Ísland - 17.08.1898, Blaðsíða 4
132
ISLAND.
að vér værurn þá eius og skrælingjar;
með því mein&r hann líklega að það beri
þesa vott að vér kunnum ekki með áfengi
að fara og vanvirða sé að viðurkenna
það. En sannleikurinn er sá, að vér
kunnum alls ekki með það að fara, það
hefnr margra aSda reynsla sýnt og sann-
að, og hvað er gert þegar b&rnið hefur
náð í beittan hníf, sem maður veit að
það getur og hlytur að skaða sig á? —
hann er tekinn af því. Hvernig er f&rið
með eitur? — Það fæst hvergi nema eft-
ir iæknisávísun; og af hverju? — af engu
öðru en því, að mönnum er ekki trúandi
fyrir því án þess að það geti orðið að
tjóni. Er þá ekki sama máli að gegna
með áfengi? er það ekki margreynt og
sannað — og það á sorglegan hátt, að
þjóðin kann ekki að fara með það? ligg-
ur þá ekki beinast fyrir að taka frá
henni þennan voða? — náttúrlega. „Það
er óeðlilegt haft“ sogir höf. „að sá, sem
bæði viil og getur fái ekki keyptar hlut-
inn“. Náttúrlega meinar höf. hvaða hlut
sem er og þá eins eitur sem annað; en
eg hef satt að segja, aldrei heyrt aokk-
urn mann telja það óeðlilegt haft, þótt það
fengist ekki eftir vild. Áfengið kemst
undir sama númer bráð im! mennirnir
vitkast smámsaman, verða alment betri
og kærleiksríkari — og jafnvel greinar-
höfundurinn sjálfur!
Eg skal ekkideila viðhöf. um efni „Ólsa“,
sem hann kaliar (á líklega að vera =
Ólafsvíkurbúar, þó það sé skrítinskammstöf-
un), en víst er það, að hvert það hérað
þar sem ekki er keypt áfengi, hlýtur að
vera betur efnum búið en það væri ef
það keypti það til muna; það fæst þó al-
drei fyrir ekkert og ekki gefur það af sér fé;
það vona eg að enginn geti kallað djúpt
tekið í árinni. í sambandi við þetta skal
eg geta þess að á ísiandi er átlega drukk-
ið fyrir tæp 500,000 (fimm hundruð þás-
und krónur af áfengi! það eru undir 50
krónur á hvert einasta heimili á Islandi!
Skyldí því ekki vera betur varið til ein-
hvers annars? t. d. að efla Iandbúnað,
brúa ár, bæta alþýðukenslu o. s. frv.?
Hvað segir höf. um það? viil hann svara
„nei“ ; eg vona að hann sjái sóma sinn
og geri það ekki. — Það þykir höf. óðs
marns æði, að ætla að vínnautn verði út-
rýmt úr heiminum og það af þeirri ástæðu
að hún hafi tíðkast frá alda öðli; ojæja!
Pað hafði líka tíðkast sú skoðun frá alda
öðli ait fram að dögum Galilei, að jörðin
væri flöt, en þó varð henni útrýmt. Nú
eru menn einmitt á góðum vegi með það
að útrýma þeirri röngn og skaðlegu skoð-
un, að vínnautnin sé nauðsynleg og það
tekst á endanum. Sá tími kernur, þótt
langt verði ef til vill að bíða, að enginn
maður finst i víðri veröld svo samvizku-
sljór, bvo kærleikssnauður, að hann geti
fengið það af sér að gera vínsölu sér að
atvinnu; &ð hann geti fengið það af sér
að lifa á glötuu meðbræðra sinna. Þeir
Iæra smámsaman söguna hans Kains og
vilja ekki fara að dæmi hans — þeim
skilst það að þeir eiga að gæta bróður
síns, aS þeir þurfa að fara í hindindi.
Sig. Júl. Jóhannesson.
t
Ingunn Bjarnadóttir
frá Útskálum.
„Hún kemur, hún kemur með broshýra brá
og breiðir glöð út faðminn, — hve sæll er ég þá!“.
Svo íaðirinn hugsaði’ í hlaö er hanD reið.
— l»ð hjartað væri margreynt, þess sárara beið. —
Hann fiýtti sér: alt sem hann elskaði mest,
hann átti heima. — En sólin í vestri var sezt.
Og dóttirin elzta var augasteinn hans.
— Hve fljótt vill stundum fölna hinn fagursti kranz!
Og dulmáium kvöldgolan hvíslaði hljóð.
En dapurieitur Dauðinn í dyrunum stóð. —
„Hún sefur, hún sefur — og bregður ei blund!
— Ég barhana’ áðan sofandi’á drottins míns fund!“
Svo mælti’ hann. En guð einn fær talið þau tár,
sem féllu við þá helfregn um föðursins hrár.
