Alþýðublaðið - 17.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1927, Blaðsíða 3
ALEÝÐUBLAÐIÐ 3 atbeina fornleifaíélagsins; samin er hún eftir fyrirmynd frá M. Þ. og vir'ðist vera hentug. Þarf ekki að orðlengja bað, hvert parfa- verk slíkar örnefnalýsingar eru, og skulu menn eindregið hvatt- ir til að gefa sig að þeim. Síðast er mjög fróðleg ritgerð eftir M. Þ. um „Legstein og legstað séra Jóns píslarvotts“, og kemur hún víða og vel við. Legsteinn séra Jóns er nú kominn í pjóðminja- safnið, en verið er að gera stein, ler settur verður upp í Vestmanna- eyjum í hans stað. Það er og góð tillaga hjá Matth. í niðurlagi ritgerðarinnar, að Tyrkjaráns verði minst á viðeigandi hátt á þessu ári, par sem liðin eru 300 ár frá því, að það gerðist. Sú kyrláta iðja, sem þessir fræðimenn, sem í árbókina rita lítillátir, hafa með höndum, er ólíkt geðugri en sumt, sem ritað er með hávaða og bumbuslætti, og jafnast fyllilega, þö minna sé, á við það, sem meira er að vöxt- unum, því að alt fer eftir gæðum, en ekki eftir mergð. Þó væri auð- vitað gott, ef félagið væri fært um að hafa árbókina stærri. í ritinu er eitt hlægilegt að sjá. Það eru 10 manns, sem sitja í stjórn félagsins, sem þó ekki hefir ráð yfir meiru fé 1925 en 3974 kr. 44 aur. og annaðhvert ár gefur út 11 arkir prentaðs máls. Það ' er meira stjórnarbáknið, en ætti auðvitað að geta komið þessu af. Heimili fyrir ofdrykbiumeim. Eins og menn viía, er nú mikið atvinnuleysi. En það er víst eng- in aiieiðing af því, að menn, sem ég hefi oft orðið var við hér í bænum, stöðva hina og þessa, ter þeir hitta, og biðja þá að i„]ána“ sér 1 kr. eða jainvel minna. Til hvers þessir menn nota pen- ingana er augljóst, því að þeir •eru atlir undantekningarlaust drykkjumenn, og lenda pening- arnir því annaðhvort hjá Áfeng- isvérzlun ríkisins eða leynisölun- urn. Flestir þessara manna gera eftir því, sem ég hefi komist næst, sjaldan eða aldrei handarvik og teru þar af leiðandi á bænum. Þeir hafa séð það, að þeir geta lifað þessu lifi óáreittir af yfir- völdunum. En slíkir menn eru skaðlegir fyrir þjóðfélagið, og er það sjálf- sagt, að eitthvað sé gert til þess að fækka þeim, því áð eins og nú er eru þeir til mildlla þyngsla .fyrir bæinn. Væri ekki nær, að einhver heið- virður, en fátækur barnamaður nyti þeirra peninga, er þessir menn fá úr bæjarsjóði? Það eru líklega flestir, sem svara þessari spurningu játandi, en einhverjir myndu aftur á móti segja sem svo, að þetta yrði svo að vera, því að ek!-.i dygði að 'láta þá deyja úr hungri og að- hlynningarleyd. Nei, ekki dugir það, en þaö er tii eitt gott ráð við þessum mönn- um, og það er, að bærinn kaupi einhverja jörð, eigi mjög langt frá Reykjavík, og taki þessa h'á'p- arþurfa menn og láti þá hreint og beint vinna. i, Slíkar stofnanir hafa gefist vel terlendis, og eru mörg dærni þess, að menn hafi komist aftur á rétta braut. Mönnum þessum myndi liða rnikið betur á slíku heimili en í öllu draslinu hér í bænum, og að sjálfsögðu yrði séð svo um, að þeir gætu ekki aflað sér áfengis. En ef bæjarstjórnin lætur eigi til sín taka í rnáli þessu, er hætt við því, að fleiri og fleiri ungir menn leiðist út á þessa skaðlegu braut. S. s. Um daginst og treglssn. