Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 1
O-efiö ut af jVlþýo^f loklo&uin.. 1920 Föstudaginn 12. marz 57. tölubl. Tog,araútg,erð Reykjavíkur. Carjalclþolið eylcst. ^feattar-uir lselclia. A.lm.enn velmegun vex. Ár frá ári fjölgar íbúum Reykja- "vikur og að sama skapi hækka skattarnir, sem lagðir eru á íbú- ana. Húsnæðisleysi fer fremur Traxandi, þrátt fyrir húsagerð, og húsaleiga hækkar. Dýrtíðin vex á ðllum sviðum. En lítið er gert til þess að létta undir með almenn- ingi. Það er engu líkara en þeir, sem völdin hafa, hugsi sem svo: Látum þetta bara drasla. Það fer þó aldrei öðruvísi en svo, aS alt apringur á endanum, og þá er vel íarið! Við græðum mest á ástand- inu eins og það nú er! Og þegar alt fer um koll, getum við líka haft ráð þrotabúsins í höndum okkar! En er hugsun þessara manna holl bæjarfélaginu og þá jamframt 4>jóðfélaginu í heild? Nei, ónei! Þeir, sem um það hugsa, sjá fljótt að svo er ekki. En að láta þetta óátalið, er að fljóta sofandi að feigðarósi. Eg ætla hér aðeins að taka eitt atriði til athugunar. En það er atriði, sem allir sannir borgarar ættu að geta verið sammála um og fallist á að er stórvægilegt atriði, sem miklu getur ráðið um efna- hag bæjarins í framtíðinni. Jafn- vel örgustu afturhaldsmenn og rnaurapúkar hljóta að vilja létta -dálítið skattabirðina hér í Reykja- vik — þeir ættu ekki hvað síst að vilja það. En það mun koma á daginn, hvort svo er eða ekki. Því hefir oft verið hreyft, eink- ^m í „Dagsbrún'', hver nauðsyn væri á því, að fisksölunni hér í *>æ yrði komið í viðunandi horf. ^okkrum sinnum heflr líka verið '^yrjað á því, að reyna að kippa Þessu í lag. En vegna þess, að ;3etíð hefir verið farin röng leið og hugur hefir varla fylgt máli hjá þeim, sem staðið hafa fyrir fram- kvæmdunum, hefir alt strandað og orðið árangurslaust. Fisksalan er enn í sama ólaginu og lagast aldrei fullkomlega, fyr en bærinn á sjálfur togara og heldur þeim út. Enginn gengur þess dulinn, að ekki má hrapa að því, að ráðast í þetta fyririrtæki. En því fyr sem hafist verður hand, því betra. Auðvitað verður sá, sem stendur fyrir útgerðinni, að vera verkinu fullkomlega vaxinn, og ekki nóg með það, hann verður að hafa fullan viíja á því, að leysa starf- ann svo vel af hendi, sem unt er. Því þess eru dæmi, að sum opin- ber fyrirtæki hafa verið rekin afar illa, a& því er virðist viljandi, sýnilega í því skyni að ósanna þá kenningu, að opinber fyrirtæki megi réka eins vel eða betur en einstakra manna fyrirtæki. Allir heilvita menn hljóta að sjá það, að útgerð bæjarins ætti sízt að standa ver að vígi en ein- stakra manna útgerð, bg ekki þurfa útgerðarmenn að óttast sam- kepni bæjarins frekar en einstakl- inga, svo framarlega að útgerð þeirra sé rekin af nokkurri skyn- sami. Pé er bænúm ekki síður falt en öðrum, sem reka vilja togaraútgerð, því hættuminna er að lána honum en einstaklingum, og eignir hans hækka í verði jafn- skjótt og fjárhagurinn batnar. Ekki þarf annað en líta á það, hve mjög togaráútgerðarmenn hafa grætt á útgerðinni, til þess að sjá, að gróðavon er að togaraútgerð. Enda sannar fjölgun togara það. Móðal þess, sem ynnist við það, að bærinn gerði út, ekki einn togara heldur marga, er það: að, atvinna ykist í bænumi og þar með gjaldþol verkalýðsins; að, skattarnir lækkuðu á ein- staklingunum; að, útlent fé fengist í bæjarsjóð, sem jafnframt yki gjaldþol bæjar- ins og gerði mögulegar ýmsar framkvæmdir, sem nú verða a8 sytja á hakanum. Eg býst við að þessi atriði 'séu svo ]jós, áð ekki þurfi að skýrá þau fyrir mönnum. Um fyrstk atriðið er það að segja, að enginn getur efast um að það sé rétt. Togaraútgerð þarfnast, ekki aðeins sjómanna, heldur líka fólks á landi, bæði til fiskverkunar, veiðarfæra- gerðar og margs fleira, sem or- sakast af atvinnurekstrinum. Um annað og þriðja atriðið er það aS segja, alt of lítið er gert að því, eins og eg áður hefi tekið fram, að afla bænum fjár á annan hátfe en með sköttum. Eg geri hér ráð? fyrir að gerðir yrðu út af bænum 5—6 togarar. Þyrfti einn þeirra að hugsa eingöngu um það, aS hafa ætíð nægan fisk til handa. bæjarbúum. En vafalaust yrði offc afgangur af aflanum og mætti |»á salta hánn eða frysta — sem lík- lega myndi þó betra — til þess að hafa til taks ef fiski brigðisfc, Hinir togararnir fiskuðu svo í ís eða salt, eftir því sem tíðkast, og myndu þeir', ekki síður en togarar einstakra manna, gefa af sér góðan arð, sem rynni í bæjarsjóð. Við það myndi mæjarsjóði aukasfc fé, en það hefði aftur á móti þá af- leiðingu í för með sér, að auka- útsvör lækkuðu. í stuttu málí, almenn velmegun hlyti að vaxa og bærinn verða stórum vistlegri, en hann nú er. I. J." Bolsivikar taka 3rkntsk Khöfn, 8. marz. Frá Moskva er símað, að bolsi- víkar hafi nú náð völdum í Ivkutak.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.