Ísland


Ísland - 29.01.1898, Side 2

Ísland - 29.01.1898, Side 2
14 ISLAND. „ ± s Xj jSl. 3xr :d “ kemur út á hverjum laugardegi. Á.skrift bindaudi 6 máuuði, í Rvík 3 mán. Kostar íyrirfram borgað tii útg, eða pðst- stjðrnarinnar 3 kr. 20 au., annars 4 kr. í Rvík 3 kr., erlendia 4 kr. 50 au. Ritatjóri: t»orsteinn Gíslason Laugaveg 2. Reikningsbaldari og afgreiðslumaður: Haunes Ó. Magnússon Austurstræti ©. Prentað i Pjelagsprentsmiðjunni. hefur verið með árlega) er með öilu óhugsanlegt, þar sem heita má, að markaður fyrir kjöt sje sem stendur að miklu leyti lok- aður, og má búast við að það haldist leingri eða skemmri tíma, nema því að eins, aðoss íslendingum gæti þokað svo í menningarátt- ina, að vjer innan skamms kom- um á hjá oss útflutningi á ísvörðu kjöti, og gætum staðið þannig jafnfætis öðrum þjóðum á mark- aðinum, en það er ekki að gera ráð fyrir því fyrst um sinn. Margir munu segja — og hafa sagt — að það þurfi ekki annað en taka upp gamla lifnaðarháttinn, skera fjeð allt til búsins, lifa svo á kjöti, fiski — þar sem hann er til — og mjóikurmat, taka svo sem ekkert úr kaupstað af korn- mat nje öðru, en lifa að mestu leyti á afurðum iandsins. Þetta er nú í rauuinni allt gott og blessað, ef þaðværi framkvæman- legt í verkinu, en því miður mun það verða óframkvæmanlegt með öllu. Þarfirnar eru orðnar svo miklar og margbreyttar, að það er einginn samjöfnuður við það sem áðnr var. Það er ómögu- legt fyrir bændur, sem ekkert annað hafa við að styðjast en iít- inn fjárstofo, því hvaða verð verð- ur á ull framvegis, þar sem hún er nú að lækka sem óðast í verði erlendis? En sjálfsagt er að minnka fjársöluna eftir því sem frekast er unnt, því það er mín skoðun, að við höfum almennt versl&ð langt um of mikið með fje þessi undanfarandi ár og það okkur í stórskaða, eins og verða vill með marga nýbreytni fyrst í st&ð, en mönnum lærist það smám- saman að versla skynsamiega. Samkvæmt því sem þegar hef- ur sagt verið, virðist mjer það hreint og beint óhugsandi fyrir kaupfjelögin &ð hætta alveg við útflutning á lifar.di fje, enda má segja, að þau standi og falli með fjársölunni; en sjálfsagt or að minnka hana, og senda að eins sauði til slátrunar á Einglandi. í öðru lagi hefur komið fram uppástunga frá íifirðingum um að koma á fót versluu með fje á milli Dalafjelagsins og kaupfje- lags ísfirðinga, eða jafnvel hverra sem viil af ísfirðingum, móti ávÍ3- unum aftnr þaðan. Gæta þetta orðið þægileg viðskifti fyrir vest- urhluta Dalafjelagsius og ísfirð ■ inga, og mun jeg minnast lítið eitt á það frekar á öðrum stað. Þriðja ráðið, er gilt gotur um öll verslunar- og kaupfjelög, — er að taka peningalán úr bank- anum eða hvar sem það feingist með bestum kjörum, og einkum til langs tíma. Helst þyrfti lán- ið að fást í 12—14 ár, og af- borganalaust í 2 fyrstu árin; og ætlast jeg til að fjelögin geingju í ábyrgð íyrir láninu að minnsta kosti að nokkru leyti, en aðjarð- eignamenn í deildunum lánuðu jarðirnar í veð fyrir nokkru af því, þannig, að hver deild sæi um að útvega veð fyrir sínum hluta lánsins, ea að deildarmenn ábyrgð- ust hoaum eða þeim möDnum, sem lánuðu