Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 4
t jftoli konnngor. Eftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). Nú tók Milte gamli aftur til máls: „Einu sinni í Barela — hefi eg ekki sagt ykkur, hvernig eg misti vagnana mína? Eg fer til vogarmannsins og segi: það stelur einhver vögnunum mínum, en hann dregur upp skammbyssuna og segir: Út með þig úr vogar- skýlinu, eða eg skal skjóta á þig eins mörg göt og eru á sáldi". Hvað eigum við þá að gera?" spurði Hallur. „Lfklega drögum við þó seglin ekki inn?" „Nei, nei, við gefumst ekki upp“, hrópuðu margar raddir. Tom Olson byrjaði aftur. Þetta kom honum við sem skipulags- manni fyrir hið stóra verkamanna- samband, sem þau vildu öll styðja. Mary Burke hafði á réttu að standa — fullkomlega. Þau urðu að gera þá ákvörðun, og halda íast við hana, að veita ekkert likamlegt viðnám, hvað sem tyrir kæmi. Nú hófst áköf samræða. Mike gamli æpti, eins og honum hefði þegar verið gefið á hann: „Þið segið þá, að eg eigi að sætta mig við slfkt?" „Ef þú slærð aftur, máttu reiða þig á það, að þér verður kent um alt saman og félagið skellir skuldinni á okkur. Við verðum að vera á eitt sátt um það, að nota að eins andlegt afl okkar, ef við getum það ekki, er alveg eins gott að sitja heima". Þessu var slegið föstu. Þau ætl- uðu að taka því sem að höndum bæri. Ef einhver maður væri skot- inn, vegna þess að hann krefðist þess, sem lögin mæltu fyrir — jæja, þá voru að minsta kosti vitni viðstödd, og það myndi gott tækifæri til þess að fá það rann- sakað, hvort alt væri með feldu hvað viðviki lögum og reglu í Pedroamti. Þau handsöluðu þessu og laumuðust svo burtu, hvert á eftir öðru út í náttmyrkrið. X. Hallur svaf illa um nóttina. Þeir átta leigjendur aðrir, sem A.LÞÝÐUBLAÐIÐ voru hjá Reminitsky, hrutu af- skaplega meðan hann lá vakandi og hugsaði rnálið. „General Fueí Company" var geysistór og hræði- legur innbrotsþjófur. Hallur hugs- aði um maura Jóns Edströms og undraði það. hvaða afl gæti haldið þeim í röðinni. Morgunin eftir fór hann upp til fjalla til þess að hressa sig, og þegar sólin hvarf bak við þau hvarf hann aftur og hitti þá Ed ström og Mike úti fyrir skrifstof- um félagsins. Þeir kinkuðu kolli, og Edström sagði frá því, að kona hans hefði dáið um nóttina. Þar eð ekkert líkhús var í Norðurdal, hafði hann fengið vinkonu þeirra til þess að fara með líkinu niður til Pedro, svo hann gæti farið með til Cartwright. Hallur lagði hendina á herðar öldungsins, en sagði engin samhrygðar orð, því hann sá að Edström var reiðu- búinn að gera skyldu sína. „Kom- ið þið“, sagði hann, og þeir fóru allir inn á skrifstofuna. Meðan skrifari sagði til þeirra á innri skrifstofunni, tvístigu þeir nokkrar mínútur og sneru húfun- um milli handanna, eins og mönn- um af lægri stigum er títt. Staka. Grettir flengdi Gísla vel, greinir sagna letur; en Héðinn strýkti húðarsel hálfu fanst mér betur. Gamall i hettunni. Nýtt lrámavk í hæðarflugi. 18. septemher síðastliðinn flaug amerískur flugmaður, að nafni Roland Rohlfs, 34 þúsund og 610 fet í loft upp, og komst því hæst allra manna, sem enn hafa reynt að keppa um hæðarflug. Áður hafði sá, sem hæst komst, farið 33 Þús- og 137 fet í loft upp. Vélin sem Rohlfs flaug f er af þeirri gerð er nefnd er Curtiss „Wasp“; og var hún með 12 „cyl- inder“ og 400 hestafla Curtiss- hreyfivél. Flugið tók eina klukkustund og 53 mínútur. Segir Rohlfs að þeg- ar hann hafi verið kominn 20 þús. fet upp í loftið, hafi erfiðleikarnir byrjað, varð hann þá að taka til §aumastúlka óskast viku til hálfsmánaðartíma. Upplýsingar Lindargötu 21 b. niðri. Strákústar Kústasköft Kalkkústar Gólfskrúbbur Götukústar stórir og ákaflega sterkir. Já,ria vöi’ULdeild. JTes Zimsen. Lampaglö$ 8, 10, 14, 15, 20’”. 1 smásölu og heildsölu. Járnvörudeild Jes Zimsen. Taurullur nýkomnar. Járnvörudeild Jes Zimsen. loltgeymis síns og meðan hann var að koma sér fyrir hrapaði hann 600 fet. Þá herti hann flugið og er hann var kominn svo hátt er hann náði var frostið 43® Cels- ius. Gerði hann ftrekaðar tilraunir til þess að komast hærra, en árang- urslaust. Ýmissa óþæginda kendi hann, er hann var kominn yfir 30 þús. feta hátt, svo sem tannverks og magaverks ásamt titrings í líkamanum. : Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GP\fnr Friðriksson, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.