Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 2

Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 2
106 FREYJA Það er líka lítils vert lftinn þótt þú verða kunnir, jnóti allri uppskerunni, þegar verk þitt vel cr gcrt. Grát ei tíð seni gengin er, gleði’ og trausti vinn þú meður — stuttir dagar, stopultveður hindra nóg og liamla þér; Upp mcð hug og hjarta manns, —liirð ei hvort það nokkur lofar— smjaðri og lasti lýðsins ofar, lcyta sj&lfur sannleikans. Stephan G. Stephansson. VEEKALOK [1883.] Er sólskins hlíðar sveipast aftan skugga um sumar kvöld, og máninn hengir h&tt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kvöldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni heitt, og eftir dagsverk næturfriði fagnar mitt fjörið þreytt. Og út’ í fjarlægð hringja bjölluhljóð- in nú hægt, nú snöggt, og fugla kliður ómar mér við eyra svo angur-klökkt. og golan virðist tæpa’ á hálfri hend- ing er hæst ’ún hvfn, og hlátur barna’ er leika sér við lækinn, berst ljúft til mín. Og eins og tungiskinsblettir akrar blika við bláa grund, og ljósgrá móða lága bakka fyllir við lægð og sund, en neðst í austri giltar stjörnur glitra í gegnum skóg, þá sit ög úti undir húsagafii f aftan ró. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuði, af frið mín s&l, þá finnst mér aðeins ástir, blíða, feg- urð sé alheims mál, að allir hlutir biðji bæhum mfnum og blessi mig, við dýpstrar gœzku hjartað allur heimur að hvíli sig. Og þegar svo er allur dagur úti, og uppgjörð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til, þá vil ég svona ávíla mig, og kveða eins klökkan brag, og rétta heimi sættarhönd um síðir, við sólarlag. Stephan G. Stephansson. AUÐNULEYSINGINN. Ég reyndi í æsku sem drengur með dáð að drffa mig yfir ið hrjóstuga láð;

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.