Bjarki


Bjarki - 24.12.1902, Page 1

Bjarki - 24.12.1902, Page 1
VI 1,51-52. tiitc biað <i vÍK.u. Verð <li%. j k.i . borgist fyrir t. júlí, (erlemiís 1 kr borgist fyrirframi Seyóisfirði, 24, des. Uppsogn skritieg, ógild nema komin sje ti'l útg. fyrir i. okt. og kaupandi sje l>a skuldlaus viú blaAið. 1902 Jnnköllun. Hjermeð er skorað á erfíngja Sigríðar sál. Jónsdóttur, sem andaðist hjer á sjúkrahúsinu 13. f. m. að gefa sig fram við undirritaðan skiptaráðanda áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 17. des. 1902 .lóh Jóhannesson Oparisjóðurinn ^ Á SEYÐISFIRÐI verður opinn í síðasta sinn á árinu þriðjudagínn 30, þ. m. kl. 11 f. h. Seyðisfirði 17. des. 1902 Stjórn Sparisjóðsins. Kvenfjelagið Kvik leikur, með aðstoð nokkurra karlmanna, Æfintýri á gaunguför, eftir Hostrup, á annan í jólum. Leikurinn byrjar k!. 6 e. m. Alþingiskosningarnar 1903 Eftir — s — n. —o— Niðurl. Þingmennirnir verða að vera sjálfstaeðir menrt Sjálfstæði í skoðunum er stór kost- ur og hverjum þingmanni ómissandi. Sjálf- stæðir menn byggja skoðanir sínar á málunum á eigin athugun, en fara ekki eftir því, hverj- ar skoðanir aðrir hafa á þeim. Osjálfsstæði er þó næsta almennur ókostur, eigi aðeins hjá hinum treggáfuðu og lítt menntuðu, heldur gjörir hann einnig vart við sig hjá mönnum, sem hafa næga greind og þekkingu til þess að mynda sjer sjálfstæðar skoðanir, og er þá sprott- inn af leti, vantrausti á sjálfum sjer, kjark- leysi o. fl. Osjálfstæðir menn eru ætíð næsta kviklyndir. Þeir skifta skoðunum, jafnvel á hinum mestu velferðarmálum þjóðarinnar, eins oft og aðrir skifta flíkum og hafa venjulega sömu skoðun á hverju máli og sá, er síðast hefur átt tal við þá urn það. í’að liggur nú í augum uppi, að slíkir menn eru næsta óhæfir til þingfarar. Kjósendur geta alls ekki reitt sig á þá. Þótt þeir láti uppi skoðanir sínar á þingmálafundum og kjörfundi er eingin trygging fyrir því, að þtir haldi sömu skoðunum fram þegar á þing er kömið. Einginn hygginn kjósandi þorir að trúa ósjálfstæðum manni fyrir velferðarmáli kjördæmis síns á alþingi. En það er ekki nóg að þingmennirnir sjeu sjálfstæðir í skoðunum sínum, heldur verða þeir og að vera efnalega sjálfstæðir. Því fer fjarri, að jeg vilji halda því fram, að fátækir og skuldugir menn geti ekki verið góðir þingmenn og stjórnmálaskörungar, en hitt er bæði víst og satt, að þeir, sem ekki kunna að búa fyrir sjálfa sig, eru venjulega eigi eftirsóknarverðir til þess að búa fyrir aðra. Þingið býr fyrir þjóðina og henni ríður vel- ferð hennar á því, að þingið búi vel, þingmenn sjeu góðir búmenn. Svo kemur hjer og annað til greina. Því hefur, því miður, verið hreyft opinber- lega, að sumir þingmenn færu á þing til þess að ná í þingpeningana, færu landveg, en ekki sjóveg til þess að græða á hestum sínum, að sumir hafi greitt svo og svo atkvæði í þessu máli af því, að þeir hafa verið háðir bánkan- um og því eigi þorað að styggja bánkastjórann með því að greiða öðruvísi atkvæði en hann vildi, að þíngmenn hafi verið með þessu og þessu máli, af því, að þeir hafi t. a. m. vænst launa frá Warburg, eða verið skuldugir í einhverju pöntunarfjelagi og því ekki viljað styggja Zöllner eða Vídalín meðan þeir voru í fjelagi. Jeg fyrir mitt leyti legg nú eingan j trúnað á þennan róg og vöna að hann sje j með öllu tilhæfulaus. Hinsvegar er það mjög ! skaðsamlegt að öðru eins og þessu skuli vera fleygt. Það verða ætíð einhverjir til þess að trúa því, sem miður fer, og slíkar sögur rýra álitið og traustið, sem nauðsynlegt er, að borið sje til þíngsins. Sjeu nú þíngmenn efnalega sjálfstæðir menn, eiga slíkar sögur miklu erf- iðara uppdráttar og gjöra þá