Já, von er að grátin sé vorblómuð rós. —
í»að verður altaf dimt eftir nýsloknað ljós.
Og von er að hnigi af hvarmbaugum tár,
er höggvið var svo djúpt o’n í biæðandi sár!
Það gengur til hjarta, — og hjartað er gljúpt.
En drottinn græðir sárið, þótt sárið sé djúpt!
Er sólin er sigin um sumarkvöld löng,
nú heyra foreidrarnir hinn himneska söng:
Hún sefur, hún sefur við sólroðanB barm,
og englar bjartir binda' henni blómhring um arm!“
Ouðm. Gruðmuudsson.
Frá fjalIatiiHluin
til flskimiða.
Ofviðri mikið á austaa var í Árnes-
sýslu föstudaginn 12. þ. m. og reif járn-
þ&k af hlöðu hjá Sígurði Ólafssyni sýslu-
manni í Kaldaðarnesi i Flóa. Þetta sama
óveður gekk einnig sama dag fyrir vest-
an og skemdi hús í Snæfellsnesinu.
7. þ. m. giftust í Stykkishólmi verzlun-
armaður Ingólfur Jónsson Borgfirðings
og fröken Kristín Richter, dóttir Richters
kaupmanns. Þar var veisla stór og fjöl-
menn, í henni nær allir kaupstaðarbúar,
auk fleiri. Jón Borgfirðingur, faðir Ingólfs,
er í sumar þar í Hólminum.
Á Akureyri er nú verið að starfa að
bygging nýja spítalans. Hefur Guðm.
læknir Hannesson gert að honum alla
uppdrætti. Allt afrensli er í lokuðum
járn- og leirpípum niðri í jörðunni, vatns-
rensli um alla bygginguna með sterkum
þrýstingi, loftsleiðsla inn í hvert herbergi
og loftrennur fyrir óhreint loft út úr her-
bergjunum. Húsið verður hitað með gufu
eftir allra nýjustu aðferð og útbúnaður
ailur eftir þessu vandaður.
Sjúkrahúsið á Akureyri kvað altaf vera
fullt og er svo skrifað þaðan úr kaup-
staðnum, að þangað sæki menn af öllum
landshornum. Á einni viku i sumar gjörði
Guðmundur læknir Hannesson 10 skurði og
nær alla stóra. Hann befur þrisvar á þessu
ári skorið á æxlum úr eggjastokk á kven-
mönnum, en áður munu þeir skurðir ekki
hafa verið gjörðir hér á landi. Úr manni
einum skar hann blöðrustein og var sá
alheill eftir 14 daga. Þótti það vel
gort.
Reykjavík.
Lyfjabúðin hér í Reykjavfk er nú seld
dönskum manni, Martiu Olesen fyrir
110,000 kr. Haun er frá Hjörring og kom
hann hiugað með „Thyr&“ um daginn til að
taka á móti lyfjabúðiuni. Hr. E. Tvede
keypti lyfjabúðina fyrir 85,000 krónur.
Jón kaupm. Vídalín er nú skipaður
brezkur konsúll í stað T. G. Patersons,
sem settur hefur verið um tíma, síðan í
vor að bróðir hans lést. Jón Þorvaldsson
cand. phil. hefur á hendi afgreiðslu á
kontórnum og gegnir konsúlsstörfum í
fjærveru Jóns Vídalíns.
í gær fór héðan „Gwent“, hrossaskip
Jóns Vídalins, til Englands. Með því
fóru: Jón Ólafsson ritstjóri og H. Th. A.
Thomsen kaupraaður. Jón Ólafsson fór
til Skotlands til að kaupa nýja prentsmiðju
og kemur upp með hana í næsta mánuði.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen fór héðan á
laugardaginn austur yfir fjall.
„Skálholt“ kom að vestan í gær. Með
því voru: Frú Thorsteinsson (landfógeta)
og Hannes sonur hennar, úr kynnisför
vestan af Patreksfirði; Sigurður Sigurðs-
son læknir Dalamanna, Bjarni Þorkelsson
úr Ólafsvík og Kjartan Þorkelssou frá
Búðum, séraEiríkurGíslasonáStaðarst. o.fl.
Til leígn
er gott húsuæði í miðjum bænum, 3—4
rúmgóð herbergi með eldhúsi, búri, stúlkna-
herbergi og öðrum þægindum, einnig stórt
herbergi, sem væri þægileg vinnustofa.
Leigan er lág. Ritstj. vísar á.
Herra Þoryarður Þorrarðarson prent-
ari veitir móttöku öllum bréfum til mín, þangr-
að til ég- kem heim aftur 31. ágúst, og bið
ég alla, sem eitthvað þurfa að flnna mig, að
snúa sér til hans á meðan.
