Bjarki - 18.12.1901, Side 2
Er ekki rúm i g\ afreitunum fyrir
utanþjóðkirkjumenn ?
»Ein er náttbóls alviss gjöf,
þótt annarstaðar bresti;
allir fá að gista’ í gröf,
sern greiðabær er raesti.c
Stgr. Th.
Svo segir skáldið. En þótt ótrúlegt megi
virðast, þá leit fyrir Skömmu svo út, sem
einn maður hjer látinn skyldi eigi'»fá að gista
í gröf«. Maðurinn var Sigurður sál. Einarsson.
Sóknarpresturinn sem sje neitaði að láta jarða
hann í neinum af þeim kirkjugörðum, sem hann
ræður yfir. Varhann þvíjarðaður nærheimili sínu.
En því neitaði presturinn ? spyrja menn. Það
mun kunnugt, að Sigurður sál. aðhylltist sömu
úuitariska trúarskoðun viðvíkjandi guðdómi
Jesú Krists og sumir íslenskir þjóðkirkjuprestar
því miður hafa haft (svo sem t. d. séra Páll
Sigurðsson í Gaulverjabæ og séra Mattbías
Jochumsson), en þessi trúarskoðun Sigurðar
mun þó'alls eigi hafa valdið neituninni. Hins
vegar tekur prestur fram í brjefi til ekkju
hins látna, að neitunin stafi af því að hún
(samkv. vilja Sigurðar) ekki óskaði kirkjulegra
athafna við jarðarförina.
Flestir munu sjá,*að þetta svarp’iestsins er
harla óftjálslegt og að ýmsu Ieyti óheppilegt.
Kirkjusiðir þeir, sem hjer er um að ræða, eru
aðeins mannlegar tilskipanir, sem hverjum ætti
að vera frjálst að viðhafa eða sleppa. Ritning-
in skipar eigi með einu orði fyrir um prest-
legar athafnir við jarðarfarir. Höf. þessara
lína hefur sjálfur ekkert á móti þessari athöfn,
en vill þó engan veginn að nokkur skyldi
þvingast í þessu efni. AHt, sem trú snertir,
á að vera frjálst.
Slík neitun og hjer er um að tala cr líka
mjög svo úbeppileg. Yrði það nokkuð
tíðara að menn neyddust til að greftra við
heimahús sín, gæti í sumum tilfellum hætta af
því stafað með tilliti til heilbrigðis almennings.
Og eigi ekki aðgángurinn að kirkjugörðunum
að vera mönnum frjáls, þá geta fátækir kom-
ist í vandræði út af þvf að fá sér heimareit
— þeir er enga j'rð eiga —, en það er þó lík-
lega meining allra, að einnig fátæklingar eiga
rétt til að hafa sjálfstæðar trúarskoðanir.
Að lokum ska! jeg geta þess, að fyrirspurn
út af þessu máli rnun verða send til stiftsyfirvald-
anna og er að vonast eftir, að svar þeirra
verði á betri veg. Mjer vitanlegt er einginn
lagastafur til, sem setur prestlega greftrunar-
athöfn sem skilyrði fyrir því að fá að liggja
f kirkjugarði. Og benda má á dæmi Norðmanna
í þessu tilliti. Þar eru margir utanþjóðkirkju-
menn; sumir nota eigin athafnir við greftrun,
aðrir eingar, og samtf eru grafreitirnir sjálf-
sagðir fyrir þá eins en þjóðkirkjunnarmcnn. Jeg
hef sjálfur verið viðstaddur í Noregi við marg-
ar jarðarfarir utanþjóðkirkjumanna þar sem
þjóðkirkjuprestur hefur eigi komið nærri og
engri mold hefur verið ausið á kistuna, en
•— þar eru garðreitirnir til vegna mann-
anna en eigi vegna athafnanna.
