Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 6

Freyja - 01.04.1898, Blaðsíða 6
6 FREYJA. APBÍL 1898. DORA THORNE eftir BERTHa M. CLAY. Framhald frá seinasta númeri. mín engin tár ástin mín.’ Hann var sannfserður um að svo væri, hann gat ekki hqgsað um annað en Dora, hennar tilgerðarlausu ást og barnslega traust til hans. Fyrir hann gilti ein afsökun aðeins; hann var svo ungurog þetta hans fyrsta ást. En þrátt fyrir hamingju, stolt og sjálfstraust hans fann hann þó stundum til þess, að erfltt yrði að segja föður sínum frá því að hann væri trúlofaður dóttur skógvarðar hans. Og stundum titraði hann af þeirri hugsun einsog hann hefði köldnflog. Tíminn leið of fljótt, þau voru lítið meir en börn er þau mættust við lækin. Hann þreyttist aldrei að horfa á hana og hún aldrei að dázt að honum — hvað hann væri góður og drenglyndur. Lávarðurinn skrifaði að þau kæmu á flmtud. kvöld og gestir með þeim. Það verður enginn tími til að segja honum frá þvi i bráð og það dugar aldrei að segja föður þínum frá því fyrst, svo við verðum að geima leyndarmál okkar. Svo þeim kom saman um að bíða til þess er gestir lávarðarins væru farnir, í ícillibilinu gætu þau fundist kvöld og morgna þegar alt væri á tjá og tundri í kastalanum og hans yrði ekki saknað. Ronald fann til sektar, af hverju, það vissi hann ekki. Faðir hans vorkenndi honum einveruna, — einveruna, hafði honum leiðst? Nei; fyrir hann leið tim- inn langt of fljótt. Ronald fékk engan tíma til að segja föður sínum frá leyndarmáli þeirra. Gestirnir voru ættgöfgir og háttstand- andi, og lávaðurinn helgaði þeim ailan sinn tíma. Móðir hans tók eftir einhverri breit- ingu á honum, henni fanst hann vera ó- vanalega mikið úti, og spurði hvort hann væri farinn að læra grasa-fræði, hanafurðaði hvað hann roðnaði. Sá tími kom, að hún vissi orsökina' Það er ekki ólíklegt að Ronald hefði séð heimsku sína í tíma hefði hann mátt vera með Dora í næði; en vegna tíma- leysis hugsaði hann aldrei um annað en ást hennar, ókosti kom honum ekki til hugar að hún hefði neina; þannig bár- ust þau ósjálfrátt að takmarkinu. GestirLávarðarins fóru smáttogsmátt að tínast burt Ronald var á gangi með föður sínum í listigarðinum; sáu þeir þá Th. Thome og annann mann ganga á undan sér, þeir voru í djúpri samræðu. og tóku ekki eftir þeim feðgum. ’Þú gefur mér dóttur þfna mr. Thorne, og treystir mér til að gjöra hana farsæla;’ heyrði Ronald hinn ókunna mann segja Ronald leit við, maðurinn sem talaði, var unglegur, bláeygur, og góðlegur; og leit út fyrir að vera efnaður bóndasonur og hann var að biðja Dora, Dora sem átti að verða konan hans, hann gat varla stilt 8ig um að stökkva fram og segja alt, en það dugði ekki, svo beið hann þá óþolinmóðlega kvöldsins. Loksins kom þó sá tími að Ronald gatslitið sig lausan; svo fann hann heit- mey sína við lækinn; hún grét og vildi fyrst ekki segja honum sorgarefni sitt, en svo hvíslaði hún því að elskhuga sínum, það hleypti blóði hans í spenn- ing. Ralph Holt hafði beðið hennar, en hún neitaði honum, móðir hennar grét, og faðir hennar hótaði henni því að hún skyldi verða að hlíða ' ilja sínum. Dora grét, spenti greipar, horfði á ástvin sinn og sagði. ’Ó ég elska þig svo heitt.’ Þú skalt líka verða mín kona, og í kvöld skal ég tala við föður minn og fá samþykki hans. Móðir min verður þér góð, hún er svo góð. Hvorki Ralph Holt né nokkur annar, skal taka þig ft-á mér;’ sagði hann alvarlega. Svo varð hún á- nægð, því hún treysti honum takmarka laust. ’Farðu nú heim Dora, á morgun skal faðir minn sjá þig, og á morgun skal ég kenna þessum fifldjarfa bónda- syni að haga sér skikkanlega;’ ssgði R. Svo fylgdi hann henni áleiðis. Eftir það gekk hann einn heim fullur af hug- rekki og von. Hann var í frjálsu landi, og mætti þvi eiga hvaðastúlku sem