Bjarki - 11.10.1901, Page 2
nýúng. Það er reyndar hið sama, sem hægri-
mannastjórnin hefur áður sagt. Blaðið sjer
ekkert því til fyrirstöðu, að ráðgjafiun sje bú-
settur á Islandi, og hinu, að hann sje laufi-
aður af landssjóði, en ekki ríkissjóði, hefur
það auðvitað ekkert á móti. En það bendir
ekkert á, hvernig breytíngunni um búsetu-
ákvæðið skuli fyrirkomið, svo að tryggilegt sje
fyrir báða parta. Og það er einmitt þetta,
sem þíngið í sumar ekki gat fundið, og því
var breytíngin feld. j
Hvernig nýja stjórnin lítur á málið er öll-
um ókunnugt um. Hannes Hafstein hefur
fyrir hönd minnihlutans ekki farið fram á
aðrar breytíngar en þær, sem hjer eru
nefndar.
En án efa verður grennslast eftir þvf af
Valtý og fiokk hans, hve Iangt vinstrimanna-
stjórnin sjé tilleiðanleg að fara.
Vesturheimsbrjef.
Efnahagur og ástæður íslendínga vestra.
— :o: —
West Duluth 28. júlí 1901.
fað er ekki ællun mín, að tæma þetta um-
ræðucfni. og ekki ætla jeg mjer heldur þá dul,
að leggja hjer á þann dóm er allir hljóta að
segja rjettan, eða una vel við. En von mín
er, að jeg geti sagt ýmislegt er til góðs mætti
verða í deilum þeim er við og við rísa upp
út úr efnahag manna hjer og vesturflutning-
unum og orskökum til þeirra. Um þetta hef-
ur síra Hafsteinn Pjetursson ritað í dönsk blöð
og get jeg ekki sagt, að það sem hann segir
sje allskostar rjett. En því ver tekur Lög-
berg í streinginn, að svara með tómum íllyrð-
um. A því græðir málefnið ekkert. Og yfir
höfuð hefur oft verið lítið á þvi að græða
sem sagt hefur verið um efnahag og ástæður
landa hjer. Fyrirlestur Jóns Olafsonar er eitt
hið besta. En það var reynt af óvinum Jóns
að telja hann ómerkan og hlutdrægan.
Eitt er að athuga í þessu efni, er jeg man
ekki til að tekið hafi verið fram áður, og það
er, að Islendíngar eru hjer svo dreifðir, stunda
svo mismunandi atvinnu, að það er nálega ó-
mögulegt að segja ákveðið, eða í stuttri blaða-
grein, hvernig atvinnu þeirra er háttað, hve
miklu þarf til að kosta og hve stöðug og arð-
berandi hver atvinnugrein fyrir sig er.
Og þótt gefnar sjeu tölur yfir eignir manna
hefur það lítið að þýða fyrir menn heima á
Fróni, sem ekki vita, hvernig eignir eru virt-
ar hjer. En til þess að geta gefið sanna og
Ijósa hugmynd um efnahag og ástand Vestur-
Íslendínga yfirleitt, þyrfti maður að hafa dval-
ið í eitt eða tvö missiri í hveriu byggarlagi
og annað cins í hverri borg sem þeir hafa tek-
ið sjer bólfestu í. Því þótt Íslendíngar sjeu
ekki ýkja fjölmennir í neinni borg nema Winni-
peg, þá eru þó töluverðir hópar af íslensk-
um daglaunamönnum til og frá um borgirnar
í Bandaríkjunum, Duluth, Chicago, Minneapol-
is og eins í smábæjunum í North-Dakota:
Grandfork, Grafton, Glaston, Crystal, Cavalier,
Edinburg og víðar, vestur við haf í Victoria og
jafnvel San Francisko. ■ í Canada eru þeir
dreifðir um allar borgir og smábæi, allt frá
Toromo og Montreal og vestur^um Manitoba
og Alberta, *þótt í Winnipeg, Selkirk og Bran-
don sjeu þeir fjölmennastir. íllt er að koma
tölu á þetta hrafl af Islendíngum; en almennt
er nú álitð. að nú sjeu allt að 20,000 íslenskra
sálna hjer vestanhafs, því nú er það orðinn
fjöldi sem fœðst hefur hjer og alist upp.
