Bjarki


Bjarki - 30.12.1899, Blaðsíða 3

Bjarki - 30.12.1899, Blaðsíða 3
eins einum degi fyr eða seinna en síðasta ár, þegar þau koma ekki sama daginn. SKÍP. Egill (skipstj. Endresen) kom áð norð- an á Aðfángadagskvöldið og fór á Ann - arsdagskvöld. Farþ. að norðan: frú Elín Briem, ísak Jónsson íshússmiður; hjeðan: Þorsteinn kaupmaður Jónsson með konu sinni. SKRÍTLUR. A. Þetta er fyrirtaks hattur! Hvað kostar hann? B, Það veit jeg ekki; því þjer að segja var einginn í búðinni þegar jeg keyfti hann. Kennarinn: »Hefur maðurinn frjálsan vilja, Karl?« Karl: »Já, á meðan hann er ógift- ur, segir pabbi«. Letínginn: »Ef jeg bara mætti gera það sem jeg vildiL Kunnínginn: »Hvað ætlaðirðu að gera þá?« Letínginn: »Ekki neitt«. Útskrifaðir 14. Mai 1899, úr Möðruvallaskóla. I. Sigurður Jónsson úr Þíngeyjarsýslu eink. I. ág. stig 61 2. Benedikt Bjarnarson úr Þíngeyjarsýslu I. 59 3- Jón Jónsson úr Norður-Múlasýslu I. 59 4- Guðmundur Jónsson úr Austur-Skaftafelssýslu I. 56 5- Jón Björnsson úr Skagafjarðarsýslu I. 54 6. Jón Bergsson úr Eyjafjarðarsýslu I. 52 7- Björn Stcfánsson úr Suður-Múlasýslu I. 5i 8. Þorsteinn Grímsson úr Eyjafjarðarsýslu II. 47 9- Sigurður Arnason úr Húnavatnssýslu II. 44 10. Sölvi Sigfússon úr Suður-Múlasýslu II. 42 11. Tryggvi Olafsson úr Norður-Múlasýslu II. 41 12. Lárus Jóhannesson úr Eyjafjarðersýslu II. 41 13- Ofeigur Snjólfsson úr Suður-Múlasýslu II. 39 14- Þorsteinn Guðmundsson úr Strandasýslu II. 39 15- Gunnar Tr. Marteinsson úr Þíngeyjarsýslu * * II. 36 skól Það er varla að þess sjáist getið í blöðunum hverír utskrifast af gagnfræða- um landsins og búnaðarskólum, en það er fróðlegt að vita það; því það sýn- ir betur en inargt annað menníngarhug hjeraðanna 0. fl. Bjarki væri þakklátur skólastjórunum eða öðrum, sem vildu senda honum slíkar skýrslur árlega. Tog er best borgað hjá: I. M. Hansen. Vasahnifur, lítili, hvítur, tvf- blaðaður hefur týnst. Finnandi beðinn að skila honum til r i t s t j. Rentu.r, Eins og jeg hef áður auglýst meiga allir sem skulda við verslun mína, búast við að greiða rentur af skuldinni. Seyðisf. 29. Des. 1899. St. Th. Jónsson. Púður ágætt á 1,30 pund. 10% móti peníngum fæst hjá St. Th. Jónssyni. Skiftafundur í þrotabúi B. Thorsteinsson et Co á Bakkagerði f Borgarfirði verður haldinn hjer á skrifstofunni Mánu- daginn 8. Janúarmánaðar næstkom- andi kl. 12 á hádegi; verður þá tekin ákvörðun um innheimtu á útistandandi skuldum búsins o. fl. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 21. Des. '99. Jóh. Jóhannesson. Gufuskipa- fjelagið. Til að fyrirbyggja misskilnfng, sem getur orðið út úr grein um hið sameinaða gufuskipafjelag í síðasta blaði Bjarka, skal þess hjer getið: að hvorki hefur fjelagið sjálft nje agentar þess gefið hina minstu von um, að aukaskipið er fór til Reykjavíkur í þessum mánuði ætti að koma híngað til austurlandsins um leið. — Þvf eru allar sögur um þetta fjelaginu óviðkomandi. Seyðisfirði 28, Des. {899. St. Th. Jónsson. (afgreiásiumaður.) Miklar birgóir af afskonar skófatnc.ði á verkstofu skósmíðafje- iagsins. Komið og kaupið. L e i k i ð verður á Nýársdag Dreir.gurinn minn. Byrjar kl- 5. Eyjólfur jónsson selur að- gaungumiða. Góðir hjeraðsbændurl Hætrið þjer nú eins og allir aðr- ir siðaðir menn að rýa uilina af kíndunum. Eins c>g ölium er kunn- ugt, finnur kindin talsvert til þeg- ar hún er rúin, og oft og einatt hléypur blóðtð fram. Gerið þjer nú kindunum þann grciða, að hætta þessum ósið, og fáið ykk- ur sauðaskæri; það er nóg til af þeím í norsku búðinni og kosta kr. 1,60 og 1,35. Sig. Johansen. 