Freyja - 01.11.1898, Blaðsíða 6

Freyja - 01.11.1898, Blaðsíða 6
0 FRItiYJA, NÓVEMBER 1898. DORA THORNE eftir BERTHA M. CLAY. fFramhald f< á síðasta númeri)- Hann horfði eftir henni unz hún hvarf svo mætti h ann eiuhverju Elmsfólkinu og spurði það um hana, og ásetti sér að sjá hana aftur hvað sem það kostaði. Næsta morgun sá haun þær systur ganga niður einstigið og ofan að sjó, Lill- ian lauk við málverk sitt, en Beatrice söng við og við með hljómþýðri rödd þessi vísuorð: ,Maðurinu vinnur, konu sorgar sárin særa jafuan, gröfin þerrar tárin; farðu heimur harmafulli vel.‘ ,Þetta eru átakai leg orð Lillian. þau eiga svo vel við mig, nema hvaðég hef aldrei grátið. Hvenær skyldi gröfinlykja sig yfir vonbrygðir mínar?‘ Þegar Lillian fór heim sat Beatrice og las sögu um gleðina, ástina og heim- inn sem hana langaði til aðsjá. ,Skyldi fólkið þar vera eins gott og göfuat og íólkið í sögunni minni,1 hugsaði hún. Á heimleiðinni mætti hún sama ó- kunna manninum sem varð á vegi hennar daginn áður. Hann hneigðisig djúptog bað hana fyrirgefa dyrfsku sína og spurði almæltra tíðinda. Hvtn svar- aði fremur stutt; en áður en hún vissi hvernig það atvikaðist varhann farinn að segja henni ætisögu sína, hvenær liann hefði fyrst siglt frá Englandi, og livert hann liefði farið og hvað hann hefði séð. ,Nei, hefur þúséð heiminn fyrirhand- an hafið?' spurði hún frá sér nurnin af undrun; hún gleymdi að þessi maður var ókunnugur; gley n.di öllu nema því að hann gat frætt hana um það sein hana langaði til að vita. ,.Iá, ég hef séð hann, Ég hef kannað ókunna stigu, séð fögur lönd og ið breiða brúsandi haf.‘ Hann tók eftir því að hún hlustaði næstum áfergislega,og hélt þ ið góðs vita, hneigði sigþví og gekk burt. ,Ef við hefðum slíka menn hér þá væri þó skemtilegra,' hugsaði Beatr ce. Ekki þorði hún að segja móður sínni )rá liinum óknnna farmanni. Tveiindöguin seinua mættust þan aft- ur, hann hélt áblómi,rétti þaðað henni og sagði. ,Ég vona að þú fyrirgefir dyrfsku mína. Þettaer hið fegursta blóm sem ég hef séð í mörg ár, má ég dyrfast að bjóða það þeirri fegurstu kouu sem ég hef á æfi minni séð?‘ Hún tók blómið og roðnaði við; o? meðan þau gengu samau í fjörnnni, þar bylgjnrnar brotnuðu, sagði liann benui nafnsitt, að tiann væri kafte'nn á verzl- unarskipi, hvar hann hefði ferðast, frá kóral eyjunum, hinn ógnandi ömæl- andi hafi, fegurð hins suðræna heims og frá því hvernig þeir lágu vikum saman teftir af byrleysi út í regin sævi hann sagði henni frá þinum uudarlegu hafbúnm, skepuunum i djúpinu. Bea- trice varð hugfangin af sögum hans. Eftir þetta hittust þau á hverjum degi og gengu fram og aftur í fjörunni, og altaf hafði hann nógar sögur. Lillian vissi ekki livað dveldi systur sína, en það sá hún að útiveran hafði góð áhrif á hana; því hún var glaðlegri en hún átti vanda til, Hugh Fernly unni Beatrice af öllu hjarta og ásetti sér að vinnaást hennar hvað sem það kostaði; en lítið varð honum ágengt; það voru sögurnar en ekki persóna hans sem drógu hana á fund hans á hverjnm degi. Smásaman leiddi hann talið að þeim sjálfum og lét hana skilja hve mikið hún bæri af öðr- um konum. Hann tók r.ákvæmlega eft- ir sérhveiri bieytingu á svip hennar smáttog smátt nálgaðist hann takmark- ið; hrósið, auðmýKtin og tilbeiðslan sem lá svo kænlega falin í hverju orði hans og atviki, átsig inn í hjarta hennar og tilfinningar; og sannarlega var henni vorkun. Engin hafði þannig tilbeðið hana. Hún þekkti ekki heiminn; og maðurinn semspilaði svo kæulega á til- finningar hennar, var svo mikið eldri. Þaðvar sorgarsaga fráupphafi til enda Meðan foreldrarnir gleymdu skyldunni gagnvart börnom sínum, og lifðu sitt á livornm heimsenda;fann hindraumríka sál Beatricesvölun og virkileik í sögum H. Fernlys Hann fræddi hana um svo margtsem hana langaði að