Bjarki


Bjarki - 14.02.1902, Side 2

Bjarki - 14.02.1902, Side 2
2 Þeir Jóh. Jóhannesson sýslumaður, St. Th. Jónsson kaupm, Skafti Jósefsson ritstjóri og Þorsteinn Gíslason ritstjóri töldu ekki rjett að hafna því sem nú væri í boði og leggja út í nýja baráttu. Skafti kvað nú allt feingið með konúngs- boðskapnum, sem æskilegt væri og allt, sem Jón Sigurðsson hefði viljað fá. Árni Jóhannsson sýsluskrifari taldi mikilsvert fyrir stjórnarskrát baráttu oldcar framvegis, að Danir greiddu ráðgjöfum okkar eftirlaun, eins og frumv. frá í sumar gerir ráð fyrir, en ekki íslendingar. Jón Stefánsson pöntunarstjóri í Múla vildi ekkert annað þiggja en frumv. frá ’8g. Jón í Múla kvað ekki ætlun sína að lagt yrði út í nýa baráttu, en vildi, að stjórnin gæfi ákveðið svar um fyrirkomulagið frá '89. Iíann kvað breytingarnar sem nú væru í boði til bóta og hann tæki það minna, ef það gæfi betri fótfestu til að byggja á síðar. F.n tæki- færi mundi ekki fyrst um sitin bjóðast jafngott og nú til að fá sem fyllsta sjálfsstjórn. Hann fór lofsorðum um samkomulagstilraunir Eyfirð- ínga. Jóh. sýslumaður kvað stjórnarboðskapinn mjög mildum mun betri en bæði hann og aðrir hefðu búist við, þar sem við nú ættum víst að fá ekki einasta allar þær bætur á stjórnarfarinu, sem frttmvarp það, er samþykkt var á síðasta þingi, hefði itini að halda, heldur og, ef við vildum heldur, ennfremur ráðgjafi búsettan í landinu með fullu ráðgjafa- valdi í sjermálum landsins, að því er sjcð yrði, án þess að nokkur væri yfir hann skipaður eða Danir hefðu annað eftirlit (Kontrol) með þeim málum, cn að þau væru borin upp í ríkisráð- inu. í’að væri þvi' eigi hægt að segja, að ráðgjafi Sá, búsettur í Reykjavík, sem vjer nú ættum kost á að fá, væri undirtylluráðgjafi eins og eftir tíurrannafrumvarpinu og eins og mcnn hefðu verið hræddir um að stjórnin hefði á boðstólum handa okkur og stúdentar í Khöfn Og triargir Islendingar hjer heirna hefðu verið reiðubúnir að gleipa við, að því er sjeð yrði. Hann kvaðst áh'ta að stjórnin væri búin að ákveða sig bæði gagnvart fyrirkomulaginu frá ’*9 og tveggjaráðgjafafyrirkomulagi Eyfitðinga og hefði lýst því yfir, að hún áliti hvorutveggja óhafandi. Þar sem nú stjórnarboðskapurinn gæfi kost á svo miklum umbótum á stjórnar- farinu, taldi hann óráðlegt að fara nú að leggja út í nýa baráttu við þessa nýu stjórn án þcss að sinna honum, enda þótt hann teldi fyrir- komulagið frá ’8g, með litlum breytingum, hið ákjósanlegasta fyrir okkur til frambúðar. Porsteinn Gíslason ritstjóri sagðist telja fyrirkomulagið eítir frumv. frá ’Sgbest. Enþarsem Jón í Múla ætlaðist til að lcitað yrði álits stjórn- arinnar um það, án þess þó að hafin yrði ný barátta til að fá því framgeingt, þá mundi það árángurslaust, því þetta hefði þegar verið gert með brjefi Valtýsflokksins til ráðgjafans. Þar hefði verið farið fram á þetta fyrir hönd meiri- hlutans frá sfðasta þíngi áður en konúngsboð- skapurinn kom íram. Svar stjórnarinnar mundi verða eins, þótt