Ísland


Ísland - 08.01.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 08.01.1898, Blaðsíða 4
ISLAND. dóm. En, sem betur fer, munu fleiri vera á því máli, að rjettara sje að láta þetta sem annað klerkahjal um eyrnn þjóta. Hugmyndir manna um veru Guðs og vistina hinumegin grafarinnar eru allt af að breytast. Það er t. d. naumast hægt að segja, að guðfræðingar vorir nú á dögum kenni okkur að tigna hinn sama Guð og skynsemistrúarmenn 18. aldar tignuðu, þegar Magnús Stephensen saung sálminn: „Vor Guð, Jehova, Jupíter". Víða í hinum eldri sálmum okkar er himnavistinni lýst og er hjer til frðð- leiks sett eítt eríndi úr Hugvekjusálm- um þess vísa Guðs manns sjera Sigurðar Jónssonar í Preathólum. Sálmurinu heit- ir: „TJm það allra ástúðlegasta samlag, sem vjer skulum hafa við heilaga eingla í eilífu lífi". Er því þar lýst, er drottins útvaldir sitja við borð og gæða sjer á kjöti og víni, og hljððar versið sem fylgir: Útvöldum Guðs svo gleðjíst geð - gestaboð er tilreitt, klára vín, feiti, mergur með mun þar til rjetta veitt. Soddan veislu vjer sitjum að sælir um eilíf ár og lofsyngjandi þökkum það, þá verður gleðin klár. Nú á tímum mun það vera almennasta hugmyndin um eingla guðs og hínna framliðnu á himnum, að það sjeu vængj- aðar verur í mannsmynd, er eyði tíma sínum með eilífum saung Guði til dýrðar. Sumir guðnræddir monn hneixlast nú jafnvel á þeirri hugmynd, að hinir fram- liðnu neyti vista og víns í himninum. Ea það er ekki rjett. Hin eldri hug- myndin er samkvæmari mannlegri'skyn- semi og að eingu ðeðlilegri en hin yngri. Hverja hugmyndina um sig getur sann- trúaður maður haft enn í dag. Þær eru jafnrjettháar baðar og jafnskynsamlegar. Nú eru þau flutt í eina sæng „Þjðð- ðlfur" og „Dagskrá", eins og spáð var í „íslandi" í sumar, og fer allt vel með þeim enn. Einginn má nú framar kalla „Þjóðólf" „stúf", hann er nú vaxinn úr grasinu kallinn núna um nýárið, þriðj- ungí stærri en áður. En þann þriðjung notar hann væntanlega fyrsta árið til að auglýsa vöxt sinn. Fyrsta númerið gef- ur góðar vonir um, að honum muniekki fara aftur í naglaskapnum við stækkun- Hitt og þetta. í útlendu læknisfræðíslegu timariti er stungið upp á því, að þjóðfjelagið fari að skifta sjer af giftingum manna. Þetta vill það sje gert á þann hátt, aðlæknar skifti piltum og stúlkum á aldrinum frá 12—15 ára í 3 flokka. í fyrsta flokki eru allir þeir, sem ekki bera með sjer nein sjúkdómseinkenni, hvorki a líkama nje sál, ef jafnframt er eigi hægt að sýna fram á, að arfgeingur sjúkdðmur hafi átt sjer stað í ætt þeirra í þrjá liðu. í öðr- um flokki eru þeir, sem eins eru heil- brigðir, en að eins geta Býnt, að ætt þeirra hafi verið laus við arfgeinga sjftk- dðma í tvo liðu. í þriðja flokki eru allir aðrir. Smátt og smátt yrði fólkið þá yfirleitt hraustara, þvi síðasti flokkurinn mundi með tímanum deyja út. Prófessor Ehret í Washington hefur nýlega fundið npp frysti-ofn eða kulda- ofn, til að kæla innan herbergin í sumar- hitunum, útbúningurinn er mjög eínfald- uí: Sívalningur úr galvanÍBeruðu járni, sem að neðan hvílir í Btórri skál. Að ofan er sívalningurinn settur í samband við loptið úti með pípum, sem sjuga það inn. Efst í sívalningnum er holur hringur með mörgum smá götum. þegar menn vilja fá kaldara loft, er vatni hleyft hleyft fram í hringinn og seitlar það út um götin og sígur niður eftir sívaln- ingnum. þessi hreyfing sýgur Ioftið niður, vatnið kælir það og loptið • kemur fram úr sívalningnum að neðan og inn í her- bergíð og geta menn þá temprað kuldan á þvi eftir vild sinni. Árlega er haldin hjer í Rvík veisla hínum heilaga Þorláki biskupi og munu þð margir vera miklu ófrððari en skiidi um afrek og verðleika þessa ágæta guðs þjðns. Hjer er nú ein af hinum mörgu jarteikna sögum, sem sannorðir menn á fyrri tímum hafa skrásott, svo að dýrð þessa guðs