Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið Framtíð flLug“listarmnar á íslandi. Viðtal við ritara Flugfélagsins, cand. Halldór Jónasson. (Pramh.). Hrer mnnn verða helztu not flngvéla í framtíðinni hér á íslandi? ÞaS er enginn vafi á Því, að flugvélar verða mikið notaðar hér á íslandi í framtíðinni. Það eru líkindi til að þær komi að góðu gagni við póstflutninga og til smærri farþegaflutninga, t. d. þegar menn þurfa að skreppa á önnur landshorn, segjum héðan til Akureyrar, ísafjarðar eða Aust- fjarða. Maður, sem, þyrfti að reka eitthvert nauðsynlegt erindi á Ak- ureyri, gæti farið héðan á hádegi, verið kominn þangað klukkan tvö, .Etaðið við þar í tvo tíma og verið korninn hingað aítur kl. 6 e. h. J>etta er þó aðeins með því skil- yrði að veður sé hagstætt. Mót- vindur tefur eðlilega ferðina, og mjög mikið hvassviðri getur alveg hindrað hana, og sama er að segja um hríð og þoku. Svona lagaðar skyndiferðir á önnur landshorn og til baka aftur yrðu aðaliega fyrir menn, sem færu í verzlunarerindum og —“ „Til þess að biðja sér stúlku?" „Ja, því ekki það! Tveir tímar settu að vera nógur tími tíl þess að koma upp bónorðinu. En svo gæti líka flugmaðurinn og vélin beðið, þar til farþeginn væri bú- inn að ganga ur skugga um hvort hann væri hamingjusamasti eða óhamingjusamasti maðurinn undir sólinni. En það sem eg ætlaði að segja, var það, að slíkar ferðir yrðu að- allega farnar í atvinnureksturs- erindum. Það er líka sennilegt að þær verði notaðar af mönnum, sem þurfa að komast á stað, þar sem þeir hafa íengið fasta atvinnu; menn sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í viku eða mánuð eftir skípsferð. Þá má heldur ekki gleyma, að flugferðir gætu komið .að góðu haldi til þess að koma æjúklingum ufan af landi fljótt undir hendi sérfróðra lækna, eins og líka er sennilegt að góðir skurðlæknar í Eeykjavík, Akur- eyri o. s. frv. skreppi í framtíð- inni í flugvél í nærliggjandi hér- uð, þegar lífið liggur við að botn- langi sé tekinn úr sjúkling, eða eitthvað þessháttar sé á ferðinni. í þessu sambandi er annars vert að minnast á, að það mun ekki vera nein sveit á landinu, þar sem flugbátur getur ekki lent, að minrta kosti að sumarlagi. Annars er nauðsynlegt ab sér- stakir íluglendingastaðir séu á- kveðnir og útbúnir í hverri sveit, og í stærri sveitum fleiri en einn, og verður það sjálfsagt gert í framtíðinni, enda þarf það ekki- að kosta svo mikið fé alstaðar. Annars verður reynslan að skera úr því í framtíðinni, að hve miklu leyti flugvélarnar verða til almenningsnota. Það er ekki hægt að vita það fyrirfram, því það fer eftir því hve ódýr reksturinn sýn- ir sig í reyndinni. Sumir tala um að komið verði á föstum flugferðum hér, en þær geta tæplega orðið reglulegar eins og flugvélum er enn þá fyrirkom- ið, þó slíkar ferðir gangi ágætlega víða erlendis, eins og eg sagði fyr. Meðal annara nota, sem hafa má af flugvélum hér á landi, skal eg sérstaklega nefna: Eftirlit með flskiveiðum. Er þá fyrst að nefna, að flug- vélar geta komið að gagni við landhelgisgæglu. Venjuleg númer á skipum mun þó tæplega hægt að sjá úr flugvél, en íslenzka tog- ara má skylda til þess að hafa þannig löguð númer, aÖ þau sæj- ust úr flugvél, og líklega mætti komast að samkomulagi við Eng- lendinga og aðrar þjóðir, er hjer veiða, um að allir togarar, er veiða hér við land, notuðu þesskonar merki eða númer. (Framh.). ^ikvæSagreiðslan í Snðnr-jétlanði. Nýjustu dönsk blöð herma að atkvæðagreiðsla í 2. atkvæðahér- aði fari fram þ 14. niarz, eða á suimudaginn kernur. Átkvæðagreiðsian í 1. atkv.hér- aði fór fram eins og áður hefir verið getið þ. 10. f. m. og unnu Danir þar giæsilegan sigur. Fengu þeir tæp 75 þús. atkv., en Þjóð- verjar rúni 25 þúsund. Fyrsta hérað er stærst af þeitn þrem héruðum sem atkvæðagreíðsl- an fer fram í, en annað hérað minst. í öðru atkvæðahéraði er Flenshorg aðaiborgin, en Slesvík í þriðja héraði. Prússum þótti súrt í brotið hvern- ig fór með atkvæðagreiðsluna í I. atkv.héraði, en búast við betri úr- slitum í öðru héraði, en þar eru Danir líka vongóðir, því að i syðstu héruðum 1. atkvæðahéraðs var meíri hiutinn með þeim. Um atkvæðagreiðslun sér al- þjóðanefnd, sem situr í Suður-Jóf landi. X Inflúenzen víða á austurlandh Einkaskeyti frá Þórshöfn hermir, að inflúenzan sé komía tii Bakka- fjarðar. Eru póstferðir stöðvaðar þangað og samgöngur aðrar hætt- ar. Fuliyrt er að veikin hafi bor- ist tneð „Sterling" síðast. Alþbl. átti tai við Guðm. pró- fessor Hannesson, um inflúenzuna. Kvað hann hana komna á ýmsa bietti á Austurlandi, svo sem á- nokkra bæi í Þistilfjarðarhéraði, í Vopnatjörð og Rcyðarfjarðarhér- að. Haía bæir þeir, sem veikiu hefir komið á, verið einangraðir og hefir hún iítið eða ekki breiðst út eftir að menn vissu, að hér var um inflúenzuna að ræða. Er.svo- að sjá, sem farþegar af »Síerlingr hafi borið veikina, þrátt fyrir læknisskoðun og tiiskipaða ein- angrun, því rekja iná för hennaf eftir því, hvar þeir hafa komið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.