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Vonarstræti 12, sími 1561. Fyrirlestur séra Jakobs Kristinssonar í gær var, eins og hinn fyrri, svo vel sóttur, að hvert sæti í Nýja-Bíó- salnum var skipað, bæði uppi og niðri. Fyrirlestur þessi var flutt- isr í þeim tilgangi að deyfa eggjar aðhlátursins að voninni um komu mannkynsfræöara á vorum dög- um, — því að þeir, sem unna góðum málum, komi oft ekki fram af því, að þeir óttast aðhlátra. Fyrirlesarinn lýsti stefnu félagsins „Stjörnunnar í austri“ og von fé- laga þess. Meistarinn muni ekki koma með nýja kenningu fyrst og fremst, sagði hann, heldur með nýtt líf. Taldi hann svo líklegt, að mannkynsfræðarinn myndi nofe tímann sem allha bezt, að meiri líkur væru til, að hann yrði ekki barn hér á jörðinni. „Það eru fífl- in, flónin og letingjarnir, sem aldrei haf(a ríeitt að gera. Stór- mennið er alt af kafið önnum,“ sagði séra Jakob. Loks tók hann dæmi um sérhvern nýjan sann- leika af Friðþjófi frækna, þegar hann kom í höll Hrings konungs, og gledurn hirðmanna að stafkarl- inum. Hver nýr sannleikur, sagði hann að síðustu, er Friðþjófur frækni í stafkarlsgervi, sem þrif- ur til þess, sem fyrir er, hristir það til, byltir því við og hefir endaskifti á hirðsnápum vanans. Læknir látinn. Ólafur Gunnarsson læknir and- aðist i fyrra dag í sjúkrahúsinu í Landakoti. Banameinið var þarmasár. ólafur heitinn var 41 árs að aldri,- var læknir í Mið- fjarðarhéraði 1915—25, en varð þá að láta af embætti sökum vanheilsu, flutti hingað vorið 1924. Kona hans lifir eftir hann og börn þeirra sex. Kaupið við afgreiðslu „Botníu“ er kr. 1,40 um klst. samkvæmt taxta „Dagsbrúnar". Þessa er getið að gefnu tiLefni. Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri flutti annan fyrirlestur sinn um Grænland í gær við góða aðsókn. Gerði ræðu- maður grein fyrir endalokum ís- landsbyggðar á Grænlandi. Fylgdu fyrirlestrinum skuggamyndir, og var hann að öllu hinn fróðlegasti, og er vel varið tíma til að hlusta á mál Sigurðar. Kvöldvökurnar. 1 kvöld iesa þeir Árni Pálsson og Jón Sigurðsson frá Kallaðar- nesi, en Jósef Húnfjörð og Har- aldur Stefánsson kveða lausavís- ur með rímnalögum. tgjjfjfjj tjgj lCfl „Dagsbrúnar“-menn eru beðnir að koma í Verka- mannaskýlið kl. 7Va í fyrra málið. Dánarfrétt. Guðmundur Sigurðsson, starfs- maður hjá Garðari Gíslasyni, en áður forstöðumaður sparisjóðsins á Eyrarbakka, andaðist í morgun. Átakanlegt var það um Balholmslysið, að skipstjórinn, sem á skipinu var, bafði kvongast rétt áður en hann lagði upp í ferðina, og var kona hians með honum og fórst sem hann. Veðrið. 