jarðirnar í pant, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Eða að öll deildin væri sem sjálf- skuldar-ábyrgðarfjelag, og ætlast jeg til, að deildarstjórarnir taki ekki aðra inn í deildirnar en þá, sem þeir vita að eru vandaðir og áreiðanlegir menn, og sem mundu standa í skilum meðan þeim væri unnt. Nú munu menn segja: Hvað á þetta íeingi að ganga, á að taka lán á lán ofan ár eftir ár? Þar ti! svara jeg: nei. Tilgang- ur minn er sá: i fyrsta lagi að koma í veg fyrir, að bændur þyrftu að láta eins margt af fjo með eingu verði næsta hauet. Því það er hreint ekki óhugsandi, að eitthvað rætist úr með fjársöluna erlendis, og máske áður langt um líður. í öðru lagi, að menn al- mennt gætu komið upp einhverj- um vísi af sauðum. Því það er jeg sannfærður um, að fjársala vor kerast aldrei í gott horf, þó hún lagist aftur, fyr en vjer get- um sent út tóma sauði, tvævetra og eldri. Bæði er það nú, að sauðir hrakast minnst við flutn- ínglnn, hafa holdmest kjöt, sem Einglendingar einmitt sækjast eft- ir, og svo jafngildir einu sauður oft og einatt tveimur kindum vet- urgömlum, en kostnaður allur, bæði útlendur og innlendur, helm- ingi minni en á tveimur kindun- um, sem ekki munar svo litlu sem maigur hyggur. Ef nú lánið væri tekið, og gott væri í ári næsta ár, þá væri mönnum eing- in vorkunn að koma á dálitlum visi til sauðaeignar, enda veit jeg til, að stöku menn hjer hafa þegar gert það í ár. Jeg geing nú að því sem vísu, að menn muni segja sem svo: Er nokkurt vit í að fara að t&ka lán nú, þar sem alit útlít í verslunar- sökum er mjög dauflegt, og alveg óviss fjársalan framvegis? Er það þá ekki stórkostlegur voði, að hleypi sjer í stórskuldir til &ð geta lifað, og þarf ekki að lifa leingur eri þetta næsta ár? Þess vegna vil jeg með dæmi leitaat við að sýna, hversu voðalegt lánið yrði. Jeg set þá svo, að Dalafjelagið tæki 30,000 kr. lán til 14 ára, þannig Isgað, að það þyrfti ekki að borga nema renturnar 2 fyrstu árin, en svo höfuðstól með rent- um á 12 árum. Jeg geri einnig ráð fyrir, að íjelagið verslaði með þessar 30,000 kr. og 30,000 kr. að auki, svo ársverslunin yrði þá öll 60,000 kr. Nú verður að borga renturnar strax á fyrsta ári og eru þær 1200 kr. og koma þá 2 kr. á hverjar 100 kr. af versl- unarupphæðinni, og eins næsta ár. En þriðja árið kemur til &ð fara að borga afborgun af höfuð- stólnum, eftir uppástungu minni. Þá verður renta og aíborgun 3,700 kr., og verður það því sem næst 6 af hundraði, ef jeg held sömu verslunarupphæðinni. 'Það er ein- ungÍ3 2 °/o meira en vjer höfum lagt í varasjóð þessi síðustu ár, og sem einginn hefur fandíð neitt til. Væri nú verslunarupphæðin sama í næstu 3 ár frá þessu, þá væri búið að borga Vslánsius, og þá væri renta og afborgun það ár (6. árið) nálægt 5 af hundraði, en svo minnkar rentan smámsam- an, svo að eftir 8 ár eru vextir og afborgun ekki orðið nema rúm- Iega 4j/2 °/o eða litlu meir en vjer leggjum nú fyrir í varasjóð þessi árin. Af þessu geta allir sjeð, að það yrði ekki mjög tilfinnanlegt að borga lán, sem feingist með svona laungum fresti; þó er það nokkuð komið undir verslunsrupphæðinni. T.d. ef