Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 jfcylamrkið. •> Ólafur Ólafsson skipstjóri ritar undir hinuauðþektadulmerki „Skip- stjóriu í Morgunbl. í gær. Greinin heitir „Rógburði hrundið“. En þessi rógburður, sem Ólafur Ól- afsson er að hrinda, á að hafa falist 1 greininni „Negðarmerki ekki svaraðu, sem stóð í Alþbl. fyrir nokkrum dögum. En í þeirri grein var sagt frá þeim leiðinlega atburði, að mótorbátur hefði siglt fram hjá öðrum bát, sem var með neyðarmerki, án þess að gefa því gaum. Jafnframt var þess óskað, að slíkt kæmi ekki fyrir aftur, og sagt frá hver hegning lægi við að lögum. Engin nöfn voru nefnd í greininni, enda var tilgangur henn- ar (eins og ritstj. Alþbl. sagði Ól- afi Ólafssyni skipstjóra, er hinn síðarnefndi hringdi til hans núna í vikunni), að hafa áhrif í þá átt, að mönnum yrði það ljóst, að at- burður eins og það, sem sagt var frá, grði ekki liðið átölulaust framvegis. Það gat því ekki falist neinn rógburður í greininni, og það var alveg óþarfi af Ólafi Ól- afssyni skipstjóra að fara að hreyta ónotum í Alþbl. út af henni. Alþ.- bl. hefir ekki nefnt Ólaf Ólafsson skipstjóra fyr en nú í þessari grein -og ekki borið neitt upp á hann. Samt ritar hann langt mál í Mgbl. til þess að afsaka gerðir sínar. Ef hann er eins saklaus og hinar mörgu og miklu afsakanir hans gefa í skyn, þvi þakkar hann þá ekki þvert á móti Alþbl. fyrir að hafa hreyft þessu máli, sem hann hlýtur að viðurkenna að hafi verið nauðsynlegt að hreyfa? Miklu fremur en að hreyta úr sér ómak- ‘legum ónotum til Alþbl., hefði hann átt að fara fram á að rétt- arrannsókn yrði 1 málinu, og þar sem það er enn þá ekki of seint, ætti hann að gera það nú. Og áhættan fyrir i hann ætti sízt að vera nokkur — það er að segja, ef hann segir það satt, sem hann segir í Mgbl. um þennan atburð, • sem skeði úti á sjó sunnarlega í I'axaflóa í byrjun febrúar. Á Laugaveg 71 er gert við Prfmusa og Prímuslampa, bæði 'fljótt og vel. Bolsivikar halía yfir Snjesterjljót. Khöfn 8. marz. Frá Stokkhólmi er símað, að bolsivíkar, 150,000 talsins, hafi unnið sigur á Rúmenum, og hald- ið yfir Dnjesterfljót inn! í Bess- arabíu. Teröur Hindenburg forseti Pýzkalands ? Khöfn 8. marz. Frá Berlín er símað, að Hinden- burð verði frambjóðandi við for- setakosningarnar. „Vorvárts", blað jafnaðarmanna, mikið á móti. Jafnaðarm. Branting mynda? páðuneyti í Svíþjóð. Khöfn 8. marz. Jafnaðarmannaforinginn Bran- ting myndar nú ráðuneyti í Sví- þjóð. Ijálp fil Pjóðverja. Khöfn 8. marz. Frá London er símað, að Þjóð- verjum eigi nú að gefa kost á að fá alþjóðalán, til þess að kaupa fyrir efnivörur og matvæli. Fjár- hagskröfur Bandamanna eiga að víkja fyrir endurreisnarviðleitninni, og af skaðabótarkröfunni á að slá mikið. Frakkar heimta að friðarsamn- ingunum sé fylgt út í yztu æsar. Iiutter „lho“ kom inn f gær eftir fárra daga útivist; hafði ekk- ert getað fiskað vegna ótíðar. Hann misti bæði hliðarljóskerin, aðrar skemdir ekki stórvægilegar. Ráðuueytisbifeytingj í Sviþjóð. Khöfn 8. marz. Frá Stokkhólmi er símað, að ráðuneyti Edens hafi sagt af sér, og forsætisráðherrann hafi neitað að mynda nýtt ráðuneyti. Um daginn og yeginn. 12 hús bættust í gær við þau hús, er áður var inflúenza í, Og er svo að sjá, sem fremur dragi úr útbreiðslu veikinnar; er nú ekki eftir nema hei zlumunurinn, að út- rýma henni alveg og ætti það að takast, ef hver einstaklingur gerir skyldu sína, þá: að tilkynna lækni tafarlaust ef hann fær minsta grun um að vera sjúkur af inflúenzu og hætta þá jafnframt umgangi við aðra menn, unz úrskurður hefir fallið nm það hvað að honum gengur. í Barnashólanum leið öllum vel í morgun og hafði einn eða enginn sjúklingur bæzt þar við f gær. Löghirtingablaðið kom í fyrsta sinn út f gær með nýja skjaldar- merkinu á fyrstu síðu. Góð fram- för. i. Veðrið í dag. Reykjavík, S, hiti -h3,2. ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Grímsstaðir, V, hiti -í-2,8. S, hiti -4-3,0. SV, hiti 0,1. vantar. Vestmannaeyjar, vantar. Þórsh., Færeyjar, SSA, hiti 4,5. Stóru stafirnir merkja áttina, s- þýðir frost. Loftvog einna lægst norður af íslandi; lítið eitt stígandi. Óstöðug veðurátta. Mótorhátarnir, sem ganga héð- an til flutninga, verða að Iiggja um kyrt vegnn sóttvarnanna. Snjór er nú kominn svo mikill, að sleðum er tæplega fært yfir- ferðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.