komið yrði fram með þetta aftur. En við stæðum betur að vígi til þess að fá þetta síðar, eftir að hafa tekið því sem nú byðist. Hann kom fram með tillögu til fundarsamþykktar (1. lið fundarályktunarinn- ar) og kvaðst annars samþykkur tillögum Jóns í Múla. Samþykkt var svohljóðandi FUNDARÁLYKTUN: 1. Fundurinn telur konúngsboðskapinn í sambandi við yfirlýsing stjórnarinnar (greinin í Dannebrog) miklu betri en vonir voru um, og álítur þar svo mikið boðið, að varhugavert sje að kasta því frá sjer og leggja út í nýa baráttu nú þegar. 2. En jafnframt lýsir fundurinn yfir því, að hann telur eigi líklegt að stjórnarskrárbarátt- unni verði lokið. eða óskurr og kröfum vorum fullnægt, fyr en vjer höfum feingið fullkomna Ueimastjórn með óháðum frumkvæðisrjetti og lagastaðfestingarvaldi í iandinu sjálfu, er fram- kvæmd sje af umboðsmanni konún»s d: land- stjóra, á ábyrgð ráðgjafa er hann sjálfur tekur sjer. 3. Fundurinn lysir yfir því, að hann telur samkomulagstilrauuir [>ær, sem vaktar hafa verið á Akureyri, lofsverðar. Bannlögin i Ameriku. —o--- Alkunnur danskur blaðamaður og rithöfundur, Henrik Cawling, ferðaðist um Ameríku árið 1896. Ilann hefur ritað stóra og skemmtilega bók um þessa ferð sína og er hún bjer á bókasafninu. Hann minnist par á bannlögin gegn áfeingi, sem komist hafa fram f sumum fylkjum í Bandarfkjunum, og er sá kafli hjer þýddur (bls. 318): »Bindindishreifingarinnar 1 fylkinu Iovva hefur verið getið í blöðum alls heimsins. Það var þar, sem kvenfólkið gerði einu sinni áhlaup á veitingasalina og neyddi repúblikska flokkinn 1S82 til að banna með lögum allan tilbúníng, sölu og veitingu áfeingra drykkja innan takmarka fylkisins. Það er því eðlilcgt að ferðamaðurinu komi tii Iowa með þeirri hugsun, að hjer sje hann neyddur til að vera bindindismaður um stund- arsakir. En því meiri verður undrunin, þegar hann kemur til Clinton (bær í lowa með 14,000 ib.) og sjer þar hvern veitingastaðinn við hliðina á öðrum. Og undrunin vex þó enn stórum þegar einn af æðstu lögreglumönn- um bæjarins segir, eins og hann sagði við mig: »Wc;l, við skulum.koma inn og fá okkur einn bjór.« Jeg ljet í ljósi undrun mína yfir því að geta í hans fjelagskap brotið skýlaus boð laganna. En hann strauk bjórfroðuna úr skegginu og svaraði um leið: »Getið þjer sannað að það sje bjór?» »Já«, svaraði jeg, »að minnsta kosti er það eins á bragðið.« »Rjett. En jeg bið um lögfulla sönnun. Einn bindindispostulinn kærði nýlega fyrir okk- ur einn af veitingasölunum. »Hafið þjer smakk- að drykkinn þar sjálfur?« spurðum við. Nei, hann kvaðst ckki hafa gert það. »Gott,« sagði jeg, »sannið þjer þá að við hinir drekkum þar bjór.« Og hann hefur enn ekki gctað kom- með sönnunina, þótt hjer í bænum sjeu nú fjög- ur góð ölgerðarhús. l’au búa öll til bjór. En komdu með sönr.ina gegn þeim, góði vinur! Til þess að fœra þá sönnun fram þyrfti góða málfærslu og þar á ofan mikið fje.