Ísland - 22.01.1898, Qupperneq 2
10
ISLA'ND.
„±SLA]SrX)“
kemur út á hverjum laugardegi.
Áskrift bindandi 6 mánnði, í Rvík 3 mán.
Koatar fyrirfram borgað til útg, eða pðat-
atjðrnarinnar 3 kr. 20 au., annara 4 kr.
í Rvík 3 kr., erlendia 4 kr. 50 au.
Ritatjðri:
Porsteinn Gíslason
Laugaveg 2.
Reikningahaldari og afgreiðalumaður:
Haunes 6. Magnúaaon
Austuratræti G.
Prentað i Pjelagaprentamiðjunni.
bar því lítið á þeim; það er líka
allt annað en gaman, að giíma
við lóðra, vioiin m.m. Framburðar
á texta var ljelegur, eins og hjer
gerist; væri ekki vanþörf á, að
hitt og þetta væri lagað í því
efni. E»að er ekki fallegt annað
eins og: „dottar nú þrösturá —
laufgrænum kvist“. Þetta er að
eins tekið sem dæmi, en margt
annað og næstum verra er athuga-
vert við framburðinn. Jeg verð
að geta þess, að hr. Brynjólfur
Þorláksson „dirigeraði“ mjög lag-
Iega í nokkrum af kórsaungvun-
um og eigum við í honum iíklega
mjög gott efni í „dirigent“. Eitt
var gott við samsaung þenn&n,
sem sje, að textinn við lagið
„Skarphjeðinn í brennnnni", var
prentaður sem fylgiskjai með inn-
gangsmiðanum, og hefði texti
hinna kórsaungvanna líka átt að
fylgja. Herra Helgi Helgason,
sem víst hefur sjeð fyrir þessu, á
miklar þakkir skilið fyrir þessa
kurteysi sína gagnvart áheyrend-
unum. Herra R. Andersen ljek
mikið vel á flautu lagið „Ved et
Barns Grav“ eftir Bergreen; að
leika „solo“ á flautu er talið mjög
erfitt og þykir varla meðfæri ann-
ara en „kunstnara". Herra Björn
Kristjánsson Ijek undir með Hr.
Andersen., og sýndi þar, að hann
er fullkomlega á því máli, að „ac-
compagnement“ eiga ætíð að
vera „discret“ og fylgja þeim,
sem „sólóna" spilar, en ekkí leiða
„solistann“ yflr torfærurnar.
Herra Brynjólf Þorláksson verð
jeg sömuleiðis að lofa fyrir hve
smekklega og snjallt hanu ljek á
harmoníum „Intermezzo“ Mascag-
ni’s. Sama er að segja um Kor-
netsólo herra Gísla Guðmundsson-
ar í laginu „Svo fjær mjer á vori“,
en ekki get jeg neitað því, að
mjer fjell illa, að heyra ekkí lag-
ið sem saunglag (Romance), og
svo var „Tompoið„ algjörlega mis-
skilið; Iagið var spilað næstum því
sem sálmalag, en átti að vera
„Allegro non troppo“ og er það
tvennt allólíkt!
Þá er að minnast á fyrsta og
síðasta lag samsaungsins, voru
þau bæði blásin á lúðra. Má
segja um þau bæði (Fest-Ouver-
ture eftir v. Schneider og „Lieb-
lings KIánge“, eftir Merzdorf), að
þau eiga algerlega heima á Austur-
velli, og hefði heldur átt að blása
þau þar en í Koncert- og leiksal
Iðnarmannahússins. Það á hreint
ekki við, að bjóða mönnum slíkt
„lirum-larum“ og aðra eins smekk-
leysu, sem rjettnefnt væri „musi-
kalskt guðlast", innan um lög
eftir aðra eíns moistara og Weber,
E. Bach, Gounod og Bergreen.
Ef nokkuð má særa musik-tilfinn-
ingu áheyrendanna á samsaung,
sem á að heita góður, eru það
þessi „Potpourri-Bravournúmer“,
sem lúðrafjelagið er farið að leggja
sig eftir. Það er einginn efi á
því, að þessi lúðralög, og önnur
af sama tægi, láta betur í eyrum
leikin utanhúss, ætti því herra
Helgi Helgason meiri þakkir skil-
ið, ef hann hjer eftir veldí sjer
betri lög til að leika á Concert.
