Bjarki


Bjarki - 24.12.1902, Qupperneq 4

Bjarki - 24.12.1902, Qupperneq 4
4 B J A R K I. Endurminníngar Sólin blíð er sest í æginn, sveipast rökkri jarðar hvel; fríðar stjörnur fagurt gægjast frara og glitra undra-vel. Kyrt og rótt er yfir öllu, eingin bára' á hafi rís; lögum bæði' og lofura ræður ljúfust góðviðranna dís. Leíngst í vestri litið fæ jeg ljósan Snæfellsjökuls tind sveipast aftan- rauðum roða, regin-fögur er sú mynd; fremst á Skaga, forn og helgur, fagurhvítum þakinn snjá, mænir hann við himin bláan, heldur vörð um land og sjá. Kyrt og rótt er yfir öliu, ekkert truflar sinnið hjer; því er von, að vænar stundir vekist upp í huga mjer. Fyrir hugskotssjónum svífa sælir'bernskudagar uú. Þá var allt, já allt svo fagurt. Unaðstíð er horfin sú! Andlit margra æskuvina andi minn nú litð fær; ó, þær fögru unaðsmyndir! aliar eru horfnar þær. Glatt var oft með glöðum sveinum, glóði tárhreint vín í skál; og við hrund var hjalað tíðum hugumijúft og sakiaust mái. Ein er mynd, sem öllum fremur andinn sífellt starir á: sje jeg brosið blítt og saklaust blómavörum svífa frá; man jeg hárið mikla dökka, mjúkbjart hörund, hvelfdan barm. Hún er líka farin farin, fær það mjer nú dýpstan harm. Fölnuð er mín vænsta vonin — veit jeg hana’ ei lit jeg meir; og þótt önnur fögur fæðist, fer hún efiaust eins—hún deyr. Því þetta’ er lífsins vissi vegur: vona bjart sín æskuár, icoma, hittast, kynnast, unna, kætast, skiija' og fella tár. Ben. Þ. Gröndal. Merkiiegur sjúkdóríiur. —o— Læknaháskólanum f París barst í fyrra lýs- ing á mjög einkennilegum sjúklíngi frá frönsk- um lækni, dr. Fourmier frá Angouléme. Hann var sóttur til úngrar stúlku, sem þjáðist af stjarfa (»Katalepsi«) og þegar hann kom hafði | hún eitt flogið. Allir limir hennar voru stirð- ir og harðir eins og járnsteingur; það var t. ! d. með öllu ógerníngur að sveigja handlegg- ina í olbogaliðnum, eða fótinn í knjáliðnum. Augun voru óvenjulega rnikið opin, augnastein- arnir litlir, andardrátturinn regluiegur og eins blóðrásin. Allur var líkaminn tilfinningarlaus nema einstöku blettir á mjöðmunum. Þótt stúngið væri djúft alstaðar annarsstaðar í lík- amann varð ekki vart við neina tilfinningu og ekki blæddi heldur úr stúngunni. Hita- og kulda-breytingar höfðu og eingin áhrif á lík- amann; þótt heitir eða kaldir vökvar væru látnir snerta hann, varð ekki vart við minnstu tilfinningu i Stúlkan fjekk fyrsta flogið 31. mars í fyrra | kl. S1^ um kvöldið með krampadráttum án stjarfa og án þess að missa meðvitundina. Þessi flog fjekk hún hvað eftir annað um kvöld- ið og eins daginn eftir. Þá fjekk hún stjarfa og lá í honum til næsta morguns, en vaknaði þá með krampafiogum, sem hjeldust við fram á næstu nótt. En kl. 3 um nóttina lá hún aftur í stjarfasvefni. Daginn eftir fjekk hún hvert flogið á fætur öðru með stjarfa og missti meðvitundina. Morguninn 4. apríl sá dr. Fourmier hana 1' fyrsta sinn. Honum er sagt að hún sje 14 ára gömul og hafi þrjá síðustu mánuðina kvartað um magapínu, samdrátt í kverkunum o. fi. Hjá henni var þá kona ein, frú F., sem var komin til að vita hvernig henni liði og hafði beðið am leyfi til að koma upp á herbergi hennar. En þegar hún kom inn fjekk stúlkan srax stjarfaflog. ^ Þegar frú F. fór út úr herberginu, rjett á eftir dr. Fourmier, þaut sjúklíngurinn á eftir henni, en hafði þá legið í stjarfasvefni í klukkutíma. Næsta dag fjekk hún þrjú flog. En frá 5. apríl til 2. maí fjekk hún eingin flog, að eins varð stundum vart við taugaveiklun hjá henni, handaskjálfta og þesskonar. En 2. maí stóð hún við glugga og frú F. gekk framhjá á göt- unni. Frú F. bandaði til hennar hendinni og bauð góðan daginn. Stúlkan kipptist við og var eins og hún ætlaði að hlaupa á stað á eftir frú F., en hún var hindruð frá því. A sömu stundu fjekk hún nýtt flog, og eftir þetta fjekk hún eins og snöggt slag yfir hjart- að í hvert sinn sem frú F. gekk framhjá hús- inu, ser.i hún bjó í, og eftir því fylgdi heila- kviksflog. Morguninn 16. maí gekk frú F. fyrir dyrn- ar á húsinu meðan stúlkan var í rúminu og gat því ekkert sjeð til ferða hennar. Stúlkan fjekk í sömu svifum stjarfaflog og varð hörð eins og járnstaung. 