Bjarki - 24.12.1902, Blaðsíða 8
8
BJ ARKI.
millj. Vest Virgina 25, Ohio 19 og Alabama
9 milij. tonna.
-©»Æ»ý-
Ferðaæfintýri 16 ára gamals
dreings.
—o—
Frá New York er sögð merkileg saga frá því,
hvernig 16 ára gamall dreingur frá Dalmatíu, að
nafni Bozo Gazina, komst til Ameríku, þar sem hann
hyggur að mynda sjer framtíð.
Hinn úngi snáði á heima í litlum bæ í Dalmatíu,
sem heitir Sebenico. Hann er ýngstur af fjöldamörg-
um systkinum sínum og eiga foreldrar hans við mjög
9 þraungan kost að búa. Bozo leið ekki vel í foreldra-
húsunum, því eldri bróðir hans var vondur við hann,
og þegar faðir hans fyrir hjer um bil 2 árum liðnum
fjekk honum 200 kr. og sagði honum að fara með
þær út í heiminn og Ieita gæfu sinnar, þá varð
Bozo himinglaður.
í góðu skapi hljóp hann á stað til 'í'riest og var að
öllu ánægður, þegar hann kom til bæjarins. Af
peníngunum hafði hann notað að eins 50 kr. í
Triest kom hann því miður ekki í góðan kunníngs-
skap. Hann kynntist þar mjög vingjarnlegum karl-
manni, sem tók frá honum alla peníngana og lofaði
að hann skyldi útvega honum ódýrt far til Ameríku
með góðri aðhlynningu á leiðinni. Þegar þessi vina-
legi kunningi hafði feingið peningana hvarf hann og
Ijet ekki sjá sig meir.
Bozo varð því mjög halasneyftur að hverfa heim
aftur' til Sebeneco. Og það væri synd að segja að
hann feingi góðar viðtökur heima. Ættfólk hans sló
þó ekki alveg af honum hendinni, og var honum því
útveguð staða á lyfjabúð.
Fln þar undi Bozo sjer mjög illa. Vinnutíminn
var mjög lángur, maturinn slærnur og kaupið lítið, og
aumingja Bozo, sem hafði svo leingi lángað til að
sjá sig um í heiminum, hljóp burtu og hjelt aftur
til Triest og faldi sig í gufuskipi sem átti að fara til
Alexandríu.
Þegar þángað kom, fór hann næsta dag á stað með
gufuskipinu „Fabraii", sem átti að fara til Liverpool
og hann gat Iæðst um borð í.
Þegar skipið var komið í haf, opinberaði sníkju-
gesturinn sig fyrir skipsstjóranum, setn sendi hann
til kolamokaranna til að hjálpa þeim til.
í Liverpool yfirgaf hann skipið og honuin heppn-
aðist þar að fela sig í gufuskipinu „Saxonía", sem
tilheyrir Cunard-línunni og á því komst hann til
New York. ,
Hjer lenti hann í klærnar á embættismönnunum,
sem hafa eftirlit með innflytjendum, og þeir ákváðu
strax, að hann skyldi sendast til þess staðar, sem
hann hefði komið frá. Og þannig komst aumíngja
Bozo aftur til Liverpool.
En hann var samt ekki af baki dottinn þessi úngi
glæframaður. Þegar hann hafði dvalið nokkra daga
í Liverpool, og lifað þar á sníkjum, heppnaðist hon-
um, þann 13. júní, um miðja nótt að smeygja sjer
um borð í gufuskipið „Umbria". Þar hljóp haun í
fángíð á offisera, sem íinyndaði sjer að hann væri
kolamokari og skipaði honum því niður í vjelarúmið
þar sem hann ætti heima. Bozo flýtti sjer niður í
vjelarúmið og faldi sig þar í katli, sem hafður er til
að hreinsa sjó. Til allrar hamíngju var ketillinn ekki
brúkaður á ieiðinni, að öðrum kosti hefði aumíngja
Bozo orðið að láta líf sitt á hræðilegan hátt. Þángað
til fimmtudaginn þ. 19. var Bozo í hæli sínu. Tveír
kolamokarar, sem hann hafði sagt til sín, færðu
honum af og til dálítið að borða. Mikið var það
ekki, rjett að hann gat haldið lífinu fyrir húngri.
Þennan sama dag kom þángað mannvirkjufræðíngur
Mac Krochen, sem var að hengja föt til þerris nálægt
katlinum, og fyrir tilviljun sá hann Bozo, sem var að
gægjast eftir, hver væri þar á ferð. Mannvirkjafræð-
íngurinn gáði nú betur að, og að lokum var hinn
úngi dreingur tekinn úr skumaskoti sínn og færður
fram fyrir skipstjórann. Hann fjekk hann í hendur
skipslækninum, dr. Burland,sem lagði hann inn á spít-
ala skipsins. Farþegjarnir, sem nú komust að raun
um það, sem skeð hafði, feingu þokka á þessum
únga, fallega og fjöruga dreing, söfnuðu peníngum
handa honum svo miklum að hann gat búið sig frá
hvirfli til ilja, þegar á land kom.
