Bjarki


Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 6

Bjarki - 22.10.1903, Blaðsíða 6
6 B J A RKL veggimnn var bygður, því þar var hún þegar skóli var á Bessastöðum. Það ber öllum sam- an um. A steininum er grafletur hans á latínu, eins og það er prentað í Arbókunum og Hirðstjóra- annál. Myndin sýnist vera af mögrum meðal- manni, mjóleitum og ílla limuðum. Hún er í riddarahertýgum þeirrar aldar og krínglótt plata framan á þar sem lokan ætti að vera, og er eins og maðurinn hafi ký!. Myndin er hin ógeðslegasta óprýði kirkj- unnar, en að öðru leyti á vel við að geyma hana þar sem minnisteikn danska valdsins á íslandi og Bessastöðum, því Páll Stígsson, fað- ir Stóradóms, er andlegt vesalmenni, grimmur og þræilyndur og kóngsveldinu svo trúr og íslandi svo óþarfur, sem hann hafði greind til og áræði. Að vísu má finna verri mann dansk- an á Bessastöðum, af því úr svo miklu er að velja, en Páll Stígsson sómir sjer þar vel inn- ankórs í kirkjunni. Þar undir hlerum í kór- gólfi eru nokkrir menn jarðaðir. Meðal þeirra Magnús amtmaður Gíslason, og mikill steinn yfir. Kirkjan mun vera bygð milli 1770 og 80, því 1773 veitir konúngur leyfi til að samskot- um sje safnað við hverjar kirkjudyr á landinu til þess að byggja Bessastaðakirkju úr steini, og má þá telja víst að Páll Stígsson hafi þá verið látinn rísa upp úr kórgólfinu og settur á vegginn. Áður var hjer timburkirkja Hún var seld, og segja kunnugir menn að Viða-pakkhúsið Smiths verslunar hjer í Rvík sje dómkirkjan gamla. Leiði eru fá upphlaðin eða girt og steinar fáir í garðinum. Þar undir heljarmiklu hellu- bjargi norðan kirkju eru foreldrar Gríms skálds. Á steininum stendur: Þorgrímur Tómásson 1781 — 1849 °g íngibjörg Jónsdóttir 1782—1865. Þau stóðu vel í sinni stjett. Gott mannorð skal heldur kjósa en mikinn auð. Sal. orðskv. Þetta bjarg var flutt frá Belgíu, segir Grön- dal mjer, og var nærri búið að drepa Krist- inn í Eingey og fl. sem komu því þángað, enda er það varla manna meðfæri. Ekki er það leiði girt. í*ar við hlið hans er Grímur sonur hans og girt um leiðið með járngrindum; það hefur frú Jakobína Jónsdóttir ekkja hans látið gera, og ætlar að hvíla þar hjá manni sínum og er mælt að hún segist ekki ætla að koma til Bessastaða fyr en hún fari þángað alfarin. Skamt norður og vestur af kirkjunni er há brekka niður af hólnum og snarbrött. Þar hrundu eldri skólapiltar nýsveínum ofanfyrir forðum til að reyna þá og þótti gott að stand- ast þá raun. Það var kallað að descendera, en áður voru þeir skírðir (dýpt niður höfðinu á þeim í Bessastaðatjörn upp að herðum) og svo jamberaðir (súnginn yfir þeim sálmur og svínbeigðir á meðan). Þar við brekkuna hafði Grímur þarfindahús, en nú er það burt og laut í brekkunni hálfhríngmynduð og í gras- bekkur til að sitja á; það kalla galgoparnir Grímsby. Svo var sest inn þegar dimdi og farið að skeggræða, en nokkru síðar fjölgaði gestunum, því þángað komu þá ríðandi frú Katrín Briem úr Viðey og fröken Kristrún Hallgrímsson, sem haldið hefur saungskemtanirnar hjer í Rvík með Þórði lækni Pálssyni, og með þéim Guð- mundur Finnbogason heimspekíngur. Vakan var skemtileg, samræður um allt milli himins og jarðar og jafnvel víðar farið. Menn sögðu hver öðrum drauma, draugasögur og fleira, ýmist eftir öðrum eða það, sem bor- ið hafði fyrir sjálfa þá, og sumt af því ekki svo lítið merkilegt. Þá ljek fröken Hallgríms- son kvæðalög á píanó og saung sjálf og eins; gerði hún morguninn eftir og þá minna en flestir munu hafa óskað, Því hún gerir hvor- tveggja vel. Síðan var farið að sofa. Frh, Þ. E. 