hann vildi. fin þrátt fyriralt þetta, fékk hann þó' megnan hjartslátt, þegar hann kom til foreldra sinna sem þó brostu hlýlega við honum án þess að hafa hugmynd um erindi sonar síns. V. Kap. Ronald Farl var eins hugrakkur og nokkur maður sem rekið hefur jafn von- laust erindi. ’Utanað kemur þú enn Ronald,’ sagði móðír hans brosandi. ’Sir Laurence bað að heilsa þér. Skógurinn hefur eitthvert töfravald yfir þér,’ Ronald kysti móður sína og sagði: ’Mig langar til að segja ykkur foreldr- um mínum frá nokkru ef þið viljiðgjöra svo vel og hlusta á mig; og það er, aðég elska stúlku og bið um samþykki ykk- ar til að giftast henni.’ Ronaid horfði á föður sinn og beið svars. Lávarðurinn leit upp forviða, og spurði ’Hvaða stúlku?’ ’Dora Thorne:’ svaraði Ronald. ’Hver er þessi Dora?’ ’Dóttir skógvarðarins faðir.’ Það lá við sjálft að Ronald misti hug— rekki sitt þegar faðir hans skelli hló í stað svars; hann hafði búizt við átölum, öllu nema þessu. ‘Þér getur ekki verið alvara Ronald’ sagði móðir hans brosandi. ‘Mér er svo mikil alvara að ég vil heldur missa alt sem ég á og jafnvel líf- ið sjálft en hana;’ svaraði Ronald. Lávarðurinn hætti nú að hlægja og horfði á hið alvarlega andlit sonar síns. ‘Nei’ sagði hann. ,þú atlast þó aldrei tilað móðir þín taki dóttur vinnumans míns sér í dóttur stað, spaug þitt á hér illa við Ronald;’ sagði Lávarðurinn. ‘Það er ekki spaug, Earl ættin gjörir ekki að gamni sínu í þessháttar efnum, ég hef heitið Dora Thorne eiginorði, og með ykkar leifi atla ég að halda það heit;’ svaraði Ronald. ‘Fyrst ert þú of ungur til að giftast, svo þó þú i efðir valið þér greifadóttur hefði ég samt verið því mótfallinn;’ svar- aði Lávarðurinn æfareiður. Móðir hans lagði höndina á öxl sonar síns og sagði blíðlega, ‘kæri Ronald, þú ert ekki með öllu ráði; hver er þessi Dora Thorne?’ og er hún sá tár koma i augu hans, bætti hún við. Hvar hefur þú kynst henni? Hvernig litur hún út? Og hver er hún?’ ‘Ó hún er yndisleg,’ svaraði Rcnald; ég ®r viss um að þú elskar hana eins- °8 ég þegar þú sérð hana; ég mætti henni í garðinum fyrirnokkru síðan og heffundið hana þará hverjum degisíð- an.’Foreldrar hans urðuforviða. ‘Hversvegna sagðir þú okkur ekki frá þvf strax?’ spurði Láv. í giemjuróm. ‘Við vorum trúlofuð áður en þið kom- uð heim, og ég fc ef beðið eftir tækifæri «1 að segju ykknr frá því.’ ‘Svo þú hefur verið þar á hverjum degi?’ spurði móðir hans. ‘Já, mér fanst ég ekki geta notið birtu sólaricnar án hennar.’ ‘Veit nokkur um þessa heimsku?’ Spurði lávarðurinn hastur. ‘Nei, ég myndi engum segja það á und an þér’ svaraði Ronald. Þau voru orðlaus og ráðalaus, þeim þótti vænt um drenglyndi hans og hreinskilni, en sárnaði bráðræði hans og barnaskapur. þau vissu líka vel að margir drengir hefðu leynt foreldra sína þess eins lengi 0g þeir hefðu getað. ‘Segðu okkur sögu þina Ronald;’ Og svo sagði Ronald söguna eins og hún gekk, alt um bókaiesturinn, blóm- in, náttúruna, burtför sina, og síðast trúlofun þeirra, sagan var svo einföld og barnaleg að þau gátu ekki stilt sig um að brosa. Lávarðurinn klappaði á öxl sonar síns og sagði hlýlega. ‘Ronald, hér getur okkur ekki komið saman, en ég met hreinskilni þiua og fyrirgef þér hennar vegna, en svo sérðu þessa Dora aldrei framar. Við getum talað betur um þetta seinna.’ Þegar sonur þeirra var farinn, litu þau hjón hvort á annað. ‘Ó Rubert, hvað hann erhugstór og drengilegur, hann er svo stoltur af þessari heimskn. Það verður ervitt að sansa hann.’ ‘Og ekki óttast ég það; Valentine Charteris kemur bráðum og þá gleimist hin;’ svaraði Lávarðurinn. ‘Það verður ekki gott að beita ofríki vlð hann. Láttu mig sjá um það, á morgun skal ég finna skógvörðinn og fá hjónin til að senda Dora burt; svo siglir

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.