Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 4

Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 4
4 | B J A R K.I. Austra-góðgæti. —o — Örverpi má heita ritstjórnargrein í 29 tbl. Austra þ. á. með yfirskriftinni: Hvalveiðamálið. Öll gagnrýni ritstjórans á þíngkveðju hvala- mannanna í sumar lendir í olbogaskotum til þeirra, er andæft hafa hvalamálsspeki hans áð- ur. Skarpskyggni hans eygði ekki þau atriði þíngkveðjunnar, sem hægt var að hrekja, held- ur vefeingir hann blátt áfram það í skýrslu hvalamanna, er allir kunnugir menn vita að er dagsanna. Ritstjórinn er bersýnilega orðinu veill í trúnni á ágæti kenníngar sinnar og fátækur af góðum ástæðum, enaa þarf meira en smáræðis forða af heimspeki og lögvísi til að bjarga v:ð í almenníngsálitinu öllum hans hvrdamáls-pott- ■brotum. Útspil hans er nú eins og vant er: Hnjóðs- yrði til þeirra, er aðra skoðun hafa á málinu, og rángfærsla og hártoganir á orðum þeirra, ósannur þvættíngur um óskylt efni, margjapl- aðar Og marklausar staðhæfíngar um það sem hann ekki þekkir og moðreykur í augu þeirra sem ekkert sjá eða vilja sjá; en trompás hans er þó sú aðdróttun að mótstöðumönnunum, að þeir sjeu keyptir til að tala máli hvalamanna, — hugmynd, sem eingan þarf að furða þó fæð- ist í höfði Skafta. Flestir muna víst kenníngu Austra frá í fyrra um að allt fiskilíf hyrfi úr þeim fjörðum, er í væri hvalstöðvar; en svo hefur þessu fjarri farið í sumar, að á Mjóafirði og Norð- firðí hefur eingu miður veiðst síld og fiskur en á hinum fjörðunum. — Austri hefur enn fremur haldið því fram, að hvalurinn smali síidinni af hafinu inn á firði og vi'kur, en nú nýlega fræðir hann lesendur sína um mikla síldargaungu austan og norðanlands, — — og einginn hvalur þó með! Þá er og spádómur gamla mannsins um bjargarskort sjómanna hjer umhverfis, er óhjá- kvæmil. leiði af hvalveiðinni; — hann virðist eftir reynslu þessa sumars ætla að kafna á óþægi- legum stað, — og svona fellur hver máttar- viður af öðrum úr þessu hvalamáls her- virki. ' Ótrúlega djúpt hefur Skafti gamli kafað eftir tilvitnunum um síldveiði á Mjáaf. 1880 og kynni mín af henni hjer og á Norðfirði; en heimildirnar hafa svikið. Við Kolableikseyri hefur aldrei verið dregið fyrir 2000 síldar- tunnur í einu. Fyrir innan Ask«es hafa aldr- ei feingist 6000 tunnur í einum ádrætti, held- ur er önnur talan tífölduð og hin nær tvöföid- uð. í Norðfirði hefi jeg aldrei átt heimili, aldrei sjeð síld veidda þar í nót og því sísf sjeð hval reka þar síld af hafi uþþ í vörpu. Það sem karlfuglinn hefur um þetta sagt er þjóðsagnamyndun á lágu stígi. A Mjóafirði og Eyjafirði hefi jeg oftsinnis sjeð varpað síldarnót, jafnvel tekið þátt í því sjálfur, en sjaldnast hafa hvalir verið þar nærri — stundum þó smáhvalir og eitt skifti stór- hvalir svo jeg muni; aftur hefur tíðast orðið vart við vöður af þorski eða ufsa í nánd- inni, Sambandið milli landshlutar hj er af síld 1880 og alþíngisávarps hvalamannanna í sum- ar er ekki vel ljóst; að því er hálfgert lagga- bragð hjá gamla manninum, en milli línanna má lesa óvild hans til mín og er honum þar nokkur vorkunn. Jeg hef aldrei komist svo hátt í heiminum að hljóta hylli Austra, eða verða kaupandi hans, en jafnan verið lítiltrúaður á heiðarleik blaðsins, — og nú í seinni tíð átt þátt ( að hrekja æsíngatilraunir þess í hval- veiðamálinu. Þetta svellur í gamla manninum, en ástæðulaust er að kenna mjer um, þótt ein- hver gróðahnykkur hans við hvalveiðamenn kunni að hafa misheppnast, og heldur ekki get jeg gjört að því, þótt almenníngur sje far- inn að tapa smekk fyrir Austra og ýmsa væmi við tvískinnúng hans. En allír geta skilið, hv'e þúngt muni falla gömlum manni, sem bú- ist heíur við að verða spámaður heils lands- fjórðúngs, að hrynja niður af þessum sólbjarta hugmyndahimni og niður í djúp hins kaldranalega veruleika, þar sem allur þorri hugsandi manna virðir að vettugi hans beitivinds-pólitík og hvalamálsspádóma. Mjög tamt vopn hjá Skafta er aðdróttunin að mótstöðumönnunum um að þeir þiggimútur til að halda fram röngu máli, hugsun sem sjald- an er fjærlæg mútuþægum sálum, jafnt meið- andi fyrir ímyndaða mútuveitendur sem þiggj- endur. Hann beinir þessu nú einkum að B. Sæmundssyni og mjer, og tel jeg ekki ómaks- ins