Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 5

Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 5
BJ ARKI. 5 svo, af því Danir á Bessastöðum bygðu sjer þar virki á sautjándu öldinni til varnar höfn- inni og bænum og settu byssur á og þar voru þær þángað til Jörundur konúngur ljet flytja þær til Reykjavikur 1809. Skansinn var bygð- ur eftir það að Tyrkir heimsóttu Holgeir Rós- enkrans höfuðsmann 1627 og þó ekki fyr en nokkru síðar, því Holgeir heitinn komst ekki leingra en það, að hann hlóð skreiðarböggum undir byssur sínar og Ijet bíða þar söðlaðan hest sem hann gæti flúið á, segir Espólín. Við stigum nú þarna á land, kvöddum pilt- ana og þökkuðum þeim góða skemtun á sigl- íngunni. Við geingum svo heim nesið og stefndum á staðinn. Það er gildur kvarttíma gángur um smáþýfða móa austan við tjörnina. Það undr- ar mig, hvílíkan aragrúa at kríu- og kríuúnga- rytjum þar var að sjá, því alstaðar voru beina_ grindur, vængir og fjaðra- og fiður-tætíngur. Annað skildi jeg heldur ekki af hverju stafaðii það var gaddavírsvfggirðíng sem sneið af dálitla grasreim austan tjarnar. Varnargarður gat það ekki verið, því þar var ekkert að verja. Við fórum nú framhjá þessum ósvöruðu spurn- íngum og hjeldum heim. Þar var þá fyrst innan við túngarðinn gríð- arstórt timburhús með 4 eða 5 stórum glugg- um og var jeg leingi á leiðinni að geta mjer til, hvað gert væri við það. En þegar jeg kom nær sá jeg að á því voru fernar dyr og voldugur haugur fyrir framan, og sá jeg því að þetta var fjárhús, og þá varð jeg hlessa. Svo fórum við heim að húsinu, eða höllinni, sem rjettara væri að kalla þetta stórhýsi, sem þar er á Bessastöðum. Skúli bóndi,var úti og tók mannlega á móti, en kvað ökkur ekki fara kunnuglega, því við geingum rjett yfir hland- forina og vorum við þá að spássera yfir gríð- armikið fjalagólf þar að húsabaki, sem vel mætti halda dansleik á og gætu þar hæglega verið 20 pör á í einu. Jeg spurði Skúla undir eins um kríudrápio og gaddavírinn; sagði hann að bæði dræpi fálkinn kríurnar, en einkum væri rottan þeim skæður óvinur og myndi eiga þar flesta hams- ana. Nú kom frú Teódora út, og þegar við vor- um öll búin að heilsast og þakka fyrir gamalt °g g°tt, náði jeg aftur í gaddavírinn og sagði Skúli þá, að það væri verk bánkastjórans, því hjer á árunum, þegar hann ætlaði að gera tjörnina að þurkví, þá hefði hann áskilið sjer þessa ræmu meðfram tjöriiinni og gaddvírað hana. Einhver hefði nú látið sjer nægja tvo eða þrjá stólpa eins og landamerld, en þetta var vissara til að tapa ekki sneiðinni, enda er hún þar kyr. Svo var geingið inn og kom þá upp úr kaf- inu að klukkan á Bessastöðum var hálf 6 en mín ekki nema hálf 4. Það var einmitt mun- urinn sem á að vera á búmannsklukku og klukkunum hinna, sem eru af sama sauðahúsi og jeg. En af þessu leiddi, að hjá okkur Reykvík- íngunum var nú liðlegamiðdegisverðartímþen lfkl. búið að borða hann hjer svo sem fyrir þrem stundum, svo jeg fór snöggvast að brjóta upp á því, svona við sjálfan mig, hvernig mjer lit- ist á að bíða eftir kvöldverðinum svo sem tvo þrjá tíma og jók sú hugsun heldur á sultinn, en til