Nýja öldin - 23.04.1898, Page 2
154
JPað er líklega nýjasta tizka það,
þó að ekki haíi ég séð það fyrir-
komulag fyrri; en handhægt fyrir
lesarann er það beinlinis ekki.
I kverinu eru 3 sögur, einn les-
málskafli, sem ég veit ekki hverju
nafni skal nefna, og 25 ljóðmæli.
Aðr en ég vik að gildi þessa
kvers að öðru leyti, verð ég fyrst
að segja nokkur orð um fráganginn
á málinu og það sem því er náskyld-
ast, rithátt og greinarmerki.
Eg veit að það er viðkvæði sumra
manna, þegar minzt er á málfæri
bóka, að kalla það sérvizku og firr-
ur að vera að fást um slikt.
í>ví svara ég svo, að það er eitt
af frumskilyrðum allrar listar, að
búningr samsvari efni. Eins og allir
hjáróma tónar eru til hneykslanlegra
lýta, er lag er sungið, og til því til-
finnanlegri lýta sem lagið annars er
fegrra, svo lýtir það hverja hugsun
og truflar það meinlega öll fegrðar-
áhrif, ef hugsunin er búin í ambögu
og málleysu tötra. Málleysur, am-
bögur og orðskrípi særa fegrðartil-
finninguna alveg eins og hjáróma
tónar eða sérhver ámáttlegr van-
skapnaðr.
Eins að sínu leyti er því farið
með rangsett greinarmerki. Ein mein-
leg komma, sem heggr sundr frum-
lagsorð og umsögn og skilr þau að,
meiðir rök-kendina eða rökvitundina;
alveg eins og steinn, sem ég rek
tána í, eða þúfa, sem ég hnýt um,
meiðir mig í tánni og tefr ferð mína.
Eg kemst að vísu áfram fyrir því
þótt þýft sé eða grýtt þar sem ég
geng; en miklu er það óþægilegra
en að ganga eggsléttan veg eða
heflað gólf. Eins kemst ég að vísu
á endanum að skilningi á þeim setn-
ingum, sem Jimlestar eru með vit-
lausum greinarmerkjum; en lestrinn
verðr að því skapi ógeðfeldari engu
að síðr.
Allra þessara grasa kennir í kveri
þessu.
Svo ég taki fyrst dæmi af grein-
armerkjunum, sem ætluð eru til að
greina sundr það sem að þarf að
skilja, en ekki það sem saman á,
þá stráir höfundrinn punktum sinum,
kommum og „þanka“-strykum örlátri
hendi út um blaðsíður bókarinnar,
rétt eins og hann væri að sáldra
pipar á plokkfisk, og hirðir aldrei
hvar þær lenda.
Hvað á að segja um aðra eins
greinarmerkja-setning ogþessar, sem
hér skulu til færðar? —:
„ Jeg meina að myndimar sjeu í raun-
inni, svo líkar sem systramyndir geta
verið“. (17. bls.)
eða þetta:
„Sjá liin ungborna tið, vekur storma
og strið.
leggur stórhuga dóminn á feðranna
verk. “ (122. bls.)
eða þá:
„Tröllbrot rafar(!) og eims,
selja rammleik og auð hverri menntaðri
þjóð (123. bls.)
„Heyrið ánauðug lönd, brjóta ok, slita
bönd“ (sst.).
Ritháttrinn er svo fjarstæðr öllu
lagi, að það gengr næst fyrirmynd-
ar-rithættinum á „Æskunni“. Höf.
ritar t. d.: eyrðarleysi (fýrir: eirðar-
leysi), fynndist (f.: fyndist), frum-
hreifinga (£: -hreyfinga), yðjuleysi
(£: iðjul.), sköruglegr (£: skörulegr),
skammtr (f.: skamtr), örbyrgð (f.:ör-
birgð), tylldr (£: tildr; sbr. tildra;
samstofna við “tj'ald”, en alls ó-
skylt “tylla”), ílir (£: Ýlir = Desem-
ber).
Detta er ekki nema sýnishorn af
stafsetning þessa kvers, en engan
veginn neitt fullkomið “sálnaregistr”
yfir þessa tegund synda höfundar-
ins. Ég er enginn tilberi.
Svo er dálítið sýnishorn af mál-
leysum og ambögum.
„Spóa-vell og lóu-söngr“. Nafn-
orðið, sem tíðkað er um hljóð spó-
ans, er „vella“ (kvennk.), en ekki
„vell“ (hvk.). Alveg gagnstætt
er „víl“ kynlaust, en „víla“ (kvennk.)
er ekki til, og það er því ambaga
að segja „vilur og vol“ (123). „Réð-
ist“ er eiginlega rangmæli (fyrir:
réðst). „Stagir og strengir11 á að
vera „stög og str.“ Nafnorðið er
„stag„ (kynl.), en ekki ,,stagr“(karlk.).
