Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 11

Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 11
FREYJA 115 taka mig. Ó, hvað éjebka þ333a systur, gamli raaður! IIún er vonar- stjarnamín, svo göfug og gðð. Ó, Clara! sá maður sem leggur hendur íi þigskal liafa ástæðu til að óska að hann hefðialdrei séð ljós þessa heiins'1 sagði ungmennið, og strauk burt tárið sem <5beðið titraði á hvarminum, um leið og hann sneri hestinum í áttina áleiðis til Ncw Brunswiek. „Bíddu augnablik. Þykir þér ekki vænt um aðra stúlku?“ spurði A'armel. „Hvi spyr þúf’** „Eg lief gilda ástæðu til að spyrja um það.“ „Jæja. xnér þykir vænt um aðra stúlku.“ „Og hún heitir Rosalia Lin- coln?“ „Rétt. Er hún þá í hættu líka?“ „Ekki samskonar hættu ogsyst- ir þin. En faðir hennar vill gifta hana frænda þínum Elroy. Að það er ðgjört, stafar af veikindtun mtíður hennar “ „Við Rosaliu er lif mitt og hamingja hór í tímanum bundið, en systir min er mér lykill himnaríkis. Guð hjálpi mör.“ „Þú lofar mér að hjálpa þér líka, “sagði gamli maður- inn vingjarnlega. „Vilt þú hjálpa mér?“ „Já, af öllum mætti.“ „Og fara í herbúðir óvinanna/“ „Já, í Ijónabællð sjálft.“ „Á'onulu þá strax, við verðum að ná til Brunswick í kvöld.“ „Þangað eru 12 mílur, of langur áfangi i þessu færi. Við meigum vel við una ef við náum kross götunum hjá Bonham. Þar á ég vin og ineð hans aðstoð kunnum við að komast inn fyrir vörð brezka hersins, og hjá vini mínum gistum við i nótt.“ Svo héldu þeir þegjandi áfram noklcra stund. Loks sagði Roliert: „Fyrirgef forvitni mtna, en mig langar til að vita því þú hættirlífi þínu í mínar þarfir?“ „Það er ekki eingöngu í þínar þarfir, né hel lurcr það tóm eigíngirni. Eg á sjálfur erindi til Brunswick og þ<5 hefði ég ekki farið þangað svo fljótt hefði ég ekki fundið þig liér. En ég finn mín eig- in verðlaun f að hjálpa þér. Og nú skulum við halda áfram.“ Skömmu seinna sneru þeir af aðalveginum og út á braut sem lá til vesturs, var hún nokkuð troðin,svo þeim miðaði betur áfram. Þó voru víða miklar fannir sem heftu för þeirra, og hríð svo svört að þeir sáu aðeins skammt og áttu liágt með að lialda veginum. Loks náðu þeir þó til Bonham nálægt kl. 9 um kvöldið. Bærinn samanstóð af nokkrum bændabýlum, einu verzlunarhúsi, einni smiðju, kyrkju og skólahúsi, Karmel stanzaði hjá reisulegu húsi og barði þar að dyrum. „llvað viljið þið/ spurði gamall maður sem rak höfuðið út í glugg- ann. „Gisting fyrir tvo menn og hesta.“ „Ilverjir eruð þið/“ „Vinir. Eru margir inni?“ „Heimilisfólkið aðeins.“ “Þá hefur þú pláss fyrir Karmel.“ „Ha! Karmel! sjálfsagt. Bíddu meðan ég smevgi mér í eitt- hvað, svc skal ég láta taka hestana.“ Skömmu seinna koinu drengir sem tóku hestana, og húsráðandi, sem fórmeð gesti sína til eldaskála, lffgaði eldinn og leit svo á þá. Hann hét Pötur Armstrong, á að gizka sextngur, meðalmaður á hæð, þrekinn vel og ern. Hann átti sexsonu og fjórar dætur. Fjórir synir hans voru í liði Washingtons en tveir heima, annar 12 ára hinn 14. Tvær dætur hans voru giftar og komnar heiman,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.