Ísland - 21.01.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 21.01.1899, Blaðsíða 2
2 ISLAND. „Mikið ansi er karlinn klókur!" eiga víst les- endurnir að hugsa. „Hvar ætli hann hafi falið sig ?" En útgáfufjelag „íslands" er nú stofnað, karl minn, og þarf ekki meir um það að þrátta. Og Björn er nú sigldur heim úr róðrinum með skömmina í skutnum og „ergeisið" út af því að hafa af klaufaskap og í fólsku brotið borðið á skeri hegningarlaganna. Skuldaregistur. í 1. tölubl. „íslands" var grein um íslenzka blaðamennsku og þar sýnt fram á, að ófug við- skíptaaðferð blaðamannanna við kaupendur sína væri þess valdandi að blöðin væru minni og dýr- ari en þau þyrftu að vera, en blaðamennskan ó- viss og arðlítii atvinnugrein; blaðamennirnir ættu að hætta lánsverzluninni, en seija blöðin að eins gegn borgun fyrirfram, og þá viðskiptaaðferð tók „ísland" upp. Þar var sýnt fram á, hverjar tekjur blað gæti g8fið hjer á landi með líkri kaupandatölu og Eeykja- víkurblöðin og líku verði, ef fyrirfram væri borgað. Þá ættu blöðin bæði að geta stækkað og lika launað betur allt starf, sem til þeirra gengi. Blaðanegrarnir allir hjer í Reykjavík fylltust megnustu úlíúðar gegn „Llandi" út úr þeirri grein, þótt ótrúlegt megi virðí.st. „Fjallkonan" er nú íyrst, eptir tvö ár, að fetta fingur út í þann reikning og kveður reynsluna hafa hrakið hanc. En þetta er mesti misskiln- ingur. Sá reikningur verður aldrei hrakinn, svo Iengi sem viðurkennt er að 2 og 2 sjeu 4. Hitt er það, að það, sem tölurnar voru byggð- ar á, gat reynslan ein sýnt hvort rjett væri eða rangt. En húa hefur enn þá ekkert sýnt í því efni. Að hægt væri að koma því á, að blöð væru borguð fyrirfram hjer á landi eins og víðast ann- arstaðar, það hefur reynslan ekki hrakið enn, og hitt, að biað geti fengið hjer 2000 kaupendur, það hefur reynslan sannað. En á þessu tvennu var reikningur sá byggður, sem hjer er um að ræða. Það sem reynslan hefur sýnt um þetta mál er, að „ísland" gat ekki eitt út af fyrir sig haldið áfram með að heimta borgun af kaupendum sínum fyrirfram meðan hin blöðin voru send þeim ýmist ókeypia eða þá „upp á tilíft Ián". Svo er nú þessu varið, Valdimar sæll, og væri eins rjett af þjer að segja aldrei neitt frá eigin brjósti, en jeta bara eptir vini þínum Birni, eins og að koma fram með tómar vitleysur. En það var nú ætlunin að vega hjer sem snöggvast dómgreind Bjarnar líka. Hann reiknar út fyrir útgáfufjelag „íslands", að það hljóti að skaðast stórum á útgáfunni. Og þetta getur hann án þess að vita nokkurn hlut um stærð blaðsins framvegis, verð þess, eða annað fyrirkomulag. Hann þarf þess ekki með. Það eina veit hann, að fjelagið hlýtur að skað- ast á því að gefa út blað. Og meira að segja: Hann veit, að meiri hluti þeirra manna, sem fjelagið stofna („skuldheimtu- mennirnir") hlýtur að telja skaðaun vísan, en ætlar samt að leggja út í fyrirtækið. — Og til hvers? Að hans áliti getur ekki tilgangurinn ver- ið sá, að styðja blaðið, sem málgagn nokkurrar ákveðinnar skoðunar, áforms eða fyrirtækis. Þá ástæðu útilokar hanu sjálfui", þvertekur fyrir hana. — Til hvers þá ? (Karl þenkir). Ekki getur það heldur verið tii þess eingöngu að veita ritstjóra „íslands" atvinnu, því að sögn „ísafoldar" áttu ritstjóralaunin að vera svo lág, að „fjarstæðu" gegnir; engin borgun fyrir verkið! — Nú, til hvers þá? (Jú, þar fann hann það, því ekki er að efa skarpleikann!) Þeir gera það til þess að láta aðra tapa líka. (Nýju mennina, sem þeir voru að fá í fjekgið mcð sjer). Þetta er hugsanagangur Björns, þegar hann rit- ar greinina í „íaaf." 7. þ. m., bjer fram settur í nokkrum línum í stað þess að Björn þarf 3—4 dálka til þess að gota gjört sig