allrar mildi sagði hósbóndinn í sama bili eitthvað á þá leið, að það myndi líklega vera matmálstími hjá okkur Reykvíkíngunum, því með okkur yrði víst að fara eftir okkar klukku, og þó mjer hafi oft þótt Skúla bónda segjast vel, bæði innan þíngs og utan, þá fannst mjer þó til, hve þetta var vel mælt og viturlega. Jeg fór að rifja upp fyrir mjer, hvort mjer hefði hrotið nokkurt orð, sem hann eða þau hjónin hefðu getað ráðið af, að jeg væri matlyst- ugur, en jeg má fullyrða að það var ekki, því bæði var jeg fastráðinn í að bera mig eins og hetja fram að kvöldverði og svo sá jeg, að allt var undirbúið, og það sannfærði mig alveg. Meðan verið var að búa út rnatinn, sýndi bóndi okkur húsið og kem jeg síðar að því. Það stóðst á endum, að þegar að húsið var sjeð var maturinn á borðinu. Jeg er ekkert að greina það til hvað fyrir sig, sem við borðuð- um á Bessastöðum, en ekki hetði jeg á móti að vera þar í kosti dálítið, það stend jeg við. II. Eftir mat fór jeg út og fór að litast utfi á höfðíngjasetrinu. Jeg hef komið að Bessastöðum áður, það var fyrir 8 árum. Þá var Grfmur þar og þau hjón. Þá reið jeg þángað með Guðmundi lækni Hannessyni og þá sá jeg staðinn fyrsta sinn. Þar hagar svo landslagi, að vogur geingur suður í Alftanesið úr Skerjafirði innan- verðum og beygir við í olboga til vesturs og skerst lángt vestur í nesið. Nær botni hans vestur frá geingur Bessastaðatjörn inn í nesið að norðan, og nær nærri því suður að vogs- botninum og aðeins mjótt eiði á ' milli um flóð, svo nærri liggur að þessi skagi, semtjörn- in og vogurinn klippa þar út úr Alftanesinu, sje hólmi, með Skerjafjörð að norðan, voginn að austan og sunnan og Bessastaðatjörnina að vestan, nema þetta eyði syðst. Þessi hólmi er kallaður Bessastaðanes. Þetta er ekki svo víðáttumikið land, en það er ágætt beitarland og nær sjálfvarið. Nesið er fallegt, þurrlent og hæðótt og hæst inn við tjörnina og þar stendur bærinn, en lángur túnrani geingur þaðan vestur með tjarnarbotninum og að lægð- inni, þar sem mjóst er eiðið. Þar er túngarð- ur yfrum þvert, sem öllu kviku ver í Bessa- staðanes, því sem heima bóndi vill ekki hafa þar. Reyndar sá jeg ekki garðinn nema lángt tilsýndar, svo ef þetta er ekki satt, þá getur það að minnsta kosti verið skáldaleyfi, og móti því gagnast eingin vitni. Vestast húsanna stendur kirkjan, og kirkju- garður um kríng, en næst fyrir austan stend- ur íbúðarhúsið og sljett grasflöt á milli. Það snýr frá norðri til suðurs, en höfuðinngángur á vesturhlið. Það er mikil og ramgjör stein- byggíng með afarþykkum veggjum og getur vafalaust staðið enn öldum saman. Það er einlofta og rishátt og sneitt af báðum gafl- hlöðum og kvistlaust var það til þess, er Skúli kom þángað, en hann hefur sett á það 20 álna kvist um þvert húsið. Um stærð hússins spurði jeg ekki, en á að geta er það 32—3 ál«a lángt og 15 til 16 álna breitt. Það var málað ljós- grátt að utan en þakið rautt og svo er á öll- uin húsum hjer og kvistur og þak járnvarið, því kvisturinn er úr timbri. Fordyrið í hús- inu þegar inn er komið er stórt sem salur og hefur verið svo frá fornu. Þar heldur únga fólkið stundum dansleika og hefur gott rúm. Við vestri hliðina í suðurendanum hefur hús- bóndinn og ritstjóri Þjóðviljans skrifstofu sína og hefur þar gott rúm. Þar eru og haldnir sveitarstjórnarfundir, því Bessastaðabóndinn er oddviti. Þar innar af er og önnur stofa, þar sem bóndi hefur bækur sínar og fleira, og kallaði jeg þar það »allra helgasta.