Freyja - 01.08.1900, Qupperneq 10
Með þetta fór ráðskonan, en Lyndarm settist við skriftir sínar.
Undir húsi þessu var stór og djúpur stein-kjallari hólfraður í sund-
ur, sem nú var notaður fyrir fangelsi. Þar voru þeir Karmel ogliobert,
bundnir á höndum og fótum, allt sem þeir höfðu meðferðis hafði verið
tekið frá þeim. Þar voru tveir trébútar í stóla stað, og hálmhrúga fyrir
rúm. Litla glætu bar til þeirra gegnum rifur í loftinu.
„Hvað lieldurðu að þeir gjöri við okkur?“ spurði liobert eftir nokkra
þögn. ,,Eg veit ekki. En það er auðvelt fyrir þá að sanna að ég sé
njósnari,“ svaraði Karmel. „Njósnari! Þú liefur aldrei komið í herbúðir
Breta fyr?“ „Ekki eiginlega, En ég hef ónýtt marga leynifundi þeirra,
og þeir vita vel, að það var ég, sem lagði gildruna fyrir Cörnwalles, svo
þeir eiga sín í að hefna. En þig geta þeir ckki kallað njósnara.“ „Nei,
en þeir vita að ég er kafteinn á yankee-skipi,og skoða mig sjálfsagt sem
sjóræningja. Svo verða þeir búnir að frétta um skipið sem ég tók sein-
ast. Við erum illa farnir, Karmel.“ „Já, en samt megum við ekki . ör-
vænta.“ „Þeir sleppa okkur aldroi lifandi.“ „Ekki ef þeir meiga ráð;r.
En máske við getum sloppið.“ „Það er ólík legt. “ „Og máskeómögulegt
En maður vonar meðan maður lifir,“ svaraði Karmel. En þeir sem
gættu þeirra, höfðu engar slíkar vonir.
IV. KAPITULI.
Dœmdir— Undarlejir endurfuiidir.
Næsta morgun var þeim færður lélegur morgunverður, sem þeir átu
af þvt þeir voru hungraðir og ekki völ á betra. Svo var þeim skipað að
fylgja varðmönnunum, og gjörðu þeir það. Loks stönzuðu þeir hjá reis-
uglegu húsi, sem var eign sir Lincolns, er komið hafði frá Englandi fyr-
ir 18 árum. í stofunni í húsi þessu sat höfðinglegur maður vel búinn-
Hinar þunnuvarir, livössu leiftrandi augu og ýglibrún hans, toðuðu ó_
vinum hans litla vægð. Maður þessi var sir William Hove, yflr hers.
höfðingi brezka hersins. A borðinu hjá honum lá kort af Deleware ánni
og öllum bæjum og þorpum meðfram henni. Þetta sá Karmel þegar þeir
félagar komu inn, og þótti auðsjáanlega betur.
„Þetta eru fangarnir, herra,“ sagði sá sem fylgdi þeim inn. „Ein-
mitt. 0g báðir njósnar$r,“ svaraði Hove, og sambland af ótta cg harri
skein út úr svip hans. „Annar njósnari, hinn sjóræningi, og báðir hætt-