Seyðisfirði 13/lg 1901
Mjólkurmje!. Sænskur maður, Dr. M. Eken-
berg í Gautaborg, hefui nýlega gert merki-
lega uppgötvun, sem virðist hljóta að breyta
miklu í meðferð mjólkurinnar. Hann býr til
mjel úr mjólkinni. Mjelinu breytir hann aftur
í mjólk með því að hella á það vatni. Ut-
búnfngur vjelanna sem búa til mjelið hefur
kostað mikla fyrirhöfn, en kvað annars ekki
þurfa að verða mjög kostbær. Hver vjel get-
ur skilað 1000 kíló af mjólkurmjeli á dag.
Mjelið Iítur út einsog hveitimjel og geymist í
tunnum og pokum. Þýngd þess cr aðeins tí-
undi partur af þýngd mjólkurinnar; það ermeð
öðrum orðum þjettuð mjólk. Mjelið má geyma
í lángan tíma án þess að það súrni, eða skemm-
ist og það í töluverðum hita og hvenær sem
vill má breyta þvf í mjólk með því að hella
yfir það vatni. Ur þeirri mjólk má fá rjóma
smjör og ost eins og gerist. Bæði nýmjólk
og undanrenningu má breyta í mjel. Kostnað-
urinn er 1 eyrir á hverjum potti. Fyrir utun
það að geyma má mjelið miklu ‘Ieingur en
mjólkina er einnig allur flutníngur á því bæði
þægilegri og ódýrari.
Klondyke. 22. t. m. fiytja Amerisk blöð
þær fregnir.að nokkrir af gullgröfurunum í
Klondyke hafi myndað samsæri með því mark-
miði, að losa Klondyke frá Canada. Það kvað
hafa náðst í skjöl, sem sanna þetta og þar
sjest meðal annars, að sarnsærismenn nefna
sig »MiðnætursóIar regluna« . Reglan kvað vera
stofnað f Dawson City af Amerískum manni
sem Feniere heitir. Aform samsærismanna
var, að taka fyrst lögreglustöðina í Dawson
City þegar vetraði og ferðamenn hættu að
koma þángað og svosmátt og smátt aðrar lögreglu-
sveitir Canadamanna meðfram Yukonfljótinu.
Hve mikið úr þessu hefur orðið vita menn
ekki enn.
Kinverjar. Eins og kunnugt er gekk
mjög seint að koma á samingum milli Kínverja
og Evrópumanna eftir að ófriðurinn mátti þó
heita um garð geinginn. Danskur maður, J.
Henníngsen, sem leingi hefur dvalið í Kína,
hefur skrifað um orsakirnar til þessa. Þar er
að hans sögn kínversk hugmynd ráðandi, sem
Norðurálfumenn eiga erfitt með að skilja. A
Kfnversku heitir hún »Lien Mien«, sem þýðir
»að bjarga andlitinu«, en það er að gefa við-
burðunum annað útlit en hið rjetta og sjcr í
hag. Gagnvart Kínversku þjóðinni þurfti stjórn-
in um fram allt að dylja ófarir sínar fyrir
Evrópumönnum.
Eitt af friðarskilyrðum Norðurálfumanna var,
að bannaður yrði innflutníngur allra vo_ na og
skotfæra í Kína næstu 2. ár. Þetta heimt-
uðu þeir kunngert um allt Kínaveldi. Stjórn-
in hafði ekkert á móti samníngsatriðinu í
sjálfu sjer, en hún vildi ekki orða hann svo,
að Kínverjum gæti skilist að útlendíngarnir
neyddu hana til samnínga. Um þetta eina at-
riði, orðalagið á stjórnar tilskipuninni, var rætt
aftur á bak og áfram í margar vikur, og loks
feingu Kínverjar að hafa hana svolátandi:
»Innflutníngur á vopnum og skotfærum er
stríðandi móti lögum landsins, 'sjeu þau rjett
skilin. Samt sem áður lítur svo út sem kaup-
mennirnir i -höfnum, þeim, sem, opnar eru fyrfr
útlendíngum hafi þann vana að flytja inn vopn
og skoifæri og selja hjer undir því yfirskyni,
að þetta sje gert með samþykki stjórnarinnar.