« Á kvistinum til vesturhliðarinnar er stór sal- ur í miðju, en tvær stofur út úr, sín við hvorn enda. Öll víddin er 20 álnir og svarar því, að miðstofan sje þá 10. Þar er fegurst í hús- inu bæði húsbúnaður og útsjón, því þaðan sjest vestur yfir állt nesið og blasa þar næst við í hæðunum hinu megin við eiðið Eyvindarstaðir beint á móti. Þar bjó Sveinbjörn Egilsson. Og litlu sunnar Sviðholt, þar sem Björn Gunnlögs- son bjó. Kirkjan skemmir dálítið útsýnið, og óprýði hjeðan að bakhluta hennar og prýkkaði við það á Bessastöðum ef hún færi, og er hún þó sjálf ekki Ijót. Hjer eru í húsinu 16 her- bergi, sem búið er í, en als eru þau 18 eða 20, og mun það mesti og rúmbesti prívat- mannsbústaður hjer á landi, því herbergin eru öll stór og stigar breiðir, en gángar ekki mjórri en svo, að heybandslestir gætu mætst á þeim öllum saman. Það brá mjer mest við úr rángalaþreingslunum í Reykjavík. Allt er hjer vandað og af bestu faungum, bæði hús og búnaður ogekkert til sparað, t. d. skal jeg nefna, að Skúli Ijet smið á ísafirði smíða skrá fyrir húsið, stórfeingilega með mikl- um koparhúnum og kostaði 50 krónur. Nöfn á stofum minna hjer enn á forna daga. Skólastofurnar voru í suðurendanum að aust- anverðu, Efri- og Neðri-bekkur. Nú sofa hjón- in í Efribekk og er geingið inn í hann úr Neðribekk, og hefur Gröndal sagt mjer, að það hafi verið siður efribekkínga, að skella svo hart millihurðinni hvert sinn, sem um var geing- ið, að undir tók í öllu húsinu. Gerðu efri- bekkíngar það til þess að láta neðribekkínga heyra, að þeir geingi um. Stofur þessar standa með öllum ummerkj- um nema hvað allt er nú fágað og prýtt. en skuggaicgar hafa þær alltaf verið, og þakkað myndi fyrir þá birtu nú í vorum skólum, ekki síður en kennarar myndu nú helst viija vera lausir við að gánga á morgnana í myrkri og hverju veðri vestan frá Eyvindarstöðum og Sviðholti, eins og þeir Bessastaðamenn. Uppi á loftinu í suðurendanum heitir enn Amtmannssonaloft. Það eru tvö herbergi og sýnast óbreytt frá því, sem þau voru gerð í öndverðu og líklega kend við syni Ólafs Ste- fánssonar amtmanns og stiftamtmanns. En hús- ið Ijet Magnús Amtmaður Gíslason byggja um 1760, litlu síðar en Skúli fógeti ljet byggja Viðeyjarstofuna. Húsið stóð þar nær óbreytt til þess er Skúli bóndi setti kvistinn mikla á það eins og áður er sagt. Við skoðuðum kirkjuna um kvöldið; það er æði stór steinkirkja, og vel dubbuð utan og innan, en ekki að öðru leyti frábrugðin því, sem kirkjur eru flestar, nema hvað gángur framkirkjunnar er settur tígulsteinum, reistum á rönd. I’ar er og mynd af Páli Stígssyni höfuðsmanni (1559—66) höggvin á mikla marm- arahellu sem hlaðin er í múrinn fyrir innan kórdyr að norðanverðu og því sett þar þegar

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.