Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 5

Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 5
FREYJA. APRÍL 1898. 5 innilegri blíðu og viðkvæmni leiddi hún þá sem annars höfðu ekki hug- ‘ rekki til að fylgja. Allir unnu henni, af þvi hún elskaði alla. Allir sem unnu með henni, lögðu fram alla sína krafta, af því hún viðurkendi tilraunir þeirra. Hún hafði fulla trú á manndóminum og sigraði ált með mannúð sinni. Fyrir tilveru þessarar konu er heimurinn sannari, göfugri og betri. Þúsundir munu endurtaka orð hennar, elska minningu hennar og fetaí fótspor henn- ar og breita eftir hennar göfuga dæmí. Þúsund heimili minnast hennar með virðing og þakklætí. Og rödd hennar kallar heiminn áfram ög úþp á við, til skyldunnar og mannkærleikans' helga takmarks. Um dauða þessarar konu segir Eliza- beth Cady Stanton á þessa leið. ‘Enginn hlutur er fegurri en endur- minning göfugrar og góðrar sálar, sem nýlega hefurliðið burt úr hinum þektu til hinna óþektu bústaða. Ósjálfrátt stanzar maður og leitar í huga sínum eftir fegurra fullkomnara má]i en vana- lega gjörist, til að minnast hins saknaða vinar, fegurra máli en haft er í daglegu tali, máli er betursamsvaritilfinningum hjartnanna. Þannig hefir ein hinmerk- asta og göfugasta kona þessarar aldar liðiðburt frá oss á bezta aldri. Kona með óvanalega mikla mælsku-hæfileika óvanalega mikla frumlega hugsunar- gáfu, Með óþreytandi sálar krafta, og ástríkt bjartalag. Dauða Franees Willard er hvervetna getið með sorg og söknuði. Engin kona hefur verið svo alment elskuð og í heiðri höfð.’ PESSIMISTINN.(* M. J. Savage. Hvernig stendur á því að í almennum fréttum er sjaldan eða aldrei talað um það fólk sem er ráðvant og gott. En nafn ræningjans morðingjans þjófsius og annara óbóta manna, eru letruð með stórum stöfum í hverju blaði, og verk þeirra básúnuð um heim allann. Er það þá nauðsynlegt að vera skálkur til þess nafn manns verði lengi við líði og víða getið? því ekki geta allir verið mestir, eða einusinni miklir, eftir þeim mælikvarða að dæma sem vaninn og al- mennings álitið vanalega mælir mikil- leik einstaklingsins eftir; en allir geta og allir eiga að vera góðir; og svo er fyrir þakkandi að margir eru það. En þegar því vonda er þannig tjaldað, verður fólki ósjálfrátt aðhugsa að allir séu skálkar, og tortryggja alla. Og þeir sem eru að upplagi miður vandaðir, kynnu að bugsa eitthvað á þá leið, að ekki sé til neins að reyna að vanda sig *) Pessimisti er sá sem litur eingöngu á hina dökku hlið mannlífsins. Þýð. fyrir einstöku menn fyrst heimurinn sé nú svona vondur, og eins lengi og þeir komist ekki undir manna hendur sé öllu óhætt. En nú skulum við athuga hvað fínansfræðingur einn segir um vöndug- heit fólks þess sem hann hefur átt yfir að segja. ’í 20 ár hef ég haft umsjón yfir 12 stórum verzlunum, og árlega hafa þær ekki tapað J af 100 fyrir kæruleysi eða óvöndugheit starfsmannanna og hafa þó unnið við þær fleiri hundruð árlega. Með öðrum orðum, þegar við höfum tekið alla óráðvendnina og kæruleysið burt, þá höfum við 99J eftir af ráð- vendni. Skyldu ekki svipuð hlutföll af ráðveudni og óráðvendni eiga sér víðar stað, og sannarlega er slíkt þess vert að það væri tekið til greina. En hafi einhver orðið fyrir svikum af einhverjum einum, þykist hann þeg- ar þekkja heim allan, eg kemst þá að þeirri niðurstöðu að ekki sé ráð- vendni að finna í öllum heiminum. (Þýtt úr Woman’s Standard.) ÚTBREIÐSLA FREYJU. Oss þykir vel við eiga að minnastmeð nokkrum orðum á viðtökurnar sem Ereyja hefur þegar orðið fyrir hjá al- menningi. Þær