Freyja - 01.02.1901, Page 5

Freyja - 01.02.1901, Page 5
FREYJA r> fyrir, geti ekki átt sér stað, nú á dögum. Oss dettur í hug Jólasagan eftir Gest heitinn Pálsson. Það er engum vafa undirorpið, að síðan sú saga varð til, hafa Isl. að minnsta kosti.betur litið eftir böri-um fátœkl- inganna á öllum jólatrús samkom- um en áður var gjört. Má vera að dœmi sem G. A. D. dregur fram í þessari sögu, súu ekki mörg á meðal vor,en þar með er ekki sagt, að þau sfcu engin tii. En siíkar sögur eru skrifaðar til þess að þeim dæmum fækki, og fyrir þess konar sögur hefur þeim fækkað, og með þvf er tilganginum náð. Vér höfuni tekið það fram, að sögur G. A. D. eru tilgerðarlausar og blátt áfram. Vfer viljum bæta því við að þær hafa ómetanlega mikið siðferðislegt gildi, en svo er líklegt að hinir stóru dóinendur bókmennt- anna kalli þær ófágaðar, og finni þeim ýmislegt annað til foráttu. Eii livað sem um það er, þá liafa þær snert viðkvæma strengi í hjörtum margra, og höf. þeirra eignast gegn- um þær marga einlæga vini. I nafni þeirra og Freyju þíikkum vfcr hon- um fyrir hið umliðna og óskum að hann mínnist við Freyju á sama hátt og að undanförnu eftir því sem tími og kringumstæður leyfa. BÆNARSKRA ER BINDINDISFÉLAG KRISl'- INNA KVENNA, LEGGUR FTRIR FYLKISÞING- IÐ í VETUR, Fyrir nokkru síðan höfðum vfer þá ánœgju, að eiga tal við ungfrú Ingibjörgu Jóhannesdóttur, sem er forseti fslenzku Hvftabandsdeildar- innar í Winnipeg. Sagði hún ossfrá því, að W. C. T. U [Bindindisffelag kristinna kvenna] í Manitóba hefði samið l)ænarskri,8em færi fram á að konum þessa fyikis verði veitt þcgn- réttindí og að þcssa bænarskrá ætti að leggja fyrir næsta fylkÍ6þing. Málefninu til styrktar var verið að safna undírskriftum undir bænar skrána, og gekk það vel þar sem ffc- lagið náði til. Gekkst Ilvftabandið, [Ilvttab, er deild úr V/. C. T. U. ffcl.] fyrir þessum undirskriftum meðal íslendinga. En af því að engin deild af nefndu ffelagi er í Selkirk. tókum vér að oss að safna undir- skriftum undir bænarskrána þar, varð afleiðingin af tveggja daga vinnu 224 nöfn, og voru það flest ís- lendingar. Vér vitum enn þá ekkí hvern á- rangur þetta starf félagsíns kann að hafa, né heldur hver verða muní framsögumaður þessa m&ls í þing- inu. Vér vonum að geta sfðar fært lesöndum vorum nánari fregnir um þetta mál. í millibilinu vildum vfer vekja at-

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.