Freyja - 01.06.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.06.1898, Blaðsíða 8
8 FKEYJA, JIJNÍ 1898. SELKIRK. Gróðrar skúrir eru nú tíðir og stórir. Nú er byrjað á byggingu þeirra félaga Oliver & Byron. Takið eftir auglýsingu nýja lækn • isins Dr. D. G. Ross, á fyrsu síðu. Selkirk Islendingar héldu Isl.dag 17 þ. m. Yar þar á 3ja hundrað af Winnpeg fólki, og um 50 norðan úr Nýja Islandi. Lady of the lake flutti fólk fyrir hálft far fram og til baka. Winnipeg menn höfðu sér- staka lest þann dag í sinni þjónustu. Þar voru fluttar ræður og kvæði sem siður er við þesskonar tækifæri. Kvæðin flytur Frevja lesöndum sín- um.ræður nar koma óefað í Lögbergi. Þessir voru aðal-rœðumenn: Capt. Sigtr. Jónasson; minni Canada Capt. Matthías Thórðarson; Minni Yestur Islendinga. Hr. Klemens Jór.- asson; minni Islands. sagðist þeim heldur vel. Nokkrir aðrir töluðu á eftir, meðal þeirra voru þeir herrar: Rev. Jón Bjarnason, Arni Friðriks- son og Magnús Pálsson, allir frá W. Dagurinn leið friðsamlega að mestu. Veður var hið ákjósanlegasta og skemti fólk sér hið bezta. FÓLK MEÐ HORNUM. (Niðurlag frá 5. bls.) hornsins ef hœgt væri, Lœknirinn hafði enga tilhneiging til að skemma þetta náttúru viðbrygði ogkvað það ómögulegt. Dag eftir dag sá vesalings móðirin með ótta og kvíða hornið fara vaxandi og þegar d.engrinn var 7 ára hafði hann fullþroskað horn, utan hart, og œði stórt. Fólk kom hvaðanæfa til að sjá það, hvort horn ið hefur átt nokkurn þátt í skamm- lífl sveinsins vita menn ekki; en hitt er vist, að lOvetralagðisthann með hornið í gröf sínaog vísindamennirnir hörmuðu örlög þessarar phenomcna. BARNA KRÓ. Börnin mín:- Sagan sem ég segi ykkur núna er líka fyrir hana móð- ur ykkar. ég ávarpa hana, hún les fyrir ykkur eða þið fyrir hana, og hafið að eg vona sameiginlegt gagn af. Hefur það aldrei|komið fyrir að þér, móðir, hafl hitnað um hjartaræt- urnar af því að heyra börnin þín tala Ijótt, eitthvað óþverralegt (því fleira er Ijótt en blót, það er Ijótt að skrökva og Ijótt að bera slúður sögur um ná- ungann m. fl.) sem þú ert viss um að þau hafa ekki heyrt til þín eða þinna. Hefur það aldrei komið fyrir þig að þurfa að venja þau af einhver- ju þessháttar sem þé veist að þau hafa lært á götum úti eða á skólanum, (ekki af skólakennaranu m), og hefur þolinmæði þín ekki stundum verið fullreynd? Vaninn er ríkur, og ervitt að sigra hann. Það lítur oft þannig út, sem barnið gjöri hvað helst það sem þvl er stranglegast bannað. Ef þetta hefur komið fyrir þig, eða skyldi einhverntímagjöraþað á kom- andi tímum þá langar mig til að gefa þér ráð sem í slíku tilfelli reyndist méf vel, það var svona. Eg tók hvítt pappírs blað, á það skrifaði ég nöfn barnanna minna, í línuna út frá nafni hvers. þeirra markaði ég með svörtu striki hvert brot yflr mánuðinn. Það er sjaldnast blótaði skyldi fá.fallega bók að verð- launum.' Elsti drengurinn minn braut oftast, ýngsta dóttirinn sjaldn- ast, (hún var 5 ára) hún grét sárt og Iengi út af því að sig skyldi henda það. Síðan hefur hún aldrei blótað og hin hættu því bráðlega, og höfðu jafnan síðan viðbjóð á þesskonar tali. Hjörtu bamanna eru eins og hvítt hreint pappírsblað. Þau hryllir við hinu illa, hinu ólíreina þegar þau sjá kám þess á blaðinu hjá nafninu sínu. Blaðið er ímynd hjartans; kennið börnunum að skilja hversu gott og fagurt það er að eiga þetta blað ó. flekkað. Hreint hjarta og óflekkað mannorð er hið eina sem .hefur sannarlegt og varanlegt gildi fyrir manninn seint og snemma. UM UNGBÖRN. Gefðu aldrei þriggja mánaða gömlu barni að borða á nóttunni; svefn er því þá hollari en fæða. Kendu barninu að hlíðnast vilja þínum sem allra fyrst. annars er hætt við að það vcrði þér ofjarl með vilja sínum. Þegar þú gefur ungbarni að borða þá halt því í sömu stellingum eins og væri það að totta móður brjóstið. Guttaperka tottur og allskonar til- búnar tottur eru skaðlegar. Láttu það drekka af barmi eins fljótt og þú getur. Gefðu barninu holla fæð u. Gefðu því hana eftir vissum reglum, á viss- um tímum, og láttu það hafa nægan svefn, það er nauðsynlogt fyrir lieils. u þess. Léttur og rúmgóður klæðnaður, og iðugleg böð eru holl fyrir börn í miklum hitum. Kalt soðið vatn er oft gott að gefa börnum milli máltíða. Littu tottu barnsins aldrei upp f þig áður en þú lætur hana upp í það, það getur verið skaðlegt. UM FUGLARÆKT. —:0: — Til að eyðileggja lús á fuglum er gott að Iáta þá liggja úti um t'ma; Iúsin lifir ekk lengi þegar fuglinn er farinn. Vissara er að brenna brenni- stein í fuglahúsinu. 3 pd.. af brenni- stein eyðileggja alla lús og orma á 2—3 t 'mum, sé húsið nokkurn veg- inn lofthelt. Pipar er blóðæsandi og skyldi því gefin hænsnum varlega. Yarastu að gefa hænsnumof mikið þann tíma sem þau geta mest bjarg- að sér sjálf, því þá verða þau löt og feit og hætta um leið að verpa. Ungarnir eiga að hafa þurra fœðu og nóg vatn. Margir hafa $25,00 upp úr 25 hænsnum; en Þeirjeru ekki margir sem hafa $500 arð af 500 hcenum. það er gott að grafa kornið svo latar hænur verði að hafa-eittlivað fyrir fæðunni Leiðröttingar. I niðurlagi sögunnar Piparmærin hefur misprentast ’á foi neskjulegum búningi' fyrir ’á frönskum einkenn- isbúningi*. I kvæðinu Ragnheiður á hurðar- baki eru þessar villur: í 14. v. 4. 1. er ’forelda1 lesist ’foreldra1, I 16, v. 3. 1. er ’bænær' les. ’bænar'; í 17. v. 1. I. er ’þó‘ les ’þú‘; í 20. v. 4. 1. cr ’síðsta' les ’næsta'. Kaupið I'’reyj u.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.