Freyja - 01.07.1900, Qupperneq 16

Freyja - 01.07.1900, Qupperneq 16
120 FREYJA þá ef þeir gjörðu minnstu tilraun til að strjúka,svo kom undii'herforing- inn með Clöru og hinir allir á eftir. Af samtali herinamianna réði Robert að þeir hefðu verið að leita sér fanga. Lítið oða ekki hafði snjóað frá því nóttina áður, svo hann sá slóð eftir gangandi manneskju, sem víða hafði sokkið á kaf í ófærðina og stundum orðið að leggjast niður í snjóinn af þreytu. Hann vissi að slóðin var eftir systur sína, og nú var hún flutt nauðug til baka. Hefði hann verið einn, þá mundi hann hafa grátið, en í viðurvist fjandmanna sinna, andvapaði hann einungis. Þeir komu til Brunswick nálægt kl. 10 um morguninn. Annaryfir- maðurinn vildi fara með fangana til gen. Iiowe. ,,Það dugarekki. Fáum við nafnbót fyrir verkið, verður það gegnum foringja okkar,“ sagði for- inginn. Svo þeir héldu að laglegu íveruhúsi, sem col. Lyndarm lmfði rcntað, og Nancey Reed var ráðskona lians, þaðan flúði Clara. Foring- inn þekkti vel hússbónda sinn, því hann hafði oft áður orðið að hjálpa honum t ástamálum hans. Col. Lyndarm sat í prívatstofu sinni og var í illu skapi. Hann var hár maður, bjartur á hörund, vel vaxinn og fríður sýnum með móbrún augu sem upphaflega liöfðu verið yiulislega fögur, en ólifnaður og drykk- juskapur höfðu sett á þau stimpil sinn sem hlaut að vekja viðbjóð hjá hverjum siðsömum manni og ótta hvorrar heiðarlegrar konn. Hann var á að gizka 35 ára gamall. A borðinu hjá honum lágu skjöl nokkur, eitt var listi yflr vörur er senda átti til herbúðanna. Ilann leit sem snöggvast á listann, henti hon- um frá sér, stökk upp og tók að ganga um gólf, en í því var barið. „Kom inn;“ kallaði hann. ,,Svo það crt þú, livað hattð þið fundið'?“ bætti hann við er hann sá undirherforingjann, því það var hann sem kom inn. „Já, það er ég, og við liöfum fundið liey, korn ogsvínakjöt.“ „Gott! Iivar er það/“ „Það næsta hjá Bonham krossgötunum, ogsvo fjórar mílur norðar.“ „Jæja, segðu mála-stjóranum frá því og sjáðu um að liann nái því og sendi það tafarlaust til herbúðanna, og farðu nú!“ „Yið fundum fleira, herra.“ „Hvað át.tu við/“ „Eg á við að við, fundum fallega stúlku.“ „Ha! fallega stúlku! Funduðþið fallega stúlku?“ „Já,við fundum og komum með strokukonuna,ungfrú Clöru Pemberton.“ „Þú gjörðir það?“ „Já herra minn.“ „Hvar fannstu hana?“ Herforinginn sagði sem var um það. ,,Svo hún er hér heil á hútt?“ „Já. En það er ei allt búið enn. Vissir þú að Clara átti bróður?“ Já,og ráðskonan segirað hann sé kafteinn á ræningja skipi í liði uppreistarmanna.“ „Rétt — og við höfum tekið hana fastann.“ „Tekið Robert Pemberton?“ „Já, og við höfum náð meiru.“ ,,Náð meiru! Ekki þó öllum uppreistar hernum?' „Nei, ekki alveg. En við náðum manni sem uppreistarmönnum þykir vænt um. Manstu eftir þrælnum sem sveik okkur í Priuceton og var nærri búinn að handtaka Cornwallis," (Framh. næst.)

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.