skiljanlegan. Lesi þeir grein Björns aptur, sem ef til vill haf glæj zt, á henni í svipinn og lagað þar eptir dóma sína, og gái að, hvort þeir með umhugsun geta fengið annan skilning út úr henni en þennan. Og geti hann sjálfur skýrt hana á annan veg, er hjermeð skorað á hann að gjöra það. Annað- dæmi um skarpleik Bjarnar í þessu máli má draga út úr þessu: Hann segir það víst, að mennirnir „hefðu ekki nokkurn tíma látið sjer detta í hug að kljá sig neitt við það (útg.fyrirtækið), ef þeim hefði ekki vilj- að það slys til, að lenda (óvatt) í skuldafjötrun- um út af því". Og rjett á undan hefur hann sagt, að þeir „geti ekki haft neina trú" á fyrir- tækinu, hljóti &ð búast við tapi. Með öðrum orð- um : þeim verður óvart að lenda í skuldafjötrum við blaðið, en þegar þeir hafa reynt, hvernig það er, vilja þeir ólmir fá að skulda meira!! Þá verður líka skiljaulegt, að þeir bjóði „kunn- ingjum sínum" að vera með, og sízt ástæða tilað vera að væna þá þar um nokkurn ósæmilegan til- gang. Sannleikurinn er sá, að sje þessi grein Björns krufin til mergjar, munu menn finna, að hug- myndaringlið er því líkast scm greiain væri skrif- uð af ekki alls kostar algáðum manni, og má skipa hverja prófnefnd sem vera vJll til að rannsaka það. Eins er það líka ósköpin öll naglalegt af Birni, að halda því beínt fram, að blaðútgáfa fjelagsins geti alls ekki borið sig. Það sannar hjer alls ekkert, þótt hann geti bent á, að blaðið hafi illa borið sig áður. Því vitanlega eru til blöð hjer í bænum sem bera sig, og meir að segja: borga sig vel. Og úr því svo er: því skyldi þá vera óhugs- anlegt að þetta blað gæti borið sig, þegar fram í sækti ? Efnahagur „íslands" er heldur ekki nærri því eins bágborinn og Birni segist frá, og er bezt að skýra frá því máli eins og er, úr því að hjer er, hvort sem er, búið að svara svo mörgu af rugli Bjarnar um þetta. Hann segir skuldir þess 7000 kr., en það er fjarri lagi. Reyndar þyrfti ritstj. „íslands" ekkert að fyrirverða sig fyrir það, þótt hann hefði sett í útgáfuna 7000 kr. En það eru allar skuldir hans, sem honum hefur talizt til að mundu vera um 7000 krv og eruþar í eptirstöðvarnar af kaupverði „Sunnanfara", um 1500 kr., útgáfukostnaður „Snf." í ár, sem Iítið sem ekkert hefur enn borgazt inn fyrir, vegna þess að síðara heptið er enn ekki sent út, og enn mega dragast frá 7000-unum töluvert háar upp- hæðir, sem alls ekki koma „íslandi" við. Það mun vera ríflegur helmingur af þessum 7000 kr., sem telja má því til skuldar. Og þótt nú gengið hefðu um 4000 kr. til útgáfu blaðsins fram yfir það, sem inn kom, tvö fyrstu árin, þá er það ekki svo gifurlegt. Mundi það hafa þótt of mikið, að byrjað hefði verið með 4000 kr. höfuðstól, ef til hefði verið, þegar blaðið var stofnað. En nú stendur það þí svo ?ð vígi, að ef búast mætti við nokkurn veginn skilvísri borgun frá kaupend- unam, gæti það borið sig þolanlega með þeirri kaupandatölu, sem það hefur. Um nautgriparækt og landbúnað á íslandi. Eptir Júlíus Gunnlaugsson. Nautgriparæktin hefur nú um langan aldur ekki verið í jafnmiklu uppáhaldi hjá oss íslendingum eins og bún ætti að vera og getur verið; hún er ein hin fegursta og ábatamesta búgrein bóndans, sje hún rækilega stunduð og vel með hana farið, en til þe3S þarf búhyggindi, reglusemi, framkvæmd og táp, eigi kúabúið að koma að verulegum notum. Elzta framtal, sem vjer höfum af kvikfjenaði landsins, er frá 1703; þá er nautpemngur talinn alls á landinu 35860, eu 1896 23713, og hefur því nautgripum fækkað um 12147 eða fullan þriðjung, og þegar litið er til fólksfjöldans í land- inu 1703, sem talinn er 50400, kemur meir en J/a kýr á hvern mann að frádregnum geldneytum. Þið er án efa mikill munur