'r3§Í>,-<><)§§~- Spillt lif. Eftir Gut de Maupassant. —o— Saval eða rjettara: gamli Saval, því svo var hann kallaður f Mantes, var að klæða sig. Uti var skuggalegur haustdagsmorgun; það var rigníng og blöðin voru að falla af trjánum. Saval var daufur í bragði. Hann gekk frá ofninum til gluggans og svo aftur til baka, frá glugganum til ofnsins. Svona ömurlegir dagar eru til í allra lífi. Og öll líkindi voru til þess að framtíðin færði honum marga slíka, því nú hafði hann tvo um sextugt. Hann var einn síns liðs, piparsveinn og átti einga ná- komna ættíngja á lífi. Einginn var til er gæti syrgt hann og tregað látinn. Hann leit til baka yfir líf sitt, ónýtt og innihaldslaust; hann minntist æskuáranna þeg- ar hann var heima í foreldrahúsum, síðan skól- ans, fríanna, námsáranna í París, banalegu föð- ur síns og dauða hans, Hann varð einn eftir hjá móður sinni. Þau lifðu friðsömu lífi og voru ánægð, hann úngur en hún gömul. Svo dó hún líka. Hann varð einn eftir og nú var bráðum kominn hans tími til að deyja líka, hverfa, og svo var það búið. Páil Saval að hverfa burt úr tölu jarðarinnar íbúa! Það var hræðileg hugsun ! Að aðrir hjeldu áfram að lifa, hlæja og skemta sjer, og hann ekki framar til ! Var það annars ekki undarlegt að menn skyldu geta skemt sjer, hlegið og verið kátir og vitað þó að dauðinn biði þeirra og hans gæti verið von á hverri stund. Væri hann ekki alveg vís, þá gætu menn þó vænst eftir að komast hjá hon- um, en því var ekki að heilsa — hann var ó- hjákvæmilegur, eins vís og nóttin eftir dag- inn. Ef lífið hefði þá verið innihaldsríkt! Efhann hefði komið einhverju í verk, lent í ævintýrum, lifað í glaumi og gleði, eða notið einhvers- konar ánægju! En ekkert af þessu hafði átt sjer stað. Hann hafði í eingum stórvirkjum staðið, hafði ekkert annað gert en klæða sig, matast og drekka, og hátta svo aftur, alltaf reglulega á vissum tímum. Svo hafði Iífhans liðið allt til þessa, og nú hafði hann tvo um sextugt! Hann hafði ekki einusinni gifst eins og flestir menn aðrir. Hversvegna? — Ja, hversvegna hafði hann ekki gifst? Hann átti þó aálitlar eigur, svo að vegna þess hefðihann getað það. Hafði hann aldrei feingið tækifæri til þess? — Ef til vill ekki. En þá var að skapa sjer tækifærið! Hann hafði ekki kært sig um það, ekki nent því, það var hluturinn! Kæríngarleysi hafði verið höfuðvillan í lífi hans. Eingin kona hafði einusinni elskað hann í alvöru, eingin kona nokkru sinni sofnað í al- sælu við brjóst hans. Saval sat í lestrarfrakka með fæturna á ofnristinni. Vissulega var lífi hans eytt til ónýtis. Þó hafði hann orðið ástfánginn. En það var leyni- Ieg og óhamíngjusöm ást; hann hafði, eins og vant var, ekkert gert. En hann hafði haft ást á frú Sandres, konu Sandresar fornvinar síns. Hefði hann bara þekkt hana meðan hún var úng stúlka! En hann hafði sjeð hana of seint, og þá var hún gift. Hann hefði auðvitað get- að sagt henni frá því þá fyrir því. En hvað hann hafði stöðugt elskað hana, frá því hann sá hana fyrst! Hann mundi hve hrifinn hann varð í hvert sinn sem hann mætti henni, hve honum þótti fyrir í hvert sinn sem hann skild- ist frá henni, hve mörgum vökunóttum hann hafði eytt til þess að hugsa um hana. Og hvað hún var falleg þá, fjörug, ljóshærð, inndæl og brosandi! Sandres var ekki mað- ur handa henni. Nú var hún orðin 58 ára og leit enn glaðlega og ánægjulega út. Hefði hún bara elskað hann þá! Hefði hún bara skilið hvað hann hugsaði ! En hafði hún þá aldrei tekið eftir neinu þess- konar, hafði hana aldrei grunað neitt, hafði hún aldrei orðið neins vör? — Og hvað ætli hún hefði hugsað, ef hún hefði vitað það? — Ef hann hefði sagt henni allt eins og var — hverju ætli hún hefði svarað? Saval lagði fyrir sig ótal spurníngar. Hann rakti upp allt líf sitt og reyndi að kalla fram endurminníngar um ýmis smáatvik. Hann mundi alt sem hún hafði sagt við hann, mundi málróminn og smáu, hægu brosin, sem gátu þýtt svo mikið. Og svo gaunguferðirnar meðfram Signu. Þau voru þrjú saman og borðuðu morgunverð þar úti í grasinu á sunnudögunum. Sandres hafði þá embætti í borginni. Og allt í einu mundi hann sjerstaklega eftir einum degi.. Þau höfðu þá geingið saman tvö ein, hann og hún, í skógi þar á bökkunum. Þau höfðu farið heimanað um morguninn hvert með sinn matarböggul í hendinni. Þetta var yndislegan vormorgun, einn af þeim dög- um þegar allt glitrar og skín og alit virðist leika í lyndi. Fuglarnir sýngja hærra en venj- ulega og fljúga með fjörugri vængjaslögum* loftið er hlýtt og ilmandi og Ijúffeingt fyrir andardráttinn. Það var yndislegur dagur! Þegar morgunmáltíðinni var lokið lagðist Sandres á hrygginn í grasið og sofn- aði »þeim værasta blundi sem hann hafði feing-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.