Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 1

Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 1
BJARKI ¥111,39-40 I Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. I borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Seyðisfirði 22. okt Uppsögn skrifl., ógild nema komin | sje til útg. fyrir l.okt. og kaupandi I J Q02 sje þá skuldlaus við b'aðið. 1 s O NÝJA TESTAMENTIÐ MEÐ MYNDUM. Margur befur lengi óskað eftir að geta fengið nýja testamentið í lítilli, bandhægri útgáfu. Nú er slík útgáfa út komin. Stærð bókarinnar að eins hér um bil 4x5^2 þuml. Þykkt tæpir 3/4 þuml. Fjöldi litmynda. Bandið einkar-skrautlegt, Verð kr. 1.50 til 5.00 eftir gæðum bandsins. Sama útgáfa án mynda fæst einnig og er verðið 50 au. lægra á hverju eint. Til sölu hjá D. ÖSTI.UND, Seyðisfirði. *7 0 Q Q Stúkcit1 y- Aldarhvöt no. 72» • heldat fand í hinu nýa húsi sína á Báðareyrí á hverjam sunnudegi kl. 4 síðdegis. —- Meðlimir mæti. Nýir meðlimir velkomniir. Ti! augiýsenda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum Bjarka og semur um verð á þeim. Borgim fyrir allar auglýsíngar í blaðinu á að greiða til hr. Östlunds, en ekki til mín. Þorsteinn Gíslason. Líkneski Snorra Sturlusonar. — o— Fjallkonan kom nýlega fram með þá dreingi- legu uppástúngu að vjer Íslendíngar reyndum að eignast standmynd Snorra Sturlusonar, sem Einar Jónsson myndhöggvari hefur unnið að undanfarið, og talin er listaverk. Blaðið getur þess jafnframt, að Einar geri myndastyttuna fala fyrir 8000 krónur, ef hún verði reist á ættlandi hans. Svo sem kunnugt er skín eingin stjarna jafn fagurlega á bókmenntahimni Islands út um menntaða heiminn eins og nafn Snorra, en ekki er óalgeingt í útlöndum að telja hann Norðmann og sagnaföður Norðmanna. Þennan misskilning þarf að leiðrjetta. Vjer verðum að sýna í verkinu, að vjer og engir aðrir — eigum þetta afarmenni fornaldarinnar, þennan bókmentaberserk, stjórnkænskumann og stór- höfðíngja, sem getið hefur sjer ódauðlegt nafn í sögunni og sem fleytt hefur á arnarvængj- um veg og virðíngu Islands út um heiminn gegnum myrkur og galdra miðaldanna allt fram á þennan dag. Kornúngur las jeg sögu Snorra og um hans hermilegu æfilok og oft hefi jeg síðan dáðst að fjölhæfni og fróðleik þessa snillíngs og minnst hans með lotníngu. Fjallkonugreinin var mjer því mjög hugðnæm, og jeg fór þegar að hugsa um, hvort jeg gæti nokkuð stutt þessa uppá- stúngu, — en — mig vantaði afl framkvæmd- anna — peníngana, og fann að hjer átti mörg hönd að vinna ljett verk. Rjett eftir að mjer barst Fjallkonublaðið heimsótti jeg H. Ellefsen hvalveiðamann, og hitti svo á, að hann var að blaða í nýkomnum Fjallkonublöðum. Hann rakst fljótlega á hina umræddu grein. og mjer til mikillar ánægju heyrði jeg, að hann var uppástúngunni hlynnt- ur. Við áttum tal um þetta og spurði jeg hann að skilnaði, hvort jeg mætti nefna nafn hans í sambandi við áskorun um samskot til minnisvarðans. Hann kvað já við með áherslu, sagði sjer ánægju að mega taka þátt í kostn- aðinum og áskilja það eitt, að myndarstyttan yrði reist í Reykjavík, en að sjálfsögðu ætti Island að eignast listaverkið. Síðan hefi jeg talfært þetta við ýmsa sveit- únga mína, og einginn er sá enn, að ekki viiji fúslega styðja svo þjóðlegt fyrirtæki. Almenn hluttaka í þessu ætti að geta feng- ist og væri líka skemmtilegust, verkið þannig ljettast og minníngu Snorra og listfeingi og dugnaði Einars mestur sómi sýndur. Þessa tvöföldu skyldu eigum vjer dreingilega að rækja