Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 7

Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 7
BJARKI. 7 ið á æfi sinni,« eins og hann sjálfur komst að orði þegar hann vaknaði. Frú Sandres og Saval geingu á meðan eft- ir fljótsbökkunum og leiddust. Hún studdist við hann. »Kæri vinur, mjer finnst alveg eins °g Je& gsnga 1 leiðslu,* sagði hún hlægjandi. Hann leit á hana og skalf inn að hjartarótum. Hann fölnaði, því hann hjelt að í tillitinu hefði girndin komið um of fram og, að skjálftinn á handleggnum opínberaði, hve sterk tilfinníng hans var. Hún batt sjer kórónu úr sefstráum og blóm- um og sagði: »Hvernig lýst yður á mig með þetta?« Hann svaraði eingu, gat ekki talað; hann hafði helst laungun til að falla á knje. Hún hló, en dálítið gremjulega. »Drottinn minn góður, hvað þjer eruó heimskur,« sagði hún; »þjer gætuð þó að minnsta kosti sagt eitthvaðU Hann hefði getað grátið, en hann gat eingu orði upp komið. Hann mundi allt þetta eins nákvæmlega og það væri nýskeð. Hversvegna hafði hún sagt: »En hvað þjer eruð heimskur!* Hann mundi hvernig hún hafði hallað sjer upp að honum. Og þegar þau geingu undir bognu trje, sem slútti framyfir þau, fann hann að eyrað á henni straukst við kinnina á hon- um. Honum datt strax í hug, að hún mundi hugsa að hann hefði gert þetta með vilja, og hann flýtti sjer að snúa höfðinu undan, Þegar hann sagði: »Nú verðum við víst að snúa við,« þá leit hún svo undarlega á hann. Það var eins og hún yrði alveg hissa. Hann hugsaði ekki út í það þá, en nú sá hann það svo glöggt. »Eins og yður þóknast, vinur minn,« sagði hún; »ef þjer eruð orðinn þreyttur, þá skulum við snúa við.« Þá svaraði hann: »Það er ekki af því að jeg sje þreyttur, en það getur varið að Sandres sje vaknaður.« Hún yfti öxlum: »Já, ef þjer haldið að maðurinn minn sje vaknaður, þá er það sjálfsagt; við skulum þá snúa við.« Þegar þau geingu til baka aftur var hún þegjandi og hallaði sjer ekki upp að honum eins og áður. En hversvegna ? Honum hafði aldreifyr dottið í hug að leggja þá spurníngu fyrir sig. En nú fanst honum þetta kasta Ijósi yfir ýmislegt, sem hann hafði aldrei áður skilið. Var því svoleiðis varið? Saval roðnaði Og reis á fætur, hrifinn eins og hann hefði verið 30 árum ýngri, leitt frú Sandres við hlið sjer og heyrt af hennar eig- in munni að hún elskaði hann. Gat það verið? Hugsunin um þetta breytti honum alveg! Gat það verið, að hann hefði ekkert sjeð, ekkert skilið ? Setjum nú svo, að því hafi verið svona var- ið; hann hafði þá geingið fram hjá hamíngj- unni án þess að grípa til hendinni og ná í hana! »Jeg verð að fá vissu mína í þessu,« sagði hann við sjálfan sig. »Jeg þoli ekki ó- vissuna; jeg verð að fá að vita það.« Hann hafði í skyndi fataskifti og sagði á meðan við sjálfan sig: Nú hef jeg tvo um sextugt og hún átta um fimmtugt, svo að nú get jeg vel spurt hana um það. Og svo gekk hann út. Hús Sandress lá í sömu götu hinumegin, nærri beint á móti. Hann gekk yfrum þáng- að, bánkaði á dyrnar og vinnukonan kom fram. Hún var hissa að sjá hann þar svo snemma dags. »Svo snemma á fótum, herra Saval,« sagði hún; »er nokkuð merkilegt á ferðum?« »Nei, stúlka mín,« svaraði hann. »En segðu frúnni að jeg verði að fá að finna hana strax, Jeg þarf að tala við hana og það er áríð- andi.« »En frúin er úti í eldhúsi að sýlta perur; hún er ekki einu sinni fullklædd.« »Já, en segið þjet henni, að það sje áríð- andi mál !« Stúlkan fór inn aftur, en Saval gekk fram og aftur um gólfið. Niðurl. næst. ~~e) 6f"" Rannsóknardðmari til þess að rannsaka þjófnaðinn á sýslumannsskrif- stofunni veturinn 1901 hefur nú verið skipaður Axel sýslumaður Tulíníus á Eskifirði, og kom hann híngað í þeim erindum með Agli á þriðjudaginn. Eins og þegar er alkunnugt vaknaði mál þetta af dvala síðastliðið sumar við framburð stúlku einnar, sem bar þjófnaðinn upp á vissa menn hjer í bænum án þess þó að geta fært fram sannanir fyrir framburði sínum. Skip- Egill kom frá útlöndum á þriðjudaginn. Meðhon- um komu auk Axels sýslum. Tuliníusar frú hans og skrifari, Jón Runólfsson, ennfremur Þórarinn Þórarins- son og Böðvar Jónsson, sem vérið hafa á Reyðarfirði um tíma. Rósa, vöruskip Gránfjelagsins, kom hjer 18. þ. m. Botnverpíngar nokkrir hafa hleyft hjer inn vegna ofveðurs útifyrir. Stjórnarskráin. 