vert að verja mig fyrir slíkum getsökum úr þeirri átf, og það því síður sem jeg einmitt { hvalveiðamálinu hefi haldið fram andvígri stefnu við hvalamenn, stefnu sem alþíngi í sumar hefir að mörgu leyti aðhyllst. Hitt tel jeg illa farið, ef almenningur lætur annan eins mann og Skafta Jósefsson vekja tortryggni gegn B. Sæmundssyni og rannsóknarstarfi hans, sem vissu- lega er eftir bestu vitund framkvæmt og oss margfallt þarfara en öll Austra-pólitík frá upp- hafi. Að eltast við allar öfgar og hártoganir í nefndri Austragrein er vissulega ekki til- vinnandi. Það er óskiljanlegt að hún gjöri mikla »lukku«, og vart er það að ósk þeirra, sem þágu hjálp af hvalamönnunum mjófirsku í harð- indunum í vor og síðar á sumfinu byrgðir af hval ókeypis, að Skafti skopast að hvalgjöfun- um, — hann — sem sjálfur þág hvalsendingu að gjöf, en Ijest hafa skift henni meðal fátæk- ra. Að gefnu tilefni í nefndri Austragrein og oft áður skal þess getið um flotstöðvaveiðina við Bjarnarey, að hún — gagnstætt því sem Austri segir — befir geingið mjög vel alian síðari þiuta vertíðlrinnar, en styrðlega framan af vegna Ijelegs útbúnaðar og vantandi reynslu. Eftir því sem »Aftenposten« skýrir frá hefir nær eingöngu veiðst bláhvalur (63) og þess’ byrjun tekist betur en á horfðist í fyrstu. Það er því dálítið hæpið að byggja á upplýsíngum gamla Skafta um stormana og ókyrðina á ís- landshafi, sem aftri þar slíkum veiðum. Eg skal að endíngu nota tækifærið og taka það fram, að þótt meðferð þíngsins í sumar á hvalveiðamálinu vásri eigi alls kostar óheppileg, þá gjörði það þó einga tilraun til að takmarka veiðina og treina lífið í þessum lángarðvænleg- ustu veiðidýrum, — jeg tel ekki vetrarfriðun- ina í landhelgi. — Hjaltlendíngar eru oss þar hyggnari. Hjá þeim hafa 2 hvalveiðafjelög stund- að veiði í sumar með mjög góðum árángri eftir því sem »Verdens Gang« 26. Ágúst skýrirfrá, en þeir bönnuðu að veiða örara en svo, aðhval- stöðin hefði undan að hagnýta veiðina. Læt jeg svo úttalað um þetta að sinni og kveð Skafta minn með allri skyldugri virðingu. Heirpa 6. Oktober 1903. S'v. Ólafsson. Til Þorsteins Erlíngjssonar Nú er Þorsteínn þagnaður, það er mesti skaði. Sá var skáldasiklíngur sjaldan neðst á blaði. Það er mönnum þýngsta raun, því vill trúa einginn, ef hin skitnu skáldalaun skemmt hafa í honum dreinginn. L. (<íf Bessastaðaför. —o— I. Jeg brá mjer suður að Bessastöðum um dag- inn. Það er besc jeg segi þjer söguna af þviý °g byrja jeg þá á upphafinu, eins og mjer er tamast. Við vorum tvö í förinni eins og þú getur skilið og höfðum ráðgert ferðalagið nokkra mánuði, svo það kom hreint ekki á okkur eins og skúr úr heiðríkju. Við völdum sjóleiðina og stefndum því fyrst suður kirkjugarðsstíg. Hann heitir nú Suðurgata, síðan hann var skírð- ur upp. Svo lögðum við á melana og segir ekki af ferðum okkar fyr en við komum suður á Grímsstaðaholt. Þar er víðsýnt og gott að iitast um. Paðan sjer yfir suðurbygð nessins, Skerjafjörð og Álftanes. Hjernamegin á Sel- tjarnarnesi er mikið fagurt og miklu grösugra en norðan á því. Á Grímsstöðum eru stór tún sem hallar móti suðri, og eins er í Skildínga- nesi. Þar kvað Sigurður póstmeistari hafa sumarbústað og myndarbú. Jeg hef aldreivit- að fyr hvað öll húsin og bæirnir heita milli Skildínganess og Grímsstaða, en nú voru mjer sögð nöfn á mörgum þeirra, en farin eru þau nú aftur, nema á Þormóðsstöðum, því þar beið okkar í vörinni bátur frá Skúla Thoroddsen; það var flutníngsbátur, sexæríngur stór, en fallegur og rennilegur og Ijettur, því prentarar Skúla, sem fluttu okkur, settu hann upp og fram tveir. Núna ýtti jeg reyndar á eftir, svo kunnugir menn vilja kannski segja, að þeir hafi ekki verið alveg einir í þetta sinh prent- ararnir. Við fórum svo upp f og á flot og hjeldum út á Skerjafjörð, sem var Ijósgrár eins og loft- ið og með ofurlitlum vindbárum, því svo lítið kul var svo við settum strax upp segl og var þá eins og golan færi að herða sig, því við feingum svo fljóta ferð, að við sigldum yfir á í 8 mínútum og fórum á land í Skansinum, því útfall var, svo við komumst ekki inn í Bessa- staðatjörn, því hún er þur um fjöru. Skans- inn er á nesinu austan við Seiluna og heitir

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.