Þar sem nú er ríkjandi megn óánægja og
úlfuð milii ýmsra flokka í ríkinu og útlendíng-
anna, þá virðíst nauðsynlegt að banna stráng-
lega allan innflutníng á skotvopnum og , her-
gögnum í ríkið til þess að koma í veg fyrir
upphlaup og óeyrðir.
Samkvæmt þessu skipum vjer hjermeðund-
irkonúngunum og landshöfðíngjunum í öliu.ia
hjeruðum ríkisins og tollgæslumönnunum í höfn-
um þeim sem opnar eru útlendíngum, að banna
allan innflutníng vopna og skotfæra í ríkið
fyrst og tremst í 2 ár.«
Kfnastjórn stílar bannið með öðrum orðum
svo, að það lítur út fyrir, að það sjehúnsem
banni Evrópumönnum innflutníng vop lanna til
þess að hindra upphlaup og óeyrðir frá þeirra
I hálfu. A þennan hátt hefur Kínastjórn að því
j er þetta atriði snertir íullkomlega »bjargað
I andlitinu.«
Sama er að segja um sendiför Chun prins
á fund Þýskalandskeisara til þess að biðja fyr-
irgefníngar á morði þýska sendiherrans. Prins-
inn komst hjá að kniefalia keisaranum og
bjargaði þannig andliti bróður síns, Kínakeis-
arans. Þar á ofan þá hann háar orður og titla
að Þýskalandskeisara.
Annar Kínverskur höfðíngi, Na Tung, sem
hafði verið einn af forsprökkum Boxarahreif-
íngarinnar, var sendur til Japans með fyrir-
gefníngarbón fyrir morð á einum af fulltrúum
Japansmanna f Kína. Hann fjekk að orða fyr-
irgefníngarbónina svo, að Sugiyana »hefði dá-
ið i Kína óheppilegum dauðdaga,* og þar með
bjargaði hann andliti Kínastjórnar í því máli.
Þetta, að fá að haga orðunum einmitt á
þennan hátt, hefur Kínastjóin borgað með of
fjár.
Tyrkland. Þ.ss hefur áður verið getið
hjér í blaðinu, að Frakkar sendu flotadeild aust-
ur í Miðjarðarhaf til að ógna Tyrkjum og
Ijetust mundu taka mcð hervalda einhverja af
eyjum þeirra í Grikklandshafi, ef þeir ekki
fullnægðu samningum þeim sem gjörðir voru
milli þjóðanna um kaup á hafnarkvíum Frakka
þar eystra. Tyrkir leituðu víða liðsinnis, en
feingu hvergi áheyrn Þó hjetu Bretar að gánga
{ milli með friðarboð, ef Frakkar yrðu mjög
áleitnir, en jafnframt sögðust þeir einnig
taka land frá Tyrkjum, ef Frakkar gerðu það.
Frakkar fóru sjer hægt og gáfu Tyrkjum góð-
an tíma til að hugsa sig um. Þó lögðu þeir
að nafninu til hald á eyna Mytylene, þángað
til Tyrkir hefðu gert hreint fyrir sínum dyrum.
Nú hefur samningunum fullnægt og Frakkar
kölluðu þá flota sinn heim aftur, en ekki varð af
frekari óeyrðum í það sinn.
En 21. f.m. slóst aftur upp á vinskapinn
milii Frakka og Tyrkja. Fraoskt herskip
Mouette, sótti um leyfi til Tyrkjastjórnar til
þess aðf mega fara gegnum Dardanellusund.
Frakkar áttu áður eitt skip þar fyrir austan.
Soldán ljet utanríkisráðgjáfann svara, að eingint
ástæða væri til þess, að Frakkar hefðu þar tvö
herskip að staðaldri og því yrði leyfið ekki
veitt. Jafnframt var sendiherra Frakka bent á,
að rjettast væri að hann afturkailaði umsókn-
ina.