Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 1

Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 1
rjeg^a I. AR. SELKIEK, APRIL 1898. NR. 3. TIL UNDINU. Hjartkæra mær, ég heyri hverja stunu, Er hryggðar slegið brjóst þitt andað fær, Þar, sem ég kaldri bý í lœkjar bunu Á bökkum þar sem fagrarósin grær. Og svifið get með aftanblænum blíða Að bústað þínum Úndína mínfríða. Ástkæra meyj*, tár þín sé ég titra, S em tæra dögg A blómi- þer á kinn, Veit ég þá lirygð í hugaþínum bitra Sem hefur bráðum drepið anda þinn Kringum þig svíf ég sem þig er að dreyma Um sólskins stundir, þá þú áttir heima. Vonleysis-myrkur, — dimmir hrygðar dagar, dynja nú yfir þig mitt kæra víf. Horfin er brekkan græna og góðir hagar Og gleðín snúin upp í hrygða kíf. Ástvinur mistur, húsið þítt og heima Er horfið alt en þ6 ei búin' að gleima. Úndína kæra, heim til húsa þinna Ég hvarfla skjótt er enginn maður veit Og hressi þig með krafti kossaminna Og kyssi burtu tár þín sæt og heit. Eg vildi ætíð meiga með þér una, Ea mín er höll in tæra lækjar-buna. Kom þú því til mínþar, semfossinn fellur. Af flotu bergi niður' í djúpan hyL Þars aldan lett að báðum bökkum skellur Og beinir úða smá-rósanna til. Og þar. sem ljóð mín lækjar bunan kveður Með lagi því, er sorgmædd hjö'rtu gleður. Sólfagra meyja, freniur en að falla Að fótnm þeirra, sem að liata þig Kom þó til mín, sem altaf er að kalla í ástar-ljóðum þá, sem skilja mig. Eg er sá andi' er ann því fagra' og góða Og af því er ég f aðminn þér að bjóða. Káldbrynnir. PIPARMÆFUN, (Framhald frá síðasta núuieri.) þótti nógu langtfarið og svo gjört þetta til að hugnast honum aftur.' 'Ónei, hvaða heimsku farið þið með; hann kvað hafa verið giftur þcssari konu fyrir mörgnm árum, og svikið hana. Svo reyndi hann að ná Ólöfu, en liún varekki svo auðtfkin sem hann hflt Svo fann hún út að hann átti lifandi konu og sendi ha»n svo eftir henni, og tekur nú við þeim báðum sem börnum sínum.' Þannig gengu dómar fólks, um þessa kynlegu breytingu á högum vina vorra, og af öllu því marga sem það gat sér til, var liið síðast greinda réttsst. Ól'iftók á móti þeim hjónutn eins og hefðu þau veiið hörn hennar, og góða lítilsiglda konan grét fagnaðar og þakk. lætistárumá brjósti meykerlingarinn- ar, á meðan Jón þrýsti vinsamlega hönd hennar, og bláeygi drenghnokkinn með ljósu lokkana stóð hjá alveg hissa og hálfsneiptur,hafdi svo oft söð móður sin- a gráta; bann hélt það væri af því að hann vserí óhlíðinn og slæmur aonur nú hafði hann þó ekkert gjört, og þó grét móðir hans, og það hja óknnnugrí konu; var það þá henni að kenna? Og að komast að því leit hann til hennar, og í því greip hún hann, kysti og sagði að hann setti að vera góður drengur. 'Þú hefur verið slæm við mömmu fyrst hún grætur hjá þór,' sagði hann; og mamma hans hló að þessu hnyttin yrði, og Jón og gamla konan. Það eru liðiu þrjú ár síðan ofanskráð- ur athurður skeði; allann þennan tima hefur Jón búið í húsi Olafar fornvinu sinnar með konu sinni, o^ þangað hafa nú safnast nokkrir vildustu vinir Ólafar og þeirra hjóna til að sitja afmælis- veislu Olafs Jónssonar sem skýrður var í höfuð meykerlingarinnar okkar. Með- al gestanna var og Sveinn kunningi þeirra Jóns og Ólafar. Fólkið var búið að hressa sig og beið eftir prógramm- inu sem koir.a átti, og fyrst á pró- gramminu var Olöf með kafla úr æfi- sögu sinui, og hljóðar hann sem fylgir. 'Æflsaga mín er ekkert framúrskar- andi merkileg, ekkert nema það sem fyrirkemur i daglega lífinu. Ég var fædd ogtupilin þangað til <5g lfi ára alveg eins og hver önnur islenzk stúlka, smalaði og reið berbakt þegar ég var krakki; 6a,r tað til dyra úr fjárhúsun- um, b.rði á túni, rakaði hey á túni og engjum, tætti uU á vetrum. og prjónaði mír og öðrum á hendur og fætur. Loks- ins kyntist ég manni sem ég lærði að elska og sem einnig elskaði mig, alveg eins og þið gengur milli pilts og stúlku enn þann dag í dag- Ég held hann hafi veriðálitinn í góðu meðal lagi af öðr um að því er greind og röskleik enertir, sjálf hílt ég hann ðllum fremri. Við bundum ástar eiða okkar, hann skyldi bíða mín fjögur ár, því ég var þá aðeins fimtán ára gömul eða á því sextánda. Hvað ég elskaði pennann mann, og hvað ég var sæl með sjálfri me'r.en samt ásettum við okkur að halda því leyndu fyrst um sinn; hann var kaupamaður, og hafði verið í þrjú sumur samfleytt hjá foreldrum minum. og enn var hann Framhald á ö. blaðsíðu.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.