vita, og í augum hennar varð hann að lokum frumkvöðull ótal afreksverka. Hann hafði séð og reynt svo margtsem kring- umstæðurnar héldu leyndu fyrir lienni Hann skyldi hana betur en nokkur annar, og liatði gott lag á aðsækja liana þeim vopnum sem hún sízt kunni að verjast. Löksins tók hann aðsegja heuni írá ást sinni; sem hann bjóst ekki við að yrði endurgoldin, og þó dreymdi hann hana á nóttunni og hugsaði um hana á daginn. O, hann vildi vera hin hamingj- usama rós sem visnaði á brjósti hennar. Beatrice lilakkaði til hvers morguns er færði henni nýjar sögur og nýja ástar játning, seui Hugh Fernly sífelt tjáði henni með hinum tijartnæmustu orðum. Þetta var ástiu sem Dora óttaðist. Ástin sem skáldin mála svo fagurlega í sögu leik og ljóði, Eu þegar Beatrice nokkru seinna sjálf varð snortinn guð- dómseldi ástarinnar fann hún glöggt liversu mjög húu liafði misskilið tilfinn- ingar sínar til þessa manns, En það var eitthvað svo þægilegt við þessa stolnu fundi. Hefði tiún aftur á móti umgeng- ist liann daglega á heimilisínu, mundi hún skjótt hafa þreyzt af boniim innan viku. Þannig var það þá, að meðan sumar fegurðin breyttist í dýrð hausts ins, myndaðist örlagaþráður sá er lúka skyldi æfiferli þessarar stoltu gyðju fegurðarinnar, XVIII Kap. Loksins leiðað þeim tíma er H.Fern- ly yrði að yfirgefa ástmey sína. Hann spurði sjálfan sig oft að því, hvort hún ynni sér og hann ásetti sér að vita það. Það var því einn morgun að hann hitti hana þar sem hún sat á einstíg- inu sem lá yfir hinn svo kallaða Engja- dal. ,En hvað sólin er hátignarlega fög- ur. Eg sé ekki hvernig blómin blótng- ast án þín unfrú Earle,1 sagði Hngh. ,Ég er ekki þeirra sól,‘ svaraði hún brosandi. ,Nei, en þú ert mín sól,‘ sagði hann, kraup svo niður, greip hönd hennar, og í þeim stellingum gjörði hann benni ástarjátning sína á þann vanalega hátt, að án hennargæti hann ekki lifað; hann skyldi gjöra hana farsæla, Ef hún lofað. ist sér, skyldi hann sigla með hana til hinna broshýru suðrænu landa þegar hann kæmi heim úr leiðangrinum. Það vitr undnr skeintilegt að hlnsta á slík Irforð, slíka tilbeyðslu. Beatrice varð starsýnt á hið föla andlit elsklinga síns svo fullt af tilfinningum, ng ntn leið og hann kysti hönd heunar hrundu brenuheit tár niðnr á hana. ,Vertu miskunsöm Beatrice og segðu að þú elskir raig—að ég megi koma aft- ur og kalla þig mína, Ó, ég elska þig,‘ Hún var ráðalaus. Ástarofsi hans skelfdí hana. Það var ekki ástin sem talaði í hjarta Iiennar þetta augnablik, heldur var það rödd meðaumkunarinn- ar, þegar hún lagði hvítu, fallegu litlu höndina á kollinn á elskhuga sínuni og sagði: ,Þei, þei Hugh, þú hræðir mig. Ég eiska þig. Sérðu ekki að þú bleytir hen iina á mér í tárnm þínum?‘ ,Ó, nví tilheyrir þú mér—mér einum o? engum öðrum þangað til dauðinn að- skilur okkur.1 ,Þei, Hugh, þettað er óttalegt orð.‘ Nei, h’inn ætlaði aldrei að seaja það oftar, og þá varð hún róleg. All mn dag- jnn hlnstaði hún á ástarsælu hans. Sælu sem hún fann ekki til í öðrcm skilningi en þeim, að eftir tvö ár frelsaðist, húu frá þessu tilbreytingarlausa lífi sem benni var óbærilegt orðið. Hún lilakk- aði t>l að sjá yndislega heirninn sein liún las rm í skáldsöguiium, Svo sagði hún honum frá liinni sorgbítnu alvarlegu móðursem hvorki vildi hey.a ást eða giftingu nefnda. ,Þá verður þú að levna hana því þangaðtil ég kem aftur; því hún neitar mér valla þegar hún veit hve innilega ég elska þig, og Beatrice, þó að þessi dramdláti faðir þinn koini heiin, þá rruittu samt ekki jileyma mér,‘ .Eggleymiþér ekki ‘ sagði hún, og henni var alvara. Heimkoma föðnr liennar var óviss, eri Hngh kæmi aftur eftir tvö ár og þá yrði hún frjáls, ,Og þó aðalbornir menn tilbiðji fegurð þína, máttu ekki • leyma mér. Ó, Bea-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.