Freyja - 01.07.1900, Side 18
122
FREYJA
froskurinn þekkti vin sinn og' vissi
að n(i væri sér óhætt, því hann kúrði
svo rólega í lófa hans og þar dó
hann. Prengurinn jarðaði hann, ég
var líkmaður, en drengirnir stóðn á-
lengdar niðurlútir. Yflr moldum
hans sagði litli drengurinn mérsögu
hans, hún var á þessa leið:
„Froskurinn og ég vorum vinir,
Vinátta okkar byrjaði þannig. Eg
átti ofur lítinn blómagarð undir
glugganum mínum. Mamiua hjálp-
aði mör til að girða kringum hann.
Þar voru allskonar vafnirigs blóm
o g sitt hvað fleira. A hverjum morgni
vökvaði ög þau, og fékk í staðin þi
ánægju að sjá nýja og nýja blóm-
hnappa á hverjum morgni. Einn
morgun sá ög svolítið kvikindi koma
fram undan húsinu, og svo lítiðsem
það var, varð ög þó hræddur við
það. Eg bað mömmu að koma og
drepa það. Þegar mamma kom, sá
hún að það var froskur, og sagði að
hann væri meinlaus, en gerði mér þó
gagn í garðinum á þann hátt, að éta
orma sem skaðlegir væru blómun-
um. Og' til að sannfæra mig um hve
meinlaus hann væri, tók hún hann
upp og strauk á honum bakið. Við
þetta óx mör svo hugur að éggjörði
það líka.
Eftir þetta kom froskurinn fram í
garðinn á hverjum morgni, og kunni
mjög vel við sig hjá mér, þegar ég
tók hann, og gjörði ég það þó oft,og
mér fannst ég úr augum lians iesa
tilflnningu og vináttu.
Aðan komu þessir drengir, tóku
froskinn minn og stukkn burt með
hann og ég á eftir. Svo brígsluðu
þeir mér um kveifarskap þegar ég
grátandi bað honum vægðar, og fá
mör hann, og hæddu mig þegar ég
gat ekki horftá þi kvelja úr honum
l)ttð.“
Svona er sagan, börnin mín góð.
Forðist að misþirmanokkuri skepnu.
Takið ekkert líf nema það sé ónm-
fiýjanlegt, annað hvortafþví, aðþað
sö yður hættulegt, eða nauðsynlegt
til viðurværis, ogþá fljótt og hrein-
lega.
„Á mjóum þvreng Iæra hundarnir
að stela,“ segir gamall málsháttur.
Það þarf ekki að vera stórt fyrsta
níðingsverkið sem unglingurinn
vinnur, til þess það greiði veginn
fyrir því næsta. Barnið sem byrjar
á öðru eins verki og drengirnir þeir
arna, getur þegar það er fulltiða,
auðveldíega fyllt hóp þeirra, sem
með köldu blóði brenna svertingja á
báli lifandi, og lagt sinn skerf til að
svifta einstaklinga og smá þjóðir
stjórnarfrelsi sínu, jafnvel með ó-
lieiðarlegu stríði, vitandi vel að það
kosti líf fleiri þúsund manna, og
gjöri fleiri þúsund konur að ekkjum,
og svo mikið fleiri börn föðurlaus,
sé ekki slíku hnekkt í byrjun.
Lærið í æsku, moðan hjartað er
hreint og tiifinningarnar næmar, að
þekkja annara réttindi, til að viður-
kenna þau og bera virðingu fyrir
þeim. Lærið að gjöra það engum
sem þör ekki vilduð láta aðra gjöra
yður. Lærið að setja yður í annara
spor.
Yðar einlæg
AMMA.