Freyja - 01.11.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.11.1898, Blaðsíða 8
8 FRIiiYJA, NÓVEMBER 1898. SELKIRK. 23. Nóv, gaf Rev. Littler sam- an 1 hjónaband Mr Harry Anderson og Miss Lena Brown að heimili brúðarinnar. Þar var veizla góð, og mörgu fólki boðið. Brúðargjafir voru margar og falIegar,og sýndu vinsæld- ir brúðhjónanna. Freyja óskarþeim til lukku. Eftirfylgjandi kvæði var þeim fært, og söng Mr. H. Halldórs son það í f jörugri sóló. Er árdags—sólin sæla skín á snjófgar jökulbreiður, og fuglar skýli flýja sín og fannir byrgja hreiður; þá byggja aðrir hæli hlý, sem hjarnið bítir ekki. en það er saga sífelt ný, er serhver maður þekkir. Og þó að blómin biundi smá und björtum vetrar khiAum; og laufin trjánum falli frá og frjósi blóð í æðum; þá btómgast ástin ung og hrein í elskendanna barmi, sem vetrarfrost ei vinna mein og veit ei neitt af harmi. Því Ástin, hún er ávalt ný, og ástvinunum nærri; sem engin kólgu ógna ský, því engin sól er skærri. Hún blessi hvern þann svanna og svein er Sjafnar reyrast böndum. Hún logi ætíð ýtur hrein, á andans himlnlöndum. Jd, þá, scm feta þessa slóð ei þrautir megi buga, þeim færum vér nú litið Ijóð af ljúfum vinar huga. Þau biessi sólin sigurfríð með Sjafnar helgum eidi. Þau leiði jafnan iukkan blíð að lífsins ætikveldi. Oss Iáðist að geta þess fyr að í- húðarhús (shantv) Einars Jónssonar og Sigurbjargar brann í haust; var engu bjargað Sigurbjörg sem verið iiafði mjög lasin, var með börnum sínum hjá kunningjum sínum, en maður hennar í vinnu suður í Ðak- ota. Þau hjón eru sárffttæk, og' hún lieilsulítil. Hr. Kristján Guðmundsson á Gimli meiddist fyrir 6 vikum síðan á þann hátt að rífa sig á beini í þum- alfingri á hægri hönd. Fekk hann strax óþolandi kvalir í sárið. Yar hann fiuttur til Selkirk 9 dögum seinna, var þá blóðeitur komið í höndina, og tók Dr. Grain hana af með tilstyrk Dr. Ross. Hr. Kr. G. er nú á góðum batavegi. Hann er fá- tækur fjölskyldumaður og verður því handarmissinn þar af leiðandi mjög svo tiifinnanlegur. Ymsir hafa hlaupið drengilegaundirbagga með honum. Lúth. Safn. kv. félagið gaf lionum $15,00. Hr St. Sigurðson Hnausa $5,00, og ýmsir aðrir hafa hjálpað í smærri stíl. Hann hefur verið hjá Mr. Ótafi Nordal oghef- ur það fólk reynzt honum mjög vel. Hr.Kr.G. hefur beðið Freyju að minnast þessa í þakklætisskyni við alla þí, er á einhvern hátt hafa lilynn', að honum. Mr.Matth.Thórðarson hefur nú sett upp trésmíðaverkstæði á aðalstræt- inu í Selkirk, áfast við járnsmiðju Baldvins Helgasonar.Matthías tekur framvegis að sér aðgerð á allskonar trésmíðum, og hefur auk þess ýmsa gagnlega húsmuni til sölu við mjög lágu verði. Landar vorir ættu að skoða verkstæðið og húshlutina. 'l'akið eftir auglýsingu G. H. Fox á öðrurn stað í blaðinu; hann hefur ijómandi markað; og það er gott að verzla við hann. Oliver og Byron eru nú farnir að verzla í hinni nýju búð sinni. Þeir hafa nú mikið uppiagaf vörum sem þeir pöntuðu sj’dfir beina leið frá Montreal og spara þannig heildsölu ágóðann. Vörurnar eru betri en fólk á alment að venjast í þessurn bæ, og verðið lægra. Þeir gjöra strax mikla verzlun, sem sýnir að fólkið kann að meta góðar vörur. TAKIÐ eftir Yið byrjun næsta árgangs Frei/ju stækkar hún, og gefur sig þá meira við merkustu alheims fréttum og meiravið heimilslífinu og þörfurn þess. Oss vantar góða um- boðsmenn. Skrifið eftir skihnálum! Dáinn 5. nov. ’98 að heimili sínu í Selkirk Guttormur Jónson frá Landamóti í Seyðisfirði; hann eftir— lætur konu og 3 börn. Hann var valiukunnur maður og er sárt sakn- að af vinum og vandamönnum. Þj'ir prdstarnir rev.J. Bjarnason, J.A.Sigurðson Fr.J.Bergm J.Clemenz höfðu hér fund með Lúth. Söfnuðin- um fvrir nokkru síðan; til að ræða um ,,Hvað vceri sannur krútivdómur.“ Fkki segir fólk að þeim hafi komið saman uin það atriði. Guðsþjónustu héldu þeir einnig. I kvæðinu ,,Brúðkaupið“ eru þessar villar. í 3.v.4I.er „gengi er“ les ,-gengur.“ í o v.3.1. er „undi“ les ,,andi.“ (Niðurlag frá 5. blaðsíðu.) verið betur giftar en þær, ogþó vildi ég ekki vera í þeirra sporum. Nei, Fred, sem elskhugi ert þú afbragð, hreinasta fyrirmynd; og mér þykir súrt í brotið að verða að sleppa þér; og þó vil ég það heldur. Enviljir þú endilega giftast, þá eru sjáífsagt nógar stúlkur til sem engar giftar systur eiga, eða ekki nægilega hyggnar til að láta sér þeirra. víti að varnaði verða.‘ Svo vil^ég þá biðja þigaðlátamig í friði. Eg efast ekki um að nógir verði til að fylla þitt pláss.“ Aður en Lizzielauk ræðu sinni stökk Fred upp og út, og tautaði eitthvað fyrir munni sér, sem vel- sæmis vegna ekki er í letur færandi en það var eitthvað um kostnað sem farið hefði í hundana o. s. frv. ,.Tarna,“ sagði Lizzie þegar Fred stökk út og slengdi hurðinni svo að brakaði í hverju tré og grunn- múr hússins skalf og nötraði. „ég vissi það nú alténd, að Fred var ekki lifandi baun betri en hinir. Svona láta þeir John og AIic han.- ast og hefnast áliurðunum ;ef þc 'm finnst eitthvaðgangaöfugt. Og Fred verður villidýr af eiginmanni, það skal ég ábyrgjast.“ „L’n það þótti mér verst að hann skyldi komast að þessari niðurstöðu svona fljótt. Hann var svoddan ljóm- andi lamb af elskhuga; ekki eigin- maður. Ó nei, sussu sussunei!11 (Democrat.) Það illa, sem konur hafa gjört oss, erkomið frá oss sjálfum; en hið góða, sem þær gjöra oss, er þeirra eigin eign. -------Aimi Martin.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.