Allir vita, viðurkenna og þakka
herra H. fyrir allt það, sem hann
hefur afrekað sem formaður eða
„dirigent" „lúðrafjelagsins". Það
er óþarfi að tyggja það upp hjer,
en jeg vil skora á hann, sem
smekkmann, að bjóða mönnum
ekki oftar slíkt á samsaung. Yfir
höfuð er lítil meining í þessum
eilífa hornablæstri á flestum eða
öllum samsaungum hjer í bæ, mjer
liggur við að kalla það „Yiel Ge-
schrei und wenig Wolle!“
Jeg skal lítið eitt minnast á
„Skarphjeðinn í brennunni“ eftir
herra H. Helgason. Mjer fjell
heldnr ketill í eld þegar jeg heyrði
það í nýju, auknu og endurbættu
útgáfunni. Lagið, sem eins og
allir vita er mjög gott eins og
hann fyrst smíðaði það, — þ.e.
við fyrsta erindi kvæðisins —,
hefur langt frá unnið nokkuð við
viðbætirinn; jeg efast stórlega um,
að hann verði nokkurn tíma eins
„populær" og gamla lagið, sem
hvert mannsbarn kann og hefur
ánægju af að syngja. Lagið, eins
og það nú liggur fyrir, er orðið
nokkurs konar „Potpourri", —
það sýna „strofurnar“ við orðin:
„skall yfireldhafiðólgandi, Iogandi“
o.s.frv., þær koma stöðugt aftur í
öllum erindunum og eiga víst,
eftir því er jeg held, að vera nokk-
urs konar „Lede-Motiv“, en mjer
er ómögulegt að finna neitt „púð-
ur“ í því. Baryton sólóina hefur
herra H. mjög svo illa úr garði
gerða, lætur saungkórið vera þar
„conbocca chiusa", en „púið“ (það
mun vanalega vera kallað svo) er
ekkert annað en — einmitt sjálf
Baryton-sölöin! Saungkórið var
mjög Ijelegt, illa æft — og saman
sungið. Þar brann við, það sem
jeg hef minnst á áður, að með
kórinu voru hvorki meira nje
minna en 4 lúðrar, harmoníum og
Piano látin leika undir; spiluðu
þessi hljóðfæri til stuðnings saung-
flokknum, jeg segi til stuðnings,
því ekkert var þar nýtt, eiugin
tilraun til sjálfstæðs „accompagne-
ments“ ; lagíð sjálft var látið duga
öllum skaranum. „Musikfjelag
Reykjavíkur“ ætti að æfa sig bet-
ur áður en það hugsar til þess
að halda samsaung; hljóðfærakór-
ið („Orchester") er enn þá ekki
meðfæri fjelagsins og ætti það því
að sleppa því. Eins og nú er
hefur fjelagið byrjað á öfuga end-
anum, í staðinn fyrir smátt og
smátt að fikra sig áfram.
Jeg hef ritað þetta í bestu
meiningu og bið fjelagið ekki að
misvirða; tilgangur minn var, að
reyna til að gefa einhverjar smá-
bendingar, ef fjelagið finndi á-
stæðu til þess, eftir þeim, að laga
eitt og annað hjá sjer. Fái fje-
lagið þær betri frá öðrum, skal
þetta verða í fyrsta og síðasta skifti,
sem jeg ónáða það.
Á. Th.
Þilskipaútgerðin.
Skipstjúri svarar útg-erðarinömmnnm.
Þegar jeg las greinina, er stóð
í öðru tbl. „ísaf.“ þ.á. með fyrir-
sögninni „Þilskipaútgerðin“, þá
datt mjer ósjálfrátt í hug, að hún
ætti að vera sem gleðileg nýárs-
gjöf til skipstjóranna að svo miklu
leyti, sem hún snerti þá, og fann
jeg þá skyldu mína, aðþakkahöf-
undum greinarinnar fyrir hinn
aðdáanlega og fróðlega vitnisburð,
sem hún hafði að færa! Mjer
finnst það allt annað en hrósverð
tiltrú, semskipstjórarnjóta hjá hin-
um heiðruðu útgerðarmönnum, sem
látið hafa skoðanir sínar í ljósi í
nefndri grein, því eftir henni að
dæma álíta þeir að skipstjórar
forsómi algerlega þann starfa, er
þeim ber af hendi að leysa, eyði
í óhófi og fari iila með það sem
þeir eru settir yfir og þar af !eið-
andi standi þeir fremur öllu öðru
útgerðinni fyrir þrifum.