og mæta Einari á miðri leið, sem með óþreytandi elju hefur unnið að mennt sinni og grafið gull úr jörðu. En valinkunnir menn í Reykjavík ættu að standa fyrir framkvæmdum verksins og þar ætti að hefja samskotin. Eg leyfi mjer því að skora á sagnavini í Reykjavík og aðra, sem geta verið mjer sam- dóma um nytsemi þessa fyrirtækis, að efna til samskota til þess að reisa myndarstyttu Snorra Sturlusonar þar svo fljótt sem hún verður full- gjör frá hendi myndasmiðsins og, að auglýsa sem fyrst í blöðunum nöfn forstöðumanna og fyrirætlanir þeirra. Það er ætlun mín, að í hverri sveit lands- ins sjeu fleiri eða færri menn, sem meta kunna verk Snorra, eins og líka áhuga myndasmiðs- ins, og jeg get fullvissað um einhverja hlut- töku hjer að austan. Jeg kann svo höfðíngs- lund H. Ellefsens, að ekki láti hann fyrirtækið fyrir fjárskort daga uppi á miðri leið; en þar liggur sómi vor Íslendínga við, að vjer drög- uin oss eigi hjer í hlje og látum útlenda menn eina um að vinna það verk, sem oss er öilum skyldara. Firði, Mjóaf. 6. okt. 1903. Sv. Ólafsson. Búnaðarfundur Fljótsdalshjeraðs, —o— A síðastliðnu vori sendi síra Einar Þórðar- son í Hofteigi áskorun til búnaðarfjela í Fljóts- dalshjeraði þess efnis að þau kysu fulltrúa til þess að mæta á sameiginlegum fundi þar sem ræða skyldi um samband búnaðarfjelaganna og fleira. Fundur þessi var haldinn á Eiðum 8 okt. 1903 og voru mættir fulltrúar frá þess- um búnaðarfjel.: Frá Búnaðarfjel. Skriðdals- hrepps 2 fulltrúar, frá Búnaðarfjel. Vallahrepps 1 fulltr. frá Búnaðarfjel. Eiðahrepps I. fulltr. frá Búnaðarfjel. Túnguhrepps I fulltr. frá Bún- aðarfjel. Jökuldalshrepps I fulltrúi. -— I full- trúi var forfallaður. Fundarboðandinn, fulltrúi Búnaðarfjelags Jök- uldals, setti fundinn og skoraði á fulltrúana að kjósa fundarstjóra og skrifara. Fundarstjóri var kosinn sjera M. BI. Jónsson í Vallanesi og skrifari Jón kennari Jónsson á Eiðum. Sjera Einar Þórðarson skýrði frá tilgángi fundarins og hvaða’málefni yrðu á dagskrá. Þá var tekið fyrir: 1. Fyrirkomulag á sambandi búnaðarfjelaga á Fljótsdalshjeraði. Fundarstjóri bar undir atkvæði: »A að mynda samband af búnaðarfjelögum á Fljótsdalshjeraði.« Það var samþyKkt í einu hljóði. Fundurinn ákvað, að væntanlegri framkvæmd- arnefnd sambandsfjelagsins verði falið að leita álits hinna einstöku búnaðarfjelaga um fjár- framlög til sambandsins, taldi nauðsynlegt að sambandsfjelagið hefði umráð yfir föstum fjártillögum, sömuleiðis er framkvæmdanefnd- inni falið að leita eftir því við hreppa og sýslu- nefndir á fjelagssvæðinu, hvo: t ekki mundi fá- anlegur styrkur til hins væntanlega sambands- fjelags. 2. Kvnbœtur og Sýníngar. Samþykkt var með öllum atkvæðum að eitt hið fyrsta sem Búnaðarsambandið hefði til meðferðar og ynni að væH kynbætur og sýníngar á búpeníngi. Samþykkt var einnig að framkvæmdarnefnd Búnaðarsambandsins verði falið að hún í Sam- ráði við kynbótaráðanaut, Guðjón Guðmundsson, undirbúi myndarlegar búfjársýningar, helst næsta vor. 3. Fjclagsplœgíng- Tillaga frá fuiltrúa Bún- aðarfjelags Jökuldals: »Að leitað sje álitsbún- aðarfjelaga nm, hve rnikið verkefni mundi fást fyrir plógmann í þeirra umdæmum, og reynist verkefnið mikið, er framkvæmdanefnd- inni fafið að útvega góðan plógmann er taki að sjer plægíngarnar fyrir vissa borgun á hverja dagsláttu.« Var samþykkt í einu hljóði. 4. Mjaltakensla. Tillaga frá fulltrúa Bún- aðarfjelags Jökuldalshrepps: »Búnaðarsambandið

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.