Af kunnugleik mínuui er það að segja, að
jeg hef Ieingst dvalið í Duluth. í Ontario hef
jeg verið og unnið bæði hjá bændum ®og í
sögunarmillum. í Winnipeg hef jeg dvalið
svo vikum skiftir. I Nýja íslandi hef jeg ver-
ið bæði að sumarlagi og vetrarlagi. I Dokota
hef jeg verið og til Chicago hef jeg komið.
Og auðvitað lýsir frásögn mín lífinu hjer cins
og það hefur birst mjer í þessum byggðarlög-
um.
»Hvernig er þá efnahagurinn«? Svona upp
og niður, eins og Jón Olafsson kemst að
orði. En það er nú reyndar lítið á því svari
að græða, ef ekkert er skýrar ákveðið. í
Winnipeg stunda landar mest strætavinnu eða
eru við húsabyggíngar. Allmargir hafa.versl-
un að atvinnu og geingur þeim flestum allvel
og sumir eru ornir töluvert ríkir. Daglauoa-
mönnum geingur allt ver og hygg jeg að fá-
ar borgir fari ver með daglaunamennina en
Winnipeg. Að sönnu er kaupgjald eigi mjög
lágt yfir sumartímann þar, 1,75 og 2. dl. um
daginn. En vinnan er hin versta. Það er
þreytandi dag eftir dag að moka þessum am-
eríska lerr, kleyi (clay) sem Vestur-íslendíngar
kalla svo. Við byggíngar er verkið að alca
steinlími í hjólbörum, eða þá múrsteini, eða
grjóti. Þessi verk við byggíngarnar eru nokkru
skárri en hin, við skurðina. Steinhöggvarar
hafa hátt kaup og eins trjesmiðir, en stopul
er sú vinna, og þó ekki eins og strætavinnan.
Á veturna er því nær sem ekkert að gera.
Þó geta konur haft atvinnu við þvotta allt ár-
ið, En oft hef jeg furðað mig á því, hvern-
ig allur sá fjöldi af fjölskyldumönnum sem er
við strætavinnu eða húsabyggíngar á sumrum
fer að lifa, enda hygg jeg að fæstir þeirra
leggi upp penínga. Þó reyna þeir flestir að
hafa heldur gott fæði og hleypa sjer oft held-
ur skuldir yfir veturinn en láta það vanta.
Þó má telja það kost hjer, að eigi er eins
hægt um vik að fá lánað hjer eins og heima.
Margir stunda mjólkursölu, ýmsir skósmíði og
fleiri handverk og geingur þeim öllum betur.
Daglaunavinnan er hið versta sem hægt er að
leggja fyrir sig í þessu landi. Og þó er betra
að vera daglaunamaður hjer en hcima, eftir
þcirri reynslu er jeg hafði í þau 6 ársemjeg
þekkti til núna sfðast. Því þar var einginn
að heita mátti sem fær var um að borga, en
nóg var til að gera.
Hjer í Duluth er það mest mjólkursala og
vinna í sögunarmillum er landar stunda, og er
sú vinna töluvert betri en strætavinnan í Winni-
peg og er þó ekki allskostar góð; þetta sífelda
org í sögunum allt í kríng svo ekkert orð
er hœgt að segja, allt verður að gerast með
bendfngum. í sögunarmillum og á járnverk-
smiðjum verður maður að nokkurskonar verk-
vjel, sömu handtökin, sama hreyfíngin dag eft-
ir dag og er það ekki tilbrytíngasamt líf, en
fremur áhyggjulítið, aðeins þess að gæta, að
verksmiðjan eða millan stansi ekki.' Nú er að
athuga hvað vel geingur að græða á þessu.
