Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 9

Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 9
FREYJA 113 * KAR NJOSNARS. EFTIR CYLVANUS COBB. 'íf I. KAPITULI. Ungi upprcistarmaðurinn og njósnarinu. Síðla dags seint 1 janúai- 1777 reið maður nokkur áað gizka 24 ára gamall, norður veginn sem liggur frá Amboy í New Jersey. Hann var vel vaxinn, hraustlega bvggður, með jarpt hár og dðkkgrá skarpleg augu. Svipurinn lýsti staðfestu og kjark. Á búningi hans mátti sjá að hann var yfirmaður í sjóher, en yzt var hann í stakk sem var allt ann- aðen fyrirmannlegur. Bæði hafði maðurinnog hestur lians hlýjar vcrjur gegn kuldanum sem var ákaflega napur. Jörðin var alþakin djúpum snjó, og á veginum voru v.íða ókleyflr skaflar svo manninum miðaði fremur seint. „Farðu varlega, Lion,“sagði hann við hestinn, sem var ljómandi skepna. „Við komum seint. til Eliz- abethtown ef þessu fer fram. Bráðum varð hann þess var að maður kom á eftir sör, miðaði honum betur, því hestur hans hafði troðna slóð eftir þann sem undan honum fór. Fvrst datt vini vorurn í hug að halda áfram og láta hann ekki ná sér, því á þeim tímum var engum að trúa. En er hann hugsaði málið betur, réð hann af að bíða, það var þó ekki nema einn á inóti einum ef í lrart færi. Samt losaði hann um yflrhöfn sína og sást þi í tvær skammbyssur. Komumaður var einn af þeirn mönnum sem eigi er auðvelt að gleyma, tæplega meðalmaður á hæð, herðabreiður og þreklega vaxinn. Ilann var alskeggjaður, hærður nokkuð og þó ekki meir en flmmtugur. Svipur- inn var hreinn og þýður, og mátti'þó sjá að hann gat orðið annað ef því væri að skifta. Undir síðum brúnum, sást í móleit augu hvöss og bitur- leg. Hann var f buxum úr hjartarskinni, brúnni veiðimanna treyju úr bjarndýraskinni og húfu úr selskinni; hann var girður leðurbelti og við það hengu tvær skammbyssur og sax eða hnífur. Við hlið hans hékk haglapoki og á herðum byssa. ,/Jóðan daginn herra minn,“ sagði hinn ungi maður og horfðifastá tf

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.