Bjarki - 24.12.1902, Síða 6
6
£r blómin fölnuðu,
—o—
Litfögur lilja
lögst er nú í dvaia,
þagnaður heiðlóar saungur svás;
dauft er til fjalla,
fuglamergðin horfin,
þar að eins krúnkar krummi hás.
Hnípinn er skógur,
hlíðar orðnar bleikar,
fölnuð grösin á grundum öll;
hjarðir á heiðum
haldasf ei við leingur,
hnjúkar og dalir hyljast mjöll.
Fossar og lækir,
fögru sumar-ljóðin
áður sem kváðu og kváðust á,
veltast nu áfram
ógurlega þrúngnir,
ógn felur í sjer aldan há.
Uti við unnir
aidan háa svellur,
brýst um við kletta og breiðan sand,
skekin af nöprum
norðan- sterkum gjósti,
bátum og mönnum bruggar grand.
Svona er skrautið
sumarsins hið blíða
allt að hverfa og hníga’ í dá;
náttúran gjörvöll
geingur nú til hvíldar,
dagsljósið óðum dvína má.
* *
Einnig svo hverfur
æsku- blíða vorið,
ekkert því stöðugt á storðu er.
En gráttu ekki, únga prestskona! Hlustaðu á
stormhvininn eins og freisissaung! Hann er vinur
þinn og sýngur jrjer sólbjarta framtíð; hann fyllir
seglin til heimfarar þinnar til Noregs og þar finnur
þú aftur móður þína. Hann brýtur af þjer hlekkina,
þirlar burt sorgum þínum. Hræðstu ekki snjójeiin;
þau munu að síðustu iíða niður mjúkt og hægt og
verða líkhjúpur hins aðgerðalausa lífs sem þú hefur
lifað þarna á sljettunni, líkhjúpur sorga þinna og
leiðinda. Hlustaðn eftir. Það er liksaungur fortíðar
þinnar og vöggukvæði framtíðarinnar.
Morguninn eftir var hreinviður en kalt. Prests-
konan hafði lítið sofið um nóttina, en hugsað margt.
Hún fann, að ef ekki raknaðí bráðlega úr þessu, gæti
hún ekki borið jaað. Hún var uppgefin af því sálar-
stríði, sem hún hafði átt í. Þá heyrði hún fótatak
margra manna niðri í stiganum. Þeir námu staðar
utan við dyrnar og töluðu hljótt saman. Loks var
hurðinni lokið upp og Gunnar á Haugum kom inn.
Hann var hátíðiegur á svip og alvarlegur.
„Það er skylda mín, þótt sorglegt sje " sagði hann.
Prestskonan hljóp til hans og greip í handlegginn á
bonum.
B J A R K I.
Vonirnar deyja,
daprast gleðisunna,
rósemi hjartans og friður fer.
Aumt er að líta
æskumann í blóma
ángraðan fella ángurs tár,
einmana ráfa
yfir lífsins brautir
vinarlausan sín vænstu ár.
En þetta skeður
af því hjer á jörðu
mislynd er gæfan og mörgum hál,
og margt eitt hjarta,
hugljúft er virtist,
reynist, því miður, tryggðlaust tái.
Ben. Þ. Gröndal.
Sagan af Hróbjarti Hetti
Og
kðppum hans.
Streingleikasaga frá 13. öid. Samansettá norrænu
eftir fornum streingleikakvæðum enskum, úngum
mönnum og gömlum til skapfelllegrar skemtunar af
Jóani Austfirðíng.
Þessi bók kom út í Rvík í fyrra og er, eins og
segir í fyrirsögninni, rituð eftir enskum þjóðkvæðum
um Hróbjart Hött (Robin Hood). Hann er álíka
þjóðhetja hjá Einglendíngum og Grettir hjá okkur
og var uppi á 13. öld. Eiga Einglendíngar fjölda af
kvæðum og þjóðsögum um hann. Sum eru æfagöm-
ul, en síðan hefur hlaðist utan um þau ýmislegur
þjóðsagnaskáldskapur. Einglendíngar hafa miklar
mætur á æfintýrunum um Hróbjart Hött.
Þessi þýðíng er gerð af Jóni Ólafssyni og heíur
hann haldið henni í riddarasögustíl og tekist það
vel frá upphafi til enda. Þetta ri ddarasögumál kast-
ar íslenskum blæ yfir frásöguna og gerir hana fyrir
„Segðu strax hvað það er, án nokkurs fortnála",
sagði hún með ákefð.