Vinnan stendur yfir í 6 eða 7 manuði af ár-
inu þegar best gerir, og er borgað frá 1,50
og upp að 1,75 og 2. dl. fyrir vanalega al-
menna vinnu. Sje maður nú barnamaður, hafi
4 — 6 börn er það hæpið að maður geti
nokkuð lagt upp. Þegar af þessu kaupi þarf
kannske að borga húsaleigu 3 til 6 dl. um
mánuðinn. En þótt ekki þurfi þess, en mað-
ur komist einhvernvegin yfir að eignast lóð
eða hús, þá er að kaupa eldivið fyrir 1,25
uppað 3 dl. á mánuði. Svo er að kaupa mjólk
fyrir 1,50 eða 3 dl. eftir því hvort maður
kaupir 1 eða 2 potta á dag. Er þá ekki mik-
11 von til að sá leggi mikið upp af peníngum
er hefur 3 til 5 börn og þar yfir og aðeins
hefur stöðuga vinnu 6 eða 7 mánuði úr árinu.
Það er aðalgaliinn hjer, að vinnan er ekki
stöðug nema fyrir einstaka menn og jcg held
það sje eigi orðum aukið, að varla 1 af hundraði
leggur upp penínga af þeim sem lifir á dag-
launavinnu og hafa fyrir konu og einu eða
fleiri börnum að sjá. En þá eru lausamenn-
irnir; þeir geta haft tækifæri ef þeir nenna að
nota það, að hafa vinnu árið um kríng, ýmist
í borgunum eða útí skógum og á járnbrautum.
En hyggilegast gera þeir er aldrei koma í
borgirnar en vinna hjá bændum þar til þeir
eru færir um að reisa bú sjálfir. Fyrir upp-
vaxandi kynslóðina eru tækifæri ótal; menn
geta Iært Jivað helst gáfur þeirra girnast, allt
frá skósmíði, trjesmíði, steinhöggi, prentlist,
upp að embættismanna Iærdómi og vísinda-
mennsku, og er þetta aðalkosturinn við Ame-
ríku og hefur Island mjög fátt að bjóða þar
á móti. Þótt embættismannastaðan á íslandi
sje eftirsóknarverð, þá geta fáir hennar notið
og að kunna handverk er lítill gróðavegur
þar heima.
Bændalífið
hjer vcstra er margfalt betra og þægilegra
en heima, en það dugar ekki að krympa sig,
þótt ílla gángi í fyrstu, þegar maður kcmur
fátækur og allslaus heiman af Fróni. Sjálfsagt
er fyrst að byrja við daglaunavinnuna og vita,
hvort maður getur ekki safnað saman nokkrum
dollurum til þess að byrja búskapinn með.
Og ef maður er sparsamur og lætur ekki bug-
ast með þá hugmynd að verða sjálfstæður
bóndi tekst flestum það eftir nokkur ár. Margir
byrja auðvitað á því að fá lánaða penínga, og
hefur sumura tekist að komast fram úr því, en
sumum ekki, því vextir af lánum eru frá 8 til
12 af hundraði. En bændurnir íslensku eru
samt sú stjett, er virðist gánga jafnbest.
Að fara um Dakota nýlenduna til dæmis er
mjög skemtilegt. Alstaðar snotur hús og lag-
leg áhöld; næstum hver bóndi á eitt og sumir
tvö pör af hestum, en eftir því þóttist jeg
taka þar, að eigi væru peníngaeigur miklar
neinstaðar, og nær er mjer að halda, að margir
af þeimVestur-Islendíngum, sem penínga sendu
heim til íslands á síðastliðnu sumri, hafi feingið
þá lánaða ýmist hjá þeim fáu löndum, sem
betur geingur, eða hjá agcntunum. Það væri
þarft verk að hrekja úr hugum manna heima
þá heimsku, að allir landar hjer vestra hafi
vasa fulla af peníngum. Eftir því sem jeg
komst næst var sú trú ærið almenn heima, að
nóg væri að komast einhvernveginn á land í
Ameríku; þá væri maður efnalega hólpinn, en
heima fengjust eingir peníngar fyrir vinnuna.