« Jeg spurði, hversvegna lög, sem svo opin- berlega væru brotin aföllum, væru ekki num- in úr gildi. Hann svaraði: »1 fcyndinni eru þau numin úr gildi. Þjer gætuð gefið svo mörg lög sem þjer vilduð hjer í Ameríku, en einginn hlýðir þeim, þegar þau stríða móti heilbrigðri skynsemi. Lög- gjafarnir í Iowa hafa nú einu sinni Iátið kúg- ast af »hinum heilögu«, en svo hafa þeir sjeð villuna rjett á eftir. Þeir hafa þá valið, að láta lögin standa, til þess að vera lausir við nauðið úr »hinum heiiögu*, en að brjóta lög- in, til þess að láta skynsemina samt sem áður ráöa. A þennan hátt hefur Komið tram það merkilega fyrirkomulag, að ríkið bannar vín- sölustaðina, en tekur jafnframt skatta af þeim. Vínsalinn hjerna rekur ólöglega vínsölu, en. borgar árlega af henni 300 dollara skatt til bæjarsjóðs og rfkissjóðs. Það má segja, að þetta sje hreinasta fjarstæða, en það má líka segja, að á þennan eina hátt verði hnútuiinn leystur. — Ská!!« Og löggæslumaðurinn teygaði til botns úr glasinu.« Mióafirði 2. febr. 1902. Stirð hefur tíðin vcrið síðan um sólstöðu- leitið. Sífelldir umhleypingar og stormar og snjókomur, svo haglaust hefur verið, þar tii núna seinni part vikunnar, sem leið, að sunn- anátt og hagstæð hláka hefur verið. Frost hafa verið mikil, 13 stig. Fyrsta þorradaginn var hjer vonskuveður með snjó- komu og sjógángi miklum, svo að nóttina eftir tók út 6 báta hjer á suðurbyggð og braut upp og tók ýmislcgt út úr sjóhúsi á Rjúk- indum, sem mörg ár hefur staðið án þess að slíkt hafi borið við áður. Svo mikið var brimið. ísinn á frystihústjörninni okkar var orðinn 22 þuml. að þykkt. Nú í dag er heiðríkur himinn og glaða sól- skin, og heföi gömlu mönnunum eigi þött það ncinn góður fyrirvari eða ákjósanlegt Kindil- messuveður, samkvæmt því sem gamla stakan segir um þann dag:. »Ef í heiði sólin sjest á sjálfa Kindil-messu snjóa vænta máttu mest, maður, upp frá .þessu.« Nú ætlar Ellevsen hvalaveiðari að koma 2 2. þ. m., ætlar að leggja af stað frá Noregi 14. Ilann ætlar að byggja hjer guano-verk- smiðju og ýmisleg fleiri hús. Það eru allar likur til þess að sá atvinnu- rekstur borgi sig prýðilega. En hverjir reka þessa atvinnu ? Utlendingar og aftur utlcnd- ingar. íslendingar, landsins eigin börn, verða að sitja hjá aðgerðalausir og horfa á hvernig dugnaðarmenn annara þjóða fara að, að leita sjer hjer atvinnu og fjár í stðrum stíl, meðan þeir sjálfir strita hver í sínu horni uppá gamta mátann og hafa varla ofan í sig í stað þess að hafa fjelagsskap til aokkurs fyrirtækis, sem fyrirhöfn og fjár krefur, og á landsstjórnin, minni hyggju, sinn fullkominn skerf í þessu með því að hafna því að öflug pcningastofnun feingi að taka hjer til starfa í stað hins hand- önýta og peningatóma landsbánka. Iljer er sannarlega mikið starfsvið og mik- ið að gjöra, bara að peningana vantaði ckki, og jeg etast ekki um, að íslendingar yfirleitt kunni að fara með lánstraust og færa sjer bánkalán í nyt, rjett eins og aðrar þjóðir; undantekningar geta átt sjer ávallt og alstaðar

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.