Þessu og öðru þessu líku mót-
mæli jeg og segi hrein ósannindi,
því yfirmenn þeirra skipa, sem
jeg þekki til hjer, hafa leyst starf
sitt af hendi eftir bestu vitund
og þekkingu; — en máske þeir
skoði þetta sem launaviðbót fyrir
trúmennsku þeirra.
Hinum heiðruðu útgerðarmönn-
um hættir mikið við að taia um
matarræði sjómanna og snúast í
kring um potteyrað hjá þeim,
sem þeim væri ekki láandi, ef of
mikið kvæði að eyðslusemi skip-
stjóranna, sem fá dæmi munu
vera til, og síst svo orð sje á
gerandi, þótt t.d. nokkur pund
eyðist frekar en ákveðið er af
sykri o.fl., sem mjög örðugt er að
geyma um leingri tíma fyrir raka,
eins og útbúaaður er hjer á fiski-
skipum enn sem komið er.
Jeg efast alls ekki um, að hin-
um heiðruðu útgorð&rmönnum
muni kunnugt hvernig aðrar þjóð-
ir, t.d. Frakkar, geyma þann mat
í skipinu, eem hætt er við skemmd-
um; þeir hafa sjerstakt herbergi
í skipinu fóðrað innan með myrru,
sem maturinn er geymdur í; þetta
herbergi er alveg rakalaust, svo
maturinn verður ekkí fyrir nein-
um skemmdum. Það væri ósk-
andi, að einhver af hinum heiðr-
uðu útgerðarmönnum vildi reyna
þetta, eins og margt annað, er
þeir eru byrjaðir á að taka eftir
útlendingum og álíta útgerðinni
til heilla.
Til umræðu hefur það einnig
komið meðal skipstjóra, að vikta
allan málamat út í landi til
hvers manns, og því verið beint
til útgerðarmanna, og hafa þeir
eigi sinnt því til þessa. Afhvaða
ástæðum það er, er mjer eigi vel
kunnugt, en hefði það komist á,
mundi sú tortryggni, er skipstjór-
ar hafa nú orðið fyrir fallin burtu.
Samt sem áður hefði maturinn
orðið fyrir sömu skemmdum og
áður með sama útbúnaði, enda
þótt hásetar hefðu þá átt að
geyma hann.
Eins og áður hefur verið bent
á, er eitt af því, sem öðru frem-
ur veldur eyðslu, að allflestir skip-
stjórar fá ekki nema ófullkomna
matsveina, sem ekki geta leyst
sómasamlega þann starfa af hendi,
ssm eðlilegt er, þar eð þeir fá
einga þekkingu á þeim starfa.
Oftast eru valdir til þess dreing-
ir úr sveit sem útgerðarmenn fá
dálítið ódýrari en þá, sem hafa
vanist þessum starfa um nokkurn
tíma. Það er þó ekki hvað minnst
áríðandi, að þessi starfi sje leyst-
ur vel af hendi, því sjómenn, eins
og aðrir, taka ekki með þökkum
hvað eina, sem að þeim er rjett,
hvernig sem það lítur út.
Jeg er hræddnr um, að sumir
hverjir hinna heiðruðu útgerðar-
manna yrðu ekki þykkir að fram-
an, ef þeir ættu að vera í stöðu
sjómanna, bæði með mat, vosbúð,
vökur og vinau, er þeir verða að
leggja á sig. Hvað ætli yrði úr
þeim? Ekki annað en það, að
þeir ljetu rúmið geyma sig, skipið
eiga sig rekandi fyrir straumi og
vindi. Það fer að færast skörin
upp í bekkinn þegar útgerðarmenn
fara að dæma um sjómennsku,
sjer í lagi kaupmennirnir; því þeir
álíta, að ávallt sje gott veður úti
á djúpfiskistöðvum, ef logn kann
að vera inn í Viðeyjarsundi eða
sólskin á Esjunni. Ekki eru all-
ir heldur vel kunnugir því, er
brúka þarf á skipum, auk heldur
að þeir hafl það til ef á þarf að
halda, þar eð þeir vita ekki nöfn-
in á því.