„Ég fann gott eðli vors fyrsta for-
föður streyma gegnum mig“er dönsku-
sletta af versta tagi. Sambandið
sýnir, að höf. er ekki að tala um
„gott eðli“, heldr að hann „fann
vel eðli vors f. f.“ o. s. frv. „Tröll-
brot rafar og eims“ á að vera sama
sem „tröllbr. rafmagns og gufu“.
„Rafar“ ætti að vera eignarfall af
„röf “ (kvk.), en slikt orð er ekki til;
rétta myndin er „raf“ (kynl.), í fleirt.
„röf “. „Rafar“ er orðskrípi, sem
hvergi á heima.* Hugsunin í setn-
iugunni er auk þess röng. Rafið
sjálft er kyrlátr og og umbrotalaus
hlutr, þó að rafmagnið sé við það
kent. Hefði höf. sagt: „tröllbrot
rafmagns og eims“, þá hefði bæði
mál og hugsun verið rétt. — „Hann
krepti hendur að húnum fast svo
hlökkti ígreipum“. Þetta „hlökkti“
skil ég ekki. Mér er óhætt að full-
yrða að það er nýgervingr, sem
enginn skilr nema höfundrinn.
„Yið þektustum áður svo virkt.a
V01“ — minnir inig ósjálfrátt á borð-
sálminn í gömlu sáinlabókinni:
„8vo með samvizku góðri
*) „rafr-magn“ fyrir „rafmagn“ er
rangmyndun. Því er og rangt hjá höf. J
„rafurlogi“. „Rafr“ er uggi á flyðru. :
seðjustum voru fóðri“ —
eða þá á hermigrein Ejölnis (eftir
,,Sunnánpóstinum“): „Vér safansöfn-
uðustum í Reykjavík, Arna-Björnur
nockur og eg“ o. s. frv.
Ef höf. hefði ekki (159. bls.) lýst
sjálfum sér svo, að hann væri „tæl-
inn í ástum og tvímáll í svöruin16,
þá hefði mig furðað á því, að maðr,
sem svo víða í kvæðum sínum lætr
í ljós ást til ættjarðar sinnar, þjóð-
ernis og tungu, skuli fara svona
illa með móðurmál sitt. Það er mikið
mein, að ásta-hviklyndi hans, sem
honuin virðist þykja einhver íremd í
að halda á loí'ti, skuli einDÍg ná til
feðratungu hans, svo að ástarhótin,
sem hann sýnir henni, skuli koma
íram í því að misþirma henni.
Það er rétt að taka hart á Einari
Benediktssyni fyrir þetta, af því að
hann getr ekki kent nízku náttúr-
unnar við sig um það, að hann hefir
ekki betri kunnáttu en þetta á móð-
urmáli síuu, heldr eingöngu hirðu-
leysi sjálí’s síd. Hann á hæfileikann
til, ef hanu að eins nennir að nota
hann.
Svo vík óg nú að öðru.
Ég vík nú að sögunum, og þá
fyrst að „Svikagreifanum11. Höf. vill
telja oss trú um, að þessi saga sé
að því leyti sönn saga, að allir
viðburðirnir, sen) hún greinir,
hafi í raun og veru farið fram
hér á landi „fyrir allmörgum árum“,
þ. e. eiuhvern tíma eftir 1880,
því að það var ekki fyrri en um
1869 að fyrstu Vestrheimsferðir hóf-
ust af Islandi, og ekki fyrri en und-
ir 1880 að fyrsta fjölskylda kom
hingað aftr heim að vestan.
En þessi fullyrðing höf.s er víst
tilhæfulaus — rétt til að narra les-
andann. En það gerir ekkert tiL
Fígúra eins og svika-greifinn hefir
heldr aldrei komið hér fyrir á því
tímabili, sem sagan á að gerast á,
og er barla ólíklegt að hefði getað
komið fyrir hér. En að því sleptu,
þá er sagan að flestu leyti góð,
persónum flestöllum lýst með tals-
verðum sálfræðilegum líkindum —
Sigurði, ef til vill, hvað sízt. Eng-
lendingrinn er reyndar figúra, sem
fremr er tekin úr útlendum ritum,
en úr lífinu. Höf. á ekkert í hou-
um (í því að athuga hann), heldr
hefir hann hirt þenn úttroðna ham,
sem hvervetna flækist fyrir augum
manns í ritum þeirra manna, er lýsa
vilja Englandingum — og taka sér
lýsinguna létt.
Sara Valdal er rétt séð og vel
athuguð og henni trútt lýst, og eius
er um svika-greifann.
Af sögunum í kverinu virðist mér
þessi gefa beztar mannlýsingar.