hálfu minni skaða. Þingmennirnir verða að vera atkvæða- menn. Það er mjög þýðíngarmikið fyrir þjóðina í heild sinni, að fulltrúar hennar á þíngi sjeu atkvæðamenn. Því fleiri atkvæða- meun sem eiga sæti á alþingi þess betri vonir geta menn gert sjer um árángurinn af störfum þingsins. Tuörg góð og nytsamleg mál hafa fallið á þingi eða orðið óútkljáð fyrir þá sök i eina, að flutningsmenn þeirra og formælendur hafa eingir atkvæðaroenn verið,hefur vantað þann kjark, þá lægni og þrautseigju, sem nauðsynleg i var til þess að að færa þinginu heim sanninn j um kosti þeirra málefna, er þeir báru fram. Fyrir hvert kjördæmi er það næsta áríðandi ! að þingmaður þess eða þingmenn sjeu at- 1 kvæðamenn. Það er vitaskuld, að allir þing- menn eru í raun rjettri og eiga að vera j þingmenn alls landsins og að það sem venju- i lega er kallað hreppapólitík — þ e. að hver reynir að skara eld að sinni köku án þess að ' tekið sje tillit til þess sem landinu er fyrir bestu í heild sinni — á ekki að eiga sjer stað i á þingi. En eins víst er líka hitt, að það er allajafna álitamál, hvert kjördæmi eigi að verða einhvers góðs aðnjótandi, eða í hverri röð. Jeg vil taka til dæmis fje það, sem veitt er úr landssjóði á hverjum fjárlögum til sam- göngumála og nemur mikilli upphæð. Alstaðar í landinu er þörf á samgaungubótum, þótt hún sje eigi alstaðar jafnbrýn, en hvar hún sje brýnust, er jafnan álitamál, og þau kjördæmi, sem senda mesta atkvœðamenn á þíng, verða venjulega fyrst og í ríkulegustum mæli að- njótandi þeirra hlunninda, sem samgaungubæt- ur hafa í för með sjer. Atkvæðamönnunum verður þar venjulega meira ágeingt en hinum, þótt þeir jafnvel hafi eigi eins góðan málstað. Kjósendurnir verða að gjöra sjer það ljóst, að það er ekki einhlýtt að hafa góðan málstað í áhugamálum sínum, heldur verða þeir og að hafa atkvæðamenn á þíngi til þess að fylgja honum fram, svo að eigi fari svo, að önnur kjördæmi með lakari málstað, en atkvæðameiri þíngmönnum, taki krásina frá munni þeirra. Vjer Austfirðingar verðum endilega að fá breytingu á gufuskipaferðunum hingað til lands- ins. Eftir samningi þeim, sem þíngið 1897 gjörði við sameinaða gufuskipafjelagið kemur ekkert skip fjelagsins við á Austfjörðum frá því í október og þángað til i mars. Það er því eigi þínginu að þakka “ að vjer erum ekki sviftir svo að segja öilu sambandi við um- heiminn nærri helming ársins, og á þessum tíma höfum við eingar samgaungur á sjó við Reykjavík eða Suðurland, sem er þó næsta bagalegt. Af því stafar það, að sjómennirnir sunníensku verða að fara heim hjeðan þegar í október og bátfiskið þá að hætta að mestu, þó hlaðafli sje og það gæti verið mikill gróði bæði fyrir útgerðarmennina hjer og fyrir sjó- mennina að veiðunum væri haldið áfram til nýárs. Vjer verðum því á næsta þíngi, þeg- ar nýr sanmingur um gufuskipaferðirnar verð- ur gjörður, að fá framgengt þeirri breytingu, að miðsvetrarskipið verði látið koma upp hjer til Austfjarða og fara hjeðan sunnan um land til Reykjavíkur. Þetta ætti ekki að vera ófá- anlegt, því í samníngnum frá 1897 er svo ákveðið, að miðsvetrarskipið_ skuli fara alla leið til ísafjarðar, og ef vjer Austfirðingar hefðum þá átt á þingi aðra eins atkvæðamenn og Vestfirðingar, er eg viss um, að þá þegar hefði verið ákveðið í samningnum að miðs- vetrarskipið skyldi koma við hjer eystra. Eftir þennan úturdúr út í einstakt mál ætla jeg að enda þessa grein mína með þeirri áskorun til kjósendanna, að kjtisa þá eina til þíngs við kosningarnar að vori, sem eru vand- aðir, vel gefnir, vei menntaðir og sjálfstæðir atkvœða- og framfara-niertn.

x

Bjarki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.