Alþýðublaðið - 15.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jón Þorláksson. Síðasti boðskapur hans. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! kemur út á hverjum virkum degi. ! Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. 3 til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. 9i/3-10 »/a árd. og kl. 8—9 síðd. ■ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 I (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. I Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ; (i sama húsi, sömu símar). Viðbjóðsleg misMrming á barni Yfírvaldið dregur málið á annað ár. Oskiljanlega vægur dómur. Norður í Skagafirði, á Sauðár- króki, er 9 ára drengur, Jón Jó- hannesson, á framfærslu sveitar- innar. Seint á sumrinu 1924 kom hreppsnefnd sú, er átti fyrir hon- um að sjá, drengnum fyrir hjá ungum hjónum á Reykjarhóli í Fljótum í Skagafirði, Guðbirni Jónssyni og Jónönnu Stefáns- dóttur, til stundardvalar. Þegar drengurinn koni þangað, var hann i góðu ásigkomulagi, í góðum holduin og óskemdur að öllu. En eftir eitthvað mán- aðardvöl hjá þessu miskunnar- lausa fólki fanst hann fárveikur og illa til reika úti í haga. Var þá komin kuldabóiga og drep í fætur hans, og þeir voru bláir og tilfinningaiausir. Urðu þessi vondu hjón að játa það fyrir rétti, að þau hefðu bspði harið drenginn og svelt og látið hann hafa ónóg rúmföt méð ýmsu fleira samvizkuiausu at- hæfi. Drengurinn var fluttur í sjúkrahús, og varð að taka af 'honum eitthvað af tám, svo að hann bíður giæpsins, sem á hon- um var framinn, aldrei bætur. Nú hefði mátt ætia, að sýslu- maður hefði ekki haft annað meira áríðandi fyrir stafni en að rannsaka máiið röskiega og Iá+a ganga dóm í því. En dómurinn kemur fyrst seint á árinu, sem leið. Er hann á þá leið, að hjónin eru dæmd í 5 daga fangelsi við vatn og brauð, og er það vægasta hegningin, sem við slíku iiggur. En hitt er þó merkilegast, að drengnum eru engar skaða- bætur dæmdar, þó að limamissirinn auðvitað muni baga hann alia æfi. En hvað kemur til dráttarins? Ekki hafa sveiíayfirvöld hér á iandi — sérstaklega í minni sýsl- um — þau ósköp að gera, að ekki væri hægt að reka af mál sem þetta á minna en ári. Og þó iinkind sé góð, og gott að yfirvöld komi sér vel við þegna sína, virðist þó hér sem tilefni Hér í Reykjavík eru nú, sem stendur, nokkuð á annað hundrað manna, sem eru svo „lánsamir" að hafa fengið dýrtíðarvinnu; þ. e. þeir hafa fyrir sérstaka náð fengið að standa úti og vinna núna í umhleypingunum, í hríð- unum, í frostunum, í slyddúnni, og nota vinnukunnáttu sína og líkamskrafta tii þess að framleiða auð fyrir þjóðféiagið. En kaupið er þó ekki hærra en það, að þegar vinnunni lýkur, á enginn þessara manna eyri afgangs, því ' að alt efu þetta menn, sem hafa stórum fjölskyidum fyrir að sjá. Ekki myndi Ölafi Thórs eða Magnúsi Jónssyni. dósent þykja kjör þessara manna öfundsverð, og er sennilegt, að Magnús myndi viðurkenna, að það sé óiíkt Iétt- ara verk að útskýra fyrir guð- fræðinemum miidi og mannelsku frelsarans í hituðum stofum há- skóians heidur en að vinna úti- vinnu á vetrardag í öllum veðr- um, og jafn-sennilegt, að