi saga sýnir, gefa landslögin hverjum þeim, sem með sviksamlegum samníngi getur tælt tsl sítt þræla frá annari þjóð, rjett til að balda þeim föstum, þángað til hann hefur haft þau not af þeim, seai hann ætlaði sjer. Jeg varð sárgramur yfir þeirri meðferð, sem f^e'ssir 'aidar mínir hcfðu orðið fyrir. Lögrcgluþjónninn, sem jeg átti tal við, skyldi dálítið í þýsku; hann kcndi líka í brjósti um fángana og sagði, að nú fyrst yrðt meðfcrðin á þeim að marki ill, þegar þeir kæmu aftur til fyrri húsbónda síns; hann mundi ekki verða í vandræðura mcð að útbúa n^'a reiknínga handa þeim að borga, nje heldur að finnt ástæMtr til að f.era laun þcirra niður; þeir in'jndu að minstd kjsti vcrða citt ár að vinna af sjer þsssa sekt.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.