278 »Við vitum það alt! Og í nafni laganna heimta jeg, að þjer skýrið frá þessu!« »Sýnið þjer okkur, hvar þjer hafið fólgið hann; það er best að halda á stað strax,« sagði dómarinn; hann herti upp hugann hegar hann sá hvað henni brá. »En hvcrsvegna viljið þjcr vita þetta?« »Þær eru þýðíngarlausar allar þessa spurnfngar frú mín góð. Vjer biðjum yður einúngis að svara einni spurníngu. Þjer skjálfið . . . það kemur fát á yður. Já drepinn er hann, myrt- ur — og svo jeg segi yður eins og er — þjer hafið gert það! Það hafa þeir sagt okkur, sem voru í vitorðinu með yður. »Komið þið þá«, sagði Olga Petrovna og fornaði höndum af ángist. Jeg faldi hann í baðhúsinu. En jeg ætla að biðja ykkur í öllum guðanna bænum að láta ekki manninn minn vita neitt a-f þessu. Jeg held það dræpi hann............« »Hún tók stóran lykii sem hjekk þar bak við skáp, og fylgdi svo gestunum út í gegn um eldhúsíð og svo út f garð- inn. Sjálf gekk hún á undan, og Tschubikof og Dukofskij skálm- uðu á eftir hcnni. Þegar þau böfðu geingið um hríð yfir for- arpolla og sorphauga, sáu þeir loks fram undan sjer grilla f nokkur risavaxin trje í myrkrinu og milli þeirra glórði í dálítið hús með háum reykháfi. »Þarna er hann inni*, sagði Olga Petrovna, »en jeg ætla að biðja ykkur að vera vorkunsamir við mig og segja eingum frá því«. Þegar þau voru komin fast að húsinu, sáu þeir Tschubi- kof að dyrnar voru ramlega læstar og gríðarstór heingilás fyrir. »Hafið þjer nú kertið og eldspýturnar til!« hvíslaði dómar- inu að skrifara sínum. 275 fimmtíu búðir. Jeg bað hvar sem jeg kom um eldspýtur. Loks- ins, þegar jeg kem í Sadofskrána og bið enn um eldspýtur, þá var mjer feiagið heilt brjef, en jeg sá strax að í brjefinu voru aðeins níu eldspftustokkar í staðinn fyrir tíu. »Þaá vantar einn stokk í brjefið,* sagði jeg; »hvað erorðiá af honum ?* — »Ja, hann er nú seldur.« — »Og hverjum?« spyr jeg, og það er mjer sagt, og þetta kalia jeg uppgötvun! — Mjer er efins að þeir geri það betur hinir; það verð jeg að segja, þó jeg eigi sjálfur í hlut. — En nú er ekki til setunnar boáiá!« »Nú hvað þá? — Hvert viljið þjer nú að jeg fari með yður.« »*Auðvitað til fjórða sökudólgsins. Við verðum að flýta okkur, því nú er jeg svo óþolinmóður aá jeg ræð mjer ekki. Og hver haldið þjer að það sje? Ekki licma hún Oíga Petrovna fallega konan lögreglustjórans!« »Eruð þjer sjóðandi vitlaus maður? »Nei, það er lángt frá þvíj Þetta er svo sem fiill greini- legt. Jeg veit, að hún hefur kcyft eldspýturnar, og svo hefur hún í lángan tíma verið vitlaus eftir Kljausof. Hann kærði sig ekkert um hana, en leist betur á Akulínu, og því hefur Olga viljað hefna sín. En nú skulum við flýta okkur af stað áður en skyggir meir.« »Haldið þjer að mjer detts í hug, að trufla næturfriðinn fyrit' heiðvirðri konu, þó að þjer sjcuð orðimn bandvitlaus.?* »Jeg vona að þjer gerið það fyrir mig að koma með mjer ekki mín vegna sjáifs, heldur til þess að rjettvísinni geti orð- ið framgeingt. Þctia mál vckur ekki litla cftirtekt um alt Rúss- tand, jcg skal segja yður það! Og þjer vetðið vafalaust stór- fiagur, cf Jijer k.omist f\rir allar rafur Jjcís. Jeg .er handvis.í

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.