vjer versluðum með 90,000 kr. eftir að 8 árin eru liðin, sem mun samsvara nokkuð mestu versl- unarupphæðinni, sem verið hefur i Dalafjelaginu að undanförnu, þá mundi renta og afborgun ekki vera nema 31/* %, eða minni en vjer leggjum nú árlega fyrir í varasjóð, Jeg vona þá, að al- menningur sjái og sannfærist um, að svona lagað lán er ekki sú grýla, að menn þurfi að vera mjög óttaslegnir út af uppástungu minni í þessa átt. Eitthvað verður að gera, og mjer fyrir mítt leyti sýn- ist ekki annað tiitækilegra í bráð. Lánið má vera svo lítið og mikið sem menn koma sjer saman um. Jeg tók einungis þessa upphæð til að hafa eitthvað fast fyrir mjer að miða við. í desember ’97. F. Jónsson. Um samsaunginn. Vjer vildum Ieyfa oss að gera fáeiuar athugasemdir við dóm hr. Árna Thorsteinson um samsaung- inn, sem haldinn var 15. og 16. þ.m. Dómur þessí er mjög ófull- kominn og villandi, og á ilia við okkar sraávöxnu kringumstæður hjer á landi, að dæmt sje um fagrar íþróttir, svo sem sauag, hljóðfæraslátt, sjónleiki og þvílíkt einblínandi á það, hvernig þessar íþróttir eru sýndar í öðrum lönd- um, þar sem úrval er af vönum mönnum, sem gera sjer frá unga aldri íþróttir þessa? að atvinnu- vegi. íþróttir þessar í landi hverju eru venjulega samferða menningu og smekk þjóðanna yfir höfuð, og verða því að dæmast eftir ástand- inu, sem er í því landi, þar sem þær eru íeiknar. Þá verður og að taka tillit til þess undir hvaða kringumstœðum menn hjer sýna íþrótt sína, eigi dómurinn að vera sanngjarn. Og um fram allt verður dómur- inn að vera sannur og á rjettum rökum byggður. Hr. Á. Th. segir: „Program „Musikfjelags Reykjavíkur" hafði að innihalda 6 kórsaungva; öll þau hljóðfæri, sem kostur var á, voru liöfð til að spiia undir með lögunum; þar voru lúðrar, violin og harmonium, ef ekki meira“. Hjer er mjög ónákvæmlega frá skýrt; horn voru að eins notuð með kórsaungvunum „Lofið guð“, „Mikill er guð“ og „Skarphjeðinn í brenuunni“; útheimta lögin tvö hin fyrstu beinlínis, að hljóðfæri væru notuð til að „spila undir“. Og ekki hefur hr. Á. Th. tekið vel eftir, að heyra ekki, að horn- in voru notuð að eins á vissum, stuttum köflum í laginu „Mikill er guð“. Hr. Á. Th. kvartar yfir því, að kljóðfærin „spiluðu u?idiru, sem hann kallar svo, og að þau ekki höfðu aðra raddsetningu að fara eftir en kórið sjálít. Hvað var á móti því, að hljóðfærin spiluðu raddirnar sömu og kórið fór með? Var það harmoniu-fræðislega rangt? Nei. Og hefur það hvergi verið gert nema hjer? Jú, ótal sinnum. Hr. Á. Th., sem skoðar sig að vera landsins æðsta dómara um saung, hljóðfæraslátt, saungstjórn, og saunglagagerð, ætti að þekkja svo mikið, að t.d. fullkomið orgel framleiðir hljóðfæri margra hljóð- færa í senn, hver rödd þess fyrir sig hefur siun sjerstaka blæ, og myndar orgelið því „Orchester^. Og raddir þær, sem mest ber á í orgelinu stæla eiamitt hornahljóð- ið. Ef það er skakkt að nota horn í rjettri hæð með kórsaung, þá er Iíka skakkt að nota kór- saung með Orgeli. En er það þó ekki gert um allan heim? Og fer orgelið ekki venjulega með al- veg sömu raddirnar og kórið? Hr. Á.Th. segir, að Musikfjelag- ið „trani fram“ ýmsum hljóðfær- um, „og er þess íítið gætt hvort við á eða ekki“. Þetta er beinn sleggjudómur, órökstuddur með ötlu. Svona langur saungdómur hefði þó átt að rökstyðja svo mikii- vægan galla á notkun hljóðfær- anna. Er hr. Á. Th. fær um að dæma um notkun margra hljóð- færa í senn (Instruraentation)? Það er laust við, að þessi dómur hans sanni, að svo sje. Hr. Á. Th. er auðsjáanlega í miklum vafa um það, hver hafi sett raddirnar við kórlögin eins og hljóðfærin ljeku þau. Hann er ekki á því hreina, hvort „Musik- fjelagið“ hafi gert það í leyfis- leysi eða „komponistarnir“ Ema- núel Bach og Rolle!! Eu hr. Á. Th. til upplýsingar skal þess getið, að raddirnar voru útlendar. Ánn- ars er það ekki dæmalaust, að einn býr til lagið og aðrir radd- setja það á ýmsa vegu, sjerstak- lega þegar iagsmiðurinn sjálfur ekki getur gert það, og ætti hr. Á. Th. að vera vel kunnugt um það. Um saunginn segir hr. Á. Th., að hann hafi verið miður vel æfð- ur „og samsetniugin og raddskip- unin ekki sem best“. Saungurinn var það vel æfður, að hver kunni sína rödd og saung hana taktrjett. Og getur nokkur með sanhgirni ætlast til þess, að lítt vant saung- fólk, sem tekið er sitt úr hverri áttinni og því óvant að syugja saman, fóík sera hefur mjög naum- au tíma til saungæfinga og sem hefur allt öðrum skyldum að gcgna, geti sungið með smekk (Foredrag) eins og æfðir sauagmenn? Eins er ekki hægt í fyrsta sinn að skipa fólki vel í raddir á meðan sauagkennarinn ekki þekkir fóík- ið, sem syagja á. Saungurinn fór yfirleitt betur fram eu stundum áður, og að mun betur en t.d. karlakórsaunguriim í fyrra. En gallalausau kórsaung höfum vjer enn þá ekki heyrt hjer á landi. Þá finnur hr. Á.Th. að því, að karlmennirnir hafi staðið á haJc við kvennraddirnar. Átti tenor og bassi að standa fyrir framan?! Hr. Á.Th. líkar ekki frumburð- ur kvæðanna, og tekur sem eitt hið versta dæmi þetta vísuorð: „dottar nú þrösturá — laufgræn- um kviat“. Hann mun eiga hjer við, að d-ið hafi bundist í fram- burðínum við „þröstur“. En þeg- ar hanu gætir &ð nótunum, sem yfir þessum atkvæðum standa, þá mun hann sjá, að það er ekki lcórs meðfæri, að bera á-ið öðru- vísi fram, þar sem nótan yfir at- kvæðinu „ur“ er borin svo fljótt fram. Það er að eins meðfæri solo-saungvara, að vega framburð orðanna eins og hr. Á. Th. ætlast til að kórið geri. Þá segir hr. Á.Tii., að hr. Br. Þ. hafi. stjórnað saungnum mjög laglega, og að vjer munum lík- lega eiga í honnm mjög gott efni í sauugstjóra (Dirigent). Þetta er í fyllsta máta rjett. En hvernig gat. hr. Á. Th. aæmt um hann, sem saungstjóra, af því, að sjá hanu slá takt í þreæur lögum og sjá að eins á baJtið á honum? Göð saungstjórn liggur í fleiru en taktelögunum — annað gat grein- arhöfundurinn ekki sjeð —, hún liggur ekki síður í því, að saung- stjórinn með persónu sinni, augna- tilliti, svip og öðrum tilburðum hafi fullt vald yfir saungflokknum, er hann stýrir, ekki einungis á samsaungnum sjálfum, heldur einn- ig mcðan á æfingunmn stendur, Það heyrir og undir saungstjórn- iua að skipa saungfólkinu eða

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.