3. þ. m. var stjórnarskrárfrumvarp síðustu þínga staðfest af konúngi. En ekkert frjettist enn um það, hver hljóta muni ráðgjafatignina. Merká islands. Um leið og stjórnarskrárbreytíngin var staðfest fjekk ráðgjafi okkar_ konúng til þess að samþykkja breytíngu á merki Islands; þar á nú að koma fálki í stað flatta þorsksins og var þessi breytíng mörgutn mikið áhugamál fyrir nokkrum árum, enda er fálkinn viðkunnanlegri í merkinu en þorskurinn, þótt allar skammirnar sem yfir þorskinn hafa dunið á merkiskildinum sjeu reyndar ekkert annað en „hum- bug" og vitleysa, því eingin skepnutegund á fremur skilið viðurkenníngu Íslendínga en þorskurinn. Niðurjöfnunarneínd. I hana voru endurkosnir hjer í kaupstaðnum 12 þ. m. Kristján Kristjánsson læknir og Árni Jóhannsson sýsluskrífari. Jarðabrætumál það sem Vallahreppur og Eiðahreppur hafa átt í gegn Hjaltastaðahreppi út af jarðeigninni Kóreksstöð- um í Hjaltastaðaþinghá er nýlega dæmt í undirrjetti og Hjaltastaðahreppi þar dæmdir Kóreksstaðir sem full og óskift eign, en málskostnaður látinn niður falla. Ný hvalvelðastöð kvað eiga að koma upp í Hafnarfirði syðra og Asgeir Ásgeirsson kaupmaður á ísafirði vera forgaungumaður þess fyrirtækis, en hann er einn af stjórnendum hins danska hvalveiðafjelags sem haft hefur bækistöð sína á Uppsalaeyri við Isafjarðardjúp. Þorstelnn Erlingsson varð 45 ára 27 f. m. Þann dag voru honum send að afmælisgjöf öll rit próf. G. Brandesar í skrautbandi frá 50—60 ljóðavinum í Reykja- vík og grend. Embættl- Flateyjarlæknishjerað er veitt Magnúsi Sæ- björnssyni eand, med. frá Hrafnkellsstöðum, en Axarfjarðarhjerað Þórði Pálssyni cand. med. frá Gaulverjabæ og er hann jafnframt settur læknir í Þistilfjarðarhjeraði. Lárus Halldórsson cand. theol. er vígður prestur til Breiðabólstaðar á Skógaströnd og Jón M. Jóhannesen aðstoðaprestur til sr. Jón- asar Hallgrímssonar á Kolíreyjustað. Fjárbaðanir. Fjártala í Norðurmúlasýslu og Seyðisfjarðarkaup- stað í er haust áætluð 56,500 og eru komin híngáð 18860 pd. af tóbaki til baðanna, en 28 pottar, sem skift er niður í hreppana eftir ástæðum. Myklestað fjárkláðlæknir var hjer nýlega á ferð. Bændum er illa við fyrirskipanina um 8 daga inni- gjöf eftir böðunina og vilja annaðhvort fá því breytt, eða böðunartímanum, þ. e., að ekki verði byrjað að baða fyr en um áramót. Rausnarleg sriöf- Stórkaupmaður V. T. Thostrup í Kaupmannahöfn, sem leingi rak hjer verslun þá sem nú er eign Þór- arins kaupm. Guðmundssonar, hefur gefið Seyðisfjarð- arbæ 10,000 kr. íslands bánki. Fulltrúar hluthafanna í bánkaráði íslandsbánka eru: Arntzen hæstarjettarmálaflutníngsmaður, Andersen deildarstjóri i fjármálaráðaneytinu danska og Kjel- land Thorkildsen,formaðurCentralbánkans í Krisjaníu. Fyrir alþíngis hönd voru kosnir á alþíngi í fyrra: Sigurður Briem póstmeistari, Sigfús Eymundsson ljós-- myndari og Lárus Bjarnason sýslumaður. Ráðgjafinn er sjálfkjörinn forifiaður bánkaráðsins. 103 ára gamall maður andaðist 3. þ. m. í Hellelandssókn í Noregi, Michel T. Berge, fæddur 20. júli 1800. Hann var alltaf heilsugóður þángað til síðastliðið haust. T T jer með auglýsist, að jeg undirritaður hef # '*• keypt af umboðsmanni ekkju Sigurbjarnar sál. Ólafssouar í Teigagerði fjármark það er' hann brúkaði, sem er: hvatt fjöður fr. hægra, sílt vinstra, og er því öðrum óheimilt að brúka ofangreint fjármark. Eskifirði 7 október 1903. Quðfinnur Jónsson Sjómannaskólinn í Rönne á Bornhólmi býr sjómenn undir fiskiskipstjórapróf. Læri- sveinar sem byrja í nóvember geta venjulega tekið próf í marts.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.