Freyja - 01.07.1900, Qupperneq 19

Freyja - 01.07.1900, Qupperneq 19
FREYJA Ritstjórnarpistlar. Vör vildum vekja athygli lesanda vorra á svari mrs. Elizaheth Cady Stanton til Grace White í Ixwsu núm- eri Freyju. Það sem á við Banda- ríkja kcnur i þessu tilliti, á eins við konurnarí Canada, og hvar annar- staðar sem er á hnettinum þar sem siðmenning nær til að meíru eða minna levti, á hvaða stígi sem hím kann að vera. Það er ekki undarlegt þd vér kon- ur gefum oss lítið að opinberum mál- um, þegar þess er gætt, hvað þýð- íngarlausr það er ineðan vér höfum ekki kjörgengi. En þóhalda margir því fram að vfer höfum óbeinlínis á- hrif á kosningar. Um þ:'.ð má segja, að slikt á sfer stað, en almennt cr því ekki þannig varið. 0g þó er ei því að neita, að sameiginlega gætum vér haft- mikil áhrif á stjórnmál ogkosn- ingar, hvort heldar í sveita, fylkja eða sambandsm ilum. En það kostar andlega og líkamlega áreynzlu, þol- inmæði og sjálfsafneitun. Andlega áreynzlu og sjálfsafneitun að kynna sér nægilega og berjast fyrir málefni sem að líkindum hefur enga hagnað- ar von í för með sér fyrir oss, sem komnar erum af þroska skeiði. Þol- inmæði og sjálfsafneitun til að berj- ast fyrir málefni, sem er aðeins fram- tíðarinnar málefni. Því vér sem nú erum að berjast, og þær sem barist U'3 hafa í meir en fjórðung aldar á und- an oss, höfum litla von um nð kom- ast inn á liið fyrirheitna landið, þvi margar hafa þegar hnígið við veg. inn, án þess svo mikið scm að eygja það. En þær hafa haft þá sæiufullu meðvitund, að barátta þeirra hafi þokað dætrnm þeirra og yngri systr- um áleiðis. Og ef vér eruin sjálfum oss og málefni voru trúar, kann oss enn þá að auðnast sú hamingja, að eygja hið fyrirheitna landiðogdætr- um vorum að komast þangað. Vér getum og eigurn að liafa álirif á allar kosningar, því, með því vcit- ir oss hægast að vinna að vorum eig- in málum. Þegar fleiri en einn eru í vali til hvaða embættis sent er [því nauðsynlegra, þesshærra ogábyrgð- ar meira sem það er) þá eigunt vér að komast fyrir það, hverer hlynnt- astur málefnum vorum, og heita svo öllum vorum áhrifuin þeim manni í vil, svo framarlega sein hann að öðru leyti væri eins líklegur trl að vinna landi og lýði gagn og hinir. Það er litlum vafa undirorpið að karlmennirnir yrðu kröfum vorum hlynntari, ef vér beittum hinunt tak- mörkuðu áhrifum vorum á allar almennar kosningar, meir en vér gjörum. Ef ekki okkar vegna, þá sjálfra sín vegna. Því þeir hafa þeg- ar fundið og viðurkennt áhrif vor, þar sent vér beiturn þeim. En von vor unt sigur, liggur í áhrifum vor- unt á þá karlmenn er oss sem ein- staklingum, standa næstir, hvort heldur fyrir frændsemi eða tengdir, því, Lempr.i konunnar vinnur allt.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.