0—6 stiga frost, kaldast 4iér í Reykjavík. Átt norðlæg. Snarpur vindur á Raufarhöfn. Annars stað- ar lygnara og víðast hægviðri. Loftvægislægð fyrir austan land. Útlit: Norðlæg og austlæg átt. Hæg hér um slóðir, hreinviðri í nótt. Allhvöss norðaustanátt og hríðarveður á Norðurlandi og dá- lítil snjókoma á Austfjörðum og á útkjálkum nyrðra og vestra. Heilsufarsfréttir. (Símtal í dag við landlækninn.) H|ér í Reykjavik hefir „kikhóstinn“ talsvert ágerst síðustu viku. Ber mest á honum í Þingholtsstræti. Taugaveiki kom upp á einu heim- iii hér í borginni. Upptök hennar enn ókunn. Ekki aðrar farsóttir hér. Á Suðurlandi virðist „inflú- enzu“-faraldrinum iokið að mestu, ;nema i Vestmannaeyjum. Þangað kom veikin seint, og er hún tals- verð þar nú, líkt og þegar hún var mest hér i Reykjavík í vetur. „Kikhóstinn“ er kominn á eitt heimili í Borgarnesi. Annars er gott heilsufar á Suðurlandi. „In flúenzan“ ágerist heldur á Vest- urlandi, einkum á ísafirði. Að öðru leyti er gott heilsufar vestra. „Kikhóstinn" er, að því er læknar yita, í þremur héruðum á Norð- urlandi, Blönduóss-, Sauðárkróks- og Hofsóss-héruðum, mestur í Blönduósshéraði. Otbreiðslan cr hvergi mikil og veikin væg. Að öðru ieyti er farsóttalaust á Norð- urlandi og gott heilsufar, og taugaveikin á Sauðárkróld er stöðvuð að fuilu. Einnig er gott heilsufar á Austfjörðum, nema væg „inflúenza“ á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Skipafréttir. iT' „Botnia“ kom hingað í gær, en að hafnarbakkanum í morgun, þegar sóttvarnardagarnír voru liðnir. Fisktökuskipið „Bru“ fór utan á laugardaginn, en „Thore- þofte“ í gær. Togararnir. „Belgaum“ kom inn í fyrra dag með bilaða vindu, en er farinn aftur á veiðar. Enskur togari kom hingað i gær til að taka veikan mann. Auk „Draupnis" er ver- ið að búa „Njörð“ á veiðar. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,64 100 kr. sænskar .... — 122,00 100 kr. norskar .... — 117,26 Dollar................— 4,568/* 100 frankar franskir. . . — 18,31 100 gyllini hollenzk . . — 182,88 100 gullmörk þýzk... — 108,44 i Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður annað kvöld kl. 71/2 í Bárusalnum. Iiamleíid tfiHsndi/" ísafirði, FB., 15. jan. Bæjarstjórnarkosningin á ísa<* firði. Bæjarfógetinn hefir fallið frá því að segja upp fulitrúa sínurn út af framboði hans til bæjar- stjórnar. í kjöri verða því þeir tveir listar, er getið var um í skeyti 9. þ. m. Aflabrögð. Góður fiskafli, einkum á útmið- um Djúpsins. V. Seýðisfirði, FB., 15. jan. Maður verður úti. Ungur trésmiður af Seyðisfirði, Sigurður Hannesson, fór frá Eið- um til Seyðisfjarðar og lagði á Vestdalslieiði á miðvikudaginn. Hrepti hann snjóbyl á leiðinni. Eftir mikla leit á fimtudag og föstudag fanst hann örendur efst í Stafdal. Bæjarstjórnarkosning á Seyðisfirði. 2 listar komnir fram: A-listi: Sigurður Arngrímsson ri stjðri, Sveinn Árnason yfirliskima smað- ur og Sigurður Þ. Guðmundsson prentari B-listi: Sigurður Bald- vinsson póstmeistari, Gunnlaugur Jónasson verzlunarmaður og Guð- mundur Benediktsson rafvirk.i. Hœnir. FB„ 15. jan. Innfiutningur í dezember. Fjái málaráðuneytið tilkynnir:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.