Óiaf- ur vildi ekki upphátt viðurkenna, að grjóthögg í gaddveðrunum sé erfiðara starf en að brúka kjaft í kunningjahópi og svo starfið það að hugsa um, hvernig eigi að fara að því að lækka krónuna og að lækka kaup verklýðsins. En þó að þeir menn, sem eru að vinna dýrtíðarvinnuna, séu sannarlega ekki öfundsverðir, þá eru samt hér í Reykjavik mörg hundruð verkamenn og sjómenn, sem hefðu ástæðu tii að öfunda þá, — menn, sem einskis óska heitara en að fá að vinna, — af því að þeir bera kvíða á hverjum morgni fyrir deginum 0g á hverju kvöldi fyrir morgundeginum, hvernig þeir eigi að útvega heim- ili sínu hið nauðsynlegasta því tii viðurværis. Það eru .menn, sem dag eftir dag og viku eftir viku hafa farið á fætur í myrkri á morgnana og verið komnir fyrir kiukkan sex ofan á hafnarbakka, ef vera skyldi, að þeir yrðu svo heppnir að fá vinnu, en alt af hefir það verið árangurslausí. Svo liafa þessir menn orðið að standa fram eftir öllum degi, ef væri fyrir yfirvald að sveifla dug- lega lagavendinum, þegar vesælt bam er tekið þessum þrælatök- um. Þó tekur út yfir, þegar drengnum eru engar skaðabætur dæmdar. Þó að hlífni sé góð, er hún svo bezt, að hún komi ekki niður á neinum, en þáð, sem föntunum í þessu efni er hiíft, kemur niður á drengnum. Svipað mál þessu kom fyrir eft- ir aldamótin í Skaftafellssýslu, og tók yfirvaldið þar, Guölaugur Guðmundsson, ólíkt fastara á. eitthvað kynni að rætast úr, og það er vert að athuga, að það er langtum erfiðara að bíða í von- leysi eftir vinnu en að vinna erf- iðustu störfin, sem verkamenn hér þurfa að inna af hendi, svo sem uppskipun úr togurum og steypu- vinnu. Svona er nú ástandið hjá Goð- þjóð, — útvöldu þjóðinni, íslend- ingum. Almenningur lifir við skort, en þó er ekkert hallæri hér frá náttúrunnar hálfu; það er síður en svo, - kappnógur fiskur, þegar gefur. En samt eru þessi hundruð sjómanna og ve;ka- manna, sem aidrei vita, livort sulturinn er fulla dagleið á und- an þeim, — mörg hundruð hinna hraustustu. og vöskustu manna, sem fyrir þúsund árum hefði þótt sómi að á víkingaskipum, og margir hinir mestu kappar. Allir vita, að hið auma ástand er ekki landskosfum að kenna, heldur landsstjórn, — bæði mönn- unum sjálfum, er stjórna, og fyr- irkomuiaginu, auðvaldsþjóðfélag- inu, sem við búum undir, þar sem einstakir menn eiga fram- leiðslutækin, en ekki þjóðin sjálf. Það er nóg starf að vinna hér — hér þarf engin hönd auð að vera —, nóg starf, sem borgar sig fyrir þjóðfélagið að unnið sé. Allir þeir, sem atvinnulausir eru, gætu verið að vinna og þar með að auðga sig og þjóðarheild- ina, ef það væri pjódin sjálf, sem réði yfir auðnum 0g fram- leiðslutækjunum, en ekki nokkrir tiltölulega fáir einstaklingar og þeirra eiginhagsmunir, sem réðu. Blind náttrruöfl urðu þess vald- andi, að hásætissúlur Ingólfs, þær, er hann varpaði útbyrðis fyr- ir sunnan land, rak hér í Reykja- vík. Og jafn-blind öfl valda því, hverir ráða landinu, —• það er þeir, sem ráða yfir framleiðslu- tækjum og fjármagninu, — fyrst og fremst eigendur togaranna, — því að í auðvaidsþjóðfélaginu fylgja völdin umráðunum yfir auðnum. En í hásætinu, sem Ingólfur reisti