„Presturinn er orðinn úti", sagði Gunnar og
gleymdi að halda við hátíðasvipnum. „Hann hlýtur
að hafa ekið í hring hvað eftir annað, því þeir fundu
hann lángt frá veginum úti á sljettunni. Bæði hest-
urinn og hann eru dauðir, Presturinn sat í kerrtmni
og hjelt taumnum í hendinni, þegar þeir fundu hann.
I öðrum vetlíngnurn fundu þeir þennan miða." Hann
rjetti prestskonunni miðann.
Þetta var þá lausnin - hin hræðilega lausn á því,
sem hún hafði svo leingi lnigsað um. Hún studdi
sig við borðröndina og það var nærri liðiðyfir hana.
Hún kastaði auga á brjefið og á því stóð skrifað ineð
óljósri blýantsskrift: „Það er ófrávíkjanleg sannfær-
íng mín, að kápan hafi verið úr úlfaldahári."
Endir.
íslenskum augum eðlilegri en ella hefði orðið, af því
að efnið er fornt og líkist efni riddarasagnanna
gömlu.
Bókin er skemtileg og vel va)in handa börnum
og únglíngum til lesturs. Hún er 132 bls. í litlu
broti og útgáfan vönduð.
'Z’---<S^v'~''e>
Niels R- Finsen-
Nýlega er komin út í Khöfn bók eftir hann um ljós-
lækníngar og árángurinn sem til þessa hefur orðið
af þeim. Titillinn er „Om Belcæmpelse af Lupus vulga-
ris" og bókin er gefin út af Gyldendals bókaverslun.
Hún er með mörgum myndurn af sjúklíngunum
fyrir og eftir læknínguna og „eru þær," segir „Poli-
tíken," „ljós vottur um, hve blessunarrík áhrif upp-
götvun Finsens hefur haft fyrir hina mörgu lúpus-
sjúklínga sem voru hjer í landinu fyrir 6—7 árum,
Og myndirnar sýna ljóst, hve Iækníngaaðferð þessi
er ágæt í alla staði, svo að undarlegt má vírðast að
hver þjóð um sig skuli ekki hafa komið upp hjá
sjer ljóslækníngaspítala, þar sem ljóslækníngar Firi-
sens eru nú orðnar kunnar læknum og vísindamönn-
um um allan hinn mentaða heim.
Síðan í nóv. 1895 hafa 804 sjúklíngar verið á spít-
alanum. Af þeim ’nafa - þegar undanteknir eru um
50, sem farið hafa burt af spítalanum áður en tími
þeirra var útrunninn — 94 pc. feingið meiri eða
minni bætur á sjúkdómi sínum. Þeir sem eingar
bætur hafa feingið eru menn sem búnir hafa
verið að gánga með sjúkdóminn í 10—50 ár. Á
þeim hefur hann verið orðinn svo magnaður, að
hann er ólæknandi."
Blaðið skýrir einnig frá, að innan skamms sje
væntanlegt frá Finsen síórí rit um ijóslækníngarnar.
<§*&<>■
Fisksalan erlendis-
— o—
Fisksöluhorfur í útlöndum eru, sem stendur,
allt annað en glæsllegar. Það er sama sagan
sem í fyrra, að fiskurinn fer að falla þegar
fram í ágúst kemur, einmitt þegar íslenski
fiskurinn fer sem óðast að berast á marka-
inn.
Þetta nær einkum til Spánarfisksins, og eru
orsakirnar samtök fiskikaupmanna í Barcelona.
Eins og kunnugt er gerðu þeir, fyrir 2—3
árum, þann samning við verslunarfjelagið
Copeland og Berrie í Lieth, að fjelag þetta
skyldi kaupa fisk fyrir þá hjer á landi, og
halda úti fiskiskipum fyrir þeirra reikning, og
er það hin svonefnda »Asgeirs Sigurðssonarút-
[ gerð.»
Inn í samtök þessi hafa kaupmenn í Barce-
j lona gert sjer mjög mikið far um að fá sem
j flesta, helst alla meiri háttar fiskikaupmenn á
Spáni, og er tilgángurinn sá, að geta svo
sjálfir skapað markaðsverðið, og gætt þess, að
i hafa það sem lægst.
Enn sem komið er hafa þó kaupmenn í
Bylbao staðið fyrir utan samtök þessi, og
i það eru þeir, sem keyft hafa megnið af mál-
j fiski þeim, er þegar hefur verið seldur til
j Spánar.
Barcelona-kaupmennirnir láta sjer á hinn
bóginn mjög hægt, og vilja ekki kaupa, nema
121
120