Freyja - 01.02.1901, Síða 8

Freyja - 01.02.1901, Síða 8
8 FREYJA lyndi veiðimaðurinn hló og- kailaði hann „litla drenginn sinn með konu- hjartað.u „En þú mátt hafa hann á meðan honum er að batna, en svo ináttu til með að sleppa honam, því ég vil ekki ala þjóf upp á meðal vor til að spilla friði.“ Waukewi lofaði að gjöra eins og honum var boðið. Svo leið heill mánuður, eða, eins og Indtánarnir segja, heilt „tungl,“ er vængur arnarins var alheill orðinn. Waukewi færði honum fæðu og sá uin að enginn gjörði honum mein, og vinátta þeirra óx með degi liverjum. Loks kom þó sá tími að fanginn yrði að fara. Waukewi bar hann út á skóg, langt frá býlum Indíánanna svo hann yrði ekki skotinn af Indt- ánunum þá er hann flýi á braut. Þeg- ar Waukewi sleppti erninum, flaug hann i stórum sveiflum hátt upp í loftið til að reyna afl sitt og njóta frelsisins. En þegar að drengurinn lagði af stdð heimleiðis, sveiflaði örninn sér niður, og allan daginn elti örninn lífgjafa sinn, og vildi með engu móti við hann skilja. Loks skreið drengurinn inn í trö, sem var holt innan og faldist þar, leitaði hans lengi, en fiaug svo seint og sorglega í burtu. Sumarið leið, og veturinn næsti á eftir. En er vorið kom, ísana leysti af ám og vötnum, og fiskarnir fylltu þau, fór Waukewi ásamt ungum og gömium Indíánum, konum og körl- um út, sumir til að skjóta fugla, og aðrir til að veiða fisk, það var svo ánægjulegt eftir vetur kyrseturnar að leika sör og baða sig í sólskin- inu. Nú var heldurekki annað gjört en veiða og skcmmta sér. Það var svo gott að fá nýjan silung að borða eftir harð-þurkaða kjötið og Indíána maísinn sein það liafði eingöngu til matar allann liðlangann veturinn. Skammt frá þorpi Indíánanna var á, ákaflega mikil, og S henni foss, sem hét Apahoque. Áin var full af silungi, en h\crgi var þó eins krökt af lionum, eins og á milli flúðanna fyrir ofan fossinn. Silunginn veiddu Indíánarnir með löngum stöngumer höfðu odd eðaöngul á öðrum endan- um. En fáir voru þeir ofuj'hugar er þyrðu að veiða á milli flúðanna fyr- ir ofan fossinn, því færi báturinn einu feti of langt, þreif straumkast- ið hann með því heljar aíli sem eng- inn mannlegur kraftur gat við ráðið og þeytti honum niður í gljúfrin fram af hengifluginu. Einn yndis-fagran apríl-morgun setti Waukewi út barkarbát sinn, sem var ósköp lítill, og Indíánar nefna „canoo“ hér- um bil hálfa mílu fyrir ofan Apahoque fossinn og flaut niður eftir ánni. Hann hafði langa veiðistöng í hendinni, og veiddi Mlung á milli flúðanna fyrir ofan fossinn. Ilann einn af öllum jafnöldrum sínum vogaði að veiða á þessum stað, en hann hafði leikið það svo oft að liann gleymdi hætt- unni sem þvi var samfara. Allt var fullt af silungi, stórum og feitum, svo Waukewi stakk á báðar hendur. Allt í einu leit liann upp, greip ár- ina tveim höndum og reyndi af alefli að snúa aftur. Báturinn titraði við átakið, stanzaði augnablik og þuml- ungaðist svo hægt og hægt upp eftir (Framhald á 17. bls.)

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.