Sem dæmi upp á það ætla jeg
að leyfa mjer að geta um eftir-
fylgjandi atvik, er kom hjer fyrir
eigi alls fyrir laungu. Þannig
stóð á, að skipstjóri og útgerðar-
maður voru staddir úti á skipi
og voru að tala um ýmislegt, er
þyrfti að endurbæta á því, áður
en það færi á fiskiveiðar, eitt var
það með öðru, sem skipstjóri fór
fram á, að fá eina eða tvær „jóm
frúr“ í framreiðann; fór þá út-
gerðarmaður að brosa og leit til
lands; hann hugsaði auðsjáanlega
að skipstjóri hefði verið að tala
ura stúlkur í landi. Þessi grunn-
hyggni útgerðarmaðnr vakti all-
mikla gleði meðal skipverja. Auð-
vitað hafa þó allflestir útgerðar-
menn hjer meiri þekkingu á þil-
skipaútgerðinni sem betur fer.
Heyrst hefur, að útgerðarmenn
ætli framvegis að borga skipstjór-
um einungis verðlaun af málfiski,
en ekkert af öðrum fiski og hafa
þau þá hærri en nú gerist. Þetta
þykir mjer mjög órjettiátt gagn-
vart skipstjórum. Mörg atvik
koma því til hindrunar, að hægt
sje að ná í hinn væna fisk, þótt
skipstjóri og hásetar sjeu allir að
vilja gerðir að ná honum. Því
væni fiskurinn heldur sig vana-
lega dýpra en hinn smái, og er
þá betra, að tillögur með skipun-
um sjeu svo ríflegar, að ekki komi
fyrir, að hnýta þurfi við færin
„hraðamælislínunni“ eða flagglín-
unni. Margur mundi hugsa, að
slíkt kæmi ekki fyrir, þar eð það
er í skipstjóra valdi að taka nóg
til hverrar útivistar, en því mið-
ur gætu þeir útgerðarmenn verið
til, sem ófúsir vildu láta það, er
skipstjóri krefðist, enda þótt það
væri þeim beinlínis í hag.
Jeg enda þessar línur með þeirri
von til útgerðarmannanna, að þeir
stuðli framar öllu að því, að gott
samkomulag haldist meðal allra
þeirra, er hlut eiga að þessu má li
og hafl það hugfast, að gott sam-
komulag með góðum vílja greiðir
fyrir verkinu, en ósamkomulag
tvístrar öllum kröftum.
Reykjavík 15. jan. 1898.
8. V.
Dócentinn og „guölastið".
Flesíum þeim, sem lesið hafa
greinarkornið „Svívirðilegt guð-
Iast“ í „Verði ljós!“-inu síðasta,
mun koma saman um það, að rit-
smíði þessi sje höfundinum til
minni sæmdar, en hann mun sjálf-
ur hafa ætlast til, og er það sárt.
En ekki trúi jeg að vegur hans
vaxi af grein þeirri, er hann hef-
ur skrifað til varftar sjer, en á-
fellis stjórn Stúdentafélagsins og
er hana að finna í 3. tbl. „ísaf.“
dálkinum 12—13 og inniheldur
aðallega rangfært „referat“ af
fundi Stúdentafélagsins 7. janúar
og ,götuþvaður‘, en í þessu sjer
dócentinn aðalsönnunarmagn sínu
máli tíl stuðnings, þótt ótrúlegt
sje. En af því að það er á móti
ákvæðum Stúdentafjelagsins, að
birta nokkuð af því, sem gerist
á fundum, má jeg ekki fara
leingra út í það mál, og læt mjer
því nægja að lýsa því yfir, að
flest af því, sem hr. dócentinn til-
færir í grein sinni, er á ranga
vog vegið og gota þeir sem á
fundínum voru borið um það.
Það fer annars ekki vel á
því fyrir neinn, að misskilja orð
manna og framkomu einmitt á
þann hátt, að þau geti orðið i
augum ókunuugra til þess að
styrkja þann máistað, er maður
vili sanna. Slíkt mætti leggja
illa út; en jeg þykist vita, að í