á því, hvað naut- peningur á íslandi var miklu fleiri hjá forfeðrum vorum eptir að búskapur þeirra var kominnígott lag, heldur en nú á timum. Hvar sem minnzt er á tölu nautgripa hjá einstökum mönnum, er hún svo margfalt meiri. Það sýna oss ekki einungis fornsögur vorar, heldur og ýms rit og brjef, sem til eru. Það er ekki sjaldgæft, að í foruöld eru taldar 30, 60 eða jafnvel 120 kýr í búi og geld- neyti að auk. Guðmundur ríkiEyjólfsson áMöðru- vóllum í Eyjafirði átti 120 kýr í búi, enda er hann talinn með ríkustu bændum landsins á þeirri tíð. Þetta sýnir meðal annars hvað fornmenn hafa lagt mikla stund á nautgriparæktina, á þann aðal- stofn búskapar síns, sem hefur verið þeim fast- astur, vissastur og um leið arðmestur í búinu. Eu getur þessi bústofn ekki verið oss nú jafnarð- berandi, og getum vjer ekki haft jafnmarga naut- gripi á íslandi eins og forfeður vorir? Hefuraum- ingja fósturjörðinni okkar farið svo aptur, og hef- ur hún gengið svo úr sjer? öetum vjer ekki enn þá látið hana upp ljúka sínu auðuga skauti? Ju, vissulega, meðþví að sljetta og rækta tuninmiklu betur en vjer hófum gjört; með því getur fóstur- jörðin okkar orðið jafn-blómleg og auðug að gæð- um som í fornóld. Það er víða getið um það, að á íslandi hafi verið skógar, sem smátt og smátt hafa liðið undir lok; menn hafa hjálpað nátt- úrunni til að eyðileggja þá, og jurtagróðurinn hefnr minnkað, í staðinn fyrir að styðja hana að framförum, sem miða til að halda við skepnu- stofninum og auka hann. Meðan nautpeningur var fieiri a íalandi, höfðu bændur mikla verzlun við nágrannaþjóðir sínar; einkum var þáð smjör, uxakjöt og uxahúðir, sem þeir verzluðu með og var þeim mjög arðberandi; en eptir því sem nautpeningi fækkaði í landinu, hnignaði líka þessari verzlunargiein, þangað til hún hverfur úr verzlunarskýrslunum á síðari hluta 18. aldar. En aptur á móti er nú á tímum flutt smjör og skinn inn í landið og það dnúglega mikið. Þetta kalla jeg ekki neinar framfarir í búnaðinum, miklu fremur apturfarir. Er nú ekki þörf að auka hjá oss kúabúið og fylgja dæmi for- feðra vorra, sem höfðu nautfje hundruðum saman, hlóðu túngarða og gjörðu önnur stórvirki, sem bera þess merki þann dag í dag, að þarhafiverið framkvæmdasamir og dugandi menn, sem höfðu hug og þrek til að brjóta ísinn og beina oss leiðina. Reynslan hefur sýnt, að hjer á landi má hafa mikið kúabú, og væru þau á hærra stigi, hefðu bændur af búum sínum ekki einungis nóg handa sjer og sínum til lifsframfærslu, heldur og mikinn af- gang til yeizlunar, og þess væri óskandi, að allir gætu haft sem stærst kúabú, því bæði er mjólkin holl til fæðu og svo er húu eptir næringargildi sínu ódýrust allra fæðutegunda, sem menn almennt háfa. Það er engum efa bundið, að nautgripakjöt og smjör mundi seljast fyrir hátt verð í útlöndum, einkum Englandi, sem vanalega kaupir mikið af gripakjöti frá fjarlægum heimsálfum: Ameríku, Ástralíu og víðar að. Einnig mundu menn hjerá landi, sem eingöngu gefa sig við sjávarútveginum, borga griparækt, smjör, osta og skinn (leður) fullu verði með peningum, fiski og öðrum sjómat, sem sveitabóndinn ætíð þarfnast í bú sitt. Þennan verziunarmáta tel jeg mikið heppilegri en að láta búsafurðirnar ganga gegnum verzltnir k..upmanna, sem hljóta að t-dka þær með lægra verði en þeir selja þær fyrir út frá sjer. (Niðurl.) Ex umbra ad astra! Eptir Guðm. Guðmundsson. I. Nafnið. Ef jeg gæti gefið þjer allt það, sem guð hefur lagt bezt og fegurst í brjóst mjer, — allar beztu vonir mínar og hugsjónir frá því jeg fyrst lærði að segja „mamma" og fram á kvöldið, sem jeg skrifa þessar línur, — ef jeg gæti gjört þig sælli

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.