Freyja - 01.02.1901, Blaðsíða 6

Freyja - 01.02.1901, Blaðsíða 6
mtKYJA hygli allra íslenzkra kvenna í Manitoba á þessu máli. Svo að þær reyni að gjiira sðr Jjóst, hvað gjöra skuli, ef þær síðar verða kvaddar til að vinna að því. Eftirfylgjandi er bænarskráin í lauslegri þýðingu. TIL IIINS HAÆRUVEKÐUGA EYLKISSTJÓRA OG LÖG- GJAFARÞINGSINS í MANITOBA. Bmarsltrá liins ,Kristi!ega Itvenn- félags,‘ sýuir auðmjúliega frrm á að: MEÐ ÞVÍ AÐ svo mikill hluti af innbúum Manitoba fylkis séu konur, og að þær leggi sinn skerftil velmegunar fylkisins, i hvaðastöðu sem þær standa, og MEÐ 1> VÍ AÐ bæði á heimilum og skólum þessa fylkis, í öllum siö- fágunar tilraunum, í bindindismál- um og trúboðs tilraunutn hafi kon- urnar starfað og sýnt hæzta og göf- ugusta skilyrði fvrir jnannlegri hegðun,og með þvf uppörfað aðra til sannrar þjóðrækni, og MKÐ ÞVÍ AÐ í andlegu og sið- fci'ðislegu tilliti, í öllum menntunar- greinum, og öllu, sem útheimtist til að vera heiðarlegur borgari, og að því er greind, vinnugefni, heimilis og ætt.jarðarást snertir, og þrek til að afla auðs og bera útgjaldabyrði ríkisins, hafl konurnar að meðaltali, sýnt sig jafningja karlmannanna; MED ÞVÍ AÐ afleiðingin afrétt- indum þeirn, er konum þessa fylkis hafa verið veitt, hefur verið góð, MEÐ ÞVÍ AÐ stjórnarfyrirkomu- lag vort er byggt á þeim meginregl- um að fólkið hafl fulltrúa í stjórn- inni, eftir manufjölda; og MEÐ ÞVÍ AÐ sem stendur,hefur aðeins karlkynið fuiltrúa f þinginu. ÞES>S VEtíNA ákveða stjórnend- ur ins .Kristilega bindindis kvennffe- lags‘ f Manitoba og þeir af innbúum þess, sem skrifað hafa nöfn sín und- ir téða bænarskrá, að það sé lögum gagnstætt og ranglátt gagnvart helmingi fólksins, að neita því um að hafa rödd í stjórnmálum fylkisins. ÞESS VEGNA biðjum vér að yður verðugi herra og löggjafarþinginu í Manitoba mætti þóknast að bætavið lagagrein, sem ákveði, að engum sfe neitað uin borgarleg rfettindi sökum ki/ns; en að konum þessa fylkis verði veitt borgaraleg réttindi með sömu skilyrðum og karlmönnum. En vér munum, eins og skyldugt er, ávalt biðja fyrir yður. Neðan undir bænarskrána voru rituð nöfn þeirra sem voru henni samþykkir, og vildu að hún fengi framgang. TUTTUGASTA ÖLDIN. Vor æfi líður leiftur tíjótt, — svo líður hundrað ára bil eins fram að dauðans dimmu nótt í djúpa tímans gleymsku hyl. Sem árdagsröðul á sér kvöld, svo æskan ríkir — flrnskan deyr. Kom heil, kom heilþú ungaöld hin aldna hverfur — sést ei meir. Hom heil, kom heil þú unga öld, með ársæld, blessun vina tryggð, og grafðu á þinn glæsta skj’öld með gullnu letri sannleU•, djggð. Myrrali.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.