Freyja - 01.08.1900, Page 6
130
FREYJA
sína hvað prakt og sællífi snerti, og
þó vináttan hafi verið meira í orði
en á borði, tengdi hún aðal beggja
þjóðanna saman íi yfirborðinu. En
Tiu íirastriðið braut þcnna brothætta
hlekk gjörsamlega í sundur, því það
var verk aðalsins, og blóði hans var
úthelt eins og vatni. Menn af göfg-
ustu ættum fóru í stríðið sem óbreytt
ir dátar, og konur þeirra og dætur
sem áldrei höfðu stígið fæti & bera
jörð, fóru huidu höfði og höfðust við
í skógum,,en alþýðufólk,vinir þeirra
buggu þeim þar laufskúla og skutu
dýr þeim til matar, og vernduðu þær
fyrir ofsóknum Spánverja.
Að stríðinu loknu, voru margar
hinar göfgustu ættir á Cuba orðnar
fúlausar. Allar þeirra eignir, lönd og
lausir aurar lentu f klóm Spánverja.
Enda var eftir það fullur fjandskap-
ur milli þeirra, og það svo, að engi
spánverji, ekki einusinni æðsti hers-
höfðinginn kom eftir það inn fyrir
dyr nokkurs manns af inum gömlu
aðalsættum Cuba. Einusinni á ári
hverju urðu þær þó að sýna hershöfð-
ingjanum lotningu sfna og holln-
ustu, og gjörðu þeir það nauðugt,
eins og nærri má geta. En heimili
þeirra voru helgidómur sem enginn
Spánverji dirfðist að saurga ineð
nærveru sinni, þar var harðstjórinn
útlægur. Hjónaband milli þessara
þjóða, var ómögulegt. Kænii það fyr-
ir, var hinn seki þjóðarkvistur óðar
afkvistaður og enginn af ættingj-
um hans kannaðist við hann upp
frá þvf.
HÁTÍÐAHALD LANDS-
DKOTTNANNA.
Um það mætti rita heilaf bækur.
Þó var rétt fyrir Tíu ára stríðið, ein
tegund af hátfðahaldi sem náði mik-
illi hefð hjá aðalsfólkinu og tíðkað-
ist mjögáöllum tfmum árs.Hún var
þannig: Nokkrar fjölskyldur 50 —
60 f hóp, heimsækja einhvern lands-
drottinn, og eftir dans og aðrar
skemmtanir taka þær sig upp og
heimsækja hinn næsta, og svo koll
af kolli þangað til allir hafa heim-
sókt og veirið heimsóktir. Cestimir
reyndu að koma að húsbændunum
óvörum, og húsbændurnir kepptust
hver við annann að fagna gestunum
og veita þeim sem ríkmannlcgast.
Þessu fólki fylgdi æfinlega sægur af
þjónum og þjónustumeyjum. Aðal
skemmtanirnar voru dans og vín-
drykkjur, og var þá praktin og við-
höfnin fram úr öllu hófl.
Lang beztar og dýrðlegastar voru
veizlur Senora Marta Abreau í Santa
Clara. Hún hafði flesta þjóna.og þeg-
ar hún hélt veizlur sínar, löt hún
sækja gesti sfna og flytja þá heim
aftur. Sagt er að f einu hafi oft farið
tvö hundruð kerrur frá heimili henn-
ar sem hún átti sjálf. Gestrisni
hennar var takmarkalaus, og allt á
heimili hennar bar vott um auðlegð
og fegurðartilfinning.
Eöðurlandsást hennar var eins og
gestrisnin. I síðasta stríðinu gaf hún
og maður hennar Senor Estevez, nú
hæstaréttarskrifari f ráðaneyti gen.
Woods, nálægt §200,000, meira en
nokkur annar einstaklingur eða fjöl-
skyldufaðir. Þau hjón hafa dvalið
mikið erlendis og semja sigmjögað
siðum hins göfgasta og bezta fólks
annara þjóða.