Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 8
8 FREYJA. APRÍL 1898. SELKIRK. Sumarið hefur hér eins og annarsstað- ar heilsað undur þægilega en kátfnu laust það sem veður snertir. Oliver & Byron eru 1 undirbúningi að byggja afar-stórt hús í miðju Aðal- strseti bæjarins. Það lýtur út fyrir að landar eignist Selkirk bæ. Þeir kaupa lot og byggja hús hver um annan þveran. Goodtemplarastúkan, Einingin, opn- aðifundarhús sitt hiðnýja ló.þ.m. Hún hafði opinn fund og bauð þangað öllum frítt; var þar fjölment, og skemtuu all- góð. Æðsti temlar bauð utan-stúku fólk velkomið með lipurri ræðu. Lúþ.-safnaðar-kvennfélagið í Selkirk hafði samkomu í Goodtemplarahúsinu að kvöldi Sumardagsins-fyrsta. Þar var leikinn hinn alkunni íslenzki leikur ‘Hrólfur.’ Leikendunum mun yfileitt hafa tekist vel. Þar var sungið og spil- að á horn og fíólín. Skemtunin var fremur góð og fjölsótt, og fríar veiting- ar. Þann 6. apr. lék íslenzki leikfiokkur- inn í Selkirk hið nýja leikrit eftir mrs. Sharpe — ‘Sálin hans Jóns míns.’ Leikurinn ear dável sóttur og fór fólkið heim sælt og glatt eftir að hafa danzað nokkra kl.tíma á eftir. Fólkinu bar saman um að ieiköndum heföi tekist vel, sumum mjög vel. Hljóðfæarsláttur var uppá það full- komnasta sem hægt er að fá í þessnm bæ. Hornleikaraflokkurinn spilaði skínandi lög af lyst og smekk. í honum eru 2 ísi. hr. Halld. Halldórsson og hr_ Stefán E. Davíðsson. Hr. B. H. W alker úrsmiður er formaður flokksins. Svo hafði darzlólkið iíka þá ánæg- ju að heyra til T. Þouglas sem er sá lang bezti fíólín spilari í þessum bæ og kannske þó víðar sé leitað. Með honum voru piano - og hornleikarar, sem allir til samans gjörðu lifið á Pearson’s Hall himneskt þetta kvöld. Hr. Ingvar Böðvarsson var rétt í ess- inusínu.hann er inn bezti danz-maður og stýrir jafnan dönzum hér. Meðal ísl. má sjá lipurt danzfólk enda lá enginn á liði sínu þetta kvöld, þar mátti sjá margan fríðan svein og svanna svífa á bárum hljóðstraumanna. BARNA KRÓ, AMMA OGBÖRNIN. Gleðilegt sumar börnin mín góð. Nú er komið blessað sumarið — og blómin fara að rísa aftur úr sínu langa dái til að gleðja augað, og fylla loftið afilm- andi angan. Litlu fuglarnir fara að hreiðra sig. Öllum börnum þykir gam- an að finnahreiður.En þau fara misjafn- lega með þau.Við eigum að fara velmeð skepnurnar hvort heldur þær eru stórar eða smáar, þvi þær hafa eins mikinn rétt til lífsins eins og ég og þú,eins lengi og þær skerða ekki rétt annara — með því að gjöra manni ilt. Náttúran er rík — full af gæðum til að fullnægja þörfum allra barna sinna. Ég held ég megi til að segja ykkur dálitla sögu af henni stallsystur minni þegar hún var svolítil stúlka á tíunda árinu Þá átti hún að sitja yfir fé langt frami á fjalli. Ég vissi að henni leiddist, og þó kvart- aði hún aldrei, enda hefði það ekki ver- íð til neins. Einusinni var óg send eftir hestum fram á fjall, kom ég þá þangað sem hún sat hjá — ég leitaði að henni, því ég sá bana ekki; loksins fann ég hana í brekku einni, og söng hún lágt fyrir muuni sér hið alkunna líksöngslag — Alt eins og blómstrið eina. — Hún var að rífa upp jörð- ina með hnífnum siuum. Ég gekk til hennar, og hún var að jarða þrjá svo litla andar unga. Þegar ég kom, hætti hún, og kjökrandi sagði hún mér or- sökina. ‘1 fyrra dag rak ég ærnar mín- ar upp bjá Djúpudæld; hinumegin við dældina lór fé Sigga í Dal. Þegar við fórum fram hjá Svörtutjörn flang önd, undur falleg, uppafhenni. Siggi mið- aði byssunni Einni. Ég bljóðaði og bað um vægð fyrir hana, því ég vissi af þrem litlum andarungum á tjörninni líka. En það var ekki til neins; skot- ið reið af, og fallega öndin datt niður í vatnið. Litlu ungarnir flýttu sér til móður sinnar til þess að taka fæðu sína úr munni hennar eins og þeir voru vanir. En þar var engin fæða. Ég fór að gráta og sneipti Sigga, en hann hló að mér, synti út og sótti öndina og henti steini til litlu unganna, sem urðu svo hræddir að þeir stungu sér. Síðan hef ég fundið einn og einn á hverjum morgni dauðann, þangaðtil nú, að allir eru farnir, dauðir úr hungri, af því Siggi drap mömmu þeirra. En ég fann hreiðrið í vor og hef vitjað um það á hverjum degi síðan.’ Svo grét hún eins og hjartahennar ætlaði að springa, ég grét líka. Yið jörðuðum ungana alla og huldum iitln, horuðu, marglitu fall- egu móðurleysingjana í moldinni, sama daginn og Siggi át móðurina. Þetta er sönn saga. En er hún ekki sorgleg? Verið þið góð við litlu fugl- ana — góð við allar skepnur. Því dygðin ersín eigin verðlaun, þó heim- urinn endurgjaldi hana ekki, og góð samvizka er gulli betri. Kappræðu dalkr SVÖR UPP Á SPURNINGU NR. I. a) Heiðraði ritst. Freyju. Ég leyfi mér að senda yður svar uppá spurningu nr. 1 í kappræðudálki Freyju. Það fyrirkomu- lag finst mér mjög gott og fólk ætti og nota það. Já, hvað eru vitsmunir án siðgæðis? verður mér að orði. Allir beztu mann- vinir heimsins—bindindismenn, prestar, fríhyggjendur et. c eru að bœta siðferð- ið hver uppá sinn hátt auðvitað. Fyrir þessum mönnum vakir eflaust sú hugs- un að fyrst sfculi innræta kærleik og góða hegðun þar eð hún sé stafrof sið- menningarinnar og fyrsta einkenni manndómseðlisins. En á eftir er fólk- ið hafi náð ákveðnu siðferðisþroska stigi, þá sé óhætt að fara að beita kröftunum í skynsemdar áttina. Vitur maður, sem fyrirliði þjóða eða flokka, en án siðferðishæfileika, mun vera ó- hæfilegur, fyrst sem fyrirmynd, og að öðru sem réttlátur valdsmaður gagn- vart almenningi. Þegar siðferðið er á lágu stigi, þá verður þetta helztu eigin- leikar mannsins: drottnunargirni, mann- hatur, miskunarleysi, sællífi, ofdrykkja, óskammfeilni, yfirdrepskapur, lýgi, fúi— menska og lauslæti í ástasökum. Lít- um yfir söguna og sjáum hvorir hafa gjört heiminum meira gagn, vitrir sið- levsingjar eða siðlegir kjánar. Og af því samband einstaklinga þjóðfélagsins er óslítanlegt, þar eð hver vinnur fyrir annan eins vel og sjálfan- sig, þá skiftir það svo miklu hvernig breytnin er meðal fólksins. Fyrsta spor sýnist því vera að fá siðsemi við- urkenda hjá fólkinu, í almenningsálit- inu, sem er hæzti dómur hjá hverri þjóð, samkvæmt því er ómissandi að fá siðsaman stjórnara, annars er hætt við að siðmenningin fari á ringulreið. Freyr. b) Heiðraði ritstjóri. Hér með leyfi ég mér að senda þér nokkur orð sem svar upp á spurninguna nr. 1 í 1. nr. Freyju. Það er enginn efl á því, að vitsmunir eru nauðsynlegri. Sjáum t. d. Karl I. og Lúðvík XVI. Frakkakon- unga; þeir voru báðir góðir menn, og áttu sammerkt í því, að verða til að hálf-eyðileggja ríki sitt. En Pétur mikli, með grimd sínni, ágirnd, ólifnaði ogótal fleiri ókostum, endurreisti Rúss- land. Sá sem endurreisti Frakkland eftir Hinrik V. og VI.. var Lúðvík XI. einhver versti maður sem sögur fara af. Mismunurinn á siðferði og vitsmun- um þeirra systra, Maríu og Elizabetar Tudor er glöggur. Enn fremur Fr. Vilhjálmur III. Prússakonungur, heið- virður og góður maður, leið ríki sínu að verða að engu. En hinn undirför- u'i, aldraði Bismark hefur það á hið hæzta menningarstig. í G. Washington eru báðir eiginleikarnir sameinaðir,enda er hann fyrirmynd flestra annara. Lesandi Freyju. SPURNING NR. III. Hvor er heppilegri fyrir þjóðminn- ingar dag 17. júni eða 2. ágúst?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.