geisla skyldi aldrei gleimast: „Sá atburður varð á Keynivöllum, að þar var veisla virðuleg ger á mðti Páli biskupi. En er þar var munngát heitt og undir lagt, þá kom ekki gerð í munn- gát, en efni þóttu allvæn vera og kunni sá og vel er gera skyldi. En er margs var í leitað, þa kom gerð í kerin æsileg og ðvinveitt, og gerðí síðan af dám ekki gððan, og þótti halda við voða, að skiað- ak mundi í koma. Þá var tekinn stafur sá, er átt hafði enn sæli Þorlákur bisknp, þjðnn guðs, og settur í keríð, það er munngáts efnið var í. En þegar er staf- urinn var settur í kerið, þá tók allan ðþokka af munngátinu, þann er áður hafði a verið og kom í gerð gðð og haldkvæm, og var það hið besta öl og>tðð þar staf- ur uns drukkið var ölið." Járnbrautarslis eru orðin svo tíð' í Þýskalandi, að mörg af hinum stærri dagblöðum hafa nú fastan bálk með fyrir- sögninni: járnbrautarslis. — 1 lifsins skóla eru þeir verst farnir, sem læra þar mest. — Vertu ekki of fljótur á þjer að hrðsa neinum, þð að hann geri eitthvert góðverk; gættu fyrst að tilganginum, sem hann hefur gert það í. — Ástin er blind; eiuginn augnlæknir getur gefið henni sjðnina, en hjónaband- inu tekst það oftast nokkurn veginn. — Hann: TJndarlegt er það, að menn skuli geta haldið því fram, að afburðar- gáfur sjeu nokkurs konar sjukdðmur. Hún: Verið þjer ðhræddur; þjer eruð vist alveg laus við þann sjúkdóm. Opinberu auglýsingarnar verða allar prentaðar upp úr „ísa- fold" í „íslandi" þetta ár, þó svo að þær taki sem minnst rúm upp í blaðinu. Frímerki. Munið eftir, að einginn gefur meira fyrir íslensk frímerki en Ólafur Sveinsson, gullBmiður. Evík. MWðufyrMestrar sMfiiil. Sunnudaginn 9. þ. m. kl. 6 síð- degis talar Bjarni 'Jónsson cand. mag. Ræðan^heitir: Fyrirlestur (um Daníels bðk) verð- ur haldinn í Good-TemparhÚBÍnu sunnu- dag kl. 6. e. m. Það verður sungið í íslensku Bálmabókinni. D. Östlund. Af því að jeg hef í hyggju, að halda frá því í dag þangað til ldugardaginn 22. þ. m., útsölu a öllum þeim vefnaðarvörum sem jeg hef fyrirliggjandi síðan í sum- ar, auglýsist hjer með heiðruðum almenningi, að jeg gef 10% af- slátt á vömm mínum, og þegar tekið er tillit til þess lága verðs, sera var á vörum minum áður, liggur það í augum uppi, að hjá mjer fást Ianghestar vörur fyrir miklu lægra verð en hjá nokkrum öðrum. Nokkrir mjög lítið brúkaðir á- gætir kvennsöðlar fást fyrir lágt verð. Virðingarfylst. Holger Clausen. Pr. „LAURA" 28. þ.m. koma meðal annars nokkur ton af 0 YAL DAYLIGHT Steinolíu, sem ekki mun verða dýrari en sú misjafnlega góða olía, er menn eiga að venjast hjer nú. B. H. Bjarnason. Munid of-tiir að panta „ÍSLAKD" í tíma lokum fer svo, að skógarnir, sem bera Ijósan vott um umönnun hans, setja mót sitt á hann. Og þá hættir hann að syngja gjáh'físsauugvana frönsku, sem hann lærði í Nancy, og verður þögull eins og hinn þögli nýgræðingur. Gisbome hafði verið skógarvörður í fjögur ár, er þessi saga gerðist. í fyrstu þótti honum starf þetta hið skemmtilegasta, bæði af því, að hann gat leingst af verið undir berum himni og á hestbaki og af því, að talsverð ráð voru í hans höndum. En er stundír liðu fram, fjekk hann hina mestu óbeit á því, og hefði þess veríð kostur, mundi hann fúslega hafa lagt í sölurnar öll árslaun sín til þess að fá að taka þátt í því fjelagslífi, sem Indland hefur að bjóða, þött ekki væri leingur en mánaðartíma. En er leingra leið, tók hann aftur að sætta sig við líflð; skógarnir fjötruðu huga hans, og hann Ijat sjer líka að þjóna þeim, dýpka og breikka skurðina í kring um þá, virða fyr- ir sjer smágjörvu, ljósgrænu blöðin á nýgræðingunum sínum og bera þau saman við blöðin á gömlu trjánum, dæla upp leðju úr stífluðum ám, taka eftir síðustu baráttu skógarins, þar sem hann varð að lúta í lægra haldi og deyja í hinu háa og stinna grasi og styðja hann í henni. Einn góðan