21. maí heimsótti dr. Fourmier sjúklinginn í annað sinn og hafði þá með sjer annan lækni og mann til, sem var alvanur dáleiðari. Hann reyndi að hafa áhrif á stúlkuna meðan hún lá í aungvitinu og fá hana til að tala. Hann tók um úlfliðinn á 114 mest áhríf þess? Hún vissi, að honum mundi falla þesta mjög þúngt. Henni datt í hug að fá hjálp hjá vini sínum til þess að komast heim til Noregs, en skilja svo eftir brjef sem skýrði allt fyrir manni hennar. En sú aðferð þótti henni þó of óhreinleg; maður hennar átti það ekki skilið. En heim til Noregs varð hún að komast. Hana var farið að eingja svo eftir móður sinni upp á síðkastið, því við hana fann hún að hún gæti talað opinskátt um þetta; hún m.undi skilja sig. Það var komið svo lángt, að hún var alltaf eins og óttaslegin, þegar hún var ná- lægt manni sínum. Henni ljetti nu í skapi í hvert sinn sem hann fór að heiman. Það var komið fram á vetur, og enn gekk allt á sama hátt og áður í prestshúsinu. Prest grunaði ekkert, hvernig ástatt var, en hann talaði um, að það geingi eitthvað að henni. Það stóð til að presta- fundur yrði haldinn, en fundarstaðurinn var 30 mílur frá bústað þeírra. Fundurinn átti að undirbúa ýms mál fyrir næstu aðalsamkomu sýnódunnar. Tvö af aðalumræðuefnunum á dagskránni vor.u, hvort grein- arnar um afturhvarf væru 97 eða 79 og, hvort himna- kápa Elíasar hefði verið úr úlfaldahári eða geitahári. 115 Þetta hvorttveggja hafði þá valcið allmiklar þrætur á skólum sýnódunnar. Presturinn hafði þugsað mikið um þessi þrætumál. Hann hafði blaðað í bókum sínum og handritum, geingið þúnghugsandi um gólf með pípu sína, numið við og við staðar og skrifað athugasemdir sínar á pappírsmiða. Hann var sokkinn niður í umhugsun- ina um þetta þegar hann fór á stað. Hann kvaddi konu sína og kyssti hana á ennið, eins og hann var vanur. Fyrst ætlaði hann að heimsækja sjúklíng í nágenninu, en fara svo þaðan beint á fundinn. Honum dvaldist leingur hjá sjúklíngnum, en hann hafði ætlað. Samt vildi hann komast nokkrar inílur áleiðis, einkurn af því að honum líkaði ekki að gista þar sem hann var staddur; húsið var lítið og loftvont, og svo var ekkert girnilegt að sofa í sama herbergi. og sjúklíngurinn. Hann kom sveittur út í ískalt. vetrarloftið. En hann skeytti því eingu og vafði fast að sjer loðskinnsfrakkanum. Hann liafði líka lítið getað borðað, því hann hryllti við matnum, sem borinn var fram fyrir hann; það var soðin sætmjólk' og flesk bitað út í. Heimamaður fylgdi honum út á túnið, leit til veðurs, þótli útlitið ískyggilegt og: 116 sagði, að hann væri að gánga í byl. Prestur hjelt að hann næði til húsa fyrir því. Hann fletti húfunni niður fyrir eyru, setti upp vetlínga og steig svo upp í kerruna. Snjóinn hafði rifið á köflum svo að vegurinn var víða auður. Prestur sló í hestinn og ók á stað. Þótt kalt væri varð hann feginn að geta fyllt lúngun með hreinu lofti eftir svækjuna inni í herbergi sjúklíngsins. Hann hlakkaði til að hítta em- bættisbræður sína á prestafundinum, hlakkaði til um- ræðanna og til þess, að fá að tala við menntaða menn. Hann var stöðugt svo hugsandi um höfuð- málin á dagskrá fundarins og það sem hann ætlaði að leggja til þeirra, að liann varð varla var við að hendur hans og fætur stirðnuðu af kulda. Hann kom að fyrsta bænum, en fór þar framhjá, hjelt að sjer væri óhætt til næsta bæjar og var þó æði lángt þáng- að. Honum datt í hug ný setníng, sem fjell svo vel ínn í röksemdakeðju hans um Elíasarkápuna að hann vildi fyrir eingan mun gleyrna henni. Hann beit í vetlíngstotuna á hægri hendi ,og dró vetlínginn með tönnunum af sjer, boraði hendinni inn í brjóstvasa sinn cg náði í gamalt sendibrjef og blýant, bljes á fíngurgómana og skrifaði setnínguna á umslagið.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.