eru svo góðar aðgeng- ur langt fram yfir allar þær vonir sem vér áður höfðum gjört oss. Kvennfólk- ið sýnir að það vill, og kann að meta sérhvert ærlegt og gagnlegt fyrirtæki; og karlmennirnir sýna einnig að þeir vilja hjálpa oss upp á við, meta og hlynna að sérhverju því sem líklegt er að verða oss konunum til gagns og sóma. Vér þökkum hinum mörgu vinum vorum fyrir hinar drengilegu viðtök- ur á blaði voru, sérstaklega þeim kon- um og körlum sem hafa gjört sér stór ó • mök fyrir Preyju á bernsku dögum hennar, og hún gjörir alt sem henni er framast mögulegt til að endurgjalda viðtökurnar að maklegleikum. Það, að Freyja kemur nú á 300 heimili, aðeins tveggja mánaða görnul, sýnir bezt hve almennar viðtökurnar eru. Og daglega berast oss áskrifendur hvaðanæfa. Mrs. Holmfríður Goomann, mrs. Cap- tain Johnson, mrs. E. Johnson, mrs. M. Sigurðscn og mrs. E. Thorðarson eiga heiður skilið fyrir þeirra rausn og höfð- ingskap sem starfsmenn blaðsins og vér erum sannfærðar um að margar muni framvegis feta svo í fótspor þeirra að vér höfum ástæðu til að minnast þeirra á sama hátt. Enda er Ereyjú málefni yðar velferðarmál, málefni allra sannra kvenna, allra sannra mannvina. PIPARMÆRIN. (Eramhald frá síðasta númeri,) ráðinn. Við höfðum verið tvö ár trúlof- uð, og um veturinn lagðist faðir minn og dó. í sorgum okkar sagði ég móð- ur minni frá leyndarmáli mínu, og ráð- lagði henni að skrifa unnusta mínum og biðja hann að koma, svo það var gjört, en lengi fengurn við ekkert svar. Eg hafði ekki fengið bréf frá honum í fjóra mánuði, óvanalega langan tíma, en af því póstgöngur voru þá strjálar gruuaði mig ekkert. En nú skrifaði ég aftur, og enn aftur. Eg ætla ekki að lýsa tilfinn- ingum mínum meðan á öllum þessum drætti stóð, þeirri sorg, gremju, hugar- angri og skömm, skömm af því að hafa opir.berað ieyndarmál mitt. Loksins kom bréf með alveg óþektri hönd, með aðeinsþessum orðum; ’maðurinn sem Þú leitar aðer dáinn.‘ Dáinn, dáinn! hljom- aði í eyrum mér nótt og dag; ég hugs- aði um þau á daginn og dreymdi þau á nóttunni, svo veiktist ég og lá lengi, loksins komst ég þó til heilsu aftur. Móðir mín stóð fyrir búinu sjálf þangað til hún dó fimm árum síðar, fór ég þá til Reykjavíkur og gekk þar á kvenna- skólann í rvö ár. Um það leiti trúlofað- ist ég vænum og elskuverðum manni; brúðkaupsdagur okkar var ákveðinn og mörgu fólki boðið. Dagurinn rann u|>p bjartur og fagur. Ég og allir þar sem ég átti heima fóru snemma á fætur. Ég hafði þá ekkert sérstakt að starfa og gékk því út mér til skemtunar — og varð ósjálfrátt að hugsa til liðna tímans þegár égvar fyrst trúlofuð og mér datt í hug maðurinn sem ég þá hafði gefið hönd mína og hjarta. Maðurinn sem ég þá bygði allar vonir mínar á; og mér fanst ég’aldrei hafa elskað hann eins heitt og einmitt þá. Mér varð að bera þessa tvo menn saman í huga mínum, og hvern þeirra ég mundi heldur taka ef ég ætti að kjósa milli þeirra — þann fyrri. á því var enginn etí. Og það var gott að ég þurfti ekki að velja, því ég elskaði þann fyrra en virti þann síðara. — ‘Komdu sæl’ sagði einhver við hliðina á mér. Þekti ég röddina eða var mig að dreyma? Ég leit upp, og, guð hjálpi mér. Þ a ð v a r h a n n; lífs eða liðinn, vissi ég ekki. En ég vissi það eitt að hann talaði við mig um eitthvað,- um sviknar vonir sorg og gremju. Ég starði á hann sem drukkinn maður, þangað til mig svim- aði. Eitt augnadlik fann ég til óútsegj- anlegrar sælu, á næsta augnabliki riðaði ég á fótunum sortnaði fyrir augum og (Eramh. í næsta númeri.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.