veður- dag var kveykt í þessu grasi, og ótal dýr, sem höfðu tekið þar bólfestu, stúkku á brott og flýðu íyrir hinu bleika báli; en á eftir fór skógurinn að færast hægt og hægt þangað í reglulegum röðum, og Gisbome var vel ánægð- ur með árangurinn af starfi sínu. Sumarhýsi hans (bungolow), lítið hús með hvítum múrveggjum og hálmþaki, var rjett í utjaðrinum á stóra skóginum. Hann hafði ekki reynt að rækta neinn garð, því að skógurinn náði alveg að dyrunum; var þjettur bambusrunnur rjett íyrir framan þær, og gat hann riðið alla leið frá húsi sínu og inn í miðjan skóginn, og þurfti ekki að aka langar leiðir áður. Eáðsmaður hans var Múhameðstrúar og hjet Abdul Zafur. Vel var hon- um í skinn komið, enda átti hana náðuga daga; hann matreiddi fyrir Gisbome þegar hann var heima, en í tómstundum sínum var hann allajafnan að skegg- ræða um hitt og þetta við þjónana, er voru indverskir að ætt og uppruna og bjuggu í kofum bak við skógvarðarhúsið. Þjónarnir voru fimm, tveir skó- sveinar, matgerðarmaður, vatnskarl og ræstingarmaður; það var allt og sumt. Gisbome fágaði byssuna sína sjálfur, og hund átti hann eingan. Hann var á þeirri skoðun, að hundarnir væru ekki til annars en að fæla veiðidýrin, og hann stærði sig af því, að hann gæti sagt út í hörgul hvar hinir ðtömdu þegnar ríkis hans væru vanir að drekka í það mund, er tunglið kæmi upp, 3 hvar þeir væra að snæðingi laust fyrir dögun og hvar þeir hvíldu sig í hit- anum um hádegið. Skógsýslumenn og eftirlitsmenn þeir, erGisborne áttiyfir að bjóða, bjuggu í smá-byrgjum sínum langt inni í skóginum og ljetu aldrei sjá sig nema þegar einhver þeirra hafði orðið fyrir slysi, annaðhvort orðið undir fallandi trje eða lent í klónum á einhverju villidýrinu. Gisborne bjó aleinn. Á vorin voru það ekki nema fáein ný blöð, sem sprungu út í skóginum; annars var hann skrælþur og bar eingin merki um árstíðina; hann beið regns- ins. Samt heyrðist þar ys og þys og alls konar hljóð um hinar myrku1 og þöglu vornætur. Þar mátti heyra skellina, er tígrisdýrið laust bráð sína með sínum konunglegu hrömmum, veinið í hirtinum og brýnsluhljóðið hjá hinum og þessum gömlum villigöltum, ervoru að hvessa tennurnar á trjábolum. En Gisbome lagði samt byssuna alveg á hylluna um það leyti, því að honum fannst það vera synd að svifta dýrin lífi á vorin. Þegar sumarið var komið stundi skógurinn í hitasvækjunni í maímánuði, og Gisbome var sí og æ á gægjum til þess að vita hvort hann sæi nokkurs staðar nokkra reykjarmön, er bæri vott um, að einhverstaðar væri kviknað í skóginum. Svo kom regn- tíð og skógurinn huldist hlýjum þokumökkum, og rigningin streymdi úr loft- inu og buldiáhinum breiðu trjálaufum alla Iiðlanga nóttina; niðurinn í vatns- straumnum heyrðist sí og æ og vindurinn þaut í dígrænum og safamiklum trjánum, en eldingarnar ófu kynlegan glitvefnað bak við ðgagnfærilegar Iauf- fljetturnar, — þangað til sólin braust aftur gegn um skýin'Og skógurinn ný- þveginn sást bera við heiðan himinn og gufustrókurinn standa upp af honum. Svo gerði hitinn og þurkarnir allt hálf-bröndótt aftur. — Þegar fram liðu stundir varð Gisbome gagnkunnugur skógnum sínum og tók að una mjög vel við sinn hag. Hann fjekk Iaun sín á hverjum mánuði, en hann þurfti mjög lítið á peningum að halda. Peningaseðlarnir lágu í hrúgum í skúfíunni, þar sem hann geymdi brjefín úr átthögum sínum. Þá sjaldan hann eyddi nokkr- um peningum, var það til þess að kaupa plöntur úr gróðrargarðinum í Kal- kútta eða til þess að gefa einhverri skóggæslumannsekkjunni fje, sem hún hefði aldrei getað feingið hjá Indlandsstjórn. Það var nú gott og blessað fyrir ekkjurnar að fá peningana, en það þurfti líka að hefna mannanna þeirra, og það gerði Gisbom þegar hann gat. *) Sumarnóttin er ekki björt á Indlandi eins og hjer. (Þýð.).

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.