Reykjayík 13. ágúst 1898.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Grár hestur
7 vetra gamali, aljárnaður, mark: blaðstýft aftan
hægra, keyptur í sumar frá Hesti í Borgarfirði,
hefur tapazt. Hver, sem hittir hest þenna er beð-
inn að skila honum að Bústöðum.
Silfurhikar hefur fundist á leið frá Nesj-
um til Reykjavikur. Réttur eigandi vitji á Hotel
Reykjavík.
13
14
15
16
og hjarta mitt skal þig geyma;
þar skaltu leika líflð út
og ljúfustu stundir dreyma!
(án þess þau viti, eru þau komin fram á hátt hengiflug).
Brandur
(kallar).
Kyr, kyr, því þar er flugið! Prá!
Einar
Hver kallar?
Agnes
(bendir).
Sjáðu!
Brandur
Hikið! Hopið!
Þið standið hárri hengju á,
sem hylur manni djúpið opið!
, Einar
(gripur utan um ágnesi og hlær).
Við hræðumst ekki; hættu’ að benda.
Agnes
Við heilaum langri gleðistund.
Einar
Og sólskins-dögum guðs á grund,
sem vart að hundrað árum enda.
Brandur
Og dettið fyrst í djúpið þá?
Agnes
(veifar handlini sinu).
Nei dönsum upp mót himni blá.
Einar
Fyrst hundrað ár i eftirlæti,
við ástablys á hverri nátt,
og hundrað ára hörpuslátt; —
Brandur
Svo?
Einar
Aftur heim í himna kæti.
Brandnr
Þið þjótið hingað þaðan frá?
Einar
Ef þaðan eigi, — hvaðan þá?
Agnes
Frá kunningjum við komum næst
og kvöddum bygðir austan fjalla.
Brandur
Ég sá til ykkar, hélt ég, hæst
við hrygginn þar sem fer að halla.
Einar
Þar skildumst vér við fagran foss
við frændurna og vini hýra,
með handabandi og blíðu-koss
við bundum hverja minning dýra.
Við fylgjnmst! Ég má frómt um segja,
hve fjarska góður drottinn var
og hvernig gjörvöll hnoss sig hneigja.
En, húkið ei sem freðinn þar!
Nei, látið yður hitna’ og hlýna. —
Ég hlýt þá fyrst að nefna mína
málaralist, því guð var góður
þar gaf mér háan vængja-róður,
að draga lífið fram með förfum,
sem flugur hann úr maðka-iöríum.
En stærsta gæzkan, guð minn er,
að gafstu þú Agnesi litlu mér.
Ég kom að utan, langt úr löndum,
bar litarstokk og pensil minn, —
Agnes
Og kátur eins og kongurinn
með kvæðasafn á reiðum höndum.
Einar
Um fjöllin hér mín ferð var gjör,
þá finn ég hana í kynnistför.
Hún vildi teyga bjarka-blæ
og bjarkar-ilm á heiðar-bæ;
en mig dró þangað goðmagns-gneisti;
með guðamóð og sálar-hreysti,
ég fegurð svalg við fjallasjó,
við fimbuljökla og heiðar-skóg!
Þar skóp ég afbragð allra mynda
með ástarrós á hýrri kinn,
og þessar brár, sem blessun kynda,
og bros, sem ná í hjörtun inn.
Agnes
Þú sást þó vart hvað vildir mynda,
þú varst að teyga lífsins skál;
og alt einu’ eitt morgun-mái
þiun ferðamal þú mundir binda.
Einar
Þá grípur hugsnn bjarta’ og sál:
Upp, heigull, með þín biðilsmál!
Af stað; það reynt, mitt bónorð búið,
og bandið trygða, spunnið, snúið.
Vor gamli læknir lék og hljóp
með ljóðasöng og gleði-óp,
og daga þrjá hann heimboð hélt
til heiðurs okkur saman felt.
Lónsmaður, klerkur, klukkarinn,
þar kom og æskulýðurinn.
í nótt við héldum heiman frá,
en hátiðinni sleit ei þá;
með blæju’ og kransa kollum á,
þeir korau’ í hópum fram í skóg;
og sumir upp á heiði há
unz haila tekur vötnum blá.
Agnes
Um fjallið alt var ferðin dans
í flokkkum, eða konu og mannB.
Einar
Við supum vín af silfurskál. —
Agncs
Um sumarnótt gall ljóðamál. —
Einar
Og niðsvört þokan norðri frá
oss nærri fór, en ætið hjá.
Brandur
Og ferð er heítið?
Einar
Suður um Bæ.
Agnes
Þar syðra á ég heima í bæ.
Einar
í vestur fyrst, unz fjallið þrýtur;
við fjörðinn okkar bíður skeið;
til brúðarsalsins beiua leið