Freyja - 01.07.1900, Blaðsíða 14
118
FREYJA
„Þessi stúlka er eign col. Lyndarrns, herra minn, og við verðum að
fara með hana ti! hans,“ sagði annar yfirnraðurinn, sem nú var búinn
að ná sör aftur og greip því fram í fyrir Clöru. Hann var herforingi.
„Eign col. Lyndarms,“ endurtók Rofcert háðslega. „Hún er dóttir
frjálsborins göfugs manns, og hvorki eign col. Lyndarms, né nokkurs
annars manns. Snerti iiana hver sem þorir.“
„IJún er stúlkan lians, svo það kemur fyrir eitt og við hljótum að
færa honuni hana. En hvaða rétt hefurþú til að skifta þér af henni?“
„Bróðurrétt!" „Bróðurrétt! gott. Hún á ekki nema einn bróður og
hann er uppreistarmaður. Það or vel að við höfum fundist.“
„Jæja, svo þú veizt hver ég er. Það er velkomið. En hver sem vog-
ar sér hingað skal deyja,“ sagði Robert sem gléymdi sinni hættu ogöllu
nema sorgum og hörmungum systur sinnar. En Karmel tók þettað allt
kaldara. Mest sárnaði honum að Robert skyldi opinbera nafn sitt. Þó
var hann ekki alveg vonlaus; hann fiýtti sér til hansog hvíslaði: „Farðu
mcð hana út um næstu dyr, ög skal koma á eftir og halda þeim aftur.“
„Robert brást þegar við og komst mcð systur sína út í brunnhúsið,
en þar komu fjórir hermenn í flasið á honum, þrír stukku á hann, en sá
fjórði tók Clöru. Robert lukkaðist að leggja þessa þrjá fjandmenn sfna
cn á meðan var systir hans aftur dregin inn í skálann. Karmel heyrði
þruskið og leit við til að sjá hvað um væri að vera, en fókk í því tvö
högg á höfuðið sem lögðu hann meðvitundarlausann á gólflð. Þetta var
í sömu andránni og Clara var dregm inn og Robert lagði inn síðasta af
fjandmönnum sínum. Hann sá foringjann sl í Karinel og. brást við og
sló hann svo mikið bögg að hann riðaði við. Þi röðust aðrir á hann og
slóu hann niður. A meðan á þessu stóð var Karmel bundinn. Enn þá
komst Robert á fætur og reyndi að verja systur sína, sem árangurslaust
bað sór vægðar mcðan þrælmennin bundu hana. Nokkra stund varðist
hann rösklega. En hör fór sem oftar, að „enginn má við margnum,“enda
var hann vopnlaus, svo foringinn, sem enn þi sveið undan högginu
sem Robert gaf honum, sló hann i rot. Þá hljóðaði Olara upp af sorg og
gremju, og Armstrong, sem hingað til hafði liorft á leikitin aðgjörðalaus,
af því hann sá að engin von var um sigur, kraup niður hjá Robert, tók
höfuð hans og strauk sár hans.
„Eg vona þú sért ekki með uppreistar hundinum,“ sagði foringinn.
„Nei.en hann getur verið hættulega meiddur. Þið ætlið þó ekki að drepa
hann núna?“ „Ó nei, við ætlum að sjá hvernig hann ber sig í herbúðum
okkar. En hver er þessi gráhærði þorpari, Armstrong?“ „Eg veit það
ekki. Þeir báðust gistingar og ög hýsti þá, án þess að spyrja þá nokkurs.“
Þá sneri foringinn sér til Karmels og sagði: „Hvað lieitir þú gamli
minn?“ „Martéinn Mayflower, og er fátækur veiðimaður, sem læt aðra
menn afskiftalausa.11 „Þó skiftir þú þér af öðrum mönnum núna.“ „Já,