Þegar til Ameríku kom, var Bozofeinginn í hendur
yfirvöldunum á EIlis Island. Einn yfirmaðurinn,
Williams, fekk þokka á þessum únga manni sem hafði
sýnt sig svo hugaðan. Hann hugsaði sem svo, að
fyrir þennan únga mann yrði eitthvað að gjöra.
Bozo gat ekki talað nema móðurmál sitt. Hann
Fiskiskip til sölu.
Kutter »Ruth«, sem liggur hjer í vetur, er
enn til sölu, en fer líklega til Noregs í Apríl
eða maímánuði næstk. ef hún ekki selst
áður
Seyðisfirði 12. des. 1902.
Sig Jóhansen
Góð jólágjöf^MC
'j Q Q Q Stúkan »Aldarhvöt no. 72«
keldui fund í nýa húsinn
sína á Báðareyrí á h 0 erj um sunnudegi
klukkan 4 síðdegis. — Meðlimir mœti. Nýu
meðlimir vclkomnir.
Brúkuð ísienzk rrímerki kaupir
Andr. Rasmussen,
Seyðisfirði.
Hjá öllum íslenskum bóksölum fæst:
Brandur, sjónleikur í hendingunt, eftir Henrik
Ibsen. íslens-k þýðing eftir Matth. Jochumsson.
Arni, saga eftir Björnstjerne Björnson. íslensk
þýðiag ettir í’orst. Gíslason.
Fallegf, ódýr, einstök í sinni röö,
efni í yfirfrakka og tiíbúin föt tii
sölu hjá
Eyj. Jónssyni.
sendi því strax eftir landa hans, Georg Shubert, sem
áður hafði verið túlkur, en nú var lögregluþjómt.
Hann var látinn taka Óozo að sjer með þeirri um- ‘
sögn, að ef hann gæti fundið einhvern landa hans í
New York, sem vildi taka hann að sjer, mætti hann
dvelja í Ameríku framvegis. Shubert fór með honum
á leit um nýlenduna. Fyrsta húsið sem þeir fóru
inní var no. 2099 í 2. götu. Á öðrum sal í þessu
húsi bjó-maður frá Dalmatíu. Þegar dyrunuin var
lokið upp og þeir sáu inn í herbergið, varð Bozo
frá sjer nutninn af gleði, því í herberginu var mað-
ur sem hann þekkti, sem hjet Felix Gazina, og var
frá sama bæ og hann og auk þess skyldur honum
lángt fram í ættir.
Gleðifundurinn var mjög mikill og Felix Gazina
sagðist skyldi taka að sjer hinn únga jnanti.
Bozo fjekk leyfi hjá yfirvöldunum að mega dvelja
í Ameríku, og væntanlega heppnast honum að verða
nýtur borgari í hinum stóra Vesturheimi. S,
Hjá öllum bóksölum
fæst:
Spánskar nætur, sögtir eftir B. Jansen, kr 1,50
Æfintýrið af Pjetri Píslarkrák,eftir Chamissóo,5o
Um ríki og kirkju eftir Leo Tolstoi . 0,50
Blaðið „Reykjavík*4 geta menn pant-
að hjá ritstjóraBjarka. Það flytur betri frjettir
úr Rvík en nokkurt annað blað, götuvísur úr
Reykjavík, góðar útlendar frjettir og miki.5 af
skemmtilegum sögum. Kostar að eins 1 kr.
árg.
3 runaá byrgðarfjeiagið
ojfye danske 2> randforSikringS
3e/skab“
Sformgade 2, X'óbenhaon
Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og
Reservefond 800,000)
tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum,
gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl.
fyrir fastákveðna litla borgun (Præmie) án þess
að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðar-
skjöl (Police) eða stimpilgjald.
Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins
á Seyðisfirði
$f. Ch. Jónssonar.
RITSTJÓRf: ÞORSTEINN GÍSLASON.
---—i>
Jólagjafir.
Nú með Agli íjekk jeg ýmsar vörur, þar á meðal: M i k i ð ú r v a 1 a f f a 1 1 e g u m
lömpum, heingilömpum, borðlömpum, vegglömpum og náttlömpum — skHUta, ljómandi
faliega frá kr. 1,25 til kr. 7,50.
10 °|0 afsíáttur gegn peníngum.
Hvergi betra að vcrsla. Lángódýrasta verslunin í bamum.
St. Th. Jónsson.
Prentsm. Seyðisfj.