fyrstur, situr Jón Þorláks- son og stjórnar landinu fyrir tog- araeigendur, en þó í nafni þjóð- arinnar. Og úr því hásæfi sendir ihann verklýðnum háðslegar kveð'ur í „Morgunblaðinu“ í greininni „Ómagar", sem birtist í dag. Greinin er öll árás á atvinnu- bæturnar og tilraun til þess að stöðva þær. Er þar sagt, að með þeim sé verið „ad gera uerka- menn ad viljalausum ómögum“, og seinna í greininni er þetta endurtekið með því að segja, að með því að krefjast atvinnu fyrir verkaiýðinn séu jafnaðarmenn „ad gera verkamenn að fgrirhgggju- lausum ríkisómögum“. Enn frem- ur er sagt, að með þessu sé ver- ið að venja verkainenn af því að „purfa að hafa neina fgrirhyggju“ um atvinnu og kenna þeim að heimta ,,/e figrir meira og minna gagnlega og arðsamx vinnu“. Síð- ustu orðin eru ekki vel skiljan- leg, en þau eiga víst að vera kveðja frá manni, sem situr i hægindastól í ofnhita, til þeirra, sem eru að vinna úti í kuldanum, um, að þeir séu ómenni og ó- magar á hinu opinbera. Það eru ekki jafnaðarmenn,. sem hrúga fólkinu saman hér á mölinni; það er togaraútgerðin annars vegar, sem dregur fólkið, en hins vegar ónytjungsskapur 0g ráðieysi íhaidsstjórnarinnar og ef til vill líka viljaleysi hennar við' að ráða fram úr landbúnaöarmál- unum, sem hefir neytt fóikið til þess að flytja til kaupstaðanna,. — Reykjavíkur fyrst og fremst. En satt er, að hitt er stefna okk- ar jafnaðarmanna að heimta vinnu fyrir alla, sem vilja vinna, því að það er nóg til að vinna, sem borgar sig margfalt betur fgrir pjóðfélagið að láta vinna en að menn séu atvinnulausir og að- gerðalausir. Að segja, að menn myndu flytja til Reykjavíkur fyr- ir það, að þeir fengju atvinnu hér nokkrar vikur við útivinnu á veírinn, er jafn-fráleitt eins og að segja, að þeir, sem nú flytja 4il kaupstaðanna, muni hætta við það vegna þess, að þeir hafi ekki atvinnu þar á vétrinn, — eða, ,eins og gefið er í skyn i grein- inni, að hægt sé að stöðva fólks- fiutninginn úr sveitunum með því að svelta verklýðinn í Reykja- vík. Eru slík ráð vel samboðin í- haldsliðinu og eins konar kóróna á aðgerða-ráðleysi þess, á auð- vaidsfyrirkomuiagið alt og skipu- lagsleysið á saltfisks-ö'unni sér- staklega, þar sem það skipulags- leysi veldur því, að óáran er hér á landi á fjármáiasviði, þó að fjármálaástandið í flestum lönd- um Evrópu sé betra en verið hefir. Hlægilegt er að lesa, í biaði tog- araeigendanna harmatö'ur um, að „sveitabúskapnuin blæði út vegna íólksleysis," því að hverjir eru það aðrir, — ég spyr yður, Jón Þoriáksson! —■ sem valda fólks- íeysinu í sveilunum en nánustu fylgismenn yðar, togaraeigend- urnir? Það eru peir fyrs og fremst, sem tekið hafa fóikið frá bændunum, og er reyndar lítið við því að segja, því að það er ekki fólksfæðin, sem aðallega am- ar sveitabúskapnum, heldur vönt- un á rœktun. En hún stafar sum- part af vantandi áhuga og þekk- ingu, sem kemur af því, að lands- stjórnin hefir vanrækt að láta nóg fræðslustarf í þeim efnum fara fram, en sumpart af því, að bænd ur fá ekki fé; — togaraeigendur gína yfir því öllu. Enginn hefir betur sýnt fram á, að það er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.